Þjóðviljinn - 19.12.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.12.1959, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. desember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (17 Ráð og réttur Fyrir skömmu gerði ég í Þjóðviljanum, stuttar athuga- semdir við vinnubrögð Menntamálaráðs í sambandi við verðlaunaveitingar þær, er þáð hefur tekið upp til ís- lenzkra rithöfunda fyrir skáldsögur og leikrit, og var þar víttur sá háttur Ráðsins að blanda saman verðlaunum I og ritlaunum, sá fjarstæðu- | kenndi mismunur, sem ] að gerir á skáldsögum og leikrit- J um og sú furðulega óvirðing, i sem það sýnir rithöfundum | með því að viðurkenna ekki | eignar- og samningarétt | þeirra í sambandi við útgáfu- | rétt á verkum þeirra. í Þjóðviljanum 8. des. s.l. tekur Gils Guðmundsson framkvæmdastjóri Menning- arsjóðs upp hanzkann fyrir þessar gerðir Ráðsins, og þar sem þessi varnarskrif fram- kvæmdastjórans eru jafnvel ennþá furðulegri en sá mál- staður sem þeim er ætlað að verja, verður ekki komizt hjá því að víkja að þeim fáeinum orðum. Gils viðurkennir að hann hafi „heyrt rithöfunda fetta fingur út í“ þann „óeðlilega11 mismun, sem Menntamálaráð gerir á skáldsögum og leikrit- um og játar að „þeir sem svo mæla hafa mikið til síns máls“. Frekari skýringu á þessum lið er þar ekki að finna, enda óhægt um vik að tefla fram rökum sem engin eru Jtil. Þær hugleiðing- ar framkvæmdastjórans að „væntanlega hefði höfundur verðlaunnaleikrits nokkrar tekjur af sýningu þess á ís- lenzku Ieiksviði“, bjarga ekki málinu, og enn siður þau orð hans að 30 þúsundin sem „höfundur fær fyrir útgáfu- réttiim einan“ sé „allmiklu hærri upphæð“ „en íslenzkir rithöfundar hafa fengið fram til þessa fyrir fyrstu útgáfu á leikriti“. En hér eru það ekki fyrst og fremst ákveðnar upphæð- ir sem máli skipta, og er ég þá kominn að þeim skilyrðum Menntamálaráðs fyrir um- ræddum verðlaunum, að það^ áskilur sér rétt til að gefa út þau ritverk, sem til verðlauna vinna, án sérstakra ritlauna til höfundarins. Hver „meðal- snotur maður sem skilja vill“, getur ekki vaðið í villu og svíma um það, að verðlaun fela í sér allt aðra merkingu en ritlaun. Sú skýring að „til greina gat komið að tvískipta hvorri upphæð, telja hluta í þeim felist það, að tekið sé með annarri hendi það' sem veitt er með hinni, verður til- gangur þeirra aðeins auglýs- ingaskrum af léiegasta tagi. Eitt er það enn í þessu sambandi, ssm ekki verður gengið framhjá. Fyrrnefnt fordæmi Menntamálaráðs gæti orð:ð öðrum útgefendum hag- kvæmt til eftirbreytni, en það mundi þýða það, að íslenzkir rithöfundar glötuðu samn- ingsrétti sínum að verulegu leyti ef sú hefð kæmist á að útgefandi hefði einn ákvörð- unarrétt um rit'aun og annað sem varðar útgáfu bóka. Gils gerir tilraun til að láta í það skína að rithöf- undar hafi viðurkennt á- kvarðanir Ráðsins með því að senda verk sín í umrædda samkepnni þegjanli og hljoða- laust. Sú skýring rétt r þó ekki h’v.t Ráðsins nema íöui sé. Rétti sínum afsalar sér enginn með þögninni e'nni. Það má vera að rithöfundar séu stundum glámskyggnari