Þjóðviljinn - 09.04.1960, Blaðsíða 9
4J — ÓSKASTUNDIN
AMMA MÍN
Kæra Óskastund!
Ég ætla að senda .þér
mynd, sem ég teiknaði
sjálf af ömmu. Ég vona
að þú birtir hana.
Ég ætlaði að senda þér
tízkudömu, en ég veit
að þú ert hætt að birta
þær, svo ég sendi þér
ömmu.
Hvernig er skriftin?
Bryndís Torfadóttir, 12
ára, Húsavík.
Það er alveg rétt,
Bryndís, okkur finnst
komið nóg af dömum' í
bili. Blaðið verður leiðin-
legt, ef alltaf er sama
efni í því. Þið getið
breytt til og sent okkur
myndir af einhverju
öðru. Skrifað okkur
fréttabréf, sögur, vísur.
leikrit og sagt.frá „safn-
inu ykkar“, eða ein-
hverju öðru, sem ykkur
kynni að detta í hug.
Þú skrifar og teiknar
vel.
S^EITABÆR: Sumarið
kemur bráðum og börn-
in fara í sveitina. Þenn-
an bæ teiknaði Theódóra
Thoroddsen, 10 ára.
GÁTA
Hvernig verður svert-
ingi ef hann dettur í
Rauðahafið?
Pétur Guðjónsson, 9
ára, sendi.
Ráðning á gátu í síðasta
blaði.
Kýrnar eru tennurnar og
bolinn er tungan. Lausn
gátunnar er því munnur-
inn.
MARGT BYR I ÞOKUNNI
Einu sinni var bónda-
dóttir á bæ. Hún vakti
um nótt í rúmi sínu, en
aðrir sváfu. Þá heyrði
hún að komið var upp á
gluggann yfir rúminu og
sagt:
)
„Margt býr í þokunni,
þokaðu úr lokunni,
sííssmísmm 1 lindin min Ijúf og trá“»
Bóndadóttir svarar
þegar;
„Fólkið mín saknar,
og faðir minn vaknar;
liann vakir svo vel sem
þú“.
Við það hvarf komu-
maður burt, og. vitjaði
hennar aldrei aftur.
iiimimiiiiimmiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimmimimiiiiiiiimimi
NAFNAGÁTA (mannanöfn)
Eftirfarandi gátu sendi 'Bjarni
Pálsson, Blönduósi. Höfundurinn
Ingibjörg Sigfúsdóttir, Refsstöð-
um. gaf leyfi til að gátan yrði
birt í Óskastundinni. Lausn gát-
unnar birtum við í næsta blaði.
Lesendur okkar hafa sannarlega
nokkuð að glíma við þangað til.
1. Jarðar. flipa fyrstan tel.
2. Firrtur næsti harmi.
3. Á sjónum þreytir sundið vel.
4. Sést á meyjar armi.
5. Finnst sá ætið fátækur.
6. Fjöllin hæstu krýnir.
7. Hann er aldrei hýrleitur.
8. Hölda friði týnir.
9. Sat á.hendi höfðingjans.
10. Húmið víkja lætur.
11. Þessi heitir múgur manns.
12. Margar dimmar nætur.
13. Oft í skógum unir sér.
14. Aldrei réttur stendur.
15. Dauðinn honum framhjá fer.
16. Funa neðan brenndur.
17. Föðurland sá ekkert á.
18. Oft í slíðrum borinn.
19. Lengst á hræjum lifa má.
20. Laufgast æ á vorin.
21. Lappa þjóðum þarfur er.
22. Þegnum undir vekur.
23. IIús og báta byggja fer.
24. Burtu' lognið hrekur.
25. Eignarfall af farveg ár.
26. Fótganganda vegur.
27. Angantýs hét unda Ijár.
28. Óforgengilegur.
29. Til hans stefna allar ár.
.30. Oft í.veggjum sitja.
31. Músum er hið mesta fár.
32. Menn á þessum flytja.
33. Smiða fremstur ætíð er.
. 34. Aldrei finnst sá heima.
35. Fyrr var borinn fyrir sér.
36. í flokkum illir sveima.
37. Kórónu á kolli ber.
38. Kunnur að ljóða smíði.
39. Letur fornt þar lítum vér.
40. Leggst í vetrar hýði.
41. Áður vörðu engi og tún.
42. ítum flaugar sendi.
43. Fjölum marga færði rún.
44. í fjöllum gullið brenndi.
45. Ber sá heitið beitilönd.
46. Beimur mjög við aldur..
47. Fljóða og drengja fótabönd.
48. Að friðslitunum valdur.
11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111II11111111111
Laugardagur 9. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9
•m
sc;
nsc
TC.
tA
rJt;
Svlin
m
rn'L I
■Ut;
ESI
§1
13T?
sps
I
1
m
fxcr.
m
i®
öf=£
[EH!
