Þjóðviljinn - 20.03.1960, Side 6
6) —- ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. marz 1960
XK
Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Big-
urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón
BJarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnúéson. — Ritstjórn,
afgreiðsla. auglýsínpar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml
17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 35 á mán. — Lausasöluv. kr. 2.
PrentsmiðJa ÞJóðvilians.
Stjórnarstefna til ófarnaðar
.ljegar Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra
lýsti því yfir í þingræðu fyrir nokkrum dög-
um að það væri stefna fíkisstjórnar Sjálfstæð-
isflokksins og Alþýðuflokksins að koma íslandi
á næstunni inn í fríverzlunarsamtök Vestur-
Evrópu, fékkst staðfesting á því sem þingmenn
Alþýðubandalagsins hafa hvað eftir annað bent
á að væri einn megintilgangur hinna nýju efna-
bagsráðstafana. Áhugi erlendra stjórnmálamanna
fyrir leiðum íslands í efnah'agsmálum og þau
beinu áhrif sem erlendar auðvaldsstofnanir og
Atlanzhafsbandalagið hafa haft á stefnu núver-
andi ríkisstjórnar beinist að því fyrst og fremst
að eyðileggja hin miklu austurviðskipti sem Is-
lendingar hafa haft undanfarin ár, gera með því
ísland ósjálfstætt efnahagslega og innlima það
í kreppukerfi auðvaldsins í Vestur-Evrópu og
Ameríku. Menn eins og 'Birgir Kjaran og Gunnir
Thoroddsen fara ekki dult með þessar fyrirætl-
anir, sem hlytu að þýða stórfelld markaðsvand-
ræði, samdrátt framleiðslu og atvinnuleysi á Is-
landi. Hins vegar er Gylfi Þ. Gíslason látinn
'gefa um það yfirlýsingar á Alþingi að ríkis-
stjórnin sé öll af vilja gerð að viðhalda austur-
'Viðskiptunum. Geta menn gert það upp við sig
'hver og einn hvor aðilinn muni fara nær því að
tulka stefnu rikisstjórnarinnar í þessu mikilvæga
máli.
f þessum umræðum á Alþingi bentu þeir Einar
■ Olgeirssorf og Lúðvík Jósepsson á hve alvar-
legar afleiðingar framkvæmd þessarar stefnu rík-
isstjórnarinnar hlyti að verða fyrir atvinnlíf ís-
lendinga og lífskjör allrar alþýðu á íslandi.
Lúðvík spurði ráðherrann hvort hann hefði gert
sér grein fyrir því, hvernig íslendingar ættu að
sélja afurðir sínar, þegar ríkisstjórnin væri búin
að innlima landið í þessi fríverzlunarbandalög
Véstur-Evrópu. íslendingar hefðu reynt allt hvað
i r
þeir hefðu getað að selja utflutningsvörur smar
á svæðum þessara fríverzlunarbandalaga, meira
að segja hefðu verið hafðar strangar hömlur á
í því skyni að knýja íslenzka framleiðendur til
að selja á þessum svæðum allmikið af fram-
leiðslu sinni fyrir miklum mun lægra verð en
þeir gátu fengið fyrir það annars staðar. „Er
það kannski meining ráðherrans að við eigum
að taka á okkur þann bagga að selja t.d. allan
hraðfrysta fiskinn, sem við nú seljum utan
þessara svæða, til fríverzlunarlandanna, fyrir
miklu lægra verð en við höfum hingað til talið
okkur kleift?“ spurði Lúðvík. „Ríkisstjórnin hef-
ur gengið langt í þessu síðustu mánuðina með
því að knýja íslenzk fyrirtæki til að selja afurð-
ir inn á þessi fríverzlunarsvæði við svo lágu
verði að fyrirsjáanlegt er að þau geta ekki með
því móti borið reksturskostnað sinn og haldið
eðlilegum rekstri áfram.“ Varaði Lúðvík ríkis-
stjórnina við að rígbinda ísland við fríverzlunar-
svæðin, og stefna þjóðinni í það öngþveiti að
eiga ekki í önnur hús að venda með afurðir sínar.
jpátt varð um svör, og mun samráðherrunum
hafa þótt Gunnar óþarflega lausmáll um
þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Mikill meiri-
hluti þjóðarinnar skilur að með því að eyðileggja
austurviðskiptin og innlima ísland í kreppukerfi
Vestur-Evrópu er verið að stefna markaðsmálum,
atvinnumálum og efnahagslegu sjálfstæði ís-
lenzku þjóðarinnar í stórhættu. Gegn þeim fyrir-
ætlunum ríkisstjórnarinnar verður þjóðin að rísa
áður en það er um seinan. — s.
fcrtl
tm
ua
rrt-l-il
íslendingur sem staríar á Keflavíkurílugvelh
hefur sent þættinum „Djúpir eru íslands álar" eftir-
íarandi grein. Þar er hlutverki og háttum Banda-
ríkjahers á íslandi lýst af miklum kunnugleik. Bent
er á hin breyttu viðhorf bandarísku herstjórnarinn-
ar sem koma fram í umskiptunum á Keflavíkur-
ílugvelli, brottför landhersins og fyrirhugaðri komu.
sjóliða í staðinn.
Þeir stjórnmálaílokkar, sem
hafa leyft setu Bandaríkjaflug-
hers á Keflavíkurflugvelli og
víðar um landið hafa jafnan
fullyrt við landsmenn, að brýn
nauðsyn baeri til þess að hafa
þetta svokallaða „vaynarlið11 í
landinu til þess að vernda
eignir og líf íslendinga ef til
styrjaldar kæmi milli austurs
og vesturs. Hefur í því sam-
bandi verið gert mikið úr ófrið-
arhættunni í heiminum á hverj-
um tíma t.d. Kóreustyrjöldinni
og uppreisninni í Ungverja-
iandi. Þessa hlið málsins er
rétt að leiða hjá sér nú, því
hún hefur verið margrædd.
