Þjóðviljinn - 02.12.1959, Síða 7

Þjóðviljinn - 02.12.1959, Síða 7
Ákafur áróSur dynur nú á þjóðinni síknt og heilagt. í vmsum rr.ynfum og tiibrigðum er bonum haldið að fólkinu. ,.ÞjóSin 'evðir meiru en hún aflar1’, .íslaadingar lifa um efni fram“, ..í'lendingar kunna ekki með fé’ að fara“, „íslendingar kunna ekki að spara“. „Pen- ingafiófið er að e.vðileggja þjóð- ina“, Fólkif heimtar og heimt- ar. en vill ekkert á sig leggja“ ■o.s.frv., o.s.frv. Á þessu er klif- að i ræðum og ritum hinna ,.ábvrgu“ stjórnmála- og fjár- málamanna og hver væluskjóða og pokaprestur, sem kemur í útvarpið. rsynir að koma þessu að. Það liggur nærri að ætla að það sé . t.d. sett sem skilyrði fyrir því að menn fái að tala um daginn og veginn að þeir faki þátt í þessum söng. Hver étur og lepur þetta eftir öðrum án þess vart verði að þeir hafi hugmynd um. hvað þeir eru að ræða. Þetta þykir bara fint, þykir bera vott um mikla ábyrgðartilfinningu, sannleiks- ást og hreinskilni! Hver er tilgangurinn með þessu? Er hann sá, að boða fólkinu sannleika, uppfræða þjóðina um vandamál henn- ar? Ef svo væri, myndu þessar fiigru dyggðir, sem inenn ætla að springa af, þegar þeir tala eða skrifa, koma fram í breytni þeirra og aðgeróum þess utan. Að vLsu skal ekki dregið í efa, að einh.verjir taii í góðri roeiningu, en þeir ættu þá að athuga um hvað þeir eru að tala. Hinn raunverulegi tilgang- ur er sá, að koma inn sekt- artilfinningu hjá öllum al- íroennmgi, fá hvern alþýðu- nsann til að trúa því, að hver biti o? sopi. sem liann og fjölskylda hans lætur of- an í sig, sé óráðseyðsla, sem honum og þjóðinni allri mun hefnast fyrir. Af öllum bessum áróðri gæti maíur hsldið. að síðustu tutt- ugu árin bæfðu verið sem eitt allsherjar fyllirí upp á krít, og nú sé ekkert annað eftir en timburménn og skuldir. Eignir bióðarbúsins ba og nú. En hver er sannleikurinn? Eí. við ætlum að gera okkur grein fj-rir því, á hvern hátt þetta tímabil hefur breytt efna- hag þjóðarinnar; liggur næst að xeyna að meta eignir þjóðarbús- ins þá og nú. Ekkert slíkt upp- gjör hefur farið fram svo vit- að sé, en við skulum líta á Lífskjörum almennings hefur hrakað Er þetta óráJseySsSa? — Saments- verksmiðjan á Akranesi í smíðum helztu þættina. sem bera uppi framleiðslu og menningarlíf þjóðarinnar í dag. Togaraflotinn. sem flytur á land um helming sjávaraflans, var ekki til fyrir tuttugu árum. Þeir togarar, sem þá voru til, voru úr sér gengnir og á eftir tímanum. Mikill hluti bátaflot- ans hefur orðið til á þessum árum og sá bátafloti, sem þá var til þolir engan samanburð við bátaflotann nú, hvorki að því er stærð né búnað snertir. Hraðfrystihúsin, sem eru í dag ein meginstoð útflutningsfram- leiðslunnar. hafa orðið til á þessum . tíma. Meginhluti iðn- fyrirtækja hefur risið upp á þessum tíma og þau eldri hafa endurnýjað og aukið svo véla- og húsakost sinn, að þau mega teljast ný. Mikill hluti ræktun- ar í sveitum og allur véla- kostur bændanna hefur líka orðið til á þéssum árum. Mik- ill hluti vega og brúa, sem nú tengja saman byggðir landsins, hefur orðið til á þessum ár- um. Flugvellir og flugvélakost- ur landsmanna. sem eru nú einn meginþáttur samgang'na og flutninga bæði innanlands og milii landa. voru ekki til fyrir tuttugu árum. Mikill hluti þeirra lmsa, sem þjóðin býr nú í bæði í sveit og við sjó, er yngri en tuttugu ára. Sama má segja um félagsheimili, sam- koinuhiis, skóla, o.s.frv. Fyrir tuttugu árum var aðeins Ljósa- fossstöðin til við Sog, þá var engin Skeiðsfossvirkjun til, engin Andakílsárvirkjun, engin Mjólkárvirkjun, engin Grímsár- virkjun. Þá var engin áburðar- verksmiðja til né sementsverk- smiðja. Og svona mætti lengi telja. Lítum bara í kringum okkur og athugum, hvað af því sem fyrir augun ber, var til fyrir tuttugu árum. Ber það allt vott um evðslu og dugleysi? En skuldirnar? Víst hvíla á okkur skuldir, en það er þó ekki verst hvað þær eru miklar, heldur hyað þær eru óhagstæð- ar. En