Þjóðviljinn - 14.11.1959, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 14. nóvember 1959
.necT
• * t I t:
Halldór Halldórsson, arldtekt:
Framlag ríkisvaldsins til
bygsingarmála á Islandi
En hér er fleira neikvætt.
Sívaxandi verðrýrnun gjald-
miðils hefur ekki aðeins eytt
sparifé manna, heldur einnig
viljanum til sparifjársöfliun-
ar. Flestir eru því félitlir er
byggingarframkvæmdir hefj-
ast. Tafla III. sem unnin er
úr lánsumsóknum, er berast
Húsnæðismálastofnuninni, —
sýnir handbært fé áður en
bygging hefst. Taflan sýnir
fjölda umsækjenda í hverjum
bæ og meðalupphæð hand-
bærs fjár þeirra einstaklinga.
Margir umsækjendur gáfu
engar upplýsingar varðandi
þetta efni og er þeim sleppt.
Það er eðlilegt að bygging-
artíminn hér sé langur.
Hann mun að meðaltali vera
3—4 ár, en einnig oft 5—\7
ár. Auk áðurgreindra skatta
hafa menn jafnan orðið að
greiða stórfé í vexti af láns-
fé áður en húsin eru íbúðar-
hæf. Þessi kostnaður getur
numið tugum þúsunda á
eina íbúð. Sá fjöldi íbúða.
sem á hverjum tíma er í
byggingu mun nema 3—4
þúsundum. Þannig liggur
fjármagn þjóðarinnar ónytj-
að árum saman. Fjárfesting í
þeim húsum, sem á hverjum
tíma eru í smíðum og ekki
eru tekin til notkunar, mun
vera á milli 600 og 1000
milljónir króna.
Algengt er hér í Reykja-
vík, að íbúðir eru kevptar í
smíðum. Ríflegur sölugróði
leggst þá jafnan ofan á
byggingarkostnaðinn. Jafnvel
réttur til byggingalóða er
seldur fvrir of fjár. Er hér
um stórkostlegan kostnað
að ræða er leggst á nýbyggð-
ina. Rétt er að geta þess í
þessu sambandi að seljendur
þessara réttinda munu oft
hafa þann gróða skattfrjáls-
an, þar sem lóðarréttur er
án þing'esinnar sölu, yfir-
færður á kaupandann.
Samanburður á aðstöðu
manna til að byggja íbúðir
hér á íslandi og hinum Norð-
urlöndunum gæti gefið nokkr-
ar skýringar á því að verð-
bólguþróunin hefur hér verið
þrefalt örari en þar. Hér er
rekinn blindur áróður gegn
fjárfestingu í íbúðum. Spari-
verðan stuðning. Aftur á
móti eru allir aðalbankar
lögum um' Húsnæðismála-
stofnun ríkisins er heimiid til
100 millj. kr. á ári í ailt að
10 ár. Með lögunum mun
hafa verið ætlazt til þess að
af er skyldusparnaðarfé um
40 milljónir, þ.e. 20 millj. á
ári í 2 ár. Seðlabankinn hef-
ur veitt lítils háttar fyrir-
greiðslu með bráðabirgðalán-
um, er endurgreiðist jafnóð-
um og hinar föstu tekjur
sjóðsins innheimtast. Með
því hefur fé byggingarsjóðs-
ins náð til fólksins nokkrum
mánuðum fyrr en ella.
Eg vil að lokum leyfa mér
að benda á nokkur atriði til
úrbóta:
1. Það þarf að skapa skil-
yrði til sparifjármyndunar.
Sú sparifjármyndun verður
að miðast við eðli og stærð
þess verkefnis er úrlausnar
bíður. Með núverandi verð-
Sfðari
hluti
lagi mun þurfa um 400 millj-
ónir á ári til nýbyggingar í-
búða. Þar af ætti hið félags-
lega framlag þ.e. lánsfé, að
vera eigi minna en 60%, eða
um 250 milljónir króna. —
Af þessum 250 millj. ættu
100 milljónir að vera framlag
þjóðarinnar til Byggingar-
sjóðs ríkisins það er sameig-
inleg sparifjármyndun þjóð-
arinnar. Slíkt framlag mundi
koma alþjóð að ómetanlegu
gagni.
