Þjóðviljinn - 20.03.1960, Qupperneq 11
Sunnudagur 20. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Útvarpið Skipin Fluqf erðir
□ I dag- er sumiudagurinn 20.
marz — 80. dagur ársins —
Guðbjartur — Jafndægri: á
vori — Tungl lægst á lofti; —
í hásuðri kl. 6.37 — Árdegis-
háflæði kl. 10.43 — Siðdegis-
háflaði klukkan 10.43.
Næturvarzla
vikuna 19.—25. marz er í Lauga-
vegsapóteki.
tJTVARPIÐ
DAG:
8.30 Fjörleg tónlist fyrsta hálf-
tíma vikunniar.
9.20 Vikan framundan.
9.35 Morguntónleikar: a) Sinfórv ■
ía í h-moll nr. 8 (Ófullgerða
h'jómkviðan) eftir Schubert
(Sinfóníuhljómsveit Islands
leikur). b) Biblíu-söngvar
•op. 99 eftir Dvorák. c)
Brandenborgarkonsert nr. 5
D-dúr eftir Bach.
11.00 Messa í Fríkirkjunni.
13.15 Erindi: Um heimspeki Al-
freðs North Whiteheads; III.
(Gunnar Ragnarsson).
14.00 Miðdegistónleikar: a) Aldar-
afmæli Hugo Wolfs. Hall-
grímur He’gason flytur er-
indi með tónleikum. b)
Búrleska f. pr i ió og hljóm-
sveit eftir R. Stríuss.
Valsa.r úr Rósariddaranum
eftir Richard Strauss.
15.30 Kaffiit'minn: la) Lúðrasveit
Reykjavikur leikur; Jan
Moravek stjórnar. b) Nel-
son Eddy syngur.
16.15 Enduirtekið leikrit: Ef ég
vildi, gamanleikur eftir Paul
Geraldy og Robert Spitzer
Áður útvarpað 12. október
1957). Leikstjóri og þýðandi
Þorsteinn Ö. Stephensen.
17.30 Barnatimi (A. Snorradóttir).
18.30 Þetta vil ég heyra (Guðm.
Matthíasson stjórnar þættin-
um).
20.20 Tónleikar: Fjögur kirkjulög
og þrjár tvíraddaðar mót-
ettur eftir Gunnar Thyre-
stam (Unglingakór Heilagr-
ar þrenningar kirkjunnar í
Stokkhólmi syngur undir
stjórn höfundarins).
20.35 Raddir skálda: Ur verkum
Þórodds Gúðmundssonar frá
Sandi. Flytjendur: Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, dr. Broddi
Jóhannesson, Andrés Björns-
son og höfundurinn sjálfur.
21.20 Nefndu lagið — getraunir
og skemmtiefni (Svavar
Gests hefur umsjón með
höndum).
22.05 Danslög.
23.30 Dagskrárlok.
Utvarpið á morgun:
13.15 Hefst bændavika Búnaðarfé-
lpgs Islands og Stéttarsam-
bands bænda: a) Ávarp
(Steingrímur Steinþórsson).
b) Umræðufundur: Hvernig
er hægt að auka fjölbreytni
innlendrar fóðuröflunar?
18.30 Tónlistartími barnanna
(Fjölnir Stefánsson).
20.30 Hijómsveit Rikisútvarpsins
leikur. Stjórnandi: Hans ■
, Antolitsch.
21.00 Vettvangur raunvffeindanna:
Um 1 jós og lýsingu Örnólf-
ur Thorlacius fil. kand.
ræðir við forustumenn Ljós-
tæknifélags Islands).
21.30 íslenzk tónlist: Lög eftir
Ólaf Þorgrímsson.
Tnúlofflnir
21.40 Um daginn og veginn (A.
Kristjánsson fréttastjóri).
22.20 Islenzkt mál (Ásgeir Bi.
Magnússon cand. mag.)
22.35 Kammertónleikar: Kvint
ett fynir blásturshljóðfæri
op. 43 eftir Carl Nielsen.
23.05 Dagskrárlok.
Æskulýðsráð Reykjavíkur. _ Tóni-
stunda- og félagsiðja suimudag-
inn 20. marz 1960. Lindargata 50.
Klukkan 10.30 Sunnudagaskóli
Hallgriimskirkju. Ki. 8 Æskulýðs-
félög Fríkirkjunnar. Aus.turbæjar-
skóli. Klukkan 4 Kvikmynda-
kiúbbur. Iðnó. Klukkan 3 íslenzka
brúðuleikhúsið sýnir. Skátaheim-
ilið. Klukkan 8 Dansklúbbur
æsku fólks (13—16 ára).
