Þjóðviljinn - 17.11.1959, Side 1
■-
Þriðjudagur 17. nóvember 1959 — 24. árgangur — 252. tölublað
ráðstafanir sem verulega þýðingu
•ii
Stefnuyfirlýsing samstjórnar ihalds og AlþýSuflokks
sem tilkynnt verSur einhvern nœstu daga
Búizt er við að liin nýja samstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins verði tilkynnt á morgun eöa
fimmtudag. Allar horfur eru á að 7 ráðherrar verði 1
stjórninni, 4 frá Sjálfstæðisflokknum og 3 frá Alþýðu-
flokknum, en forsætisráðherra veröi Ólafur Thors.
Það er til marks um eðli
þeirra samninga sem fram hafa
farið undanfarna daga, . að þar
hefur lítið verið rætt um mál-
efni; hins vegar hefur ráðherra-
fjöldinn orðið langvinnt deilu-
mál. Sjálfstæðisflokkurinn krafð-
ist þess að fá fleiri ráðherra en
Alþýðuflokkurinn til að sýna
húsbóndavald sitt. Alþýðuflokk-
urinn var lengi tregur, en lét þó
tilleiðast að lokum. Sjálfstæðis-
flokkurinn lagði þá til að ráð-
herrar yrðu 5, 3 frá Sjálfstæð-
isflokknum og 2 frá Alþýðu-
flokknum, þar sem það væri
hæpinn ávinningur að slá nýtt
met í ráðherrafjölda á íslandi,
en Alþýðuflokkurinn gerði það
að ófrávíkjanlegu skilyrði að
hann fengi 3 ráðherra (það mun
vera eina skilyrði hans að þessu
sinni!) En nú mun hafa verið
sætzt á það að slá metið og
hafa ráðherrana 7.
Mikojan kemur
við í Keflavík
Anastas Mikojan, fyrsti aðstoð-
forsætisráðherra Sovétríkjanna,
er væntanlegur til Keflavíkur-
flugvallar klukkan hálfellefu í
Ráðherrarnir
, Ráðherrar af hálfu Sjálfstæð-
isfjokksins munu verða Ólafur
Thors, Bjarni Benediktsson,
Gunnar Thoroddsen og Ingólfur
Jónsson, en Aiþýðuflokksráð'
herrarnir munu verða Emil Jóns-
son, Guðmundur f. Guðmunds-
son og Gylfi Þ. Gíslason. Um
verkaskiptingu er Þjóðviljanum
ekki kunnugt í einstökum atrið-
um. Sú mun þó ætlunin að Ólaf-
ur taki lítíl verkefni að sér
önnur en forsætisráðuneytið.
Gylfi mun verða menntamálaráð-
herra áfram. og jafnframt hafa
þeir Alþýðuflokksmenn hug á að
fá í sinn hiut bæði utanríkismál
og fjármál, en talið er frekar
ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn
láti sér það lynda.
Sammála íyriríram!
Samningar um málefni hafa
verið mjög losaraiegir, og gefur
Morgunblaðið í fyrradag þessa
skýringu á því:
„Kosningastefnuskrár flokk-
anna voru svo líkar, að ef
taka mátti mark á þeim yfir-
lýsingum, sem þar voru fram
settar, lilaut það að leiða til
samstjórnar þeirra ... Sam-
vinna Sjálfstæðismanna og Al-
þýðuflokks nú er eðlileg, af því
þeir virðast öðruin fremur
vera sammála um þau mál, sem
krefjast úrlausnar".
Samningar flokkanna voru
þannig óþarfir; þeir höfðu fyrir-
fram sömu skoðanir á öllu!
V
Hljóta að bitna beint á
almenningi
Minna hefur verið sagt um
hitt hvernig þær skoðanir muni
birtast í framkvæmd. Þó kemst
Morgunblaðið svo að orði um
efnahagsmálin í Reykjavíkur-
bréfi í fyrradag, en þær greinar
eru sem kunnugt er skrifaðar af
Bjarna Benediktssyni sem verð-
ur einn helzti ráðamaður næstu
stjórnar:
„Engum dylst að efnaliags-
málin eru nú í miklu öngþveiti.
Þar hefur oltið á ýmsu, margt
liefur verið vel gert, annað
tekizt iniður, eins og oft vill
verða. Aðaleinkennið er þó að
þjóðin liefur lifað umfram efni
undanfarin ár ... Hér á landi
liljóta allar ráðstafanir sem
verulega þýðingu hafa í efna-
hagsmálum að bitna beint á
almenningi“.
