Þjóðviljinn - 17.11.1959, Side 9
Þriðjudagur 17. nóvember 1959 — ÞJÓ.Ð[VILJINN — (9
IP' í 1 ÞRÓ' r f J RITSTJ ÓRT^^^^y^. Vl&lr*-7 ' j
Úr 10 ára afmælishófi Knaítspyrnufélagsins Þróttar:
Félagntu kárust góðar gjafir og skeyti - Forseti
ÍSI og margir félagsraeii feeiraðir
Knattspyrnufélagið Þróttur
gekkst fyrir myndarlegum fagn-
aði í tilefni af 10 ára of>v.æij
félagslns og Tór hann fram í
Framsóknarhúsinu sl. laugardag
Var þar margt manna saman-
komið, bæði gestir og eins fé-
lagar.
Aðalræðuna við þetta tæki-
færi flutti formaður félagsins,
Óskar Pétursson, og kom hann
víða við. Rakti hann hina stöð-
ugu þrá ungu drengjanna á
„Holtinu" til að leika sér með
knött og stofna knattspyrnufé-
lag. Urðu nokkur félög til og
þeim fyigdi yfirleitt það, að
völlur var ruddur á hinum opnu
svæðum melanna. Friðhelgi
þeirra var oftast skammvinn, því
að þeir urðu að víkja fyrir
byggingum sem risu af grunni.
Nefndi Óskar t.d. tvö félög, sem
hlutu nafnið Baldur og Dögun.
Þar komu við sögu menn, sem
nú eru kunnir á öðrum sviðum,
og nefndi hann þar Áka Jakobs-
son og Eðvarð Sigurðsson. Það
merkilega var, að hið sameigin-
lega heiti liða, sem tóku þátt í
leikjum utan „Holtsins" var
Þróttur.
Svo kom hernámið og þá þurfti
mikið land undir herbúðir og
voru þá allir vellir teknir undir
skálana, og allt félagsstarf lagð-
ist niður.
Eftir stríð vaknaði áhuginn
aftur og enn tóku drengirnir af
„Holtinu11 að safna liði, og hefja
keppni við starfsmannalið.
Og nú varð þetta ekki stöðvað.
Formieg auglýsing er upp sett
og boðað til stofnfundar 5. ágúst
1949. Félagið Þróttur er stofnað
og formlega er það tekið í í-
þróttasamtökin — íþróttasam-
bandið — 20. nóv. s.á.
Rakti Óskar síðan í stórum
\
dráttum sögu félagsins. Marga
erfiðleika hefði þurft að yfir-
stíga, því að öll byrjun er erfið.
Leyndi það sér ekki að mikið
félagslegt starf hefur verið lagt
af mörkum úír hipu .wiga'iifélágfcr
Þátttaka í- -mötum, --uteílfarir,
innra félagslíf með fundum, spila-
kvöldum, ferðalögum, og nú teldi
Þróttur orðið yfir 500 félags-
menn.
Hann þakkaði hinum mörgu
samstarfsmönnum sem Þróttur
hafði átt saman við að sælda,
og þau samskipti hefðu á allau
hátt verið hin vinsamlegustu.
Hefði það haft mikla þýðingu
fyrir félagið, hvað allir aðilai
innan íþróttahreyfingarinnar
hefðu ætíð brugðizt vel við, þeg-
ar til þeirra var leitað.
Óskar gat þess að félagið hefði
iátið teikna félagsheimili, og það
væri draumur félagsins að geta
sem fyrst eignast samastað og
athafnasvæði.
Að lokinni ræðu sinni afhenti
hann tveim aðalhvatamönnum að
stofnun félagsins, þeim Halldóri
Sigurðssyni og Eyjólfi Jónssyni,
sinn bikarinn hvorum til minja
og fengu þeir mikið lófatak allra
viðstaddra.
