Þjóðviljinn - 22.11.1959, Blaðsíða 1
Sunnudagur 22. nóvember 1959 — 24. árgangur — 257. tbl.
Landhelgisbrjótarnir kveinka sér
nndan taprekstri og þrenginsfnm
Sjá ofsjónum yfir aflasölum Islendinga og heimta löndunarbann
Samningur nm 50
milljarða verzlnn
Sovétríkin og Austur-Þýzka-
land hafa gert með sér við-
skiptasamning til fimm ára.
Viðskipti landanna á því tíma-
bili eiga að nema 50 milljörð-
um r/íiblna. Sovétrikin selja
kol, járngrýti og landbúnaðar-
afurðir í staðinn fyrir vélar,
iðnaðarvarning og járnbrautar-
vagna frá Austur-Þýzkalandi.
Þetta er stærsti viðskiptasamn-
ingur sem Sovétríkin hafa
gert.
Samningurinn var undirrit-
aður í Moskva, þar sem samn-
inganefndir beggja aðila hafa
setið á fundum undanfarið.
Forustumenn yfirmanna á togurum 1 Hull og Grims-
by eru teknir að kvarta sáran yfir aöstöðunni sem þeir
hafa sett sig í með skipulögðum veiöiþjófnaði í íslenzkri
landhelgi.
Allt leggst á eitt að hrella
þá: aflatregða í básunum sem:
brezki flotinn úthlutar þeim til
landhelgisveiða, ill vist á tog-
urunum á opnu hafi hverju
sem viðrar og siðast en ekki
sízt háar aflasölur íslenzkra
togara í Bretlandi.
Horfir til vandræða
„Laurie Oliver skipstjóri,
framkvæmdastjóri félags yfir-
manna á togurum í Hull, hefur
sent landbúnaðar- og fiskveiða-
ráðherranum aðvörun um að
gremja breZkra togaramanna
yfir stórlöndunum íslenðkra
togara í höfnum á N.-Eng-
landi sé að komast á það stig
að til stórvandræða horfi“, seg-
ir fréttarritari Times í Hull 13.
nóvember.
Síðasta hálfan mánuð hafa
: aflasölur íslenzkra togara í
höfnunum við Humber numið
12.000 til 17.000 pundum, segir
fréttaritarinn. Þetta eru þrisv-
ar sinnum hærri sölur en
brezkir skipstjórar ná.
Meðal togaramanna í Grims-
by er í ráði að senda einhvern
forustumann til London til að
bera fram klögumál við Hare
fiskveiðaráðherra.
Deildafundir
Fundir (aðalfundir) verða
í öllum deildum annað
kvöld, mánudagskvöld.
Sósíalistafélag
Keýkjavíkur.
Fiska ekki fyrir kostnaði
„Sjómönnum okkar finnst
að farið sé með þá eins og
peð í
fréttaritari Times eftir Oliver
skipstjóra. „Það ættj ekki að
þurfa að koma til verkfalls til
þess að við fáum einhverju
framgengt. Það er hreinasta
svívirða að við skulum á
um sviðum leggja okkur í
framkróka að gera Islendingum
til geðs“.
Oliver sagði, að siðustu vik-
ur hefðu brezkir togarar varla
fiskað fyrir beinum kostnaði,
vegna þess að illviðri torveld-
uðu veiðar. ,,Margir to.gara
okkar eru reknir með tapi,“
sagði hann.
Orðnir þreyttir
Oliver heldur því fram að
íslenzkir togara moki upp
fiski í landvari meðan íslenzku
varðskipin trufli veiðar brezkra
togara á hafi úti_ „Karlarnir
okkar eru farnir að þreytast
á þessu, og ég neyddist til að
vara ráðherrann við að ástand-
Framhald á 12. síðu.
Fansað í fúgustíl
Fansað í fúgustil nefnir Svavar
Guðnason þessa mnyd sína (nr.
26 á sýningunni). Hún er máluð eftir aðl hann kom aftur til
Kaupmannahafnar úr námsdvöl sinni í París. Afmælissýning
hans í Listamannaskálanum hefur nú staðið í 3 daga, aðsókn
hefur verið góð og um 10 myndir selzt.