Þetta er ákaflega skýr stefnu-
yfirlýsing, svo er hitt fyrirkomu-
lagsatriði hvaða aðferðum verður
beitt til að láta ráðstafanirnar
bitna á almenningi í skertum lífs-
kjörum.
rf ’
Ríkisstjórnin hefur á-
kvéðið að koma á fót
ráðuneytj, er framkvæmi
athuganir á efnahagsmál-
um og sé ríkisstjórninni
til ráðuneytis í þeim mál.
um. Er ætlunin að koma
með þessu móti í fastara
og hagkvæmara horf þeim
atliugunum efnahagsmála,
sem um undanfarin ár
hafa verið unnar á veg-
um ríkisstjórnarinnar.
Jónas H. Haralz, hag-
fræðingur, verður ráðu-
neytisstjóri hins nýja
ráðuneytis. Jafnframtj
þessu embætti mun hann
þó fyrst um sinn eins og
að undanförnu gegna
störfum sem ráðuneytis-
stjóri viðskiptamála-ráðu-
neytisins. (Frá ríkisstj.)
Alltaf fyrir fullu húsi
Flokkur Peking-óperunnar liefur nú lokið sýningum sín-
um hér ií Þjóðleikhúsinu. Var fimmta og síðasta sýn-
ingin í gærkvöld. Ilúsfyllj liefur verið á hverri sýningu
og hrifning áhorfenda mjög mikil. — Á myiulinni sést
eitt atriðanna, senr kínversku listamennirnir sýndu í
Þjóðleikhúsinu, en fleiri myndir eru birtar með um-
sögn Ásgeirs Hjartarsonar, leiklistargagnrýnanda Þjóð-
viljans, á 6. síðu.
Andstœðingar okkar í landhelgis
móiinu halda ráðstefnu T London
11 fash-i
Tíu Atlanzbandalagsriki, Bandarikin meStalin, og
Spánn undirbúa haflagaráSstefnuna i Genf i vor
Helztu andstæðingar íslands í landhelgismálinu
sitja nú á rökstólum í London. Ætlun þeirra er
að samræma þar afstöðu og aðgerðir sínar á hinni
alþjóðlegu haflagaráðstefnu sem haldin verður í
Genf í vor, og reyna að knýja framl lausn í sam-
ræmi við sérhagsmuni ,Breta.
Anastas Mikojan.
dag með flugvél frá Sovétríkjun-
um.
Mikojan er á leið til Mexíkó,
þar sem hann á að opna sovézka
sýningu. Gert er ráð fyrir að
ílugvél hans standi við í tvo
klukkutíma í Keflavík.
Á ráðstefnu þessari eiga ein-
göngu sæti fulltrúar Atlanzhafs-
bandalagsríkja — og Spánar,
sem reyndar er þegar kominn
með annan fótinn inn í banda-
lagið.
Fulltrúar frá þessum löndum
sækja ráðstefnuna sem hófst í
London í gær: Bretlandi, Frakk-
landi, Belgíu, Vestur-Þýzkalandi,
Grikklandi, Ítalíu, Hollandi,
Portúgal, Tyrklandi, Bandaríkj-
unurn og Spáni. Aðeins’ fimm
Atlanzbandalagsríki eiga ekki
fulltrúa þarna: ísland, Danmörk
og Noregur, Lúxemborg og Kan-
ada. ,
Til að samræma sjónarmið
í Reutersfregn í gærkvöld var
það haft eítir góðum heimildum
að Bretar hefðu boðað tii þessar-
ar ráðstefnu í því skyni að sam-
ræma sjónarmið þeirra ríkja sem
vitað sé að séu andvíg' 12 mílna
fiskveiðilögsögu.
I
Bandaríska tillagan til
grundvallar
Segir í fréttinni að leggja eigi
til grundvallar bandarísku til-
löguna sem lögð var fram i
Genf um 6 mílna landhelgi og 6
mílna fiskveiðilögsögu til við-
bótar sem strandríki skuli ráða,
en þar sem öðrum ríkjum skuli
heimilt að stunda veiðar, hafi
þau gert það í 5 ár áður en
samkomulagið er gert.
Ríkjum sem vilja 12 mílna
fiskveiðilögsögu, svo sem íslandi
og Kanada, var ekki boðið að
senda fulltrúa, var sagt í Reut-
ersfréttinni, né heldur Noregi og
Danmörku.
Það ætti að liggja í augum'
uppi hvers vegna íslendingar
eiga ekki fulltrúa á þessari ráð-
stefnu sem beinlínis er haldin tif
að samræma aðgerðir andstæð-
inga okkar. Danir og Norðmenií
hafa einnig nokkra sérstöðu I
landhelgismálum og sama málí
gegnir um Kanada, sem á fyrrí
haflagaráðstefnunni í Genf beittl
sér fyrir reglunni um 12 mílna
fiskveiðilögsögu strandríkja. Lúx-
emborg hefur af skiljanlegum
ástæðum ekki erindi á slíka ráð-
stefnu.
Það er því augljóst að á hana
Framhald á 12. síðu.