Leiðrétting
Barnasamkoma Dómkirkjunnar
er ekki í Frikirkjunni eins og
sagt er í blaðinu í gær heldur
í Tjarnarbíói.
Leiguflúgvélin vænt-
anieg kl. 7.15 frá N.
Y. Fer til Oslóar,
Gautaborgar, Kaup-
mannah. og Ham-
borgar kl. 8.45. Edda. væntanleg
kl. 19 frá Amsterdam og Glasgow.
Fer til N.Y. klukkan 20.30.
Hrímfaxi er væntan-
legur til Rsykjavíkur
klrtkkan 15.40 í dag
frá Hamborg, Kaup-
mannahöfn og Osló.
Sólfaxi fer til Glasgow og Kaup-
mannahafnar klukkan 8.30 í
fyrramálið. Innanlandsf lug: — í
dag er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar og Vestmannaeyja. Á
morgun er áætlað að fljúga tií
Akureyrar, Hornafjarðar og Vest-
manna.eyja.
Giltingar
Prentarakonur
Muinið aðalfund Kvenfélagsins
Eddu mánud, 21. marz ki. 8.30
stundvíslega, Venjuleg aðalfund-
arstörf og kvikmyndasýning.
er á Akra
nesi. Arnarfall fór í
gær frá Sas van
Gent til Odda. Jök-
U ulfell fór 17. þ. m.
frá Hafnarfirði til N.Y. Disarfell
losar á Vestfj. Litiafell fór í gær
frá Rvík til Hornafjarðar, Djúpa-
vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfj.,
Fáskrúðsf jarðar og Reyðarfjarð-
ar. Helgafell er i Kaupmanna-
höfn. Hamrafell kemur til Aruba
á morgun.
Haf skip:
Laxá er í Keflavík.
POPLIN-
.■ ■ A FRAKKAR
í ÚRVALI.
Plastvömr
úr hertu og mjúku plasti
Járnvöruverzlun
les Zimsen h.f.
Reykjavík
Rammalistar
myndarammar
gott úrval
gott verð
Innrömmunarstofan
Njálsgötu 44
- - * r
vviwvm,.^ r»
mt.
@ - Auscurstraeti
SÍÐAN-LA HUN
STFINDAUÐ
32. dagur.
lofts og þær voru þétt setnar
silfurmunum og skártgripum.
Þetta var dásamleg sjón, eink-
um fyrir roskinn áhugaupp-
Ijóstara með brunablöðru á
þumalfingri og skrámur á
sköflungnum; þetta var ríku-
legur árangur af fífldirfsku-
legum leiðangri og táknaði
væntanlega snarlegan endi á
eltingarleiknum við glæpa-
mennina. En eins og ævinlega
fylgdu þessari heppni ýmis
vandamál. Hvað átti hann nú
að gera?
Prófessor Manciple braut
heilann. Hann gat að sjálf-
sögðu hringt til lögreglunnar;
umhugsunin um að upphring-
ingin yrði skrifuð á símareikn-
ing afbrotamannanna var hon-
um mjög að skapi. En ef lög-
reglan nú kæmi og fyndi dr.
BIow í einhverjum óþægilegum
kringumstæðum (og ekkert var
sennilegra) gæti það haft ó-
heþpileg áhrif á samband hans
við háskólaútgáfuna í Oxford;
og Manciple dró stórlega í efa
að nokkur annar forleggjari
hefði áhuga á nýrri útgáfu af
Hudibras, sem nú hafði legið
í hálfgildings gleymsku í fá-
einar aldir. Hann mátti ekki
gera vini sínum þann grikk.
En ef hann hann hringdi
ekki til lögreglunnar, var hann
þá tilneyddur að láta þessa
fjársjóði lönd og leið (og ef
fundarlaun væru í þoði!)?
Varð hann þá að sitia með
hendur í skauti og b.'ða þess
að þetta yrði brætt upp og
sennilega notað í falska shill-
inga? — nei, auðvitað ekki
falska shillinga; galdurinn við
þá var einmitt að ekkert silf-
ur var í þeim. En sú glópska
af myntfræðingi! Silfrið var
auðvitað brætt í kólfa og selt
til stuðnings einhverri leyni-
starfsemi — Mau-Mau eða Ku-
Klux-Klan eða hver veit hvað.
