Þjóðviljinn - 17.05.1960, Side 5

Þjóðviljinn - 17.05.1960, Side 5
Þriðjudagur 17. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 pútnik fjórði ber vitni um Fjórði spútnikinn var sendur upp írá Sovétríkj- unrnn á braut umhveríis jörðina á sunnudagsmorg- uninn og er hann langmestur alíra gervitungla, rúmlega 4,5 lestir á þyngd. Hann er enn ein sönnun íyrir yfirburðum Sovétríkjanna í geimfaravísindum og staðfestir það sem menn hefur grunað að í eld- flaögatækni hafi breikkað bilið milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Spútnik fjórði er 4,54 lestir á þyngd, að síðasta þrepi burð- areldflaugarinnar frátöldu. í honum er loftþétt hylki sem veg- ur 1.477 kíló. í því hylki eru margskonar mælitæki og út- varpssendistöðvar ásamt orku- gjöfum. Þar er einnig brúða í mannsmynd og allur'sá útbúnað- ur og allar þær vistir sem vænt- anlegir geimfarar munu þurfa á að halda. ~k Spútnik IV. fer umhverfis jörðina á nær hringlaga braut, rnesta fjarlægð hans frá jörðu er um 3G9 km., én minnsta um 3Í2 km. Umferðartíminn er rétt rúmlega 91. mínúta. . ~k Sendistöð gervitunglsins út- varpar á 19,995 megariðum og hafa merki hennar heyrzt greini- lega víða um heim, og gervi- 'tunglið hefur einnig sézt víða, m.a. yfir Frakkiandi, Bretlandi ■og Japan í gærmorgun. í>að lýs- ir sem stjarna í öðrum stærðar- flokki. ~k Merki sendistöðvarinnar gefa tii kynna að allt fari fram sam- kvæmt áætlun, jöfnum hita og loftþrýstingi hefur verið haldið í hylkinu. Allt virðist þannig benda til þess að manni sem farið hefði í þessa ferð myndi •ekki haía orðið meint af. ■k Tekið er fram að þegar nauð- synlegar athuganir hafi verið gerðar muni hylkið losað frá gervitunglinu og það muni ásamt þvi smám saman nálgast jörð- ina og e.vðast í hinum þéttari lögum gufuhvolfsins. Að þessu sinni verður ekki reynt að ná hylkinu ósködduðu til jarðar, en sovézkir vísindamenn telja að þess verði ekki langt að bíða að slík tilraun muni heppnast, Heiilaóskir frá NASA Sovezkum vísindamönnum hafa borizt mörg heillaóskaskeyti vegna þessa nýja afreks, eitt þeirra var frá geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sem slð'- ast kom við sögu þegar banda- ríska utanríkisráðuneyið vildi halda því fram að njósnaflugvél- in sem skotin var. niður yfir Sovétríkjunum hefði verið á veg- um hennar. Staðfestir að bilið breikkar Prófessor . Lovell, forstjóri radíoathugunarstöðvarinnar í Jodrell Bank í Englandi, sagði að Spútnik IV. væri góður vitnis- burður um hve föstum tökum væri tekið á geimrannsóknum og undirbúningi geimferða í Sovét- ríkjunum. Þvngd gervitunglsins væri ótrúlega mikil. Talsmaður brezka geimferða- félagsins sagði að hin mikla þyngd Spútniks IV. sýndi að eld- flaugin sem bar hann á loft væri jafn öfiug eða jafnvel enn öfl- ugri en stærsta eldflaugin sem Bandaríkjamenn hafa í undir- búningi, Satúrnuseldflaugin. sem ekki er búizt við að verði full- smíðuð fyrr en eftir 3—4 ár. ★ Þessi skoðun kemur heim við álit annarra geimferðafræðinga að enn sé langt frá því að Bandaríkjamenn hafi brúað bil- ið milli þeirra og Sovétríkjanna í smíði eldflauga og geimrann- sóknum, heldur hafi bilið þvert á móti breikkað á því hálfu þriðja ári sem liðið er síðan geimöldin hófst