Þjóðviljinn - 20.03.1960, Síða 12
þJOÐVIUIHN
Sunnudagur 20. marz 1960 — 25. árgangur — 67. tölublað
Frœgasti gluggi á íslandi -
og er þó ekki til ennþó
r T 1 \ Þessi mynd er tekin um borð i Vatnajökli, en liann er nú í =
E JJQgSKUI Olir Slippnum í 12 ára klössun. Starfsmaður frá Stálsmiðjunni er að =
E vinna við að logskera stóran hlu'ia af skipsskrokknum og þeytast eldglæringarnar í all- E
E ar áttir. Viðgerðin á Vatnajökli mun taka um mánaðartíma. — Ljósm.: Þjóðviljinn. E
iTi i i 111111111111111111111M11111111111 i 1111111M1111111 i 111111111111111 m 111111111111111111111111111111111 f 1111111111111111 n 11111111111111111 iTl
Yeiting yíirhaínsögu-
mannsstarís hneyksli
IhaldiS þverbrýtur allar r eglur og hefur *
áskoranir félaga og einstaklinga aS engu
Skipunin í yfirhafnsögumannsstarfið hér 1 Reykjavik
er reginhneyksli sem sýnir aö íhaldiö telur sig geta brotið
allar reglur um starfsveitingar og viröist staðráöiö aö
ráða til starfa eftir þeirri reglu einni að það séu nógu
auðsveip peö.
Á fundi í hafnarstjórn 11. þ.m.
var samþykkt með 4 atkvæðum
gegn 1 að ráða Einar Thorodd-
Sen yfirhafnsögumann. Þórður
Björnsson skýrði frá því á síð-
asta bæjarstjórnarfundi að hann
hefði greitt það eina atkvæði
sem Einar Thoroddsen ekki fékk,
Og færði ýtarleg rök fyrir því
hversvegna hann teldi að öðrum
hel'ði borið starfið, kvaðst hann
telja að starfsaldur ætti að ráða
nema því aðeins að elzti starfs-
maðurinn væri ónýtur til starfs-
ins eða óreglumaður.
Guðmundur J. Guðmundsson
kvaðst undrast þessa ráðningu
mjög. Fyrir fundi hafnarstjórnar
lágu bréf frá 6 hafnsögumönnum
þar sem þeir> óskuðu að starfs-
áldur væri látinn ráða við ráðn-
ingu í starfið. Ennfremur bréf
frá Starfsmannafélagi Reykja-
víkurbæjar þar sem það óskaði
að fullt tillit væri tekið til
starfsaldurs og hæfni og réttur
eldri starfsmanns virtur að fullu.
Einnig bréf frá skipstjóra- og
stýrimannafélaginu Öldunni og
bréf frá Þorvarði Björnssyni yf-
irhafnsögumanni með sérstæðum
meðmælum með einum umsækj-
endanna Kolbeini Björnssyni fyr-
ir sérstakan dugnað og hæfni, en
Kolbeinn hefur þegar á hefur
þurft að halda gegnt yfirhafn-
sögumannsstarfi.
Umsækjendur um starfið voru
4. Theodór Gíslason heíur verið
hafnsögumaður frá 1941 og Kol-
beinn Finnsson var skipaður
1942. Magnús Runólfsson nokkr-
um árum síðar. En Einar Thor-
oddsen, — maðurinn sem íhald-
ið réð til starfsins — ekki fyrr
en 1955! Hefur gegnt starfinu i
5 ár en hinir um 20 ár.
Maður skyldi halda, sagði Guð-
mundur J., að eitthvað sérstakt
lægi fyrir um yfirburði þessa
manns sem hefur stytztan starfs-
aldur. Hverju á þetta að þjóna?
spurði Guðmundur J.
Á að fara eftir viðurkenndum
almennum reglum um ráðningu
tii starfa?
Það hefur ekki verið gert,
heldur allar slikar reglur þver-
brotnar.
Hefur verið ráðinn hæfasti
maðurinn?
Ekkert liggur fyrir um að svo
sé, hcldur hefur annar maður
fengið sérstök meðmæli.
Ég skora á þá tvo hafnarnefnd-
armenn sem hér eru á fundinum
að skýra okkur frá því hverjir
þeir yfirburðir Einars Thorodd-
sens eru, sem réðu því að þeir
kusu hann, en fóru ekki eftir
óskum hafnsögumannanna, Skip-
Frnmhald á 3. siðu
X síðasta blaði Verkamanns-
ins blaðs sósíalista á Akureyri,
er eftirfarandi frásögn:
Óvenjulegt mál hefur að und-
anförnu verið til meðferðar hjá
bygginganefnd og bæjarstjórn
Akureyrar. Þau eru málsatvik,
að hinn 8. janúar sl. skrifaði
Gunnar Steindórsson bygginga-
nefnd bréf, þar sem hann ósk-
aði eftir að fá leyfi til að setja
glugga á suðurstafn íbúðar
sinnar í Vanabyggð 2A. Teikn-
ing af breytingunni, gerð af
Sigtryggi Stefánssyni, fylgdi
bréfi Gunnars. En upphaflega
teikningu af húsinu Vanabyggð
2A gerði Stefán Reykjalín, hann
byggði einnig húsið og seldi
Gunnari íbúðina, sem hann á
þar nú.