150 milljónir króna gæti
komið frá lífeyrissjóðum og
beint úr banka- og sparisjóða-
kerfi þjóðarinnar.
2. Það þarf að skapa skil-
yrði fyrir sparifjármyndun
einstaklinga. Þar mætti hafa
til fyrirmyndar hið merka á-
kvæði skyldusparnaðarlag-
anna, að það fé væri vísitölu-
tryggt og undanþegið tekju-
skatti og útsvari. Það ætti að
stofna byggingarsparisjóðs-
deild í hverjum bæ og í
hverju sveitarfélagi. Spari-
fjárframlögin væru sem tekj-
ur, undanþegin tekjuskatti
og útsvari. Slíkur sparisjóð-
ur gæti gegnt þrennskonar
hlutverki. Menn fá tíma til
að undirbúa íbúðarbyggingu
sína með fjársöfnun, áður en
framkvæmdir hefjast. Menn
öðlast rétt til bráðabirgða-
lána úr byggingarsjóðnum
í hlutfalli við fyrri innlög og
söfnunartimann. Þau lán yrðu
síðar leyst með föstum lengri
lánum er byggingu væri langt
komið . eða lokið. Þannig
fengi sparifjársöfnunin tvö-
falt gildi við byrjunarfram-
kvæmdir.
3. Þá gæti slík byggingar-
sparisjóðsdeild innan hvers
bæjar eða sveitarfélags stuðl-
að að samvinnu og samhjálp
manna við byggingarfram-
kvæmdir. Einkum yrði" slíkt
liagkvæmt innan samvinnu-
byggingarfélaga. — Félagar,
sem eru ekki sjálfir að
byggja en vildu og gætu unn-
ið fyrir aðra, fengju andvirði
vinnu sinnar fært sem inn-
stæðu í byggingarsparisjóð-
inn, þar sem vinnuþiggjand-
inn yrði jafnframt skuldbær.
Þeir, sem þegar hafa fengið
íbúðir, gætu svo aftur greitt
skuldir sínar við byggingar-
sparisjóðinn með vinnu hjá
öðrum félögum, eða með bein-
um peningagreiðslum ef vinnu
greiðslu yrði ekki við komið.^
4. Það ber að stuðla að
starfsemi samvinnubygging-
arfélaga. Þar er fengin nokk-
ur reynsla fyrir slíkri starf-
semi, en fjárskortur hefur
háð félögunum svo að þau
hafa ekki notið sín sem
skyldi. Með skipulagðri bygg-
ingarframkvæmd, stærri bygg-
ingareiningum, fullkomnari
fjárhagsundirbúningi og út-
boði, væri hægt að byggja
miklu ódýrar en nú er gert.
Með þeirri tækni, sem nútím-
inn ræður yfir, er hægt að
skipuleggja byggingarfram-
fram það smáræði sem stofn-
unin hefur til umráða af eig-
in fé, en það eru á milli 10
og 20 milljónir á ári. Á þeim
4 árum, sem veðlánakerfið
hefur starfað, mun sala
bankavaxtabréfa vart fara Garðahreppur 7
fram úr 100 millj. króna, þar
r- *
§ € £
3T 88
€ « p-3 m 'Ö tí B 0
Bæir og umsækjendafjöldi •:S, E fa ss cð X ^tí A
Hveragerði 3 3 10— 20
Siglufjörður 2, Seyðisfjörður 2, Neskaupstað- ur 2, Sandgerði 8 14 20— 30
Skagaströnd 2, [Blönduós 2, Sauðárkrókur 8, Raufarhöfn 7, Þorlákshöfn 3 22 30— 40
Dalvík 5, Vopnafjörður 4, Eskifjörður 5, Reyðarfjörður 5, Fáskrúðsfjörður 4, Stöðvar- fjörður 3, Ólafsvík 6, Grafarnes 1 33 40— 50
Akureyri 24, Egilsstaðir 3, Bolungarvík 1, Selfoss 17 Keflavík 12, Kópavogur 73 130 50— 60
Hafnarfjörður 14, Seltjarnarnes 17 31 60— 70
Akranes 5 5 70— 80
Ólafsfjörður 2, Grindavik 2, Reykjavík 223 . . 227 80— 90
Hornafjörður 6, Þorlákshöfn 2 8 90—100
T
480
110—120
kvæjmlir þannig að . eltki
tæki néiná 6—8 niánuði að
fullbyggja íbúðir í stað fimm
sinnum lengri tíma nú. Það
er ekki aðeins hægt að stór-
lækka allan byggingakostnað,
heldur í enn stærri stíl hús-
næðiskostnaðinn. Slíkt mundi
hamla á móti vaxandi verð-
bólgu og koma að meiru
gagni en tilraunir í þá átt,
sém gerðar hafa verið með
niðurgreiðslum og uppbótum,
en til þess er nú árlega varið
hundruðum milljóna lcróna.