Heimurinn var fullur af ólög-
legum félagsskap, það vissi
hann.
f þriðja lagi gæti hann tek-
ið leigubíl, hlaðið öllu þessu
inn í hann og ekið með það
burt. Það væri hægur vandi að
koma þessu fyrir í geymslu á
einhverri járnbrautarstöð eða
þá leigja skáp í klúþbnum sín-
um. Að vísu ekki í Bamboni
klúbbnum. Ha!Ha! Það var
öldungis fr-áleit-tilhugsun.
Manciple hrökk upp úr
þessum notalegu bollalegging-
um við óvænt og ógnandi fóta-
tak í stiganum.
•— Helltu niður þessu and-
sfyggilega sódavatni og bragð-
aðú á þessu, ■ sagði Lára
ísmeygilega og ýtti næstum
ósnertu kampavínsglasi sínu
yfir til dr. Blows. Hún vissi
hvað hún var að gera, því að
hún hafði fyrr bragðað kampa-
v'nið hjá Bamboni og það sem
meira var, hún hafði séð það
framleitt í næsta herbergi.
Doktorinn hafði ekki þekkingu
hennar til að bera og auk
þess var hann ófús á að særa
hana, svo að hann lét til leið-
ast. Svipur hans var blandinn
hræðslu og viðbjóði meðan
hann tæmdi glasið. Því næst
spýtti hann mestöllu út úr sér
aftur en hafði áður sett vasa-
klútinn fyrir munninn. Síðan
sagði hann hátt og með á-
herzlu; — Þú sem með öli og
eldi, upptendrar Pryn og Vic-
ar . . .
— Þekki þá ekki, greip Lára
fram í. Komdu elskan, við
skulum dansa.
Á gólfinu var talsvert af
fólki, en tæplega var hægt að
kalla aðfarir þess dans. Það
var ekkert rúm til slíkra hluta.
Það vaggaði sér til í syfjulegri
leiðslu og andaði í hnakkana
hvert á öðru. Lára, hallaði
sér yfir doktorinn — nakin öxl
hennar straukst við kinnin_a á
honum — og hrópaði til renn-
sveitts píanóleikarans; — Gefðu
okkur einn gamaldags, Percy.
Glamrið hljóðnaði og næstum
án þess að hlé yrði á milli
byrjuðu tónlistarmennirnir að
Jeika eitthvað, sem sennilega
hefur verið hugleiðingar um
verk Strauss og Sullivans í úr-
vali. En þótt hugulsemi Láru
hefði gert doktornum möau-
legt að dansa að þessu leyti,
var þó annað sem kom í veg
fyrir það. Eins og við vitum.
en hann hafði ekki enn gert
sér ljóst, var hann með nála-
dofa í vinstri fætinum.
Af því leiddi að þegar dok+-
orinn reyndi að rísa á fætur.
datt hann beint á hrammana í
fyrsta skipti siðan í kaþpróðr-
inum 1897.
— Út með hann! hrópaði
Har.ry og tróð sér í áttina til
þeirra. Dansinn hætti og stúlka
frá vesturindíuryi notaði tæki-
færið til að lagfæra sokkinn
sinn og festa sokkabandið —
hinum fallna doktor til hrifn-
ingar og skelfingar um leið.
Lára sagði: — Við skulum
koma honum hingað. Það er
hitinn.,
— Fóturinn sveik mig, sagði
doktorinn lágróma. Ilann lá nú
á fjórum fótum og hafði eitt-
hvert hugboð um að hann hefði
orðið sér til athlægis, eins og
satt var. — Vill ekki einhver
hjálpa mér á fætur?
— Hann hefur ekki kippt
svona. hérna, sagði Hai'ry. Hann
dró doktorinn á- réttan kjöl og
hélt áfrjam::,— Það er.u þrjú
pund fyrir kampavínið og sex
fyrir gosið. Og svo hafið þér
ekki borgað aðgöngumiða. Það
er ein guinea.
— Hvar er Manciple? spurði
Blow og leit seklfdur í kringura
sig.
— Fjögur pund og seytján,
sagði Harry. Við 'getum ekki
haft svona fugla hér.
— Komdu elskan, sagði Lára.
Ég' skal gefa þér góðan tebolla.
Harry hjálpaði dr. Blow að
finna fimm pund í veskinu
hans. T 4ra tók undir hand-
le"" h-’ns hinum megin og
þessi fimurlega halarófa hélt
upp stig'ann. Það yrði sjálfsagt
hressandi að fá tesopa, hugs-
aði dr. Elow.
Effir Kennefh Hopfcins
I