Hitt er svo aftur rétt að at-
huga, hver er og hefur verið
varnarmáttur hins svokallaða
„varnarliðs“ Bandar-kjamanna
þau ár sem setulið þeirra hefur
verið hér á landi og hvaða
hlutverki þetta setulið gegnir í
dag.
Islendingar
vifa ekkert
Áður en farið er útí þessa
sálma er rétt að benda á að
íslendingar hafa enga sérfróða
menn og ekki hafa heldur ís-
lenzk stjórnarvöld notazt við er-
lenda sérfræðinga til þess að
fylgjast með því Jivaða vörn-
um setuliðið hefur komið upp
hér á landi, né heldur því
hvernig setuliðið hefur hugsað
sér að verja land og fólk fyrir
árásum ef til styrjaldar kæmi.
Um þetta hefur setuliðið ver-
ið algerlega einrátt og íslenzk
stjórnarvöld í algerri barnatrú
tekið það sem góða og gilda
vöru hvað þessum „sérfræðing-
um“ hefur dottið í. hug að að-
hafast eða réttara sagt að van-
rækja á hvérjum tíma. Allt
hefur þetta verið gersamlega
eftirlitslaust af íslenzkum
stjórnarvöldum, sem þó hafa
alltaf talið að hér væri um
fjöregg þjóðarinnar að tefla.
Rétt er, að byrja á því að at-
huga í grófum dráttum hvernig
setuliðið er skipað og hvaða
hlutverki því er ætlað að gegna.
Hér eru nú og hafa verið stað-
settar fjórar deildir Banda-
ríkjahers eða floti, flugher,
landher og verkfræðingadeild
hersins. Með æðstu stjórn íara
aðalstöðvar setuliðsins (Ice-
land Defense Force) sem heyra
undir Cinclant í Norfolk, Virgi-
níu. Stjórn orustuflugvéla,
radarstöðva, rekstur flugvallar-
ins, viðhald tækja og mann-
virkja og stjórn björgunarflug-
véla (Air Sea Rescue) er í hönd-
um flughersins (Iceland Air De-
fence Force) sem lýtur stjórn
yíirmanns setuliðsins og flutn-
ingadeildar flughersins í Banda-
ríkjunum (Military Air Trans-
port Command). Flotinn stjórn-
ar sinni flugsveit og landherinn
á að hafa með höndum land-
varnir Keflavíkurflugvailar og
gæzlu oliubirgða setuliðsins í
Hvalfirði.
Milli þess’ara aðalstöðva setu-
.liðsins hafa alltaf verið slík-
ar erjur og afbrýðisemi að
hægri hendin hefur aldrei vit-
iað hvað sú vinstri gerði, enda
ringulreiðin eftir því. Þetta
sanna til dæmis sífelldar erjur
og mistök setuliðsins í við-
skiptum þess við íslendinga og
íslenzk stjórnarvöld
ÞriBja flokks
menn
Ekki er heldur að furða, þó
að sífelldir árekstrar eigi sér
stað, þegar þess er gætt hvers-
konar manntegund það er, sem
skipar setuliðið. Yíirleitt eru
þetta þriðja flokks menn, menn
sem á friðartímum hafa ekki
reynzt samkeppnisfærir við
aðra í lífsbaráttunni og hafa
því flúið á náðir herþjónust-
unnar, sem veitir þeim það
lifsöryggi sem þeir ella heíðu
ekki getað skapað sér. Auk
þess eru svo nýliðar sem eru
að gegna herskyldu og eru
flestir óþroskaðir til þess að
vera sendir til starfa út . í
heim.
Ailir þessir menn eru send-
ir hingað til eins eða tveggja
ára dvalar. Þeir eru valdir til
starfans á íslandi holt og bolt
án þess að minnsta tillit sé:
tekið1 til getu þeirra til þess að
starfa á íslandi. Það heíur
ekki ósjaldan komið fyrir þeg-
ar snjó hefur sett niður á
Keflavíkurflugvelli, að setu-
liðið hefur lokað allri starf-
semi og í útvarpi sínu skipað
mönnum að halda sig innan
dyra og fara alls ekki frá
húsum nema margir saman. A
sama tíma hafa börn á Suður-
nesjum labbað í skólann eins
og venjulega. Ekki er hægt að
búast við ]3ví að þessir menn
væru neitt til stórræða ef á
reyndi.
Setuliðsmenn líta á dvöl sína
hér sem útlegð sem náígist
fangelsisvist enda eru öll vinnu-
brögð þeirra og íramkoma í
samræmi við það. Ef gengið er
um skrifstofur setuliðsins sit-
ur þar aragrúi manna með
fætur uppi á skriíborðum og'
drepur tímann með kaffisötri
og við að segja klámsögur og
eru kaffilögunartækin mest á-
berandi skrifstofuáhalda.
Alltaf hefur það verið svo að
ráðamenn setuliðsins hafa lagt
meiri áherzlu á það að nægar
birgðir væru af Cocacola,
Kleenex og tyggigúmmi heldur
en tækjum og varahlutum,
Svona marséraði bandaríski landherinn á hersýningu á Keflavikurfiugvelli í suraar, Nú er þei/ta
láéi var, farið en í staðinn koma sjóiiðar, þar á ineðal skiptiáhafnir á kjarnorkukaíbáta, þati
hersttjórnln setur nú mest trausit á. - (