Þjóðviljinn - 14.11.1959, Síða 1
1
Kosningum er lokið - og
nú er mætt I NÁTO-fundi!
Hingað og
ekki lengra!
Allir hernámsílokkarnir senda fulltrúa
á A-bandalagsfund í Washington
Þrír íslenzkir alþingismenn sækja þingmannafund
Atlanzhafsbandalagsins sem er að hefjast í Washington.
Það eru þeir Þórarinn Þórarinsson, Benedikt Gröndál og
Jóhann Hafstein.
För : þeirra þremenninga er
enn eitt dæmi um tvískinnung
og óhreinlyndi hernámsflokk-
anna í sambandi við landhelg-
ismálið. Eins og menn muna
var haldin Atlanzhafsbanda-
Jagsráðstefna í Lundúnum
fyrir 'kosningar í sumar. Emil
Jónsson forsætisráðherra var
verndari ráðstefnunnar og her-
námsflokkarnir höfðu undir-
búið að senda þangað hóp full-
trúa. Þjóðviljinn vakti þá at-
hygli á málinu og taldi alger-
lega ósæmilegt að nokkrir ís-
lenzkir fultrúar kæmu á þá
ráðstefnu eftir framferð; Breta
og Atlanzhafsbandalagsins i
iandhelgismálinu. Vegna þess
að kosningar voru framundan
guggnuðu hernámsmenn á öllu
saman og hættu við að senda
fulltrúa á síðustu stundu. Og
síðan reyndu þeir óspart að
hæla sér af því að þessi af-
staða sýndi glöggt hversu ein-
: örð og afdráttarlaus væri af-
staða þeirra í landhelgismálinu!
En nú eru kosningar af-
staðnar og hernámsflokkarnir
hafa ekki lengur hitann í hald-
inu. Og þá er það þeirra fyrsta
verk að mæta á vinafundi með
fulltrúum Breta og annarra
þeirra þjóða sem hafa sýnt
ok'kur mestan fjandskap í land-
helgismálinu. Munu óbreyttir
kjósendur Framsóknarflokks-
ins veita því sérstaka athygli
að Þórarin Þórarinsson er að
finna í hópi þeirra þingmanna
sem nú votta Atlanzhafsbanda-
laginu hollustu sína.
Ýmsar sögur ganga um það
í bænum hvers vegna samn-
ingar Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins ganga eins
dræmt og raun sannar. Ein
er þessi:
Alþýðuflokkurinn heimtaði
að fá jafnmarga ráðherra og
Sjálfstæðisflokkurinn. íhaldið
samþykkti það.
Alþýðuflokkurinn heimtaði
að fá að velja ráðherrasæti
handa sér. Ihaldið samþykkti
það.
Alþýðuflo'kkurinn heimtaði
að fá að ráða því hverj-
ir yrðu ráðherrar úr Sjálf-
stæðisflokknum. Ihaldið sam-
þykkti það.
Alþýðuflokkurinn heimtaði
að stjórnin framkvæmdi
stefnu Sjálfstæðisflokksins.
En þá sagði íhaldið: hingað
og ekki lengra, og á því
stendur.
Enn miðar í áttina í Genf varð
andi bann á kjarnavopnum
Svar ríkisstjórna kjarnorkuveldanna á
mánudag
Lloyd kominn úr
Frakklandsför
í gærkvöld var frumsýning í Þjððlcikhúsinu á atriðum þeim
úr Peking-óperunni sem kínverski leikflokkurinn kynnir okkur.
Áhorfendur hrifust mjög af list hinna austurlenzku gesta, og
ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna. Meðal leikliúsggsta voru
forsetahjónin, ráðherrar og sendimenn erlendra níkja. Myndin
hér að ofan gefur hugmynd um eitt þeirra atriða sem hrifningu
valda: hina skrautlegu og fögru búninga. — Önnur sýning er
í kvöld, tvær á morgun og lokasýning á mánudag.
Selwyn Lloyd, utanríkisráð-
herra 'Bretlands, kom í gær til
London úr Frakklandsferð, en
þangað fór hann til að reyna
að sætta brezk og frönsk stjórn-
arvöld, sem hafa verið tals-
vert á öndverðum meiði í skoð-
unum á heimsmálunum að und-
anfömu.
