Þjóðviljinn - 17.05.1960, Page 4

Þjóðviljinn - 17.05.1960, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17, maí 1960 Borgari skrifar: . Nýjestu d Hr. ritstjóri. Tíminn líður og er óstöðv- andi. Menn átta sig ekki alltaf á því hversu hraðinn er mik- ill, enda hafa velflestir um nóg annað að hugsa en skrifa blaðagreinar. Ég hef skrifað blaði yðar margoft um lögregluna, og þó sérstaklega um hið veigamikla starf lögreglustjóra, sem virðist nú vera að renna út í sandinn, þrátt fyrir öll hans siðferðis- vottorð og hyllingar Vísis og' Morgunblaðsins. Ég læt mig það að svo stöddu einu gilda þótt lögreglustjóri telji mig vera annan mann en ég er og læt hann bera ábyrgð á því hvort hann kennir ein- hverjum mín skrif. SKIPAÚTGCRO RIKISINS j vestur um land til Isafjarðar 20. þ.m. Tekið á móti flutningi í dag til Ólafsvíkur, Grundar- fjarðar, Stykkishólms, Flat- eyjar, Patreksfjarðar, Tálkna- fjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar og Isafjarðar. Farseðlar seldir á fimmtudag. Esja austur um land í hringferð hinn 21 þ..m. Tekið á móti flutningi 'í dag og árdegis á morgun til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, 'Kópaskers og Húsavíkur. Far- seðlar seldir á fimmtudag. Alltaf eru sí og æ að gerast hneyksli innan okka.r litla hers, og er skemmst að minnast morðhótana, smygls, valdníðslu og fleiri furðulegra atburða innan hins stjórnlausa hers. Einn af meðlimum götulög- reglunnar, sem var á hinum fræga lokaða fundi í stjórnar- ráðinu með Sigurjóni Ingasyni, var fundinn sekur fyrir nokkr- um dögum. Var þessi lögreglu- maður á miðavakt í einu sam- komuhúsi bæjarins og átti auð- vitað að sjá um að allt færi fram samkvæmt settum regl- um, en kl. hálf eitt um nóttina bauð hann fjórtán gestum, sem stóðu utan dyra, inn á dans- leikinn. Gestirnir greiddu manni þessum venjulegan inn- gangseyri, og hann mun hafa haft góðar tekjur það kvöldið. Lögreglumaðurinn var þó ekki nógu varkár, þar sem tveir aðr- ir lögreglumenn stóðu hann að verki og kærðu ósómann. En eftir því sem ég bezt veit var lítið eða ekkert gert í máli þessu, enda var hér um ,,stjórn- arráðslögreglumann“ að ræða. Annað hneyksli hefur undan- farið spurzt manna á meðal og á ekki síður erindi til almenn- ings. Einn laganna vörður var sendur til Vestmannaeyja til löggæzlu. Ekki tókst þó betur til en svo að það varð fljótlega .að senda hann aftur til föður- húsanna, þar sem hann var of- urölvi meðan hann dvaldist í Eyjum. Heyrzt hefur að Ólafur Jónsson fulltrúi lögreglustjóra hafi mikið dálæti á manni þessum. Það er nú augljóst að við Reykvíkingar getum ekki leng- ur unað við ófremdarástanöið á stjórn lögreglunnar, og krefj- umst við gagngerðra breytinga til batnaðar. Lögreglustjóri sýnir það nú orðið daglega að hann er ekki starfi sínu vax- inn, og það bitnar ekki lengur á Reykvíkingum einum eins og sending'in til Eyja sýnir. Borgari. Lengst til vins'tri er Jón Teitsson á Létti, 18 vetra, sem varð stigahæstur í keppnínni pratt a fyrir aldurinn. Fremsú til liægri er Si.gurður Ólafsson á Glettu sinni, sem orðin er 21 vetr- H ar. Aftar sést Björn Gunnlaugsson (no. 94) á Skvettu sem varð stógaha. (Ljósm. A. K.). | Yfir 130 gœðingar tóku þáttf nmmm^mmmammmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmm^^mm^^m^mmam H ^* ' * "ks : I __ m Á simnudaginn fór fram á skeiðvellinum við Elliða- ár góðhestakeppni og sýn- ing, sem Hestamannafélagið Fákur gekkst fyrir. Voru það konur innan félagsins, Axel Eyjólfsson á Hólablesa, 13 vetra. (Ljósmynd Þjóðv. A. K). er stóðu fyrir þessari keppni til ágóða fyrir félagið. Und- anfarin ár hefur félagið efnt til góðhestakeppni í sambandi við kappreiðar þess, en þessi keppni er hin fyrsta sinnar tegundar sem félagið efnir til, því að þetta var firmakeppni og drógu þátttökufirmum um 'gæðingana. Tóku yfir 130 firmu þátt í keppninni. Hestamennirnir komu sam- an inn við Árbæ og riðu þaðan fylktu iiði á skeið- völlinn, en þar hófst keppn- in kl. 4. Veður var ekki sem hagstæðast, allhvasst og nokkurt moldrok, og voru áhorfendur færri fyrir vik- ið en ella hefði orðið. Dóm- nefndin, sem dæmdi um gæðingana var skipuð þrem mönnum, þeim Gunnari Bjarnasyni, Boga Eggerts- svni og Birgi Kristjánssyni. ★------- Urslit í keppninni urðu þau, að fyrst.u vérðlaun hlaut Byegiugafélagið Goði, hestur Léttir, eigandi og knapi Jón Teitsson. Önnur a verðlaun hlaut Heildverzlun H Björgvins 'Schram, hestur § Lýsingur, eigandi Ásgerður J Einarsdóttir, knapi Matthías ■ Matthíasson. 