Næstur tók til máls Halldór
Sigurðsson, annar aðalstofnand-
inn, og minntist fyrstu afskipta
sinna af knattspyrnu vestur í
Hnífsdal, þar sem knötturinn var
tuskubolti, troðinn út með heyi.
Meðan hann stundaði siglingar
horfði hann oft á knattspyrnu-
leiki, og þegar heim kom var
áhuginn sá sámi. Að lokum hvatti
hann alla Þróttara til dáða fyrir
félag sitt og bað menn að taka
Eyjólf Jónsson sér til fyrirmynd-
ar um elju og vilja.
Halldór afhenti Ómari Magn-
úss.yni bikar fyrir hönd Ung-
lingaráðs, sem viðurkenningu fyr-
ir áhuga og framför í knattspyrnu.
Árnaðaróskir og
kveð.iur
Af hálfu gesta tók forseti ÍSÍ,
Ben. G. Waage fyrstur til máls
og þakkaði Þrótti starfið í þessi
10 ár. Flutti hann félaginu kveðj-
ur íþróttasambandsins og afhenti
því oddfána þess.
Biörgvin Sehram ávarpaði fé-
lagið fyrir hönd KSÍ, og sagði
að það hefðj þurft mikla bjart-
sýni til að stofná nýtt félag, þótt
bað hefði í sjálfu sér verið tíma-
faærtí' tfrtoíniih fðlága Wéfðf*dft ver-
i#íreynd"Tén hétíð ’mistékitt, en
Þróttur lifði með góðum árangri.
Að lokum sagðist Björgvin vilja
þakka frumherjum Þróttar og
óska félaginu til hamingju með
10 ára afmælið. Afhenti hann
formanni síðan fána KSÍ til
minia.
Gísli Halldórsson, formaður
ÍBR. sagði m.a. að árið 1949
hefði verið merkilegt. Þá voru
stofnuð tvö félög, félagsstofnun
væri alltaf merkisviðburður
Hann sagði að erfiðustu árin
væru yfirunnin. Félaaið hefði
strax lagt grundvöllinn rétt,
teflt fram sveitum í öllum ald-
ursflokkum í knattspyrnu og síð-
ar í handknattleik og minntist
hann árangurs þess sem t.d.
kvennadeildin hafði náð.
Gat Gísli þess að félaginu
hefði fyrir nokkru verið ætlað
land þar sem yrði athafnasvæði
þess, og kvaðst hann vona að á
næstu 10 árum mundi þar upp-
rísa heimili og vellir, svo að
starfið mætti blómgast enn meir
á komandi árum.
Formaður KRR, Jón Guðjóns-
son, kvaðst vilja fyrir hönd
ráðsins þakka Þrótti fyrir það
starf sem félagið hefur lagt til
knattspyrnumálanna í bænum.
Það var mikil bjartsýni, sugði
Jón ennfremur, að ráðast í 'f.að
að stofna knattspyrnufélag, og
margir töldu að það yrði ekki
langlíft, en sú spá rættist ekki.
Nú eru félagarnir orðnir um 500
og ég vona að þeir verði orðnir
1000 að 10 árum liðnum, sagði
Jón að lokum. Síðan afhenti hann
félaginu fána KRR.
Ásbjörn Sigurjónsson. formað-
ur Handknattleikssambandsins,
bakkaði Þrótti fyrir framlag fé-
lagsins til handknattleiksmála, og
kvaðst vona að Þróttur héldi
áfram að vaxa og þroskast á
komandi árum.
Erlingur Pálsson kvað sér það
gleðiefni að ávarpa, þar sem
„vormenn íslands" fagna 10 ára
sigri. Kvað hann að það hefði
sannast á Þrótti bað sem skpldið
sagði: Ef æskan vill rétta þér
örfandi hönd, þá ert, þú á fram-
tíðarvegi.