Þegar umsókn Gunnars kom
til afgreiðslu í bygginganefnd
mótmælti Stel'án Reykjalín.
sem sæti á i nefndinni, að
breytingin yrði gerð og hélt
því fram, að þar sem hann
væri höfundur að teikningu
umrædds húss, gæti ekki bygg-
inganefnd eða aðrir leyft nein-
ar breytingar á húsinu, nema
að sjálfsögðu opið fyrir höfund
teikningarinnar að höfða mál
gegn bæjarstjórn fyrir að hafa
geíið leyfi til breytingarinnar,
gæti hann þá sennilega einnig
fengið það bannað, að glugginn
yrði settur upp á meðan með-
ferð málsins stendur yfir. Með
því að af málsókn verði fæst
úr þvi skorið, hvort höfundar-
réttur yfir teikningu nær til
þess, að höfundur geti komið
í veg fyrir allar breytingar á
húsi, sem hann hefur teiknað,
meðan hann lifir og afkomend-
ur hans í 50 ár eftir andiát
hans. Myndi þá ekki mörgum
þykja allillt í efni, ef höfund-.
ar almennt notuðu sér þennan
rétt til að koma í veg fyrir
breytingar á húsum, sem þeir
hafa teiknað.
En glugginn, sem ennþá er
ekki kominn á íbúð Gunnars,
er þegar orðinn einhver íræg-
asti g'luggi á íslandi, eins og
bæjarstjóri komst að orði á síð-
asta bæjarstjórnarfundi. Mikið
á þó frægð hans eftir að auk-
ast, ef mál hans á eitir að
verða tekið fyrir í hérað$dómi
samþykki hans, sem höfundar, °§ Hæstarétti (og kannski
kæmi til. Bar hann það fyrir
sig', að teikning hússins væri'*
hugverk, sem verndað væri
samkvæmt höfundalögum, þ. e.
iögum um rithöfundarétt og
prentireisi, svo og Bernarsam-
þykktinni, sem ísland hefur
i'ullgilt og hefur þvi lagagildi
hér á landi. XÍrslit máisins urðu
þau. að bygginganefnd felldi
með 3 atkvæðum gegn 2 að
verða við beiðni Gunnars.
1. marz kom málið fyrir bæj-
arstjórn. Þar var samþykkt að
vísa því aftur til bygginga-
nefndar til nánari athugunar. —
11. marz var erindi Gunnars að
nýju tekið fyrir í bygginga-
nefnd, en bygginganefndin taldi
ekkert nýtt hafa komið fram í
málinu og afgreiddu það frá
sér á sama hátt og áður. 15.
marz kemur málið enn fyrir
bæjarstjórn. — Urðu þá nokkr-
ar umræður og virtust bæjar-
fulitrúar á einu máli um, að
hér væri um háiögfræðilegt at-
riði að ræða, sem ekki yrði úr
skorið nema af dómstólum.
Bæjarstjóri upplýsti m.a., að
mál af þessu tagi myndi aldrei
fyrr hafa skotið upp kollinum
hér á landi. Endalok urðu þau,
að bæjarstjórn samþykkti með
7 atkvæðum gegn 1 að leyfa
Gunnari að setja umræddan
glugga ó íbúð s:na.
Er nú ekki vitað, hvað næst
gerist í þessu máli. en það er
Mannréttindadómstóli Evrópu).
30. sýning í dag
Halldór • Pétursson hefur
teiknað þessa mynd af „Tobba
gamla“ veðurspámanni í
„Kardemommúbæ“, en þessi
skemmtilegi leikur verður sýnd-
ur í þrítngasta sinn í Þjóð-
leikltúsinu í dag.
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiíuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiimimiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiib
Alger afvopnun eina færa leiðin
Akureyrardeild Menning-
ar- og friðarsamtaka ís-
lenzkra 'kvenna gekkst ný-
lega fyrir almennum fundi.
Meðal ræðumanna var dr.
Andrea Andreen frá Svíþjóð.
í fundarlok var eftirfarandi
ályktun samþykkt.
„Almennur fundur, babl-
inn á Akureyri 9. marz 1960
að tilhlutan Menningar- og
friðarsamrtaka íslenzkra
kvenna, lýsir einhuga fylgi
sínu við algera afvopnun
allra þjóða, og telur þá leið
eina færa til að tryggja
vaxandi og varanlega vel-
ferð alls mannkyns.
Það er von fundarins, að
á fundi æðstu manna stór -
veldanna verði tekinn til
meðferðar undirbúningur að*.
— Algeru banni við kjarn-
o rku'vopnatilraunum.
— Samningum um að jafna
«)11 deilumál og ófrið, sem
nú eru á döfinni_
— Almennri og algerri af-
vopnun."
Á fundinum var einnig
samþykkt ályktun, þar sem
s'korað er á íslenzk stjórn-
arvöld að verða við mála-
leitan sjálfstæðishreyfingar
Njasalands.
immuuuuimuiiiiiiiuuummuiuiiiiiumuimimummuuiuiimiimmmi mmmuuiuuuuuuuuuuimuuuuuuuuuuuuumiiiiiimiiimiiuiimimm