Þjóðviljinn - 12.11.1959, Side 12
þJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 12. nóvember 1959 — 24. árg. — 248. tölublað
Margar iðngreinar í USA enn
í lamasessi vegna stálskorts
Margar iðngreinar í Banda-
ríkjunum eru enn í lamasessi
vegna skorts á stáli og munu
verða það enn um sinn enda
þótt stáliðnaðarmenn hafi nú
verið neyddir með dómsúr-
skurði til að liætta verkfalli
sinu.
Þeir hófu aftur vinnu á
mánudaginn og geta ekki
stöðvað vinnu aftur fyrr en að
80 dögum liðnum. Þann tíma
á að nota til að reyna að ná
sáttum og ELsenhower forseti
boðaði í gær á fund sinn nefnd
Að undanförnu hefur hvert
verkfallið rekið annað í
Frakklandi og hefur þessi
alda verkfalla risið svo
hátt að ríkisstjórnin hefur
neyðizt til að láta undan
sumum kröfunum. Hún
hefur þannig þegar lofað
að leitast við að lækka verð-
lag á nauðsynjum og ætlar
að reyna að lækka gjöld
fyrir gas og rafmagn. Þá
'hefur einnig komið til mála
að afnema innflutnings-
gjöld á ýmsum matvælum
og lækka tolla á öðrum vör-
um. Verkamenn hafa kraf-
izt kauphækkunar til að
vega upp á móti síhækk-
andi verðlagi. Á myndinni
sjást verkamenn við gas-
stöðvar og raforkuver bera
fram kröfur sínar fyrir
framan ráðhús Parísar í síð-
ustu viku
Eisenhower fer til fundar við Franco
einvalda Spánar í Madrid í desemher
Er þaS undanfari þess oð Spáni verSi
veift aSild að Atlanzhafsbandalaginu?
Það var tilkynnt í Washington og Madrid í gær, að
Eisenhower Bandaríkjaforseti hefði þegið boð Francos
einræðisherra að koma til Spánar að loknum fundi
stjómarleiðtoga vesturveldanna sem haldinn verður í
París í næsta mánuði.
Það hafði áður verið ákveð-
ið að Eisenhower heimsækti
mörg lönd á þessum vetri, en
upphaflega var þess ekki get-
ið að hann myndi fara til
Spánar. Hagerty, blaðafulltrúi
hans, tók þó fram í gær að
Tónlisfardagur í Keflavík
Um næstu helgi munu Lúðrasveit, Karlakór og
Tónlistarfélag Keflavíkur, efna til sameiginlegra hljóm-
leika, merkjasölu og ársfagnaðar til fjáröflunar fyrir tón-
listarhús 1 Keflavík.
Hljómleikarnir verða í Bíó-
höllinni laugardaginn 14. nóv. kl.
8.30 og þar munu koma fram:
iLúðrasveit Keflavíkur undir
stjórn Guðmundar Norðdahl,
Karlakór Keflavíkur, söngstjóri
Herbert Hriberschek, undirleik
Rauða sléttan
Ný íramhaldssaga hefst
í blaðinu í dag
I dag hefst í Þjóðviljanum
ný framhaldssaga: Rauða slétt-
an eftir H. E. Bates.
Herbert Ernest Bates er
enskur rithöfundur, fæddur
1905 Hann hefur getið sér
mjög mikið orð sem smá-
sagnahöfundur, en einnig skrif-
að nokkrar langar sögur, þar
á meðal þá sem nú verður
framhaldssaga hér í blaðinu.
Rauða sléttan kom fyrst út
1948 en hefur síðan verið þýdd
á fjölmörg mál; einnig hefur
verið gerð eftir henni kvik-
mynd sem var sýnd í Tjarn-
arbíói fyrir nokkru. Sagan ger-
ist ’í Burma, og helztu sögu-
persónurnar eru þarlend stúlka
og enskur flugmaður sem lend-
ir í hinum mestu mannraunum
á sléttunni rauðu.
annast Ragnheiður Skúladóttir
nemandi úr Tónlistarskóla Kefla-
víkur; kennarar úr Tónlistar-
skóia Keflavíkur þeir Ragnar
Björnsson skólastjóri, Árni Ar-
inbjarnarson fiðluleikari og Guð-
mundur Norðdahl klarinettleikari
og einsöngvararnir Guðjón Hjör-
leifsson, Böðvar Pálsson og
Sverrir Olsen.
Einnig mun blásarakuintett úr
Sinfóniuhljómsveit fslands leika
á hljómleikum þessum.
Ársfagnaður félagsins fer fram
í Ungmennafélagshúsinu' að
loknum hljómleikunum. Aðgöngu-
miðar munu verða til sölu í
Bókabúð Keflavíkur. Á sunnu-
dag munu verða seld merki.
Byggingarnefnd ,,Tónlistarhúss
Keflavíkur" er skipuð þessum
mönnum: Guðmundi Norðdahl,
Hauki Þórðarsyni, Kristni Péturs-
syni, Guðmundi Þengilssyni,
Guðmundi Guðjónssyni og Guð-
finni Sigurvinssyni.
inu. Hún hefur lengi haft hug
á því að taka Spán í. banda-
lagið og undanfarið hefur
Spánn tengzt æ nánari bönd-
um aðildarríkjum bandalags-
ins, t.d. í Efnahagssamvinnu-
stofnun Evrópu.
