Þjóðviljinn - 02.12.1959, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 02.12.1959, Qupperneq 12
 þlÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. desember 1959 — 24. árgangur — 265. tbl. Alþingi kýs í dag ótal ráð og neðndir Bandormur í eíri deild í neðri deild Greiðsluheimildir ÍS Hvíti refurinn” í Gálga- var unninn i gær Sveinn Einarsson, veiðistjóri fór í gær ásamt fjórum veiðifélögum sínum að svipast um eftir „hvíta refnum“, sem undanfarið hefur sézt í Gálgahrauni. Þessi veiðiför þeirra félaga tókst með þeim ágætum að eftir svo sem hálfrar klukkustundar eltingarleik við dýrið, voru þeir búnir að vinna það, og kom í ljós, að hér var um hvíta tík að ræða. Blaðinu bárust fregnir af þessu í gær, og sneri það sér til veiðistjóra, og bað hann um upplýsingar. Skýrði hann svo frá, að fyrst hefði orðið vart við dýr þetta í vor og hefði það einkum haldið sig í Gálga- hrauni neðan við Silfurtún, en einnig sézt uppí Víðihlíð. Töldu allir, sem dýrið sáu; að hér væri um ref að ræða og var Handrit selt á 65.090 pund Lýst handrit frá 13. öld, Opinberunarbókin, var í gær selt á uppboðj Sotheby í London á 65.000 sterlingspund. 45 önnur gömul handrit voru Éeld á uppboðinu fyrir samtals nær 300.000 sterlingspund. Sild veiðist nú í Miðnessjó .11—12 Akranesbátar fengu síld í fyrrinótt og gærmorgun; 30—110 tunnur hver bátur. Síldin viddist í Miðnessjó og var það Fanney sem fanm síld- ína og vísaði á hana. Þetta er 5 fyrsta sinn á þessu hausti að síldin veiðist í Miðnessjó, eða á sömu slóðum og hún hefur á’ður verið á haustin, 30—34 míl- ur frá Garðskaga. Síld þesi er ljómandi falleg. Ekki fengu allir bátarnir síld sem köstuðu, enda leiðindaveður. í gær komu 16 bátar til Sandgerðis með samtals 276 tunnur. Aflahæst voru Hrönn II. með 78 tunnur og Guðfinnur KV með 65 tunnur. Hringnótabátar gátu ekki athafnað sig í fyrri- nótt vegna veðurs. Síldin er nú mun betri en hún hefur verið að undanförnu. ,,honum“ eignað. bæði fjárdráp og hænsnadráp. Veiðistjóri taldi, að þar hefðu verið á ferðinni bæði minkur og tófa, en „hvíti rebbi“ hefði síðan hirt leifarn- ar. Hefði honum því verið kenndur meiri óskundi en hann hefði unnið. Varð allt til lífs Fjölmargar tilraunir hafa ver- ið gerðar til þess að vinna á „rebba“, en allar hafa þær mis- tekizt, þar til í gær. Skotin hafa klikkað og flest gengið á móti veiðimönnum, en orðið ,,rebba“ til lífs. T.d. var vanur skotmað- ur að eltast við hann lengi dags í fyrradag, en allt kom fyrir ekki. Dýrið unnið Fyrir hádegi í gær fór Sveinn Einarsson, veiðistjóri, ásamt fé- lögum sinum að svipast um eft- ir dýrinu. Voru þeir allvel bún- ir skotvopnum og höfðu einnig með sér veiðihunda. Er þeir voru komnir kippkorn út í hraunið, sáu þeir hilla undir allstórt hvítt dýr útí miðju hrauni. Dýrið stakk sér þegar undan og í hvarf. Þeir félagar skiptu sér nú og höfðu byss- urnar til taks. Flæmdist dýrið þá út úr hrauninu, en ætlaði Framhald á 10. síðu. Kom inn með bilaða vél í fyrradag kom togarinn Pétur Halldórsson inn með bil- aða vél. Var hann á leið til Nýfundnalands og var kominn um 5—6 hundruð mílur, er hann varð að snúa aftur. Við- gerð á vélinni mun taka 10 til 14 daga. Hafþór frá Neskaup- stað kom einnig inn sama dag með bilaða vél. Hefur hann verið í síldarrannsóknum að undanförnu. „Hvíti refurinn“, sem und- anfarið hefur haldið sig í Gálgahrauni og þar í grennd. En loks „þegar björninn var unninn“ kom í ljós að hér var um að ræða hundtík, sem hefur samið sig að háttum refa, og svipar raunar ótrúlega mikið »iil þeirra að ýmsu leyti. (Ljósm. Sig. Guðm) Á kvöldfundi efri deildar í fyrrakvöld og nýjum fund- um sem stóðu fram til kl. 3 um nóttina vra’ frumvarpið um greiðsluheimildir úr ríkssjóði í janúar og febrúar 1960 afgreitt úr efri deild. Bandormsfrumvarpinu um íramlengingu tekjuöflunarlaganna fimm var vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. , Menningarskipti Sovétríkjanna og Bratlands í gær