á rétt sinn en þe’m er hollt. Orsök þess má venjulega rekja til þeirrar kenningar, sem löngum hefur verið hald- ið á lofti, að rithöfundum og öðrum listamönnum beri ekki að gera kröfur fyrir verk sín í þágu listarinnar, þeir eigi að vera þakklátir fyrir það sem að þeim er rétt. Ætla mætti að slík steinaldar lífs- skoðun væri búin að syng.ja sitt síðasta vers, en stað- reyndirnar tala öðru máli. Vafalaust á það langt í land að ís’enzkir rithöfundar geti haft sitt lifibrauð af l;st sinni einni saman, og auglýsinga- kenrdar verðlaunaveitingar eru engin lausn á því vanda- máli. En ráðstöfunar- og samn'ngsrétt um sín eigin. verk eiga þeir ótvíræðan. Framhjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, hvorki af Menntamálaráði né öðrum, sem kynnu að sjá sér hag í því að taka upp sömu vinnu- brögð. Sigurður Kóbertsson Sigurður Róbertsson hennar verðlaun 'og afgang- inn ritlaun" verður nánast brosleg í einfeldni sinni. Á- kveðin verðlaun fyrir tiltekið ritverk getur Menntamálaráð auðvitað ákveðið sjálft, en um ritlaun og útgáfurétt er öðru máli að gegna. Sam- kvæmt höfundalögum ber rit- höfundi skýlaus eignarréttur á ritverkum sínum, og öðrum þar af leiðandi með öllu ó- heimilt að ráðsmennska með þau án hans vilja og sam- þykkis. Það skiptir því engu máli í þessu sambandí hvort Menntamálaráð kýs að kalla einhvem ákveðinn hluta af umræddum verðlaunum rit- laun. • Verðlaun geta verið með ýmsu móti og veitt fyrir margskonar afrek. Þar geta verið peningar, dýrir gripir, jafnvel kross á hrjóstið, og tilefnin geta verið næsta ó- skyld. En einn samnefnara eiga þau: þann að verðlauna- hafi teljist eiga þau skilið sökum yfirburða sinna um- fram aðra menn. Sé þannig í pottinn húið að þau þjóni ekki þeim tilgangi sínum, að • ,,Ertu frönsk eða fædd hér á landi“ ? Svo bar við nýlega í Vest- mannaeyjum, að þangað barst sending húsgagna frá megin- landinu, nánar tiltekið frá hús- gagnaverzlun einni í Hafnar- firði. Tollverðir staðarins, sem eru skeleggir menn, brugðu að sjálfsögðu skjótt við og' fóru höndum um húsgögnin, til þess að ganga úr skugga um það, að þau væru örugglega þeirrar ættar, sem þau voru sögð vera, þ.e.a.s. íslenzk. En þeim brá heldur en ekki í brún. Hvernig sem þeir þreif- uðu um horn og fætur, plötur, setur og skúffur, fundu þeir engin smíðalýti. Nei, það hlaut hver maður að sjá, að þetta gat ekki verið íslenzk fram- leiðsla! Verðir laganna kvöddu sérfróða menn þegar í stað sér til aðstoðar og þessi grunsamlegu húsgögn voru sett undir smásjó, rýnd, þukl- uð og grannskoðuð. En allt bar að einum brunni: Ná- kvæmustu rannsóknir sýndu, að þessi húsgögn voru svo forkunnar vönduð, að þau hlutu að vera dönsk en ekki íslenzk! Viðtakandi húsgagn- anna í Vestmannaeyjum sá nú sitt óvænna og kvaddi til íulltrúa frá fyrirtæki því hér í Reykjavík, sem sagt var hafa smíðað þessi húsgögn. Flaug hann til Eyja af skyndingu til þess að líta á gripina. Og hvað haldið þið að hafi komið í ljós? Helvítis húsgögnin voru þá íslenzk eftir allt saman, smiðuð í Húsgagnavinnustofu Helga Einarssonar að Brautar- holti 