Þjóðviljinn - 12.11.1959, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 12. nóvember 1959 —<-<
Hverjir hafa séð lengst
Framhald af 7. síðu.
En eitthvað verður nú að
láta það heita til að gera
hosur sínar grænar fyrir
kjósendum.
Því hef ég orðið allfjölorð-
Ur um þetta mál, að mér
virðist nauðsyn bera til að
j staldra aðeins við, líta yfir
farinn veg og láta Ijós þeirr-
ar athugunar lýsa sér næsta
áfangann. Slíkt er skylt og
sjálfsagt hugsandi fólki, sem
vill læra af reynslunni og
koma fram af ábyrgðartil-
finningu gagnvart sér og sín-
um, minnugt þess að flokkar
eiga eingöngu að dæmast eft-
ir verkum sínum.
HVERJIR HAFA SÉD
LENGST OG DUGAÐ
1 BEZT?
Hverjir sáu þá lengst ? Kom
hrunið, sem afturhaidið söng
sætlegast um undir stjórn
hrunmeistara sinna? Nei, það
kom aldrei. Þakkað veri flokki
alþýðunnar, sem var svo fram-
sýnn að sjá, að hægt var að
afstýra því með viðreisn at-
vinnulífsins, nýsköpuninni.
Hverjir hafa dugað dreif-
býlinu bezt?
Þegar við lítum yfir sögu
síðustu 15 ára, kemur í Ijós,
að þegar Sósíalistaflokkurinn
og Alþýðubandalagið hafa
verið í stjórn með einhverjum
hinna flokkanna, hefur verið
unnið ósleitilega að atvinnu-
legri viðreisn um allt land.
En hafi hinir flokkarnir
stjórnað, hver með öðrum án
Alþýðubandalagsins, hafa
þeir á einn og annan hátt
unnið gegn nýsköpun at-
vinnulífsins, en fyrir einka-
gróða, hringagróða og her-
mang. Það er engu líkara en
þessir flokkar hafi batnað um
tíma ’í stjórn með Alþýðu-
bandalaginu, en sýnt sitt rétta
andlit, þegar þeir voru einir
í stjórn.
SAMEINUMST UM AL-
ÞÝÐUBANDALAGIÐ.
Hvers vegna dugar Alþýðu-
bandalagið dreifbýlinu bezt,
og þar með öllum landslýð?
Stafar það af því, að það sé
svo miklu meira mannkosta-
fólk í því, en þorparar í hin-
um flokkunum?
Nei, hér er um engan slik-
an persónulegan mannjöfnuð
að ræða. En andstöðuflokk-
ar okkar eru fésýlsuflokkar.
Þeir meta öll mál með tilliti
til gróða, einkagróða, einok-
unaraðstöðu og hringavalds.
Nei, þetta stafar af því, að
Alþýðubandlagið hefur engra
hagsmuna að gæta nema al-
þýðunnar Þess gengi er gengi
hennar, hennar gengi er gengi
þess. — Það er mjög mikil-
vægt að allir geri sér vel
Ijósan þennan mismun flokk-
anna. Hagsmunir fólksins og
flokks þess, Alþýðubandalags-
ins fara algerlega saman.
Þess vegna dugar það alþýð-
unni bezt.
Og hver er þessi alþýða?
Það er hin vinnandi þjóð, til
sjávar og sveita, sjómenn,
bændur, verkamenn, útvegs-
menn, iðnaðarfólk, opinberir
starfsmenn, skrifstofumenn,
verzlunarfólk o. fl., meira en
þrír f jórðu hlutar þjóðarinnar,
fólkið, sem byggir þetta land,
erjar jörðina, aflar brauðs úr
skauti sjávar, byggir upp
bæina, í fáum orðum sagt,
starfandj þjóð anda og hand-
ar, sem leitast við að skapa
sér sómasamlegt líf og veita
sér andleg verðmæti.
Þetta fólk á allt sameigin-
legra hagsmuna að gæta. Það
er aðeins skynvilla, ef ein-
hverjum sýnist annað Það á
sameiginlega hagsmuni með
Alþýðubandalaginu.
Ef þetta er haft í huga er
þcð ekkj lítið undrunarefni,
begar úrslit kosninga sýna, að
þetta sama fólk kýs 4—5
stjórnmálaflokka, þegar öll
rök hníga að því að það ætti
að vera í einum flokki vegna
sameiginlegra hagsmuna.
Þetta þarf að breytast. Ef
hér á að verða vaxandi vel-
megun í landi, þarf þetta fólk
allt að sameina sig um einn
flokk, flokk, sem hefur sýnt
sig viijugan til að berjast fyr-
ir hagsmunum þess, flokk þar
sem fólkið sjálft getur bar-
izt fyrir hagsmunum sínum.
Þessi vinnandi þjóð þarf að
eflp sér sinn eigin flokk, efla
Alþýðubandalagið sem bar-
áttutæki sitt og skapa sjálf
þann flokk eftir þörfum sín-
um á hverjum tíma. Alþýðu-
bandalagið býður upp á mikla
möguleika í þessu efni. Það
stendur opið allri vinnandi
þjóð.
• (jTBREIÐIÐ
ÞJÓÐVILJANN
Cha —s Cha — Cha
í Kennslubók í
Cha — Cha — Cha
eftir HEI5AR ASTVALDSSON
danskennara
er með orðum og myndum
geínar nákvæmar skýringar á
öllum helztu sporunum í þess-
um vinsæla dansi.
Bókin er komin í bókaverzlanir
í Reykjavík. Verð kr. 40,00.
Sendi í póstkröíu hvert á land
sem er
Heiðar Ástvaldsson, Box 665
Reykjavík
FORD varahlutir
Nýkomið mjög mikið úrval varahluta í eftirtalda 1
enska Ford bíla:
Anglia, Prefect, Fordson og Thames (’37—’59),
Consul, Zephyr og Zodiac (’53—’56),
FORD-umboðið
Kr. Iíristjánsson h.f.
Suðurlandsbraut 2 — Sími 3-53-00.
UPPBOÐ
annað og síðasta, fer fram á rishæð húseignarinnar
nr. 71 við Njálsgötu, hér í bænum, eign dánarbús
Jóhönnu Einarsdóttur, mánudaginn 16. nóvember
1959, kl. 2.30 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
að gæðum og glæsileik
VEB Feinstrumpfwerke Oberlungwitz
Oberlungwitz / Saxony
German Democratic Republic.
Upplýsingar um útflutning veitir
■ ** /m. T E '3*21.'
Exportgesellschaft fur Wirkwaren
und Raumtextilen m.b.H.
15 Resenstrasse, Berlin C 2.
Sjáltsævisaga Kristmaims GuSmimdssonar
ÍSOLD HIN SVARTA
Út er komin sjálfsævisaga Kristmanns Guðmunds-
sonar.
ísold hin svarta er fjörleg frásögn af viðburðaríkri
ævi manns, sem þorir að segja hispurslaust frá því,
sem á dagana hefur drifið.
Bókfellsútgáfan