Þjóðviljinn - 15.12.1959, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 15.12.1959, Qupperneq 1
 I'riðjudagur 15. desember 1959 — 24. árgangur — 276. tbl. Neytendur og íramleiðendnr semja um breytta lögujöf um búvöruverð Fallizf á sjónarmiS neytenda i veigamiklum atriðum — ný bráSabirgSalög eru vœntanleg I dag! Eldtir í vél- bát í höfninni í fyrrinótt kom upp eldur í vél— bátnum Ásdísi RE 60 þar sem hann lá við verbúðabryggjuna. Þegar að var komið var mikill reykur í lúkarnum og fann lög- reglan, sem kom fyrst á vett- vang sofandi mann og gat bjarg- að honum út. Kviknað hafði í út frá eldavél og komizt eldur í klæðningu í hásetaklefanum. Slökkviliðið réð fljótlega niður- lögum eldsins og urðu skemmd-- ir ekki miklar. Xáðst hefur samkomulag milli fulltrúa neytenda og íramleiðenda um mjög veigamiklar breytingar á lögun- um um verölagningu landbúnaðarafurða. Samkvæmt binu nýja samkomulagi er algerlega óheimilt að hœkka verð á landbúnaðatvörum innanlands til aö bœta upp verð á útfluttum landbúnaöarvörum. í annan stað er á- kvörðunin um dreifingarkosnað nú tékin úr höndum framleiðsluráðs landbúnaðarins og afhent sex manna nefnd neytenda og framleiðenda, pannig að sú nefnd ákveður eftirleiðis bœði v,erð pað sem bændur eiga að fá og paö sem neytendur eiga að greiða. Ætlun ríkisstjórnarinnar mun vera að staðfesta þetta nýja samkomulag með nýjum bráðabirgðalögum í dag — sama daginn og hin frægu fyrri bráðabirgðalög falla ur gildi! Deilurnar í sex manna nefnd- inni spruttu sem kunnugt er fýrst og fremst út af því að Framleiðsluráð ákvað verð- hækkun á kjöti hér innanlands til þess að bæta upp lágt verð á útfluttu kjöti. Töldu fulltrú- ar neytenda að Framleiðsluráð- ið hefði ekki heimild til að á- kveða slíka verðhækkun upp á sitt einsdæmi og höfðuðu mál af þessu tilefni. Dómur féll hins vegar framleiðsluráði í vil bæði í undirrétti og hæsta- rétti. Aðilar þeir sem tilnefna fulltrua af hálfu neytenda í sex manna nefndina ákváðu þá að draga fulltrúa eína til baka þar sem dómurinn svipti burt þeim grundvelli sem þátttaka neytenda í nefndinni byggist á. Varð landbúnaðarverð þá ekki ákveðið á löglegan hátt, en rík- isstjórnin greip til hinna frægu bráoabirgðalaga sinna. Dómnum hrundið með nýjum lögum. Viðræður milli fulltrúa neyt- enda og framleiðenda um brevtingar á lögum til þess að tryggja áframhaldandi sam- vinnu í sex manna nefndinni hófust óformlega fyrir nokkru og hafa síðan þróazt stig af stigi, þar til formlegt * sam- komulag var gert í fyrrakvöld. Varðandi aða'deilumálið er samkomulagið í því fólgið að skýrt skuli fram tekið í lög- um ,,að óheimilt er aff bæta upp söluverð landbúnaðar- vara á erlendum markaði með því að hækka söluverð þeirra innanlands“. Er þarna gengið að fullu að kröfum neytenda og fylgt þeim sjónarmiðum sem fram liafa komið í ályktunum Sósíalista- flökksins og Alþýðubandaiags- ins um þstta efni. Sex manna nefndin ákveður allt verðlag. Annað ágreiningsefni í nefnd- inni spratt af því að Fram- leiðsluráðið fór með ákvarðanir um dreifingarkostnað, og hækk- aði stundum verð á landbúnað- arvörum eftir að sex manna nefr.din hafði gert sínar loka- ákvarðanir. Einnig á þessu sviði hefur verið samið um hinar veigamestu breytingar, þannig, að við aðalverðlaginu á haustin, 1. september, fjall- Framhald á 11. síðu. Myndin er af samkomu- lagsnefndinni: Eðvarð, Sæmundi, Einari, Sverri, Sveinj og Sigurjóni, ásamt Ingólfi Jónssyni, landbún- aðarráðherra og Gunn- laugi Briem, ráðuneytis- stjóra. (Á myndina vant- ar Steingrím Steinþórs- son, búnaðarmálastjóra). Eins o,g skýrt var frá liér í Þjóðviljanum á sunnu- daginn, hélt stjórn liluta- félagsins Vegamóta fyrsta fund sinn á þaki nýbygg- ingarinnar við Laugaveg á laugardaginn. Þá var þessi mynd tekin af fé- lagsstjórninni. Frá vinstri: Sigvahli Tliordarson, Sig- urður Thoroddsen, Einar Andrésson framkvæmda- stjóri Vegamóta, Bene- diltj Stefánsson, Kristinn E. Andrésson formaður Vegamóta, Adolf Björns- son, Bagnar Ólafsson o.g Guðmundur Hjartarson. (Ljósm. Sig. Guðm.). Scsmheldni síldar- stúlkna órjúfandi í Keflavík — Tvífella tilboð atvinnurek- enda um 3 verðflokka við söltun Á sunnudaginn hélt Verka-’til að ræða tilboð atvinnurek- kvennafélagið í Keflavík fund enda um þrjá taxtaflokka við síIdarsöÞtun. Felldu þær tilboð—. ið öðru sinni og nú með 65 atkv. gegn 5 og annað óform- Jegt tilboð með 70 atkv., eða allra fundarkvenna. Tilboð atvinnurekenda um 3 verð var lagt fyrir fundinn nú samkvæmt tilmælum atvinnu- rekenda, enda þótt félagið hefði áður fellt tilboð þeirra. Einnig var lagt fyrir þennan fund óformlegt tiiboð frá at- vinnurekendum og fellt með samhljóða atkvæðum. Stúlkurnar telja óframkvæm- anlegt að hafa þrjá flokka við söltunina nema því aðeins að telja í hverja tunnu. Verkstjór- ar á söltunarstöðvunum í Kefla- vík og aðrir sem þar vinna .Framhald á 3." síðu. • * eri s tyju irunaour um 372 þus kr. vantar í bæjarsjoð árið 1956 «g 1957 Vestmannaey jum. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur kært fyrrverandi bæjar- gjaldkera, Halldór Örn Magnús- son, fyrir meintan fjárdrátt og' skjalafölsun á árunum 1956— 57. er liann gegndi þessu starfi. Fyrir nokkru var hafin endur- skoðun bæjarreikninganna fyrir árin 1956—’57 og komust endur- skoðendur að þeirri niðurstöðu, að í bæjarsjóð vantaði 372.000,00 kr. frá þessum tíma. Endurskoð- endur reikninganna voru þeir Ágúst Bjarnason, Páll Þorbjarn- arson og Óskar Sigurösson. Bæj- arstjórnin liélt aukafund um þetta mál í gærmorgun og lá þar fyrir skýrsla frá endurskoðend- i um, en bæjarstjórnin hefur nú falið bæjarfógeta að rannsalca málið. Ilalldór Örn Magnússon liefur verið kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Vestmannaeyja frá því liann lét af embætti bæjargjald-*.,, kera.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.