Lloyd sagði við heimkomuna,
að náðst hefði mikil eining við
franska ráðamenn, og de Gaulle
hefði fullvissað sig um, að það
væri misskilningur að Frakkar
væru andvigir fundi æðstu
manna. Slíkur fundur yrði áreið-
anlega haldinn skömmu eftir
heimsókn Krústjoffs til Frakk-
lands í marzmánuði n.k. Lloyd
sagðist vera þeirrar skoðunar að
ráðamenn í Sovétríkjunum ósk-
uðu eftir því að sambúð þjóða
] í austri og vestri batnaði.
,,Svik við þjóðina“ ef
Emil verður ekki for-
sætisráðherra!!
Sjá 7. síðu,
Fulltrúar kjarnorkuveldanna þriggja á Genfarráöstefn-
unni um bann viö tilraunum með kjarnorkuvopn, hafa
mikilvægt atriöi varöandi
enn náö samkomulagi um
bann viö múgmorösvopnum.
Samkomulag náðist um starfs-
svið sérfræðinganefndar, sem
koma á saman til fundar á
næstunni til þess að kynna sér
Vakti mikla hrifningu
upplýsingar, sem kjarnorku
veldin hafa aflað um leiðir til
að fylgjast með kjarnorku-
vopnatilraunum sem kynnu að
verða gerðar neðanjarðar.
Samningarnir um þetta sam-
komulag hafa verið sendir rík-
isstjórnum Sovétríkjanna,
Bandaríkjanna og Bretlands til
staðfestingar.
Framhald á 12. síðu.
Mláðherra snœðir höiuðiai
Á miðvikudagsmorgun át James Mitchell, verkalýðsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, liattinu sinn á tröppum verkalýðsmála-
ráðuneytisins í Washington að viðstöddum fjölda áhorfenda.
Hann uppfyllti þar með lieitstrengingu frá í apríl í vor, en
þá kvaðst hann skyldi éta liattinn sinn, ef tala atvinnuleys-
ingja í Bandaríkjunum væri ekki komin niður fyrir þrjár millj-
ónir í október. Hagskýrslur um mánaðamótin sýndu að yfir
fjórar milljónir manna eru atvinnulausar í Bandaríkjunum.
Einhverjir góðlijartaðir menn máttu ekki til þess hugsa að
Mitchell fengi illt í magann af hattátinu, svo þeir gáfu hon-
um sætabrauðshatt, og liér á myndinni sést liann snæða það
liöfuðfat.
Finnar ekki með í fríverzlunar
bandalagi Evrópuríkjanna sjö
Finnska stjórnin lýsti yfir
því li dag, að Finnar hyggðust
ekki gerast beinir aðilar að
fyrirhu.guðu fríverzlunarbanda-
lagi sjö Evrópuríkja.
Hinsvegar vildi Finnska
stjórnin ekki vera að fullu
og öllu fyrir utan þetta banda-
lag, og sagði verzlunarmála-
ráðherrann í þingræðu í gær.
að Finnar myndu bráðlega
hefja viðræður um hugsanlega
lausleg tengsl við bandalagið
án þess að vera meðlimur þess.
Nokkrar af ríkisstjórnum
aðildarríkja Efnahagssamvinnu-
stofnunarinnar í París hafá
farið þess á leit að stofnunin
gangist fyrir ráðherrafundi í
næsta mánuði til að ræða á-
■ hrif þau. er fríverzlunarbanda-
i lag ríkjanna sjö kunnj að hafa
á efnahagsmál, þeirra 18 rikja,
sem eru aðilar að Efnahags-
samvinnustofnuninni.
Algert borgara-
stríð í Ruanda- . 1
Urundi
Fréttastofuíregnir herma, að
landstjórnarmenn í Ruanda-
Urundi hafi lýst yfir því, að al-
ger borgarastyrjöld geysi nú í
nýlendunni og fái yfirvöldin ekki
við neitt ráðið. Matvælaskortur
sé yfirvofandi vegna þess að
bændur hafi flúið býli sín.