3. verðlaun ■ hlaut Héðinn, hestur Svipur, « eigahdi og knapi Friðjón h Stephensen. Fjórðu verðlaun ® hlaut Trésmíðaverkstæði H Daða Guðmundssonar, hest- g ur Gráni, eigandi og knapi ■ Hjörtur Sigurðsson. Fimmtu “ verðlaun hlaut Sveinabaka- ■ ríið, hestur IBlakkur, eigandi ■ Björgvin Schram, knapi Pét- ■ ur Ingjaldsson, Alls voru ■ veitt 11 verðlaun í keppn- h inni. ■ Aðgangur að vellinum var ■ ókevpis en þar voru seldir ■ happdrættismiðar og var a vinningurinn gæðingur. Dreg ga ið verður 'í happdrættinu á H annan í hvítasunnu, en þá verða kappreiðar félagsins. ■ Ágóði af firmakeppninni ■ rennur til framkvæmda, sem h gj félagið er með á prjónun- gj H um. ■ H ■ ■ . . _. ■ (■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■RIHRHK:HHKBHD!BHHHHBh iiiDiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiriiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiifi • Leiðin til bættra lífskjara Þeir eu æðimargir hér á landi, sem hafa að undan- förnu verið að byggja yfir sig og sína af litlum efnum. Langfleatk- hafa orðið að byggja húsin að meira eða rninna leyti í skuld og hafa þá orðið að taka lán með mis- jöfnum kjörum. Bygginga- sjóðir þeir, sem hagstæðust lán veita, hafa hvergi nærri haft yfir nægilegu fjármag.ú að ráða til þess að geta ann- að lánaþörfinni og fyrir þá eök hafa mjög margir orðið að sæta þeim kjörum að taka önnur og miklu óhagstæðari lán, svo sem víxla, a.m.k. til bráðabirgða. Aðrir hafa brugðið á það ráð að taka lán í öðrum iánastofnunum, svo sem sparisjóðum, er ekki veita lán með fastbundnum vöxtum. Sumir, er höfðu með sér byggingarfélög, munu jafnvel hafa tekið erlend lán til húsa sinna. Fyrir alla þessa menn hafa efnahagsað- gerðir rikisstjórnarinnar að undanförnu verið algert reið- arslag. Þannig hefur gengis- fellingin og vaxtahækkunin komið niður á þessum mönn- um alveg sérstaklega og máttu þó fæstir þeirra við óvæntum skellum, því að segja má, að hverri krónu, sem þeir afla, sé fyrirfram ráð- stafað, og í áætlunum sínum hafa þeir alls ekki gert ráð fyrir því, að vaxtaafborg- anir lána þeirra myndu skyndilega stórhækka. Þess hefði sannarlega mátt vænta, að stjórnarherrarnir væru ekki svo skyni skroppnir, að þeir gerðu sér ekki ljóst, hverjar afleiðingar efnahags- ráðstafanirnar yrðu á fjárhag og lífsaíkomu þessara manna og reyndu að bæta þeim tjón- ið, a.m.k. að einhverju leyti. En hver hefur reyndin orð- ið? Fyrir nokkrum dögum var rædd á alþingi fyrirspurn um það, hverjar ráðstafanir stjórnin hefði hugsað sér að gera þeim til hjálpar, er tek- ið hefðu lán í sparisjóðum til húsbygginga og fengju nú vextina allt í einu hækkaða um 4% eða meir. Svarið var stutt og laggott: Ekkert. Greinilegra gat það varla ver- ið. Stjórnin ætlar sem sé að láta það alveg afskiptalaust, þótt vaxtahækkunin verði til þess ásamt fleiru, að þessir menn rísi ekki lengur undir afborgunum lána og skulda og verði að selja húsin, sem þeir með ærnu erfiði og mik- illi sparsemi hafa verið að berjast við að koma upp. Sennilega er stjórnarherrun- um líka ósárt um það, þótt menn þessir missi hús sín og þau lendi í höndum húsa- braskara og afætanna, sem að sjálfsögðu fylla flokk stjóm- arliða. Til Jæss er sjálfsagt leikurinn gerður. Svipaða sögu mun víst að segja um þá, sem dregizt hafa áfram með mikil víxil- lán hvílandi á húsum sínum. Stjórnin mun að visu hafa haft við orð að afla einhvers fjár til þess að gera kleift að 'breyta þessum víxillánum í hagstæðari lán til lengri tíma, en að venju hefur allt orðið seinna með efndirnar en loforðin, enda mjög á huMu með, hvaðan það fé ætti að koma. Það verður víst margur húsbyggjandinn að þreyja bæði þorrann og gó- una áður en þau loforð verða að fullu efnd. En nýjum og hálffullgerðum húsum mun að sjálfsögðu fjölga á markaði braskaranna. Þannig virðist leiðin til bættra lífskjara, sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að vísa fólki liggja eftir þeim undarlega vegi, að maður, sem er nýbúinn að byggja yfir sig neyðist til þess að selja það auðugum fésýslu- manni og taka síðan hluta þess aftur á leigu við okur- verði hjá braskaranum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.