Þjóðviljinn - 19.12.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.12.1959, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. desember 1959 — ÞJÓÐVILJINN— (23 : H. E. BATES: RALÐA SLÉTTAN Hann gat engu svarað. „Þú getur engum gefið hann“, sagði hún. „Nei“. „Það er gott“, sagði hún. „Þá geturðu átt hann frá mér“. Enn varð honum orðfall. Hann starði fyrst á andlit hennar og síðan á roðasteininn í lófa sér. Og allt í einu lokaði hann iófanum, kreppti hnefann svo fast að hann fann hvernig steinninn skarst inn í hörund hans eins og stál og hann bar lokaðan lófann undur blíð- lega upp að andliti hennar. Honum fannst hann sjálfur verða svo ofur lítill og auvirðilegur. „Ég get ekkert sagt“, sagði hann. Hann lagði vanga sinn að vanga hennar og fann enn til gremju gagnvart sjálfum sér. „Það er ekkert að segja“, sagði hún. Andartak fann hann hvernig honum vöknaði um augu, fann sölt tárin renna saman við ramman svitann. „Segðu ekkert“, sagði hún. „Það er ekkert að segja. Þetta er bara lítill hlutur sem þú átt að geyma fyrir mig. Það er allt og sumt“. Guð minn góður, hugsaði hanu. „Segðu ekkert“, sagði hún aftur. Enn gagntók sjálfsásökunin hann og á eftir vottaði ekki lengur fyrir sjálfsvorkunn; þá fyrst gát hann talað. „Þetta er fallégur steinn“, sagði hann. „Gerðu svo vel að geyma hann“. „Ég skal geyma hann“. Hann brosti. „Ég ætla alltaf að bera hann á mér. Þetta verður heillasteinninn minn þegar ég flýg“. „Maður á ekki að vera hjátrúarfullur“, sagði hún. „Það var meinið í kvöld. Fólkið var að flýja. Það var hjátrú- arfullt. Hvenær kemurðu aftur?“ „Á morgun. Á hverjum degi“. „Ætlarðu að fljúga á morgun?“ „Já,“ sagði hann. „Ég býst við því“. „Ferðu burt?“ „Ekki strax“. Áður en hún gat sagt fleira, sá hann að húsdyrnar voru opnaðar. Ljósgeisli féll á rykið á hlaðinu. Eftir and- artak komu ungfrú McNab og ungfrú Burke í Ijós og héldu á sjúkrabörum með barni á. „Við verðum að fara“, sagði hún. „Nei“, sagði hann. „Ekki strax“. Hann tók aftur um andlit hennar báðum höndum og var nú rólegur. Hann horfði í dökk augu he.mar. „Ég þurfti að segja þér svo margt“. „Á morgun“, sagði hún. „Sennilega finnst þér það heimskulegt“, sagði hann. „Nei,“ sagði hún. „Ég sá áhyggjurnar í svip þínum þegar þú komst í gær. Mér fyndist það ekki heimsku- legt“. „Hlustaðu á mig“, sagði hann. „Ég ætla að segja þér þetta“. Hinum megin á hlaðinu voru ungfrú Burke og ung- frú McNab búnar að koma fyrstu sjúkrabörunum fyrir í bílnum og voru á leið inn 1 húsið aftur. Ungfrú Burke hélt á tómum börunum á öxlinni. Á miðri leið mættu þær Harris og móðurinni sem báru aðrar börur. Ljósgeisl- inn féll yfir konu, hjúpaða ábreiðu. Hann heyrði að ung- frú Burke sagði með hárri röddu: „Aldrei til taks þegar þörf er fyrir það — Já, þetta fólk!“ Hann beið þess að hún kæmist upp pallþrepin áður en hann tók aftur til máls. „Ég ætla að reyna að koma á hverjum degi“. „Já“. „En kannski get ég það ekki suma daga“. „Nei.“ „En ef ég kem ekki einn daginn, þá kem ég næsta dag. Eða þar næsta. Eða daginn þar á eftir“. „Já“. „Taktu ekki mark á því sem neinn segir. Taktu ekki mark á neinu. Orðrómi. Slúðri. Ekki neinu. Ég kem aftur“. „Já“. i Hún kom mjög nærri honum og hann strauk fingur- gómunum eftir rjómalitum, svölum handleggjum hennar, sem hún krossfagði á brjóstinu. Þetta var fyrsta nána snertingin við hana og hann fann hvernig hún undraðist, titráði ögn og róaðisf aftur. „Þú talaðir um að þú færir aldrei aftur til Englands“, sagði hún. „Hvað áttirðu við?“ „Það sem ég sagði“. „Myndirðu setjast hér að?