Þjóðviljinn - 12.11.1959, Side 11
~ —• Fimmtudagur 12. nóvember 1959 — t>JÓÐVILJINN — (11
H. E. BATES:
RAUÐA
SLÉTTAN
FYRSTI KAFLI.
Hópar af banana-grænum litlum páfagaukum voru farn-
ir að safnast aftur í trén umhverfis musterisrústirnar.
En yfir hrísökrunum, sem nú voru skorpnir og skræln-
aðir eftir langan þurktíma, sveimuðu aðeins nokkrir hegr-
ar, draugalegir í ryðgulri hitamóðunni. Ekkert annað
hrærðist á sléttunni miklu, þar sem ekki höfðu vaxið
hrísgrjón í þrjú ár.
í einhverju af tjöldunum handan við musterið átti
undirforingi tamdan apa, og Forrester, sem lá nakinn og
sveittur á fletinu í tjaldi sínu, heyrði hann væla í hitan-
um. Hann vældi eymdarlega meðan hann lá þarna og
virti fyrir sér lág fjöllin sem umkringdu sléttuna í ryk-
inu og hitamóðunni eins og þéttir skýjabakkar. Stundum
var eins og þessi fjöll leystust upp og rynnu saman við
annarlega litan himin og öll sléttan varð ein glitrandi
sambreyskja af sól og ryki. Og þegar/loftið.skýrðist að
nýju °g varð lifandi og Hvítt, brennandi birtan varð yfir-
sterkari, birtist Forrester alltaf sama tálmyndin. Honum
fannst sem auk hegranna hvftu svifi dumbrauður logi yfir
sléttunni í miskunnarlausri hitamóðunni. Það var eins
og þessi logi nærðist á brennandi ryki, titraði, dofnaði
og skýrðist í blindandi birtunni, unz hann varð loks að
fólki; röð Burmabúa, bænda á leið í suðurátt til þorpanna
við ána, klædda litríkum mittisskýlum, rauðum og fjólu-
]itum.
Þegar Forrester velti sér við og lá nakinn og teygði
úr löngum fótleggjunum og fann hvernig sólin smaug
gegnum brúnan tjalddúkinn eins og acetylen lampi gegn-
um gasrýju, nísti hvít birtan augu hans og svitinn
spratt að nýju út um líkama hans allan. Og þegar hann
hreyfði sigl til eins og hann ætlaði að þurrka hann burt
með hendinni, fann hann að hendur hans voru einnig
rennvotar eftir þessa litlu hreyfingu. Hann lá andar-
tak í viðbót og tók andköf. Svo velti hann sér aftur og
sneri andlitinu að tjaldveggnum, burt frá geislanum
hvíta, og honum létti strax. 'Um leið kom hann auga
á Blore.
Blore sat rólegur og hreyfingarlaus úti í horni tjalds-
ins við lítið teakviðarborð og skrifaði. Hann var með
gleraugu og hafði blaðið í hæfilegri fjarlægð. Hann var
enn með hjálm sinn á höfðinu, ólina spennta undir kverk,
og andlit hans minnti einhvern veginn á búðing sem
bundið var um með snæri. Smiðirnir á markaðnum
höfðu klambrað borðinu saman og nú var það næstum
þakið varúðarráðstöfunum hins reynda manns: glasi með
gulum mepacrine töflum, glasi með saltvatni, hitabrúsa
sem blautu handklæði var vafið um. Blore var ger-
sneyddur öllum hetjusvip. í augum Forresters minnti
hann fremur á geistlegt hross en liðsforingja. En það
var of heitt tili að hafa orð á því. Hann velti sér aðeins
yfir á hina hliðina og lokaði augunum fyrir svitanum
sem fossaði niður andlit hans í stríðum straumum.
„Þér finnst þó ekki heitt“, sagði Blore.
Svitinn streymdi niður lokaða hvarma Forresters og
sameinaðist í einn farveg neðar á andlitinu.
„Nú er eiginlega vor,“ sagði Blore. „Marz — nú er
þægilega veðrið. Hitinn byrjar fyrir alvöru í júní. Þeg-
ar regntíminn byrjar.“
„Það hlýtur þér að þykja gaman“; sagði Forrester,-
„Mér þykir það ekki gaman“.
„Þá er ég viss um að þér gengur vel að skrifa heim.“
Stundum fannst Forrester sem Blore skrifaði hundrað
bréf á dag.
„Það er gallinn á ykkur að þið skiljið ekkert nema
það sem að ykkur sjálfum snýr,“ sagði Blore. „Þið þessir
flugmenn. Þið eruð ungir. Ykkur stendur á sama. Það er
gallinn á ykkur.“
„Það er gallinn á okkur.“
„Jæja, átt þú — ?“ sagði Blore. „Ég á við — “
„Ég veit ekki hvað þú átt við.“
„Jæja, til dæmis það sem ég sagði þér,“ sagði Blore.