Að ..Igfcuirhfi sagðigt Eflirigur;
viljá færa félaginu hugheílar
árnaðaróskir með hinn mikla
sundkappa Eyjólf Jónsson, og að
Þróttar.menn erfi og beri unpi
bað sem bezt er í fari Eyjólfs:
Styrkur, vilji, þrautseigja og
bindindissemi, því hverjum þeim
sem tileinkar sér þá eiginleika
er sigurinn vís.
Einar Sæmundsson, formaður
KR. flutti kveðjur íþróttafélaga
í Reykjavík og nágrenni, og
þakkaði samstarfið á þessum
fvrstu 10 árum. Færði hann og
félaginu að gjöf peningaupphæð
frá sömu félögum.
Formaður Dómarafélagsins,
Grétar Norðfiörð, flutti kveðjur
frá Dómarafélaginu. Lýsti hann
og nokkuð átökum þeim sem oft
urðu er leikir voru háðir þar
suður frá. Urðu stundum úr
þessu svæsnir götubardagar og
þá haft til vopna það sem nær-
tækt var. Engin stórslys urðu,
svo vitað var, en nú eru þetta
að verða þjóðsögur, sem gaman
er áð rifja upp við hátiðleg' tæki-
færi.
Að lokum hvatti Grétar félags-
menn til dáða og sagði að merki
Þróttar væri þeirra merki. Af-
henti hann siðan félaginu fána
Dómarafélagsins.
Guðjón Einarsson, varaforseti
ÍSÍ, ávarpaði afmælisbarnið og
sagði m.a. að það væri ekkert
smáverk að stofna knattspyrnu-
félag. Það heíðu margir reynt
og ekki tekizt. Halldóri Sigurðs-
syni tókst það, ásamt ungum
drengjum á ,.HoItinu“ og bað
Guðjón alla viðstadda að hrópa
ferfalt húrra fyrir brautr.vðj-
andanum, og var hressilega tek-
ið undir það.
'Félaginu bárust skevti frá
ýmsum aðilum, og þar á meðal
frá Borgarstjóranum í Reykja-
vik. Sennilega munu margir
Þróttarar hafa búizt við því að
í hófi þessu mundi fulltrúi frá^
Reykjavíkurbæ nota tækifærið
til þess að ganga endanlega frá
afhendingu athafnasvæðis til fé-
lagsins.,
Að lokum þakkaði Ó.skar Pét-
ursson gjafir og árnaðaróskir, og
endurtók þakkir til allra, þeirra
sem aðstoðað hefðu félagið á
undanförnum árum. Fór hóf
þetta fram með miklum myndar-
brag, og var hið virðulegasta í
alla staði. Einar Björnsson stjórn-
aði samkvæminu með röggsemi
og háttvísi.
Eins og frá liefur verið sagt,
gengst Sunddeild Ármanns fyrir
fyrsta sundmóti vetrarins, og
hefst það í kvöld. Hefur Ármann
vandað til þess og boðið til þess
mjög góðu sundfólki, einni stúlku
og þrem körlum. Kom sund-
fólk þetta með fliigvél á sunnu-
daginn og hafði Ármann þá mót-
tökuatliöfn í tilefni af komu
þess og hauð m. a. þangað
blaðamönnum.
Fararstjórinn Gerhard T.ewin
er varaformaður í sundsambandi
Austur-Þýzkalands. Sagði h'ann
að keppnisl.imr.hilið : hjá ]>eim
væri nú að enda. Upplýst hann
að Dietze hefði unnið í lands-
keppninni við Svía um daginn
og eins hefði Wiegand unnið i
sömu keppni á 400 m, en hanD
er skriðsundsmaður, aðeins 16
ára. Hann á beztan árangur á
100 m í 50 m, laug 58.4 og á
200 m 2,38.9.
Júrgen Dietze er baksundsmað-
ur 17 ára og á þýzkt unglinga-
met á 100 m baksundi, 1.06.2
mín. Hann er líka ágætur flug-
sundsmaður og hefur synt 200 m
á 2,38,0 mín.
