Þjóðviljinn - 12.11.1959, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 12. nóvember 1959 —
þlÓÐVILIINN
Oteelfcudi. öHmeimngarnokkur alþýOu - aoaiaiistaflolcKunnn. RltstJOrar,
Mararts KJartanssor íáb.). BigurOur OuOmundsson - PréttarttstJórl: Jón
BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson. Eystelnn Þorvaldsson.
Ouðmundur VlKÍusson,. ívar H. Jónsson, Masnús Torfl Ólafsson. SlgurOur
T. PrlObJófsson Auglýsingastjórl: Ouðgelr Magnússon - RltstJórn af-
«r»10s’« ausrlýsi.nvsr nrentRmi0.1a- 8kólavftr0ustlv 10 Síml 17-500 <8
línur). — ÁskrtftarverO kr. 30 & mánuði. - LausasöluverO kr. 2
PrentsmlöJa ÞJóðvllJans
Samvinnuhreyfingin ber ekhi ábyrgð
á hermangshneykslimum
egar Framsóknarflokkurinn
reynir nú með • öllum ráð-
um að gera sem lengst á mílli
sín og Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga annarsvegar og
stórhneyksla olíufélaganna er
rétt að minnast þess, að svo
hefur ekki verið fram að þeim
tíma að nokkur hluti hneyksl-
anna var uppvís orðinn. í nýj-
ustu ,,fræðslubókinni“ sem
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga lét áróðursstjóra sinn
rita og gefin er út á kostnað
samvinnumanna er rík áherzla
lögð á hve hlutafélög þau er
stofnuð hafa verið undir vernd-
arvæng Sambandsins séu ná-
tengd því. Svo langt er geng-
ið að reynt er að telja fólki
trú um að það skipti svo sem
engu máli að þessum félögum
er valið hlutafélagsform en þau
ekki rekin með samvinnusniði,
og það talin sérstök trygging
fyrir heiðarleik þeirra að menn
úr innsta hring Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga veiti
þeim forstöðu!
TlM'eð sérstakri velþóknun er
þannig t.d. fjallað um Olíu-
félagið h.f. og Hið íslenzka
steinolíuhlutafélag í bók Bene-
dikts Gröndals „íslenzkt sam-
vinnustarf", og miklast yfir
fjárplógsstarfsemi þeirra. „Það
kom í ljós að olían á Keflavík-
urflugvelli var allarðvænleg á
íslenzkan mælikvarða, enda
tel.ja Ameríkumenn eðlilegt að
fyrirtæki skili hagnaði, en
hættulegt að þau geri það
ekki“, segir í þessari fræðslu-
bók um „samvinnuhreyfinguna"
á fslandi, og síðar er því lýst,
hvernig „Keflavikurféð var
plægt inn í starfsemi félagsins
og hefur gert því kleift að
byggja upp miklar olíustöðvar
og dreifingarkerfi um land allt“.
Dálítið einkennilegur hljómur
verður óneitanlega í þessari
fræðslu um „samvinnustarf“
eftir að u.ppvís eru hin stór-
felldu lögbrot og misferli for-
ráðamanna olíufélaganna ein-
mitt í sambandi við starf þeirra
á Keflavíkurflugvelli, lögbrot
sem unnin eru í samvinnu við
stjórn hins erlenda herliðs í
landinu.