„Ég veit ekki hvað þú sagðir mér.“
„Konu í Englandi," sagði Blore. „Það er það sem ég
á við Bíddu þar til þú ert búinn að vera hér í þrjú ár,
og þá skilurðu hvað ég á við.“
Forrester sneri sér frá honum og starði á sléttan,
brúnan tjaldvegginn. Andartak blindaði reiðin hann svo,
að tjaldið virtist riða fram og aftur. Hann lokaði aug-
unum. Tilfinningar hans í garð Blores, sem blönduð-
ust gremju hans yfir hitanum, rykinu, vælinu í aoan-
um og ofbirtu sléttunnar, voru sterkari en nokkur
reiði; þær voru persónulega fjandsamlegar og án tak-
marka. Hann langaði mest af öllu að berja Blore með
hitabrúsanum.
„Ó, í guðs bænum!“ sagði hann.
Hann kreppti hnefana og þrýsti andlitinu niður í
koddann, sem var orðinn eins og heitur, rakur svamp-
ur. Þessi hreyfing orsakaði nýtt svitarennsli um allan
líkamann. Um leið og andlit bans snart koddann foss-
aði straumurinn niður í rúmfötin kringum hann. Hann
reyndi að hugsa ekki um Blore, hussa þess í stað um þá
einföldu staðreynd að í þrjár vikur hafði hann beðið
þess að loftsiglingafræðingur kæmi frá Calcutta. Það
var þriggja stunda flug yfir deltuna, sjóinn og fjöllin
yfir Burma sléttuna. Þetta var mjöff einfalt; allt var
undirbúið og þó kom enginn. Það var langt komið,
að hann hafði lengi vel vitað nafnið á manmnum sem
von var á, og á hverjum morgni ók hann Vomim rúst-
irnar í borginni að hálfhrunda húsinu, ^ar cr'm skrif-
stofumaður fékkst við leyndardóma nóstmálanna, og
spurði hvort nokkuð hefði frétzt frá Carrin'rton. Það voru
aldrei neinar fréttir. Þetta var orðið dálítið undarlegt. |
Carrington, sem. orðinn yar staðreynd, í huga hans, virt-
ist einhyers staðar hafa ■ sokkið ■ niðuí í tímaleýsi aust-
ursins, hið annarlega kæruleysi, þar sem hver skjallhvíti,
sólardaeurinn rann yfir í annan nákvæmlega eins. Tím-j
inn virtist fljótur að líða og vera algerlega tilgangslaus
og týndi loftsiglingafræðingurinn var orðinn hluti af tím-
aleysinu og ruglingnum og brjálæði styrjaldarinnar. Hann
var orðinn tákn þeirrar skriffinnsku sem ráðstafaði mönn-
um út um fjöll og frumskóga jarðarinnar, rétt eins og
ruslpokum: og þótt Forrester hefði aldrei séð hann, var
hann næstum farinn að hata hann. Hin stöðuga fjarvera
hans var eins og kerfið sem skapaði hann, orðin tilefni
til haturs og ógeðs, rétt eins og rykið, hitinn og misk-
unnarlaust, lamandi sólarljósið.
í dvalanum og svitakófinu sem fylgdi þessum hugs-
unum, fannst honum allt í einu sem Blore hefði sagt
eitthvað sem hann átti ósvarað. Hann opnaði augun.
Honum fannst allt í einu sem fullorðni maðurinn 1 víða
græna jakkanum með bláa liðsforingjabandið á öxlunum,
væri annarlegur og fjarrænn, rétt eins og allar Búdda-
líkneskjurnar víðsvegar um borgina, sem hernámsárin
höfðu breytt í órækt.
„Sagðirðu ekki eitthvað?" sagði hann.
„Fyrir tíu mínútum.“
„Það hefur varla verið merkilegt, fyrst þú sagðir það
ekki aftur.“
„Það er merkile^t og ég skal endurtaka það fyrir þig,“
sagði Blore. „Ég er búinn að fá skipunarbréf.“
„Hamingjan góða.“ Forrester reis snögglega upp í rúm-
inu, og hin snögga hreyfing orsakaði fossaföll af svita
niður andlitið og hendurnar ofaní rúmið. „Það er stór-
kostlegt“.
„Þakka þér fyrir,“ sagði Blore. „Ég er líka glaður“.
Það var ósjálfráður dapurleiki í rödd hans.
„Hvert?“ sagði Forrester.
