Þjóðviljinn - 14.11.1959, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 14.11.1959, Qupperneq 10
2). — ÓSKASTUNDIN ÖSKASTUNDIN — '(3 Saumaðu hann sjálf Athugaðu vel mynd- ina. það er auðvelt að búa til svona veski til að geyma í hanzka, trefla, sokka o. fl. smá- dót. Efnisbútur 40 til 50 sm. langur dugar. Efnið þarf að vera sterkt, nyl- onefni er prýðilegt, það er saumað í vél eins og sýnt er á myndinni til vinstri. — Það er lagt inn af efri brúninni og JÓLAMYNDIN trépinni dreginn inn í faldinn; síðan er krók- urinn settur í. Pósthólfið Hver vill skrifa bréf? Okkur langar að kom- ast í bréfasambanji. Kamilla Axelsdóttir við pilt eða stúlku 16—19 ára. Olga Axelsdóttir við pilt eða stúlku 14—16 ára. Framhaid af 1. síðu. bók í iólapóstinum. Myndir í litum fara illa í prentun, bezt er að íteikna þær með þlýanti eða klippa í hvítt og líma á svartan grunn. Fresturinn er stuttur, byrjið strax í dag. Gunnar Þórarinsson við pilt eða stúlku 12—17 ára. Guðborg Karlsdóttir við pilt eða stúlku 12—15 ára. Guðrún Karlsdóttir við pilt eða stúlku 10—13 ára. Jakob Jens Thoraren- sen við pilt eða stúlku 10—12 ára. .röll að Gjögri í Strandasýslu. Lömbin þrjú Einu sinni voru þrjú lítil lömb. Þau voru gæf. Þetta voru þrilembingar. Það voru tveir hrútar g ein gimbur. Og þegar mjólkað var á kvöldin komu þau öil heim, en gimbrin var frekust, af því að hún hafði ekke~t úr mömmu sinni. Þegar þau voru búin að fá sér að drekka úr pelanum hlupu þau burt. Gestur Þórarinson, (12 ára) Árbæ, Blönduósi. Heillaráð Sandkorni úr auga, eða öðru sem upp í það hef- ur farið, er ekki alltaf auðvelt að ná. Oft hjálp- ar að skola augað vel úr volgu vatni, helzt með augnasprautu. Einnig hjálpar oft að draga augnalokið yfir neðri hvarminn eða öfugt eftir því hvar kornið er, og láta það renna hægt til baka. Þá draga augna- hárin kornið út með sér. Ráðning á gátu eftir Erlu er FANTUR. Framhaldssagan: Indíánarnir í Ameríku kunnu öllum betur að segja sögur. Iiver ætt- flokkur átti sér goðsagn- ir og helgisögur sem erfð- ust frá kynslóð til kyn- slóðar. Þessar sögur, eins og allar sögur slíkr- ar tegundar, voru sam- bland af skáldskap og vernleika. Þær voru hetjusagnir, furðusögur, og dularsagnir, sem í var ofið sannleika um um- hverfi og háttu ættflokks- ins. Þær höfðu að geyma mikilvægar heimildir um í fyrndinni þekktist ekki stríð. Állir ættflokk- arnir lifðu í friði. Þá var uppii maður, sem átti undur fríða dóttur. Fjöldi ungra manna þráði að kvænast henni, en í hvert sinn er einhver bað hennar; hristi hún aðeins höfuðið og sagðist ekki vilja giftast. „Hvernig stendur á þessu?“ spurði faðir hennar. „Margir ungu mannanna eru hraustir og glæsilegir“. „Hví skyldi ég giftast?“ sagði stúlkan. „Faðir minn og móðir mín eru auðug og kofinn er góð- 1. sögu hans, lífsviðhorf og trúarbrögð. Mikill hluti þessara sagna hefur varðveitzt og hefur á seinni tímum verið færður í letur. Sag- an sem hér byrjar er skráð af George Bird Grinnell og er úr bók- hans Sagnir úr kofa Svartfótar. Það er safn af sögum um Svartfætur, indíánaættflokk sem enn er til og á heimkynni í Montanafylki og Kanad- íska hluta Alberta. Hvor tveggja getið þið fundið á landakortinu. ur. Við eigum nægar birgðir af þurrkuðu kjöti og nóg af sútuðum skinnum og hlýjum loð- felaum til vetrarins. Ég þarf ekki að hafa áhyggj- ur“. Hröfnungarnir komu saman til að dansa. Þeir voru mjög skrautlega klæddir og báru skart- gripi sína. Og allir rej-ndu að dansa sem bezt. Að loknum dansin- um báru nokkrir þeirra upp bónorð sitt við stúlkuna, en hún neitaði öllum. Bolarnir, Veiði- refirnir og aðrir af þjóð I-kun-uh-kah-tsi héldu hátíð sína, og allir auð- Ugustu mennirnir og nokkrir sem höfðu getið sér orðstír fyrir hreysti í bardögum, báðu föður stúlkunnar að gefa sér hana fyrir konu, en hún neitaði hverjum einasta manni. Þá reiddist faðir hennar og sagði: „Hvers vegna hagar þú þér svona? Allir beztu menn- irnir hafa beðið þín, og enn segir þú nei!