5. Það þarf með öllu að af-
nema söluskattinn í bygging-
ariðnaðinum.
Eins og áður greinir er
söluskatturinn oft marglagð-
ur á sömu vöru. Söluskattur-
inn kostar aldrei minna en
15 þúsund kr. á meðalstóra
íbúð, en hann getur kostað
30—40 þúsund krónur. Og ef
um hreinar ákvæðisfram-
kvæmdir er að ræða kæmi
svo 9% skattur ofan á allan
kostnaðinn og ekki síður á
áður greidda skatta, þar með
gæti söluskatturinn náð í allt
að 60 þúsund kr. fjárhæð.
Auk hins beina verðauka,
sem söluskatturinn veldur,
hindrar hann frjálsa sam-
keppni um byggingarfram-
kvæmdir. Slíkt er ómetanlegt
tjón. Samkeppnin verðurhvöt
til hagsýni og stjórnsemi.
Með ákvæðisvinnu mundi fást
réttari mælikvarði á bygging-
arkostnað á hverjum tíma.
6. Á tímum Hansakaup-
mannanna tíðkaðist það að
þýzku borgrikin áttu skóga
og tígulsteinaverksmiðjur. —
Þeir, sem byggðu, fengu
timbur úr skóginum og tígul-
stein í byggingar sínar eftir
þörfum og ókeypis. Síðar
voru Svo byggingarnar skatt-
stofh ■'rikisins.
Þessu líkt mætti hugsa sér
afnám innflutningstolla' af
byggingarefni, en fullgerðar
byggingar mynduðu síðan
skattstofn. Slík skattheimta
mundi hafa stóra kosti fram
yfir hið dýra tollakerfi. I
fyrsta lagi veldur sá skattur
ekki hækkun á byggingar-
kostnaði og kæmi því ekki á
þelm tíma., sem menn eru
fjárhagslega veikastir fyrir.
Árlega byggjast 3 íbúðir á
móti 100 sem fyrir eru. Það
þýðir að skatturinn mundi
dreifast á 33 gjaldendur í
stað eins.
Söluskatturinn og innflutn-
ingstollar á bvggingarefni
skilja næstum alltaf eftir til-
svarandi skuldir á húsnæð-
inu. Þær skuldir skattleggja
menn síðan árum saman um
margfalda þá upphæð sem
fasteignaskattur mundi nema
til þess að svara ríkissjóði
samsvarandi skatttekjum.
7. Vextir af lánum bygg-
ingasjóða eiga að vera mjög
lágir, ekki yfir 2%. þar sem
þeir eru mestu ráðandi um
húsnæðiskostnaðinn. Aftur á
móti ber að verðtryggja fé,
þ.e. afboreranir lána væru
vísí tölubundnar.
,,Með lögum skal land
bygg.ia, en eigi með ólögum
eyða“.
Það sem áfátt er um fram-
kvæmd húsnæðismálanna hér
á landi er fvrst og fremst af-
leiðing misviturlegrar lög-
Hafar. Tæknileara erum við
fslendine-ar að vísu eftirbátar
frændbióðanna á Norðurlönd-
um, en löeeiöf okkar í bess-
um efnum þolir engan saman-
burð.
Aðalf undiir
Ferðafélags íslands verður haldinn í Café Höll (uppi)
föstudaginn 20 nóvember 1959 kl. 8,30 síðdegis.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
STJÖRNIN.
í öllom bænum
farið varlega með kerti og óbyrgð ljós
Húseigendafélag Reykjavíkur
R0YAL
ávaxtahlaup
(gelatin)
Inniheldur C-bætiefni.
Þetta er ljúffengur og
nærandi eftirmatur
fyrir yngri sem eldri,
einnig mjög fallegt til
skreytingar á tertum.
-4