Þjóðviljinn - 12.12.1959, Side 12

Þjóðviljinn - 12.12.1959, Side 12
Brp þörf að vegferendur sýni mlkla IMÓÐVIUINN aðgát í umferðinni í jólaösinni laugardagur 12. desember 1959 — 24. árgangur — 274_ tbl. Lögreglan setur takmarkanir á umferS i miSbœnum og umferSagœzlan verÖur aukin til mikilla muna Eins og venja er fyrir jólin, gerir lögi'eglan í Reykja- vík sérstakar rá'östafanir vegna aukinnar umferðar og slysahættu og taka þær gildi n.k. mánudag. Felast þær bæði í nokkurri takmörkun á umferð í rniðbænum og stóraukinni löggæzlu víðsvegar um bæinn. I gær skýrði Sigurjón Sigurðs- son lögreglustjóri fréttamönnum frá þeim ráðstöfunum, sem gerð- ar yrðu að þessu sinni. Benti hann á, að auk þess, sem skammdegið væri alltaf hættu- legasti árstíminn í umferðinni, skapaði hin stóraukna umferð fyrir jólin alltaí nauðsyn á meiri aðgát vegfarenda og auknu eftir- Jiti löggæzlunnar. Bifreiðafjöld- inn eykst einnig á hverju ári svo og bifreiðanotkunin. Þannig voru í Reykjavík skráðar 8716 bifreiðir um síðustu áramót, en þeim mun hafa fjöigað á ‘árinu um nálega 800. Auk þess er hér svo daglega á götunum mikill fjöldi aðkomubifreiða úr nær- liggjandi héruðum. Ráðstafanir þær, sem lögregl- an gerir að þessu sinni eru eink- um fólgnar í tvennu. í fyrsta lagi eru settar ýmsar takmarkanir á umferð og stöður bifreiða í mið- 1 bænum og nágrenni og er sér- staklega áríðandi, að allir bif- reiðastjórar hlíti þeim reglum. Taka þær gildi n.kT mánudag, 14. þ.m. Reglurnar eru auglýstar á 5. síðu blaðsins í dag og eru bif- reiðastjórar áminntir um að lesa þær vel og geyma blaðið með þeim. í öðru lagi verður umferðar- gæzlan aukin mjög mikið tím- ann fram að jólum. Venjulega er bænum skipt niður í 16 varð- svæði en þeim verður nú fjölg- að upp í 25—30 og síðustu dag- ana fyrir jól upp undir 40. Verð- jj 11111111111111111111 m 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111 m 111111111111 r 1 Stúlkur í Keflavík hopa ekki íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiii Bragi Friðriksson skrifstofu- stjóri Vinnuveitendasambands fs- lands fór í gær til Keflavíkur til samningaviðræðna við söltun- arstúikurnar og stóðu þær samn- ingaviðræður til kvölds. Söltunarstúlkurnar höfðu kos- ið eina stúlku af hverri söltun- arstöð til að semja fyrir sig, ásamt með konum úr stjórn Verkakvennafélagsins. f samningaviðræðunum tóku stúlkurnar ekki í mál að semja um þrjú verð fyrir söltunina og kváðu þriðja flokkinn hreina blekkingUj enda munu verkstjór- ar á stöðvunum telja þriggja flokka skiptingu óframkvæman- lega nema með því að telja í hverja einustu tunnu, annað yrði ágizkanir einar og stöðugt deilu- efni. Samningaviðræðurnar báru því ekki árangur. en mun verða hald- ið áfram i dag. - Sigurrós Sveinsdóttir, formaður Framtíðarinnar í Hafnarfirði. kvað félagið hafa samþykkt til- boð atvinnurekenda um 3 flokka !! 111!1111111II1111111111111111111 og heimilað Óskari Hallgríms- syni að skrifa undir fyrir sína hönd — ef verkakvennafélagið í Keflavík samþykkti samning- ana einnig, en á því virðast ekki horfur. Meiri ölvun -- Fleiri bíla- árekstrar Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík urðu alls 1547 bifreiða- árekstrar hér í bænum ár- ið 1958. Það sem af er þessu ári eða fram til 9. þ.m. hafa hins vegar orðið 1719 bifreiðaárekstrar, þannig að þeir eru þegar orðnir 172 fleiri en í fyrra. Á sama tíma hafði þeim, sem teknir voru ölvaðir við akstur, fjölgað um 71. Ár- ið 1958 var tala þeirra 198, en 9. desember á ár voru þeir komnir upp í 269. ur tala lögregluþjóna á vakt þá orðin tvöföld frá því sem nú er eða 80 í stað 40. Að lokum kvað lögreglustjóri mjög áríðandi, að allir vegfar- endur bæði bifreiðastjórar og gangandi fólk gættu fyllstu var- úðar í umferðinni, fylgdu sett- um reglum og hlýddu fyrirmæl- um umferðalögreglunnar í hví- vetna’, til þess að koma í veg fyrir slys á jólaföstunni. Selma Jónsdóttir ísbjörn unninn í Drangavík 1932 ísbirnir munu síðast hafa gengið hér á land svo ör- ugglega sé vitað í april 1932. Frá þessu skýrði Guð- mundur Guðni Guðmunds- son, Langholtsvegi 182, Þjóðviljanum í gær, út af ummælum í fréttinni um dýrin sem sáust í Þingeyj- arsýslu í fyrra. Guðmundi er kunnugt um að 8. apríl 1932 vann Guðmundur Guð- brandsson, bóndi í Dranga- vík í