: 'r„
Ritsfjóri: Frímcinn Helgason
5®dlþ®
•
* *
mpr s
um i mmm Kepmsfioicicum nema einum
* Úrslit í handknattleiksmótinu um þessa helgi
I kvöld og annað kvöld fara
fram síðustu leikir Islands-
inötsins í handknattleik 1960,
D,g verða úrslit í 8 flokkum.
Að lokinni keppni annað kvöld
verður mó*iinu svo liátíðlega
Slitið i Lido.
Fyrsti leikurinn 'í kvöld er
toilli Víkings og KR í 1. fl
kvenna. Hafa fyrri leikar farið
þannig að vinni Vílnngur ræð-
ur markatala. þar sem öll 3
liðin eru með jöfn stig, en
Ármann var líka í þessari
keppni.
Næsti leikur er í 2. fl. kvenna
og keppa þar FH og Fram.
Eftir leikjum FH-stúlknanna
undanfarið að dæma ættu þær
að sigra nokkuð auðveldlega.
Þriðji leikurinn er í 3. flokki
<karla B., og verða þar í úr-
slitum Fram og Haukar. Eru
bæði þessi lið vel leikaudi og
því tvísýn keppni þeirra í milli.
1 þriðja flokki A eigast við
Víkingur og ÍR og verður það
skemmtilegur leikur og erfitt
að spá hvor sigrar.
í 2. fl. karla hafa FH-ingar
sýnt mjög góða leiki og unnið
með miklum yfirburðum. Ár-
menningar 'hafa lí'ka sýnt góða
leiki og eiga sterkt lið, en
hvort þeir standast hraða og
kraft Hafnfirðinga er eftir að
sjá, en vafalaust verður þetta
alltvísýnn leikur.
FH. verður einnig í úrslitum
í 1. flokki karla og keppir við
ÍR. Sennilega vinna Hafnfirð-
ingamir með inokkrum mun,
enda hafa þeir mikið.úrval leik.
manna og hafa sýnt góða leiki
í mótinu.
Tekst KR að koma á óvart
móti FH
Annar aðalleikurinn annað
kvöld verður milli KR og Hafn-
firðinga. Munu margir bíða
hans með mikilli eftirvæntingu.
Flestir munu þeirrar skoðunar
að FH vinni leikinn, og það
heldur léttilega. Hvorugt liðið
hefur tapað leik ennþá og koma
þau því jöfn til leiks. Verði
hinsvegar jafntefli hefur FH
mun betri markastöðu. Yfirleitt
hefur FH sýnt sterkari leiki i
mótinu hingað til og ef til vill
aldrei verið betri en ! dag.
KR hefur aftur á móti ekki
haft þá yfirburði í leikjum sln-
um sem hefði mátt vænta. Á
það má þó benda að þeir hafa
alltaf unnið og það meira að
segja ÍR, sem leikur góðan
handknattleik, þó með litlum
mun væri.
Það er því ekki útilokað, að
KR getai komið á ðvart móti
FH, og vfst er það að KR-ing-
ar eiga í fórum sínum það sem
marga vantar en það er að
gameinast sérstaklega þegar um
sigur og heiður KR er að ræða.
Eftir öllum sólarmedkjum
að dæma virðist FH líklegra til
sigurs í úrslitaleik þessum.
Vafalaust verður hann mjög
skemmtilegur og ekki eftir gef-
ið.
Erfitt fyrir KR að verja
titilinn í kvennaflokki ? '
Leikurinn í meistaraflokki
kvenna verður sennilega mjög
s’kemmtilegur, og gæti orðið
tv’ísýnn. Sennilegt er þó að það
verði KR-stúlkunum erfitt að
verja titilinn fyrir Ármanni að
þessu sinni. Fyrr í vetur munaði
ekki miklu á þessum tveim
liðum, en það er eins og KR
hafi heldur gefið eftir eða það
væri kannski réttara að orða
það þannig, að Ármannsstúlk-
urnar hefðu tekið mun meiri
framförum íer á leið. Þær virð-
ast því hafa meiri möguleika
til að vinna þó margt geti skeð
í handknattleik.
Þriðji leikurinn annað kvöld
er milli FH og Fram í 2. fl.
karla B., og er það úrslita-
leikur.
Mótsslit í Lídó
Að loknum leik FH og KR
í meistaraflokki verða mótslit
og verðlaunaafhendingar til
sigurvegara, og fer það fram
í Lídó. Verður þangað boðið
öllum sigurvegurum mótsins og
mun formaður KSÍ afhenda
verðlaunin.
Að því loknu verður dansað
til kl. 2. Auk þess verða ýmis
skemmtiatriði fyrir gesti. Er
það Víkingur sem hefur fengið
leyfi HKRR og HSÍ til að ann-
ast þetta og fer vel á því að
handknatleiksfólkið komi saman
eftir þetta langa úthald og
margar skemmtilegar stundir í
Hálogalandi í vetur.
Trúloíunarhringir, Steln- :
hringir, Hálsmen, 14 og i
18 kt. gull.