Skipti á kjarnorkufræðingum
og náncxri menningartengsl
Bœtfrar sambúSar Bandarikjanna og
Sovétrikjanna gœtir á mörgum sviðum
Stjórnir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna undirbúa
stóraukiö samstarf ríkja sinna í kjarnorkurannsóknum,
samgöngum, læknisfræði. véltækni og á öllum sviðum
lista og menntamála.
Æðstu menn kjarnorkurann-
sókna í Bandaríkjunum og Sov-
étríkjunum eru ásáttir um að
ríkjunum beri að leggjast á eitt
í viðleitni til að taka kjarnork-
una í þjónustu manna. Banda-
ríkjamaðurinn John MeCone og
sovézki prófessorinn Émeljanoff,
Eins og getið var í blað-
'inu í gær verður spiluð félags-
vist og veitt verðlaun fyrir
á spilakvöldinu, en auk þess
munu þrír félagar skemmta,
syngja og leika á píanó.
Veitiryar verða fáanlegar á
kstaðnum.
Spilakvöld Sósíalistafélags
sem hvor um sig veita forstöðu
kjarnorkustofnun síns lands,
skýrðu fréttamönnum frá þessu
í Washington í gær. Émeljanoff
hefur undanfarið verið á ferð
um Bandaríkin að skoða kjarn-
orkurannsóknarstofnanir. Mc-
Cone er búinn að fara samskon-
ar ferð til Sovétríkjanna.
Reykjavíkur hafa jafnan þótt
góðar skemmtanir, enda ber
aukin aðsókn að þeim það með
sér En þess því að vænta að
félagar Sósíalistafélagsins fjöl-
menni á spilakj^ildið í kvöld
og njóti ánægjulegrar og ó-
dýrrar skemmtunar í góðum fé-
lagss'kap.
Beizlun vetnisorkunnar
Émeljanoff og McCone ætla
að leggja til við stjórnir sínar,
að byrjað verði á því að gera
samning um skipti á kjarnorku-
fræðingum milli landanna. Þeir
vilja- að farið sé hægt af stað
en samvinnan aukin smátt ag
smátt.
Þeir telja bezt að byrjað sé á
að senda þrjá til fimm vísinda-
menn í hvora átt til að dvelja
nokkrar vikur í rannsóknar-
stöðvum að kynna sér vinnu-
brögð og árangur starfsbræðra
sinna. Nánari samvinna mun svo
sigla í kjölfarið, sagði McCone.
Hann og Émeljanoff álíta að
sovézkir og bandarískir kjarn-
orkuvísindamenn geti nú þegar
tekið upp samvinnu á þrem
rannsóknarsviðum. Þau eru:
• Beizlun kjarnorkunnar. sér í
lagi vetnisorkunnar. til írið-
samlegra þarfa.
• Smiði margskonar kjarnorku-
ofna til orkuframleiðslu og
rannsókna.
• Rannsóknir á eðlisfræði ofur-
orku (high-energy physics).
Framh. á 11. síðu.
Spilakvöld Sósíalistafélags-
ins hefst klukkan 9 í kvöld
Það er klukkan 9 í kvöld sem spilakvöld Sósíalistafé-
lags Reykjavíkur hefst í salnum Tjarnargötu 20.
Stríðsdans risanna
Hundruð manna hafa látið
lífið í bardögum í Kuanda-
Ilrundi, belgisku verndargæzlusvæði í Mið-Afríku. Þar hafa
átzt við Bahutumenn og Vatutsimenn. Hinir síðarnefndu komu
til landsins fyrir fjórum öldum og hafa síðan drottnað yfir
íi umbyggjunum, hæði Bahutumönnum, sem eru landbúnaðar-
þjóð, og dvergþjóðum frumskóganna. Vatutsimenn eru liávaxn-
asta þjóð í heimi, algengt er að karlmenn nái tveggja metra
líkamsliæð og þar yfir. Myndin sýnir þessa risa dansa stríðsdans.