Stúlkan Gisela Weiss, sem er
16 ára, hefur tekið gífurlegum
framförum á tiltölulega stuttum
tíma. Bezti tími hennar á 100 m
í 50 m laug er 1,07,0 mín, en í
25 m laug 1,04,9, og 200 m á
2,28,0 mín.
Snjallasti maðurinn í hópnum
er bringusundsmaðurinn Konrad
Enke, og á hann Evrópumet í
200 m bringusundi og er tími
Afhending lieiðursviður-
kenninga
í hófi Þróttar voru afhent
heiðursskjöl. og fylgir því pen-
ingur með lárviðarsveig. Er þetta
veitt mönnum sem hafa unnið
gott starf fyrir félagið og verið
þvi til mikillar aðstoðar á þess-
um 10 árum. Þeir sem fehgu
heiðursviðurkenningu þessa voru:
Ben. G. Waage, Halldór Sig-
urðsson, Eyjólfur Jónsson, Ein-
ar Jónsson, Óskar Pétursson
Haraldur Snorrason, Magnús Pét-
ursson, Gunnar Pétursson. Arl
Jónsson, Jón Guðmundss., Helgn
Emilsdóttir, Baldur Ólafsson,
Daníel Scheving, Bjarni Bjarna-
son og Frímann Helgason.
Þá var frumherjunum tveim.
Halldóri Sigurðssyni og Eyjólfi
Jónssyni, afhent til heiðurs ,og
minja sinn bikarinn hvorum og
voru það fyrstu sigurvegarar
Þróttar sem að þeirri gjöf stéðu,
fjórði ílokkur frá 1951.
Þá var íslandsmeisturunum í
handknattleik afhent heiðurssk
og . peningur í tilefni ,.af . sigri
þeirra 1957, en þær voru: Hel°o
Emilsdóttir, Katrín Gústafsdó'.t-
ir, Elín Guðmundsdóttir, Gréta
Hjálmtýsdóttir, Ragnheiður Matt-
híasdóttir, Lára Magnúsdóttir.
Guðrún Steingrímsdóttir, Ólafia
Lárusdóttir, og Sveinbjörg Karls-
dóttir.
hans 2,38,6. 100 m hefur hann
synt á 1,13,4.
Þegar Lewin var að því spurð-
ur hvort hann byggist við því
að eitthvað af fólki þessu mundi
fara tiL O.L. í Róm næsta ár,
brosti hann og sagði að það væri
erfitt að segja, því að þeir yrðu
fyrst að heyja „olympíuleiki*'
heima fyrir ferðina til Rómar,
því að Þjóðverjar verða að senda
sameiginlega þangað!
Sundfólk þetta hefur keppt
bæði á Norðurlöndum og eins i
Áusjur-Evrópu.
Vcl'rður gaman að sjá hvernig
sundfólk okkar stendur sig í
.keppninni við þetta fólk, og þá
sérstaklega hvernig Guðmundi og
Ágústu tekst upp, en þau munu
bæði vera í allgóðri þjálfun.
Annars verða á mótinu sund-
menn frá Akranesi, Keflavík,
Hafnarfirði og Akureyri auk fé-
laganna úr Reykjavík.
KR hefur forysf-
una í meistara-
flokkunum
Handknattleiksmóti Reykjavík-
ur var haídið áfram sl. sunnud.-
kvöld. í meistaraflokki kvenna
urðu úrslit þau, að Ármann sigr-
aði Val 8:5 og KR Víking 9:6.
í meistaraflokki karla vann Vík-
ingur Þrótt 7:6, ÍR vann Fram
12:9 og KR sigraði Val 10:9. —
Nánar um leikina á morgun.
Þróttarstúlkurnar, sem urðu íslandsmeistarar í handknattleik
I 2. flokki kvenna 1952.
Fjórir austurþýzkir gestir á
Sundmóti Ármanns í kvöld