voru- ekki til skuldir fyrir tuttugu árum? Er enginn sem minnist þess, að þá voru meira að segja tolltekjurnar veðsettar útlendum lánardrottn- um? Þíóðin leagur til hliðar allt að briðjung tekna sinna. Sannleikurinn er sá. að þau verðmæti. sem þessi ár skilja eftir. í þjóðarbúinu, hafa gjör- breytt öllum möguleikum þjóð- arinnar til að lifa í landinu. ÖIl þessi verfftmæti hefur þjóðin skapað með mikiiii vinnu og ráðdeild. Þjóðin kann ekki að spara, segja menn. En hvað segir aðalhagfræðingur Landsbankans og núverandi bankastjóri, Jóhannes Nordal, um það? Fyrir stuttu síðan komst hann að þeirri niður- stöðu í tímariti bankans, að ís- lendingar legfu til hliðar allt að ÞRIÐJUNGITEKNA SINNA. .Gera aðrar þjóðir betur? Landsbankinn hefur þó ekki hingað til staðið fyrir því, að ljúga dyggðum upp á þjóðina í peningasökum. Skipulagsleysið er stór- felldasta sóunin. En er þá engin eyðsla tii? Jú hún er til. Ýmsir braskarar sem hafa rakað og raka til sín stórgróða á kostnað vinnandi fólks, hafa velt sér í margs- konar lúxus bæði í húsbúnaði, bilum, ferðalögum og öðrum lifnaðarháttum, sem ekki eru þjóðinni samboðnir. Auðmenn- irnir íslenzku hafa sannarlega ekki sýnt yfirleitt þá ráðdeild, að þeim sé trúantíi fyrir meiri peningum. eins og nú virðist vera ætlunin. Og vissulega hafa ýmsir efnaminni reynt að apa eftir og" lifað umfram sín per- sónulegu efni. En stórfelldasta eyðslan er þó fólgin i því skipulagsleysi, sem er á þjóð- arbúskapnum. Ef rétt hefði ver- ið að farið, hefði verið hægt að skapa meiri varanleg verðmæti og notadrýgri og um leið búa þjóðinni betri lífskjör en hún hefur. Kjörin hafa ekki fylgt framleiðslumættinum. Já, lífskjörin, eru þau ekki að siiga þjóðarbúið, enda hin beztu í heimi? Sé borinn saman fram- leiðslumáttur þjóðarinnar nú og fyrir tuttugu árum, verð- ur það að segjast, að lífs- kjörin hafa ekki batnað að sama skapi. Og séu laun manna nú borin saman við það, sem þeir fengu þá fyr- ir sama vinnutíma, bá er um afturför að ræða. Hvort heldur er um að ræða verka- mann í fuilri dagvinnu árið um kring eða fastlaunaðan mann á heim árum. þá gátu þeir leyft sér meira, lifað betra lífi, heldur en sömu menn nú með aðeins dag- vinnu eða föstu launin ein saman. Að bera saman lifs- kjör manns, sem ekki hefur atvinnu nema hluta eðlilegs vinnutima og manns sem ekki einasta vinnur fullan vinnutíma heldur mikla yfir- vinnu, kemur hins vegar ekki til greina og er hrein vitleysa. Af sömu ástæðu er villandi að bera lífskjör ís- lendinga saman við bað, sem er hjá öðrum þjóðum, þar sem yfirvinna tíðkast ekki nema sem hrein undantekn- ing. Annars liggur fátt hlut- lægt fyrir um það, hvort og að hve miklu leyti kjör ís- lendinga eru betri en ann- arra þjóða og þá hverra. Og því má ekki gleyma, að vinnutíminn er líka hluti lífskjaranna. Það eru út af fyrir sig engin hlunnindi að fá að þræla. Enginn ástæða til samvizkubits. Það eru því sannarlega ekki Hfskjör vinnandi fólks, sem eru að sliga þjóðarbúið — Og í rauninni er það ekkert nálægt því að sligast. Enginn alþýðu- maður, sem lifir á vinnu sinni einni saman, þarf bví að ganga með neitt samvizkubit vegna kjara sinna. Hann á ekki að leggja eyru að vælinu um eyðslu og lúxuslifnað, hann get- ur ekki tekið bað til sín. Held- ur á hann í fullri hreinskilní við sjálfan sig og aðra að reyna að gera sér sem gleggsta grein fyrir hag sínum í sambandi við hag þjóðarinnar í heild. Þjóðin er vissulega ekkert að komast á vonarvöl. Og ef þeir „vísu“ sérfræðingar, sem nú sitja sveittir við að reikna út kauprán og verðbólgu yfir þjóðina og eru sífellt að basla við að troða íslenzku efnahags- lífi í amerískar krepnuformúl- ur, notuðu lærdóm sinn til að reikna út, hvernig þjóðarbú- skapurinn yrði bezt skipulagð- ur til hagsbóta hveríum vinn- andi manni, þá þyrftum við ekki að kvíða. Launþegi. miðað við launin fyrir fastan, eðlilegan vinnutíma

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.