Þjóðviljinn - 02.12.1959, Síða 11

Þjóðviljinn - 02.12.1959, Síða 11
Miðvikudagur 2. desember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 9 ¥ H. E. BjlTES: EAUÐA SLÉTTAN sem varð enn ömurlegri fyrir það að orð gátu ekki gefið útrás því sem inni fyrir bjó. Honum varð þungt um hjartað, ekki aðeins vegna þess að þetta voru minn- ingarnar um skelfingar ferðalagsins að sunnan, heldur einnig að þetta var ímynd hryggðarinnar hjá konum austurlanda, sem voru oft svo þungbúnar og þöglar og þekktu ekki hlátur, með dökk, niðurlút augu eftir margra alda kúgun og sólskin. Þegar stúlkan kom aftur inn í herbergið, brá honum í brún þegar hann tók eftir hversu lík hún var móður sinni, hversu beinabyggingin var svipuð og tær hör- undsliturinn hinn sami. Hann sá hlýjuna í brosi hennar þegar hún gekk framhjá honum. Og andartaki síðar kom ungfrú McNab skálmaði inn í herbergið og hélt á stór- um látúnsbakka með tebollum, býsna japönskum að sjá, og stórum tekatli úr látúni. „Þú þiggur tebolla vænti ég, Forrester", hrópaði hún. „Það er ekki til mjólk! Viltu sítrónusneið út í?“ „Sítrónusneið,“ sagði hann. „Þökk fyrir.“ „Anna, viltu skera niður sítrónuna handa herra' Forr- ester?“ „Nei,“ sagði þann. „Ég^et gert þíáð.W -- • ‘ •• iOrí „Ég skal gera það fyrir þig,“ mælti stúlkan. Hún sagði þetta snöggt en hlýlega og honum fannst dá- lítil eftirvænting í fari hennar þegar hún sneiddi niður litlu ávextina og rétti honum sneiðarnar yfir borðið, svo að ögn af gulum safanum rann yfir diskbrúnina og niður á mjallahvítan borðdúkinn. Bletturinn var ekki fyrr kominn í dúkinn en hún lagði diskinn niður á borðið og faldi blettinn. Hann vissi að hann hefði gert hið sama og andartak sá hann augu hennar glampa af hlýlegri glettni, sem honum fannst tengja þau saman. Þegar hann var búinn að setja sneiðina út í teið sitt, var ungfrúí McNab aftur farin að kalla: ,,0g hvenær heldurðu að stríðinu ljúki, Forrester. Hve- nær heldurðu að við komum því í verk að sigra japanina?“ „Það er ekki gott að segja,“ sagði hann. Stundum fannst honum sem styrjöldin tæki aldrei enda, að minnsta kosti ekki í austurlöndum. Hann sá Burma fyrir sér á særðum, útréttum fingurgómi, sem reyndi að hrifsa og klóra í alla Asíu, sem japanir réðu. „Þegar þú flýgur yfir næst, þá jafnarðu um þá fyrir mig!“ hrópaði ungfrú McNab. Hann svaraði ekki. Þrátt fyrir þá staðreynd að japan- ir hopuðu suður á bóginn, bæði á landi og í lofti, hélt hann stundum að hann mundi ekki framar jafna um japani né neina aðra. Og stundum velti hann því líka fyrir sér, hvort japanir væru í rauninni yfirunnir hvort það væri í rauninni satt að þeir ættu ekki eftir nema tæpar þrjúhundruð flugvélar á öllu landinu eða hvort þeir gerðu ekki ofsalega árás einhvern daginn. Hann var aldrei viss. „Drekktu, Forrester!! sagði ungfrú McNab. „Drekktu teið meðan það er heitt! Þú veizf hvað þeir segja — þú verður að svitna og losna við óþverrann!“ Forrester brosti rólega, horfði bæðj á ungfrú McNab og stúlkuna. „Hann er dreyminn, læknir,“ sagði hún. „Alltaf í draumi!“ „Það er lifrin“, sagði læknirinn. „Tekur aldri mepa- cínið sitt.“ „Hann þarf ekki á neinum lyfjum að halda þegar við eíum búin að syngja nokkrum sinnum „Hallelúja", hrópaði hún. „Sem ég er lifandi. Það hefur betri áhrif en bannsettar töflurnar þínar!“ „Þá man ég eitt,“ sagði Harris. Hann stóð upp frá borðinu og lagði af stað út úr herberginu. „Ég gleymdi ,,.sjúklingnuíp.“ .■••• r : - ■ „Hún er sofandi,“ sagði stúlkan. „Meira te, Forrester?“ hrópaði ungfrú McNab um leið og læknirinn fór út. „Hreinsar blóðið!“ „Nei, þökk fyrir,“ sagði hann. „Æ, svona nú, Forrester, svolítinn sopa. Þú veizt þú verður að drekka mikið í þessu loftslagi.“ „Ég skal taka bollann þinn“, sagði stúlkan og rétti grannan, fölan handlegginn yfir borðið. „Te!“ sagði ungfrú McNab og stundi ánægjulega. „Það er eitt sem ég' er viss um að drottinn hefur líka í himnar,íki“. Eftir andartak fékk hann fullan bollann til baka, stúlk- an fékk honum hann og rétti honum síðan diskinn með sítrónusneiðunum, hélt fastar á honum í þetta sinn, en Jarðarför DANfELS RUNÓLFSSONAK frá Viðarstöðum, sem andaðist 24. nóvember, fer fram frá Fossvogs- kapellu 4. desember, klukkan 11 fyrir hádegi. Blóm/ vinsamlegast afbeðin. Aðstandendur. horfði samt á hann brosleit, dálítið glettin og hlýleg. hrópaði ung- minningin -e.Ta ■ „Kanntu fleiri páskasálma, Forrester?