„Það er ögn nær Englandi, þótt undarlegt sé,“ sagði
Ðlore. Allt í einu var eins og Forrester yrði snortinn ein-
hverju hjálparvana í fari Blores, sem var hættur að
skrifa og starði á tjaldvegginn. Hann virtist allt í einu
gamall og þreyttur, maður af annarri kynslóð, vega-
laus líkami, sem villzt hafði inn í hitabeltisherleiðingu
sem kom honum ekki við. Gremja Forresters breyttist
snöggvast í meðaumkun, sem hann vildi ógjarnan sýna.
„Já: það er ögn nær,“ sagði Blore. „Það munar ekki
miklu..En. dálitlu, til Akyab aftur“.
„Þeir segja að þar sé ágætt. Það er við sjóinn.“
„Ég á að mæta þann tuttugasta og fyrsta.“ sagði Blore.
„Það er eftir fjóra daga.“
Forrester sagði ekki meira. Flann lagðist útaf aftur,
lá á bakinu og skýldi augunum með höndunum fyrir
hvíta ljósinu og fann hvernig það nísti handarbökin, og
hann gladdist innilega yfir því að Blore var að fará. Nú
gat hann farið að hlakka til þægindanna, öryggisins og
. ;. spaii5 ýSur hláup á- ínÉli mflrgra verdíUiU-í - ií
||| döWJOól iöffl MMÍ
Erlend tíðindi
t'ramhald aí 6 síðu
sem leggi á ráðin um stefnu
Vesturveldanna á heimsmæli-
kvarða. Hann vill komast
sem næst þessu marki áður
en fundur æðstu manna verð-
.ur haldinn. Þess vegna vill
hann draga fundinn, þangað
til eftir að Frakkar hafa
sprengt kjarnorkusprengju og
friðvænlegri horfur í Alsír
gera Frökkum hægra um vik
á alþjóðavettvangi. Undan-
farið hafa þeir Adenauer og
de Gaulle komið fram eins
og fóstbræður, en margt
bendir nú til að sú vinátta
sé tekin að kólna. de Gaulle
og Debré forsæt:sráðherra
haca hvað eftir annað geng-
ið í berhögg við kröfur vest-
urþýzkra stjórnarvalda um
breytingu á austurlandamær-
um Þýskalands, og í undir-
búningi undir desemberfund-
inn í París hefur þess gætt
að franska stjórnin vill gera
hlut Adenauers. þar sem
minnstan..
næstu viku ætlar Adenau-
er loks að láta verða af því
að heimsækja Bretland, en
ferð hans hefur verið frestað
hvað eftir annað vegna
stirðrar sambúðar ríkjanna.
Brezka stjórnin hefur illan
bifur á tilraunum Adenauers
til að sameina meginlandsrik-
in í Vestur-Evrópu undir
vestur-þýzkri forustu. Klofn-
ingurinn milli sameiginlegs
markaðar meginlandsríkj-
anna sex og fyrirhugaðs fri-
verzlunarsvæðis ríkjanna sjö
sem Bretland gengst fyrir er
fyrst og fremst af pólitískum
rótum runninn. 1 augum Ad-
enauers er sameiginlegi
markaðurinn upphaf að
sjórnarfarslegri sameiningu
meginlandsríkjanna, og hann
kærir sig ekki um aðild Bret-
lands, vegna þess að hann
veit að þá yrði ekki um neina
sameiningu að ræða ,heldur
einungis efnahagssamvinnu.
M‘
[illi Bre*:a og Frakka hafa
e;nme: verið væringar,
sem stafa af því að Bretar
vi'ia lia'da forréttinidaað-
stöðu gagnvart Bandaríkjun-
um. en franska stjórnin vill
ekki una því að vera sett
skör lægra en sú brezka. Nú
e” Seiwvn L’oyd, utanríkis-
r~AUorra Bretlands, farinn til
Par’sar að reyna að lægja
værngarnar fyrir fundinn í
næsta mánuði. Smærri ríkin
í A-bandalaginu, einkum í-
talía og Beneluxríkin, hafa
fvrir sitt leyti látið í ljós ó-
ánægju yfir að þau séu snið-
gengin við undirbúning fund-
ar æðstu manna. Margt er því
enn ógert, ef stjórnir V.estur-.
veldanna eiga að ’ ná því
marki að samræma sjónarmið
sín áður en forustumenn
þeirra eiga að ná því marki
að samræma sjónarmið sín
áður en forustumenn þeirra
mæta Krústjoff við samn-
ingaborðið, en því lengur sem [
fundur æðstu manna dregst,
þeim mun meiri hætta’ er á
að eitthvað það komi fyrir
sem eitri ardrúmsloftið í
skiptum stórveldanna og spilli
fyrir samkomulagi. M/F.Ó.
• auglVsid í
I>JÓÐMLJAMIM