“ „Faðir! Móðir!“ svaraði stúlkan. (,Hafið samúð með mér. Heyrið sann- leikann. Hinn æðsti, Sól- guðinn, sagði við mig: Gifstu engum þessara manna, því þú ert mín. Þá munt þú verða ham- ingjusöm og lifa lengi. Og enn sagði hann. Vertu varkár. Þú mátt ekki gift- ast. Þú ert mín“. Framhald. Sagan af Stóra-Örinu eftir George Bird Grinnell. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 14. nóvember 1959 íþróttir Framhald af 9. síðu ari félagsins jafnframt því sem hann lék í liði þess Auk þeirra sem nú hafa verið nefndir hafa ýmsir aðrir unnið mikið goft starf í sambandi við þjálfun yngri flokkanna, á hin- um liðna áratug. Ekki verður þó ekilizt svo við þetta mál, að eins manns sé ekkj enn getið, en það er Haraldur Snorrason, en hann hefur verið félagi Þróttar frá iþví 1950 og tengt nafn sitt sögu þess órjúfandi böndum. Haraldur hefur átt sæti í stjórn Þróttar allt frá því hann gekk í félagið og til þessa dags. Síðan 1952 hefur hann gegnt gjaldkerastörfum. Haraldur er óvenjulega farsæll elju- og dugnaðarmaður að því er til félagsmála tekur Framan af var æfingasvæði Þróttar í stofnhverfi félagsins, Grímstaðaholtinu, en er stund- ir liðu fram þrengdist æ meira *um allt athafnasvæði félagsins til æfinga og fór svo að svæðið hvarf undir hús og götur. Þetta gerði félaginu skiljanlega erfitt fyrir um meginstarfsemi sína, knattspyrnuna, þar sem nú varð aðeins um það að ræða að æfa á Melavellinum og Há- skólavellinum, en þar var tími af skomum skammti vegna móta og kappleikja. Hinsveg- ar munu vonir standa til að úr þessum vanda rætist fyrir at- foeina bæjaryfirvaldanna og Þróttur fá.i innan tíðar sitt út- mælda íbrótta- og athafnasvæði svo sem önnur íþróttafélög bæj- arins. Þegar Þróttur var stofnaður árið 1949, voru liðin nær 40 ár frá stofnun nýs knattspyrnu félags í Reykjavík. Yngsta fé- lagið í bænum, áður en Þróttur kom til sögunnar, var Valur sem stofnað var árið 1911, en þá voru íbúar Reykjavíkur rúmlega 12 þúsund að tölu, en á þeim tæpu 40 árum sem eru á milli stofnunar Vals og Þróttar fjölgar ibúum bæjar- ins í nær 55 þúsundir, og nú á 10 ára afmæli Þróttar eru þeir orðnir hátt í 70 þúsundir. Stöðnunin i útbreiðslu knatt- spyrnuíþróttarinnar, að því er tekur til stofnunar fleiri félaga hefur vafalaust átt sinn þátt í að tefja eðlilega þróun á því sviði, bæði er snertir leik og félagslíf, sem samfara á að vera heilbrigðu íþróttastarfi. Jafnfjölmennur bær og Rvik þolir fleiri en 5 knattspymufé- lög. Þróttur rauf áratuga stöðn (un i þessu sambandi og hef- ur sannað með þróttmikilli til- veru um 10 ára skeið, að hér er auðveldur eftirleikurinn. Þróttur hefur látið fleiri í- þróttagreinar til sín taka en j knattspyrnu. 1 langan tíma hefur félagið verið þátttakandi í handknattleik og hafa kven- flokkar félagsins verið sigur- 'sælir. Hafa kvenflokkar fé- lagsins unnið mót 7 sinnum og 7 sinnum hafa kvennaf'okkar þess orðið í öðra sæti. 1957 sigraðu stúlkur Þróttar í öllum flokkum. 