“ frú McNab. „Eða er þetta eina blessunar! úr sunnudagsskólanum?11 „Það er eina blessunarlega minningin“ sagði hann. Læknirinn kom til baka og ungfrú McNab heilsaði honum með fagnandi hrópum. „Er allt í lagi?“ sagði Forrester. „Allt í bezta lagi“, sagði læknirinn. „Einhver á flugi í áttina til Kyab. Annars ekkert hljóð“. „Syngurðu tenór eða bassa, Forrester?“ hrópaði ung- ■frú McNab. „Anonymus“, sa-gði hann.......... ’ '"><■ ■•> •;LAllir hló’gu, ungfrú McNab hallaði sér aí'iur á t>ak í stólnum þar til hárskrúðið litaða féll burt frá andlitinu, sem hún hafði dift með bláleitu púðri meðan hún bjó til teið. Hann sá að dálítið af púðrinu hafði hrunið framan á kjólinn hennar, á magran hálsinn og axlirnar. „Já, drottinn minn, læknir góður, þeir leyna á sér þessir hæglátu!" Hún hallaði sér enn aftur og rak upp nýja hláturroku. Hún lá kyrr um stund, en svo stundi hún og tárin streymdu úr augum hennar og gerðu rák- ir í púðrið á andlitinu, og hann vissi allt í einu að hún hló svona og hrópaði svona, vegna þess að í rauninni var hún á barmi taugaáfalls og andartaks íhugun gæti orðið til að það næði tökum á henni. Enginn hafði tíma til að segja neitt áður en ungfrú McNab byrjaði að syngja sálminn. Hún lyfti höfðinu og hóf upp raust sína, mjóróma en styrka og söng með ákefð og hita, brosti ánægjulega á meðan og veifaði höndunum, því að nú gat orka hennar farið í annað en hróp. Næstum samstundis tóku systurnar tvær og Harris undir. Forrester var feiminn í fyrstu, en svo heyrði hann að ungfrú McNab ávarpaði hann eins og orðin væru hluti af sálminum: „Þú syngur ekki, Forrester, þú syngur ekki, Hallelúja, Hallelúja“, og hann sá að stúlkan brosti til hans bæði uppörvandi og glaðlega. Þá fór hann að syngja líka og orðin. sem hann hafði kunnað sem barn og ekki sungið síðan, komu upp í huga hans án nokkurrar fyrirhafnar. Og meðan liann söng sá hann bak við sveitt, ákaft andlit litla trúboð- ans og dimmt andlit móðurinnar hlustandi á orðin sem hún gat ekki sungið, atvik úr bernsku sinni, páskadag ilmandi narsissum. Andartak fann hann ilminn, sterk- ari en ilminn af trénu fyrir utan húsið, sterkari en lykt- ina, af ryki og tei og hita og litlu bálunum se mloguðu hvarvetna í myrkrinu undir pálmunum. Þegar þau voru búin að syngja sálminn, rak ungfrú McNab upp nýtt fagnaðaróp og klappaði saman lófunum. „Þetta var stórkostlegt! Dásamlegt! Þú komst með fínar bassarokur, Forrester!“ „Já, rokur voru það sannarlega", sagði hann. „Ha, heyrðirðu til hans Anna. Hvílíkur maður!“ Hún klappaði áftur saman lófunum og lét þá síðan hvíla í kjöltu sér, þög.ul, andstutt. í hinni stuttu þögn sem fylgdi, heyrði hann fjarlægt flusvélarhljóð hand- an við sléttuna, en áður en hann gat hlustað betúr eftjr því, var ungfrú McNab búin að iafna sig. Hún hrisfi;.: litað hárskrúðið með snöggu viðbragði og hrópaði til Harris: Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu stillta baráttu af hálfu há-. skólastúdenta fyrir fullu frelsi þjóðarinnar og yfirráð- um yfir landi sínu. Er þetta frelsið? Nú í haust missti Vaka, fé- lag íhaldsstúdenta, meiri- hluta sinn í stúdentaráði. Að óreyndu hefði mátt ætla, að allir vinstrisinnaðir stúdent- ar hefðu notað tækifærið og tekið höndum saman til skel- eggrar baráttu fyrir larnl og þjóð. En svo varð ekki. Full- trúi krata kaus sér heldur samstöðu með íhaldinu. Og í stað þess að heiga 1. desem- ber sjálfstæðisbaráttunni, — eins og rétt var, og skylt, valdi þcssi samfylking þann mann t:l þess að vera aðal- ræðumann dagsins og túlka sjónarrnið stúdenta, sem nú er einn helzti Dostuli þeirrar stefnu, að alþýða landsins eigi að rýra kost smn og færa fórnir til þess að auð- jöfrarnir og landssölumenn- irnir geti uppskorið sem ríku- legastan ávöxt iðju sinnar. Er þetta ,,frelsið“' sem ís* lenzkir stúdentar kjósa áð berjast fyrir í dag þjóð sinni til lianda? ■RJTÆUAVWNUSTOfA 00 WOTÆIUASAU oaufðpvegj 41 a S<ttu 1-36-71 LÖGFRÆÐ- STÖRF Ragnar Olafsson endurskoðun og fasteignasala hæstaréttarlögmaður oð löggiltur endurskoðandi Sími 2-22-93. EKKI YFlRHlABA mm\ Húseigendafélag Reykjavíkur Krana og klósett-kassa viðgerffir Vatnsveita Reykjavíkur símar 13134 og 35123

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.