Samvinnustarf er það að sjálf-
sögðu ekki, auðgunar- og
lögbrotaferill þessara hlutafé-
Þea, óskabarna afturhalds-
klíku Vilhiálms Þórs og Ey-
steins Jónssonar. Það er háðung
og óþokkaskapur við samvinnu-
hugsjónina í landinu að vera að
nudda samvinnumönnum upp
úr þessum fyrirtækjum, en það
er- óspart <gert í umræddu
„fræðsluriti" Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga. Stofn-
un, auðbraskarafélaga af hálfu
Sambands ísl. samvinnufélaga
ásnmt burgeisaklíkum Sjálf-
stæðisflokksins er hin versta
og svívirðilegasta misnotkun á
samvinnuhreyfingunni, að reyna
að gera hreyfinguna siðferði-
lega ábyrga fyrir braskara-
hlutafélögum sem auðmenn
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins mynda milli sín
til þess að raka saman her-
mangsgróða. Og það er langt
frá því að vera samvinnustarf
að ,,plægja“ illa fenginn gróða
af Keflavíkurflugvelli inn í
rekstur slíkra félaga. Jafnfrá-
leitt er að telja íslenzkum sam-
vinnumönnum trú um að Fram-
sóknarforstjórarnir, gegnsýrðir
af auðshyggju og lúxuslífi, séu
trygging fyrir bví að hlutafélög
þessi séu rekin á heiðarlegan
hátt, en verði ekki til að gefa
andstæðingum samvinnustefn-
unnar höggstað á hreyfingunni,
séu þau eitthvað við hana orð-
uð. Svo hlálega vildi til að
nauðsyn þótti að fjarlægja tvo
af forstjórum þessara ágætu
„fyrirtækja samvinnumanna"
áður en bókin kom út, sem
taldi starf þeirra algera trygg-
ingu fyrir því að hlutafélög
þessi væru heiðarlega rekin, og
í anda samvinnuhugsjónarinn-
ar!
arna hefur átt sér stað hin
stórkostlegasta misnotkun
afturhaldsklíku Vilhjálms Þórs
og Eysteins Jónssonar á sam-
vinnuhreyfingunni. Þessi aftur-
haldsklika Framsóknarflokksins
hefur af fullkominni ósvífni
notað Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga til þess að kaupa
sig inn í auðsöfnunarklíkur
Siálfstæðisflokksins og her-
mangsins, enda þótt að því
hlyti að koma að hin stórfelldu
lögbrot og misferli í rekstri
þessara auðfélaga kæmust upp,
og yrði notuð til ómaklegra
árása á samvinnuhreyfinguna.
En auk þess að færa burgeisum
Framsóknarflokksins ofsagróða
og það lúxuslíf sem orðið er
efni í þjóðsögu meira að
segja í Reykjavík, hefur sam-
vinnuhreyfingin með þessu
móti verið misnotuð til að
kaupa afturhaldsklíku Fram-
sóknarflokksins pólitíska samn-
ingaaðstöðu við auðbraskara-
klíkur Sjálfstæðisflokksins, en
undir hefur róið bandaríska
auðvaldið, sem reynt hefur að
trevsta herstöðvarnar og að-
stöðu til framtíðargróða á fs-
landi með því að tengja sem
flesta hagsmuna- og spillingar
þræði milli afturhaldsmanna
Framsóknar og íhalds. Þetta
.pólitíska brask með samvinnu-
hreyfinguna verður að hætta
eigi hún að geta haldið virð-
ingu sinni sem heiðarleg al-
þýðuhreyfing og sótt fram sam-
kvæmt hugsjónum mannanna,
er mótuðu hana í byrjun. Sam-
vinnuhreyfingin hlýtur að gera
hreint fyrir sínum dyrum og
sýna alþjóð að hún ber ekki
ábyrgð á hermangshneykslum
Framsóknarbraskaranna.
r
Osczmkomulag Vesturveldanna
tefur fund æðstu manna
I^egar Krústjoff og Eisen-
hower skildu í Wasliing-
ton fyrir hálfum öðrum mán-
uði, voru þeir sammála um
að efna bæri hið fyrsta til
fundar æðstu manna Sovét-
ríkjanna og Vesturveldanna
til að ræða aðkallaMi vanda-
mál. Á fundi Eisenhowers
með fréttamönnum daginn
eftir að Krústjoff lagði af
stað heim á leið, var að
heyra að hann byggist við
að fundurinn yrði haldinn
öðru hvoru megin v:ð ára-
mótin. Sama sinnis var Har-
old Macmillan, sem sagði
brezkum kjósendum rétt fyr-
ir kosningarnar, að ekkert
væri eftir annað en að á-
kveða fundardaginn. Nú er
komið í ljós, að löng töf
verður á fundi æðstu manna.