'Karlaflokkamir hafa ekki enn sem komið er náð eins góðum árangri og er ekki ó- sennilegt að orsökin sé sú að ■oft hafa það verið sömu menn í handknatt'eiknum og knatt- spyrnunni. í fyrra varð þriðji flokkur félagsins Reykjavíkur- meistari og lofar það góðu um framtíðina. Þá má geta þess að Þróttur t var um skeið mesta skautafé- lag bæjarins og átti flesta keppendur, og náðu sumir því að verða Islandsmeistarar. Vafalaust hafa stjórnendur Þróttar orðið að glíma við ýmsa erfiðleika á þessum fyrsta áratug félagsins, eins og gengur þegar unglingar eiga i hlut. Þegar hefur mikið áunn- izt, og margt verið aðhafzt. Þeir era líka reynslunni rik- ari, 'og ferðin að næsta ,,mílu- steini" því léttari. Unglingur- inn á þessum aldri tekur líka oftast bráðum þroska, og þess er óskað hér að Þróttur megi dafna og vaxa að þroska í fé- lagsstörfum og íþróttum, og ná sem lengst. Stjórn Þróttar skipa nú: I Óskar Pétursson formaður, I Bjarni Bjarnason, Haraldur Snorrason, Guðjón Oddsson, ■ Helgi Emils, Halldór Sigurðs- son og Magnús Pétursson, en hann er formaður handknatt- leiksdeildarinnar. . Þróttur minnist afmæMs síns |í dag kl. 3.30 e.h. með hófi í Framsóknarhúsinu. Afmælisrit mun svo koma út síðar í mánuðinum, en því mið- ur vrr ekki unnt að fá það. prentað í tæka t:ð fyrir sjálf- an afrr.ælisfagnaðinn, vegna mikilla anna í prentsmiðju þeirri sem annast mun um ! nre-’tun þess..'.... I Áður hefur Þróttur irinnzt afmæhs síns með: AfmælisLeik við Akranes,- innanhúss knatt- sru’n-'umóti og handknattleiksT móti inni G.S. Erlend tíðindi verði opnuð upp á gátt fyrir hreinræktuðu fasistaríki. Innan A-bandalagsins á Franco að minnsta kosti einn afdráttarlausan stuðn- ingsmann. Hann er Konrad Adenauer, forsætisráðherra Vestur-Þýzkalands. Spánska einræðisherrann og forsætis- ráðherrann í Bonn tengja sterkir þræðir kaþólsks aft- urhalds og kommúnistahat- urs. Castiella utanríkisráð- herra hefur verið í opinberri heimsókn í Bonn undanfarna idaga, rætt þar við Adenauer og helztu ráðherra hans. Fyrir komu Castiella sagði talsmaður vesturþýzku stjórn- arinnar, að hún etyddi e:n- dregið ósk Franeos um inn- göngu í A-bandalagið, en teldi að frumkvæði í því máli ætti að koma frá Bandaríkja- stjórn. Cast'ella mun ekki að- eins hafa rætt við Adenauer um inngöngu Spánar í A- bandalagið, heldur einnig borið fram csk um þýzk lán. Erhard, efnahagsmálaráð- herra Vestur-Þýzkalands, þáði boð um að koma til Madr'd á næstunni til að ræða það mál nánar. Á róðursmenn Adenauers í upplýsingadeild ríkis- stjórnarinnar hafa verið í essinu sínu, þsgar þelr voru að skrifa um heimsókn Cast- 0 iello. Þau skrif eru engu lík- ari en vinmælum Francos og Hitlers í gamla daga. Far'ð var fjálglegum orðum um langa og nána vináttu Spán- ar og Þýzkalands, og getur engum dulizt að þar er ekki sízt átt við vopnabræðralagið í borgarastyrjöldinni á Spáni og á austurvígstöðvunum í heimsetyrjöldinni síðari.. Tal- að er um að Vestur-Þýzka- land og Spánn standi hlið við hlið í fylkingarbrjósti „krist- innar, vestrænnar siðmenn- ingar“ í baráttunni gegn kommúnismanum. — Göbbels hefði varla getað orðað það betur. Ekki eru samt allir Vestur-Þjóðverjar jafn hrifn- ir af Franco og forsætisráð- herra þeirra. Þegar Castiella kom út úr þinghúsinu í Bonn. beið hans hópur .stúdenta, spánskra flóttamanna og þingmanna sósíaldemókrata. Þeir hrópuðu á spönsku „Niður með Franco!“ og héldu á loft borðum með á- letruðum sömu orðum. Hein- rich von Brentano utanríkis- ráðherra bað Castiella qísök- unar fyrir hönd vesturþýzku stjórnarinnar á „þessum hörmulega atburði“. M.T.Ó.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.