Enn einn vitnisburður þessa
er að Francostjórnin hefur að
undanförnu sent utanrikisráð-
herra sinn de Castiella, til
fundar við utanríkisráðherra
annarra ríkja Vestur-Evrópu.
f gær kom hann til Bonn til
viðræðna við von Brentano.
Þegar de Castiella kom úr
það hefði staðið til frá upp-
hafi.
Eisenhower mun fljúga beint
til Madrid frá París, 21. des-
ember, að loknum fundinum
þar, en halda daginn eftir til
Marokkó.
Fyrir Parísarfundinn, 17.
desember, mun Eisenhower
ræða við Bourguiba, forseta
Túnis, um borð í beitiekipinu
Des Moines, undan strönd Tún-
is.
Spánn í Atlanzbandalagið ?
Tilkynningin um væntanleg-
ar viðræður þeirra Eisenhow-
ers og Francos er til þess fall-
in að vekja á ný grunsemdir
um »að Bandaríkjastjórn hafi
í hyggju að veitá Spáni fulla las muni takast 1 viðræðum
aðild að Atlanzhafsbandalag-ltja5norkuveltla,lna' 1 Genf um
þá sem rannsaka á alla mála-
vexti.
Enda þótt stáliðjuverin séu
þannig u.þ.b. að hefja fram-
leiðslu aftur er búizt við að
hið langa verkfall muni segja
til eín enn í marga mánuði.
Mörg stærstu iðnaðarfyrir-
tæki Bandaríkjanna eru nú bú-
in með stálbirgðir þær sem
þau höfðu safnað að sér fyrir
verkfallið, og á það t.d. við
um General Motors, sem þeg-
ar hefur sagt upp 220.000.
verkamönnum. Talsmaður þess
sagði í gær að fullur mánuður
myndi líða áður en framleiðsl-
an gæti hafizt af fullum krafti
að nýju. Svipuðu máli gegnir
um önnur fyrirtæki í bifreiða*
iðnaðinum.
Át „hattinn sinn“
James Mitchell, verkamála*
ráðherra Bandaríkjanna, „át
hattinn sinn“ á tröppum ráðu-
neytis síns í Washington í
gær. Hann hafði í vor s.l. kom-
ist svo að orði að hann myndi
eta hattinn sinn í haust ef f jöldi
atvinnuleysingja í Bandaríkj-
unum yrði þá ekki kominn
niður fyrir visst hámark. Það
fór öðruvísi en hann ætlaði,
og vildi hann í gær kenna það
verkfallinu í stáliðnaðinum.
,,Hatturinn“ sem hann át var
reyndar úr brauðdeigi.
heimsókn í ráðhús borgarinn-
ar tók á móti honum 'hópur
stúdenta sem báru spjöld er á
var ritað: Niður með Franco!
og Enga fasista í Atlanzbanda-
lagið!
Betri horfur á samkomulagi í
viðræðum um kjarnatilraunir
Horfur eru nú á að samkomu-1 það livernig koma megi í veg
Frá því var skýrt í gær að
vísindamönnum við brezku radíó-
athugunarstöðina í Jodrell Bank
hefði í september sl. tekizt að
senda radíómerki til Venusar
sem þá var 48 milljón km frá
jörðu. Merkin endurköstuðust til
iarðar og voru samtals fimm
mínútur báðar leiðir.
Myndin hér að ofan er úr snyrtivörudeild rakastofunnar að
Vesturgötu 3, en eigendur hennar eru Haraldur Kristjánsson
og Karl Jónsson. Snyrtivörudeildin var opnuð seinni liluta
sumars og fást þar allar snyrtivörur karla og kvenna. Það
mun nýbreytni hér á landi, að sérstök snyrtivörudeild sé rekin
í sambandi við rakarastofur.
fyrir að kjarnasprengjur verði
sprengdar neðanjarðar á laun.
Fréttaritarar segja að allt
bendi til þess að næstu dag'a eða
jafnvel þegar í dag muni til-
kynnt aðl samkomulag hafi náðst
um hvernig slíku eftirliti skuli
háttað.
Þetta hefur um nokkurra mán-
aða skeið verið eitt erfiðasta at-
riðið sem fulltrúarnir í Genfar-
viðræðunum hafa glímt við. Fuli-
trúi Bandaríkjanna hefur haldið
því fram að hægt væri að
sprengja k'jarnasprengjur í‘,jörðu
niðri svo að ekki kæmist upp
um það.
Kjarnorkuvígbúnaður
V-Þýzkalands
Þingmenn brezka Verkamanna-
flokksins gagnrýndu í gær kjarn-
orkuvígbúnaðinn í Vestur-Þýzka-
landi sem þeir sögðu að myndi
gera Vestur-Þjóðverja að mesta
herveldi í Vestur-Evrópu, ef hann
héldi' áfram. Það væri nú verið
að búa þá vopnum, kjarnavopn-
um og eldflaugum, sem einmitt'
hefði verið ákveðið fyrir nokkr-
um árum að þeir mættu aldrei
hafa.