með Spútnik I. Þá var því haldið fram í Bandaríkjunum að Sovétríkin væru 1—2 árum á undan í eldflaugatækni. Nú eru þau sem sagt orðin 3—4. Einn á móti tuttugu Sovézkir vísindamenn, eins og t.d. prófessorarnir Dobronravoff og Nesmejanoff segja að Spútnik IV. sýni að þess verði ekki langt að bíða að menn verði sendir út í geiminn, en það verði þó ekki gert fyrr en full vissa er fyrir því að hægt verði að koma þeim heilum á húfi til jarðar aftur. Bandaríkjamenn leggja einnig mjög mikla áherzlu á geimferðir manna og hafa gert margar til- raunir í því skyni. Hafa þeir sent á braut umhverfis jörðu mörg gervitungl af gerðinni Uppgötvari eða Discoverer og haía þau borið loftþétt hylki, ætluð fyrir geimfara. Reynt hef- ur verið margsinnis að ná slíku hylki til jarðar aftur óskemmdu, en allar hafa þær mistekizt. Þyngd Discoverertunglanna hef- ur verið um 200 kíló eða um einn tuttugasti af þyngd Spútniks IV. Þau hafa því aðeins getað haft mjög takmarkaðan útbúnað FriðarverSlauna- hafar á iundi Sex menn sem allir hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels sitja nú á fundi i Chicago í Bandaríkjunum og er ætlun þeirra að reyna að finna leið- ir til að tryggja friðinn í heim- inum. Þarna eru Bretarnir Nor- man Angell, Boyd-Orr og Phil- ip Noel-Baker, Kanadamaður- inn Lester Pearson, Belgíu- maðurinn Dominique Pire og Bandaríkjamaðurinn Ralph Bunche. til að hægja á ferð hylkisins til jarðar og það hefur því eyðzt í gufuhvolfinu, Hin mikla þyngd Spútniks IV. sem aftur stafar af hinum gífurlega öflugu eld- flaugum sem Sovétríkin ráða yfir mun gera kleift að koma fýrir nauðsynlegum hemlaútbún- aði til að hægja á ferð hylkis- ins á leið til jarðar. Bandaríkja- menn hafa gert sér vonir um að, geta sent mann með gervi- tungli umhverfis jörðu og náð honum aftur til jarðar einhvern tíma á næsta ári. Allt bendir til þess að þeir verði enn sem fyrr að láta sér lynda að verða aðrir í röðinni. Stórfelldar framfarir Þegar fyrsti spútnikinn var sendur á loft, 4. október 1957, vakti það furðu manna hve þungur hann var, svo mikla furðu að jafnvel þeir vísinda- menn á vesturlöndum sem bezt þekktu til efuðust um að rétt væri frá sagt. Spútnik I. var þó „aðeins“ S3,S kíló, eða 55 sinn- um Iéttari en Spútnik IV! Svo gífurlegar hafa framfarirnar í eldflaugasmíðum orðið í Sovét- ríkjunum á þeim 32 mánuðum sem liðnir eru siðan geimöidin hófst. Leyndardómurinn Hinn mikli þungi Spútniks IV. kemur þó ekki öllum á óvart. Þegar Sovétríkin skutu risaeld- flaug sinni 12.500 km. leið yfir Kyrrahaf 20. janúar s.l. mátti geta þess til að þau ættu nú eld- flaugar sem gætu komið á loft 4—5 lesta þungu gervitungli og tunglflaugar þeirra, lúnikarnir, höfðu reyndar einnig sýnt það sama. Þær voru um 1.500 kíló á þyngd og mátti þá reikna út að hefðu burðareldflaugarnar í staðinn verið notaðar til að koma gervitungli á braut myndi þungi þess geta verið um 4—5 lestir. þar. eð hraði geimflaugar sem fer út fyrir aðdráttarsvið jarðar verður að vera rúmlega 11 km. á sekúndu, en hraði burðareld- flaugar gervitungls „ekki nema“ um 8 km á sekúndu. Það var því hægt að gera ráð fyrir að þess myndi ekki langt að bíða að svo þungt gervi- tungl yrði sent á braut umhverfis jörðina frá