26 hér í Reykjavík! • Það er ekki sama hvaðan gott kemur Já, svona fór um sjóferð þá, að verðir laganna í Vest- mannaeyjum gómuðu ekki neinn smyglvarning í þetta skiptið. En það skiptir þó- raunar ekki mestu máli í þessu sambandi heldur hitt, hvað sú skoðun er liíseig meðal okkar íslendinga, að allt sem er út- lent hljóti að vera rnikli* betra og fullkomnara heldur en það sem er íslenzkt. Við er- um enn ekki búnir að sigrast á þessari aldagömlu minni- máttarkennd. t>að er að vísu alveg rétt, að á meðan íslenzk- ur iðnaður var á bernsku- skeiði stóð hann ekki erléndum iðnvarningi jafnfætis, enda engin von til þess. Nú er híns vegar svo komið, að mörg iðn- aðarframleiðsla okkar er orð- in jafngóð ef ekkl betri heldur en sams konar framleiðsla er- lend. Pessu neita hins vegar margir að trúa, þótt þeir hafi það fyrir augunum. Og hvers vegna skyldi t.d. framleiðandi Smart Keston peysunnar sælu hafa valið henni þetta útlenda nafn? Var það ekki gert til þess að þlekkja þá, sem vildu láta blekkja sig? Neytendasamtök- in urðu líka svo sárreið yfir þessari ósvífni, að þau fóru í mál við framleiðandann fyrir að „plata“ ágæta íslenzka vöru inn á hrekklausa kaupendur, sem stóðu i þeirri góðu trú, að þeir væru að kaupa „fína“ út- lenda peysu en ekki íslenzkan „grodda“. Um gæðin var hins vegar ekki spurt. Ný Ijóðabók eftir Gunnar Dal Gunnar Dal hefur sent frá sér nýja ijóðabók: Októberljóð, ■og er það fjórða ljóðabók hans með frumsömdum Ijóðum, en auk þess kom út bók í fyrra með Ijóðum er hann hafði þýtt. Ljóðunum í þessari bók skipt- ir hann í sex kafla: Ljóð úr veru, Myndrim, Októberljóð, Ó- rímuð ljóð, Rímuð Ijóð og Þýdd ljóð úr spámaninum eítir Kahlil Gibran. • Jón Engilberts gerði kápu- mynd bókarinnar, en Helga Sveinbjörnsdóttir hefur prýtt flestar síður hennar með teikn- ingum. Bókin er yfir 150 bls. í stóru broti. Útgefandi er Norðri. —...j—::gil:::ga::;HI:i:BSÍi:il • • afcægla ■ • SBB • ■ ■ pKjy ■ ■ >Kpiv ■ ■ ■ ■ oþjKH ■ • ■ >aurhú ■ ■ ■ • • ■aBHMb ■ • ■ ■ ■ {RK> ■ ■ ■ffflr • f » » • RwtjSf • • « R * “ Túm! • • ■ »■ * KSitWi ■ • • 1BbE> ■ * ■’ðflSÞ ■ ■ •Mjh ■ ■ ■ ■ • ■BTWItb • • • • • iSMWl ■ • • Bttgre • • ■ jg •■■■■■ ■■■■■■ ■•■■■■ >■■■■•: ■ ■■■■■] Ein fallegasta gjafabók sem út liefur komið og um leið' sú skemmtilegasta. GMFIE 0G GBÓNAH BÚ3TIR Eitix C. W. Gsxasn. Hér er rakin í myndum og lesmáli, slóð heimsins mögnuðustu fjársjóða- leita. Grafir og grónar rásfir er úttroðiu af fágætum fróðleik og sjaldséðum myndum. 360 stórar blaðsíður með 310 mynd- um. Auk þess sérprentaðar 16 lit- myndasíðúr. Verð kr. 380.00. '■■■«•■■ ■■■•«■ • O 6 ■ ■ ■ •■■■■• ■■■■•> »■ BOt: m I ■ • • n • I <*■•■■« I. - >MMfi ■ ■ ■«■■ ■ ■ ■■■■■ ■ ■ IMB* ■ ■ • ■ • IBMn ■ “ ■BD> ■ ■ «H»Ri ■ ■ «gN§Ha ■ ■ ■ ■ • E.-’hS’ O ■ nSOSf ■ ■ • • I|Kni ■ • • • “ bSÖS • • • wfcfip ■ ■ • • ’fSai* ■ • •ft&flM • • • ■ ■ • Ci'íR? • •«Bw ■ * •SfWB ■ ■ (fKNa • • ■ ■ *» BM * ■ • ■ C ■ HSlt • * *43fl£&‘ “ ■ ■ r u ■ ■ ■ {fijffig ■ ■ pjQfl ■ • •flHi • • «■■■• ■ ■ ■■• ■ • Bókafoxlag Oáés Bjöxnssonax

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.