“ „Ég býst við því. Já“, sagði hann. „Það bjuggu margir Englendingar í Rangoon". • „Margir Englendingar eiga eftir að búa þar aftur“. „Það væri dásamlegt“, sagði hún. Hann heyrði að Burke og ungfrú McNab komu aftur út úr húsinu. í þetta sinn leit hann ekki upp. Allt sem var að gerast og hafði gerzt hinum megin á hlaðinu virtist sem snöggvast tilheyra annarri veröld. Iiann virtist órafjarri því. Um leið og hann varð þessa var, sagði hann við stúlk- una, rólega og hljóðlega, ekki áhyggjufullur lengur: „Mig langaði að deyja“. Hún þagði, horfði beint framan í h?r”. „í langan tíma“, sagði hann, „reyndi é" að deyja. Á hverjum degi“. Hann var ótrúlega rólegur. „En ekki lengur. Þess vegna sástu þetta í svip mér“. Hinum megin á hlaðinu sagði Burke hárri röddu: „Hér stritar maður allt hvað af tekur og enginn metur það neins“. Hann sneri baki að hlaðinu og hélt um stúlkuna. Dauf- íir bjai'minn frá húsinu skein á andlit hennaf og ljós- ið í lyfjabúðinni féll á svart hár hennar. Hann laut niður og kyssti hana, blíðlega og flýtislaust. Um leið og hún hreyfði til Þöfuðið, losnaði um blómið sem fest hafði ver- ið í hár hennar og það datt, eins og hann hafði alltaf átt von á, og hann greip það með höndunum. Telpari í rúmfletinu hreyíði sig ekki og frá hliðinu þar sem sjúkra- bíllinn stóð og Burke og ungfrú McNab voru að j *nria öðrum börunum inn í bílinn, heyrðist aðeins daufur racld- kliður frá. dálitlum hópi fólks. sem þar hafði safnazt saman. „Blómið þitt“, sagði hann. Hann rétti fram lófana, svo að hún gæti tekið við því. Stöngullinn var mjúkur og hann fann ilminn af blómhnöppunum. „Þakka þér fyrir“, sagði. hún. „Hvaða blóm er þetta?“ sagði hann. „Ég ætlaði alltaf að spyrja þig um það.“ „Það er frangipani. Lífstréð. Á burmversku Ta-yop- sa gah“. „Það er mjög fallegt“. „Það er blóm ódauðleikans11, sagði hún. „Vegna þess að það getur lifað áfram og áfram. Án jarðvegs eða vatns. Endalaust". „Hver er núna hjátrúarfullur?“ „Nei, nei“, sagði hún. „í rauninni er allt ódauðlegt. Við erum öll ódauðleg, ef við viljum vera það“. Hún stakk blóminu aftur í hár sitt og aftur fann hann ilmblæinn. „Þú skalt sjá“, sagði hún. „Það verður þarna þegar þú kemur aftur. Þessi knúppur visnar og annar spring- ur út“. „Ég skal gá að því“, sagði hann. „Ekki deyja aftur“, sagði hún. „Hið innra meá- Það er ekki gott“. „Aldrei framar", sagði hann. „Ekki núna“. „Mikið er ég fegin“, sagði hún. „Einhverntíma skal ég segja þér meira um það“. „Vertu sæll“, sagði hún. „Það verður farið að kalla á þig“. Það var eins og hún vildi ekki tefja hann. Hann horfði andartaki lengur á föla andlitið með djúpu aug- un, sem virtist nú svo miklu eldra og þó svo óendan- Spil sem snýst um að byggfa Ms húshlutum sínum heim á lóð ' •' <s§. T* it s£v. með teningakásti, ög að spili Eífir Símon Jóhann AgúsSsson Tveir Reykvíkingar hafa samið spil sem heitir Bungaló og snýst um það að byggja hús sem ódýrast. Spilið verður gefið út á næstunni í Danmörku og Þýzkalandi. Þarna koma menn loknu er gert upp, og sá sem lægstan hefur byggingarkostn- að hefur unnið. Skipholt h.f. annast dreifingu spilsins. es saín 15 ritgerða, ★ í þessum ritgeroum eru rædd ýmis vanda- mál, svo sem áhrií líkamslýta og fötl- unar á skapgerð barna, örvhendi, ættleiðing barna, hlutdeild föður og móður, afa og ömmu í uppeldi barna. kc Ein ritgerðin fjallar um hið kynlega sálar- líf dvitanna, og önn- ur er um hinar frægu en umúeiiáu rann- séknir Allreds C. Kinsey um kynlíf manna. Hefur ekki áðrnr verið gerð grein fvi’v mnnséknum Exscna á íslenzku. ★ Af öðrum ritgerðum m'á"'bend,an á Skiln- ingstréð góðs og ills og Um lífshamingj- una. ★ Ein ritgerðin fjallar um Hávamál frá sál- fræðilegu og siðfræði- legu sjónarmiði og önnur um líísvið- horf höfundar. ★ Bók þessi á alveg sér- stakt erindi til foreldra og raunar tiH állra fróðleiksfúsra manna. ic ÍSAFOLD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.