Sovétríkjunum. Sú spurning vaknar hver sé sá leyndardómur sem sovézkir vísindamenn þekkja einir og gerir þeim kleift að fara langt fram úr öðrum. Svarið mun sennilega vera að í rauninni búi þeir ekki yfir neinum sérstökum leyndardómi, heidur sé tækni Sovétríkjanna á ýmsum þeim sviðum sem mestu máli skipta í nútímaiðnaði komin á hærra stig en annars staðar, og svo það sem ef til vill er mikil- vægara, að í hinu samvirka þjóðfélagi Sovétríkjanna er hægt miklu betur en annars staðar að einbeita kröftunum að þeim verkefnum sem bíða lausnar. ás. SumariS er komið, liér eru baHfeiin Þaö er tízka í ba&fötuvi sem öðrum klœönaði og í ár segja tískuhöfundarnir að aftur skuli tekin upp bikini- föt eins og t.d. þessi sem tvœr ítalskar stúlkur sýna. ¥ Sl @ Hinn kunni bandaríski blaða- maður Walter Lippmann hefur í grein í New York Herald Tribune sagt að Bandarikja- stjórn hafi sýnt að hún er ekki starfi sínu vaxin þegar hún neitaði að hún hefði gefið leyfi til njósnarflugsins yfir Sovét- ríkjunum. Það er nefnilega ekki til 'nein gilid afsökun fyrir slíku flugi í leyfisleysi. Þau stjórnarvöld sem taka Barnaræniugja í París enn íeitað Menninnr sein rændu Eric Peugeot, fjögurra ára syni fransks milljónara, um síðustu páska, hafa enn ekki fundizt, en lögreglan þykist þó vera komin á sporið. Hún heldur sig hafa fund- ið íbúðina þar sem Eric litli var geymdur í 57 klukkustund- ir þar til faðir hans greiddi lausnarféð. íbúð þessi er skammt frá heimili drengsins í Neuilly- hverfi í Paris. Tvær stúlkur höfðu hana á leigu, önnur þeirra sýningarstúlka, hin gleðikona, en báðar hurfu úr íbúðinni skömmu fyrir páska, en vart varð við tvo karlmenn í íbúðinni um það leyti. Enn eitt ríkið stofnað í Afríku Tilkynnt hefur verið í Lon- don að lokinni ráðstefnu þar að brezka nýlendan Sómaliland muni fá sjálfstæði 26. júní. Nágrannalandið Sómalía fær sjálfstæði 1. júlí og þá er ætl- unin að löndin sameinist í eitt lýðveldi. ákvörðun um jafn mikilvægar aðgerðir hlýtur að vera að finna í Washington og hvergi annars staðar. Hvers vegna lét forsetinn hjá líða að taka tillit til áhætt- unnar af því að slíku flugi, er hann vissi vel um að stund- að væri, væri haldið áfram? Var það vegna þess að hann fylgdist ekki nógu vel með þessu ? Eða var það vegna þess að nánustu samstarfsmenn hans fylgdust ekki nógu vel með því? Svo virðist að minnsta kosti vera, og þjóðin hefur verið auð- mýkt vegna þess að æðstu stjórnarvöld í Washington van- rækja störf sín, segir Lippmann og bætir við: — Það er ekki nóg að for- setinn skuli ekki hafa veitt heimild til þessa flugs? Hvers vegna bannaði hann það ekki? Þrír leiðangrar fýndir í frum- skégum Kélumbíu Þrír leiðangrar sem í voru 40 menn hafa týnzt í frumskógum Kólumbiu í Suður-Ameríku. Fyrsti leiðangurinn sem í voru 22 menn lagði af stað fyrir tæp- um tveimur mánuðum frá bæn- um Gigante í Huilahéraði. Þegar langur tími hafði liðið án þess að til þeirra spyrðist var gerður út annar leiðangur að leita þeirra og voru í honum ]2 menn. Einnig sá leiðangur týndist og voru þá sex menn sendir af stað til að hafa upp á honum. En þeir hafa einnig horfið í frumskóginum og enginn veit um afdrif þeirra.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.