var undirritaður samn- ingur í London miili Sovétríkj- anna og Bretlands um menn- ingarskipti á næsta ári. Gert er ráð fyrir að skipzt verði á heimsóknum vísindamanna, kennara og stúdenta, svo og sérfræðinga í iðnaði, landbún- aði og læknisvísindum. Einnig munu teknar upp1 viðræður um að stöðva truflanir á útvarps- sendingum. Átti r'íkisstjórnin enn mjög í vök að verjast fyrir harðri gagnrýnj stjórnarandstæðinga. á kvöld- og næturfundunum og ekki bætti það úr skák að fund- arstjórn öll lenti í har.tdaskol- um hjá hinum nýja forseta, Sigurði Ó. Ólafssyni. Einn þing- manna stjórnarliðsins var i veizlu úti í Sjálfstæðishúsinu og þurfti hvað eftir annað að draga, hann úr veizlufagnaðin- um til að greiða atkvæði, kom þá snöggvast í þingsalinn, í veizlufötum, til að rétta upp höndina. Einu sinni, er greiðsluheimildafrumvarpinu skyldi vísað til 3. umræðu, gáði forseti þess eigi að hann fékk ékki nema tíu atkvæði með, því hinn veizluklæddi hafði orðið eitthvað seint fyrir á hlaupun- um. Sleit forseti umræðunni, en varð að klúðrast við að taka málið aftur á dagskrá til sömu umræðu og áður hafði verið slitið. Með þeim endemum var málið talið afgreitt til 3. um- ræðu! Fundir eru boðaðir 1 dag í sameinuðu þingi og í báðum þingdeildum að loknum fundi sameinaðs þings. Er frestunar- tillagan ekki á dagskrá, en kosningar í ótal ráð og nefnd- ir og er upptalning þeirra í dagskrá þingsins á 2. síðu. í efri deild er bandormurinn einn á dagskrá og í neðri deild greiðsluheimildirnar. GísRi Sveins- son látinn Gísli Sveinsson, fjTrverandi þin.gforseti og sendiherra, and- aðist í Landspítalanuin í fyrra- dag, tæplega 79 ára að aldri. Gísli var fæddur 7. des. 1880 að Sandfelli í Öræfum, lauk stúdentsprófi 1903 og embætt- isprófi í lögfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1910. Yf- irdómslögmaður í Reykjavík var hann 1910—1918, er hann Jólablað Þjóðviljans kemur út í dag, f jölbreytt og stórt Jólablað Þjóðviljans 1959 kemur út í dag, 64 blaðsíður að stærð í litprentaðri kápu, fjölbreytt að efni. í blaðinu eru frumsamin ljóð eftir Guðmund Böðvarsson, Jón frá Pálmholti, Hannes Sig'fússon og Þorstein Valdimarsson. Einn- ig Ijóð eftir Ezra Pound í þýð- ingu Málfríðár Einarsdóttur. Sögur eru eftir Elías Mar, Einar H. Kvaran og Wlad.vslaw Þannig lítur forsíða jólablaðsins út; gulbrún og' græn að lit. Reymont, en greinar skrifa Sig- fús Daðason, Hans Scherfig, Árni Bergmann, Póll Bergþórsson, EI- ías Guðmundsson, auk fjölda þýddra g'reina. Ferðaþætti skrifa þeir Gunnar Benediktsson, Jó- hann Briem og Sigurjón Einars- son úr Ketildölum. Af fleira efni má nefna Óskastund ó jólum tikningar eftir Bidstrup, mynda- síður: svartlist frá Búlgaríu og Danmörku, og fornaldarhetjur Daumiers. Birtur er leikþáttur eftir Svása Svaldal. einnig er í þlaðinu skákþáttur. Loks er að geta skákþrauta, en heitið er 600 kr. verðlaunum fyrir réttar lausnir þeirra. Verðiaunakross- gáta er að sjálfsögðu i blaðinu og verðlaunin 1000 krónur. Káputeikningu jólablaðsins hefur Ragnar Lárusson gert, svo og myndskreytingar. Gísli Sveinsson fyrrv. Alþingisforseti var skipaður sýslumaður Skaftfellinga, en því embætti gegndi hann til ársins 1946, er hann var skipaður fyrsti sendi- herra Isiands í Noregi. Sendi- herraembættinu gegndi hann til ársins 1951. Þingmaður Vestur-Skaftafellinga var Gísli Sveinsson 1916—1921 og 1933 —1942. Landskjörinn þingmað- ur var hann 1942—1946. Hann var um skeið forseti sameinaðs þings, m.a. stjórnaði hann þingfundi á Lögbergi 17. júní 1944, er lýðveldi var stofnað. Gísli Sveinsson var kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur og áttu þau 4 börn. Fundur í Sósíalistafélagi Reykjavikur í kvöld kl. 8V2 Fundur verður lialdinn í Sósialistafélagi Reykja- víkur í kvöld kl. 8.30 í Tjarnargötu 20. — Áríðandi mál á dagskrá. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og mætæ. réttstundis.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.