Af honum getur varla orðið
fyrr en í maí í vor. Ástæðan
er að forustumenn Vestur-
veldanna hafa ekki enn getað
komið sér saman um hvað
ræða skuli á fundi æðstu
manna né hvernig þar skuli
haldið á málum af þeirra
hálfu. Undirrót þessa ósam-
komulags er svo aftur tog-
streitan milli núverandi
stjórna Bretlands, Frakk-
lands og Vestur-Þýzkalands
um forustuna í Vestur-Ev-
rópu.
1 denauer forsætisráðherra
hefur aldrei farið dult
með að hann hefur óbeit á
fundi æðstu manna og þykir
því betra sem hann dregst
lengur. Hann mun ekki fá
sæti á slíkum fundi, og telur
að samkomulag sem þar
kunni að nást um mál Ev-
rópu hljóti að verða á kostn-
að Vesur-Þýzkalands. Gamli
maðurinn í Bonn trúir enn á
valdstefnu Dullesar, þótt Eis-
enhower hafi skilið við hana
og leggi nú orðstír sinn að
Konrad Adenauer j
Hverju skyldi Eisenhower vera að hvísla að Krústjoff?
Charles de Gaulle
veði fyrir því að unnt reyn-
ist að koma sambúð Sovét-
ríkjanna og Vesturveldanna í
skaplegt horf. Eins og oft
áður reynir Adenauer að fá
Bandaríkjastjóm ofan af því
sem honum er ekki að skapi.
Hingað til hefur þetta tekizt
17’rafan um að forustumenn
**• fjórve’danna ræði ekki
Þýzkalandsmál, er til einskis
annars fallin en koma í veg
fyrir að af fundi þeirra verði.
Eisenhower hafði einmitt
heitið Krústjoff því í Camp
David, að staða Berlínar
skyldi rædd á fjórveldafundi.
Síðan hefur Eisenhower við-
urkennt, að þar sé þörf
breytinga sem samrýmist
hagsmunum allra sem hlut
eiga að máli „einnig Austur-
Þjóðverja og Sovétrikjanna“.
Olnbogaskotum Adenauerg
svaraði Eisenhower á síðasta
fundi sínum með fréttamönn-
um með því að láta orð liggja
að því við fréttamenn, að á
undirbúningsfundi forustu-
manna Vesturveldanna undir
fund æðstu manna myndi
vesturþýzki forsætisráðherr'-
ann einungis fá að vera við-
staddur þegar rætt yrði úm
mál Þýzkalands. Þessi fund-
ur verður settur í París 19.
desember. Stjórnlr Bar.daríkj-
anna og Bretlands gerðu sér
vonir um að ekki löngu síðar
gæti orðið af fundi æðstu
manna., en nú hefur de Gaulle
ónýtt þá fyrirætlun.
kveðið að taka upp af alvöru
samninga við Sovétríkin, og
því fær hvorki Adenauer né
nokkur annar bandamaður
hennar breytt með fortölum
einum. En hann reynir samt.
Rétt fyrir mánaðamótin hélt
Adenauer ræðu í Baden-Bad-
en. Þar hafði hann í hótunum
um- að vesturþýzka stjórnin
myrdi ekki sætta sig við
samkomulag „sem ekki sam-
rýmist þýzkum hagsmunum“.
Jafnframt lét hann það álit
í ljcs, að á fundi æðstu
manna ætti einungis að ræða
afvopnun, en alls ekki stöðu
Berlínar né önnur Þýzka-
landsmál.
17ins og Adenauer vill de
Gaulle að fundur æðstu
manna dragist, en ástæður
hans eru aðrar. Frá því hers-
höfð’nginn tók við völdum í
Frakklandi á ný, hefur hanu
stefnt markvisst að því að^
auka veg og vald Frakklands
innan samtaka Vesturveldanna.
Hann hefur lagt til að kornifí
verði á þríveldastjórn þess,
Bandaríkjanna og Bretlands,
Framhaia í '1 sífiu.
oftast nær, en nú er við
rammari reip að draga en
nokkru sinni fyrr. Banda-
ríkjastjórn hefur nefnilega á-
Ilarold Macmillan