Strandasýslu, bjarn- dýr sem þar gekk á land. Feldurinn af því er nú í eigu Jóns Eiríkssonar skip- stjóra. Um svipað leyti rak annað dýr dautt í Veiði- leysu. Var þá töluverður hafís á Húnaflóa. Ekki má miklu muna, þegar nýjustu langferðabílarnir aka um hina 47 ára gömlu brú á Yíri-Rangá. Fjalabrot skýra menningar- sambönd íslendinga á söguöld Selma Jónsdóttir ver doktorsritgerð við Háskóla íslands fyrst kvenna Til eru í ÞjóÖminjasafni 13 fjalabrot sem þangaö bárust lxá Bjarnastaöahlíö í Skagafirði, og er á þeim forn myndskurður. Þessi fjalabrot hafa orðiö tilefni doktors- ritgerðar sem kemur út í dag: Dómsdagurinn í Flata- tungu, eftir Selmu Jónsdóttur listfræðing. Selma hefur komizt að þeirri niðurstöðu í rannsóknum sínum að fjalir þessar séu úr býzanzkri dómsdagsmynd frá síðari hluta 11. aldar. Hafi í hinum sögu- fræga Flatatunguskála verið út- skorin dómsdagsmynd, 5,2 m á breidd og 2,3 m á hæð, en stíl- einkennin benda á náinn skyld- leika við list þá sem var í Monte Cassino í Suður-Ítalíu á síðari hluta 11. aldar. Bendir Selma á að fyrirmyndin kunni að hafa komið hingað til lands með þeim þrem ermsku biskupum sem nefndir eru í íslendingabók Ara fróða, en íslenzkur listamaður hafi síðan skorið myndina í tré. Rannsóknir Selmu hafa þannig víðtækt menningarsögulegt gildi og munu þykja forvitnilegar þeim sem áhuga hafa á íslenzk- um fræðum. Bókin er gefin út á mjög vand- aðan hátt af Almenna bókafélag- inu. Hún er að fullu prentuð í Sviss og er í stóru broti. 66 myndir eru i bókinni, bæði af fjalabrotunum og erlendri mynd- iist sem tekin er til hliðsjónar við röksemdafærslu bókarinnar. Sjálf ritgerðin er 91 blaðsíða og skiptist hún í sjö kafla. Jafn- framt ísienzku útgáfunni kemur ritgerðin einnig út á ensku. Ritgerð Selmu var tekin gild til doktorsvarnar 12. júní s.l. af dómnefnd sem Háskóli íslands skipaði, en í henni áttu sæti Magnús Már Lárusson prófess- or, doktor Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og doktor Francis Wormald prófessor við Lundúnaháskóla. Verða tveir þeir síðartöldu andmælendur við doktorsvörnina sem fer fram 16. janúar n.k. Er Selma fyrsta íslenzka konan sem ver doktors- ritgerð við Háskóla íslands, og aðeins ein íslenzk kona hefur áður lokið doktorsprófi, Björg C. Þorláksson, við háskólann í París. Sjö metra akbraut, auk gangstétta á nýrri bru yfir YtriRangá hjá Hellu Frá fréttaritara Þjóðvilj- ans í Rangárvallasýslu. Einstök veðrátta hefur ríkt hér síðasta mánuðinn. Snjó- laust er enn með öllu og frost hefur ekki staðið lengi svo heitið geti. Sunnan andvari og smáskúrir hafa skipzt á síðustu dagana og er þetta eitt hið mildasta vetrarveður sem menn muna eftir. Sauðfé hefur því verið létt á fóðri og sums staðar hefur það ekki verið tekið á gjöf, enda kem- ur það sér vel fyrir bæntdur eftir annað eins óþurrkasum- ar og liðið er. Af stórframkvæmdum hér í Rangárþingi má helzt nefna brúarsmíði á Ytri-Rangá, fyr- ir framan Hellu. Á brúin að verða með 7 metra breiðri akbraut auk gangstétta. Þar sem gamla brúin, sem byggð var árið 1912, er orðin ófull- nægjandi er þetta þýðingar- mikil hagsbót fyrir vegfar- endur og þá ekki sízt He’lu- búa ejálfa, þar sem þeir munu að mestu leyti losna við skarkala umferðarinnar. Hinsvegar er það almælt að sumum þyki sem þeir missi spón úr aski sínum, þegar bilar skemmtiferðafólks hætta að aka fram hjá verzlunar- húsinu og sælgætissjoppum þess. Af öðrum framkvæmdum má minnast á byggingu þvottahúss við Kaupfélag Rangæinga að Rauðalæk og félagsheimilis á Hvolsvelli, sem væntanlega mun verða fu’lgert á næsta ári. Stjórnarkiör S. R, Kjörstjórn Sjómannafé- lags Reykjavíkur hefur beðið blaðið að geta þess að allsherjaratkvæða- greiðsla við stjórnarkjör í S.R. fer daglega fram í skrifstofu félagsins Al- þýðuhúsinu frá kl. 10— 12 f.h. og 3—G e.h. Á morgun, sunnudag, verður kosið frá klukkan fvö lil níu e.h. Listi starfandi sjómanna er B-listi Sýningu Eyjólfs lýkur á morgun Umi helgina eru síðustu for- vöð að sjá sýningu Eyjólfs J. Eyfells að Selvogsgrunni 10. Hún verður opin í dag og á morgun ki. 2—10 síðdegis. Aðsókn að sýningunni hef- ur verið ágæt; höfðu á níunda og margar myndir selzt. Sýn- hundrað manns séð hana í gær ingunni lýkur annað kvöld.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.