Þjóðviljinn - 19.05.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.05.1960, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (ð ~ír< =»z >liT: Í5 tiii ag pSl Ritstjóri: Frímann Helgason Þróttur lék á Akureyri um síð- ustu helgi - tapaði 2:1, vann 4:2 Um síðustu helgi fór meistara- ilokkur Þróttar itl Akureyrar. Leikar ióru þannig að Akur- eyri vami fyrri leikinn, en Þrótt- ur þann síðari. Fyrri leikurinn 2:1 fyrir Í.B.A. Fyrri Jeikurinn fór fram á Jaugardaginn kl. 5 síðdegis, eða skömmu eftir komu Þróttar- manna tii bæjariris. Leikur þessi varð ékki eins jafn og ætla má af markatöiunni. Akureyringar höfðu nokkra yfirburði fram yf- ir Þróttarana, sem voru með eindæmum daufir, einkum þó framlínan. Fyrri hálfleik Jauk án marka, en um miðjan seinni hálfleik skoraði Eðvarð Geirs- son mjög skemmilega fyrir Þrótt. Eftir markið sóttu Akureyringar sig mjög og skoruðu (Steingrím- ur), og ekki Jeið á löngu áður en Akureyringar náðu frum- kvæðinu, sem þeir héldu til leiks- loka. Sigur Akureyringa í leikn- um er fyllilega verðskuldaður og hefði mátt vera meiri. Kriiftugri Ieikur síðari dag- inn færdi Þrótti sigur Síðari leikurinn, sem fór fram á sunnudaginn, var allur annar og' betri leikur hjá Þrótti, enda Námskeið IR í körfuknattleik N.k. mánudag hefst hálfsmán- aðar námskeið í körfuknattleik, sem íþróttafélag Reykjavíkur gengst fyrir. Verður námskeið þetta opið öllum áhugamönnum en ekki eingöngu ÍR-ingum og námskeiðsgjald 50 kr. Aðalkenn- ari á námskeiðinu verður Einar Ólafsson, en auk hans munu-ýms- ir snjöllustu körfuknattleiksmenn ÍR í meistaraflokki annast þjálf- un. Þeir sem áhuga hafa á þátt- töku eru beðnir um að hafa sam- band við skrifstoíu ÍR milli kl. 5 og 7 í dag. varð leikurinn fjörugri og skemmtilegri en sá fyrri. Sókn- arlotur framlínu Þróttar voru mun skeinuhættari en sóknir Ak- ureyringa, óg það var þess vegna, sem Þróttur sigraði, enda þótt leikurinn hafi í sjálfu sér verið fremur jafn. í hálíleik stóðu leik- ar 3:0 fyrir Þrótt, og í seinni hálfleik skoraði Jón Magnússon 4. mark Þróttar í leiknum, og jafnframt sitt 3. mark. Eftir það færðist hálfgerð værð yfir Þróttarliðið og Akureyringar náðu betri tökum á leiknum og skoruðu 2 mörk. Efnilegir Ieikmenn Akureyrar Lið Akureyrar, eins og' það nú er skipað ætti að geta staðið sig' vel í íslandsmótinu, sem hefst nú síðast í maímánuði. Margir ungir og efnilegir leik- menn leika með liðinu, t.d. inn- herjarnir Steingrímur og Skúli Ágústsson, sem margir minnast eflaust frá Skautamóti fslands hér í Reykjavík í vetur, þar sem Skúli varð annar. Jens Sumar- liðason, sem Reykvíkingar þekkja frá leikjum hans með Víking fyrir nokkrum árum, lék með liði Akureyrar í miðvarðarstöðu, og gerði stöðunni góð skil. Eftir leikinn við Þrótt, sem er eini mælikvarðinn, sem enn ligg- ur fyrir um getu Akureyringa rná segja að keppinautar þeirra í I. deild munu án nokkurs efa þurfa að berjast til að ná stigum út úr leikjum sínum við þá. Leikmenn Þróttar voru furðu daufir fyrri leikinn, hverju sem um var að kenna. Vörnin var þó betri hluti liðsins og það var hún sem kom í veg fyrir stærra tap. í síðari leiknum var eins og Þróttararnir sneru blaðinu við. Leikur liðsins var allur annar, enda skoruðu þeir 4 mörk og áttu nokkur góð tækifæri. Þó var Þróttur með varamennina inn á síðari leikinn, þar eð fyrir- liðinn Baldur Ólafsson (Bill) meiddist í fyrri leiknum og' Óm- ar Magnússon í þeim síðari. Margir Þróttarar áttu góðan leik. Jón Magnússon og Axel voru mjög drífandi í framlínunni. Róbert Halldórsson var og mjög góður sem framvörður, en hann lék nú fyrsta sinni með meistara- flokki Jóhann Gíslason, mark- vörður Víking's, lék með Þrótti í ferðinni og varði með hinum mesta sóma og er enginn efi á að í Jóhanni býr gott mark- mannsefni. Rafn Hjaltalín dæmdi báða leikina og dæmdi mjög vel. Áhorfendur voru allmargir báða dagana, þó að skilyrði séu slæm á gamla malarvellinum til að taka áhorfendur. Fyrirgreiðsla Akureyringa við Þróttarliðið var mjög góð og þeim til hins mesta sóma. — b i p — Hnefaleikari að æfingum. Bjarne Lingás gerist atvinnuhnefaleikari r Islenzku handknattleiksstúlk- urnar eru í góðri þjálfun Dagana 23.—26. júní næstkom- andi fer fram Norðurlandameist- aramót í liandknattleik kvenna í Vesterás i Sviþjóð svo sem áð- ur liefur verið skýrt frá. Þátt- takendur verða frá iilluin Norð- urlöndunum og er búizt við liarðri keppni að þessu sinni, en Danir liafa sigrað á tveim síð- astliðnum mótum. Héðan verður haldið 21. júní til Kaupmannahafnar. Farar- stjóm er skipuð þessum mönn- um: Axel Einarsson, sem jafn- íramt verður fararstjóri. Rúnar Bjarnason, Valur Benediktsson, Telpan var skírð Róma; Hinn kunni spjótkastari, Sidlo frá Póllandi, sem um langt skeið hefur verið einn af beztu spjót- kösturum álfunnar og hefur sjálfsagt í hyggju að láta að sér kveða í Róm í sumar, hefur ný- lega eignazt dóttur. Það er i sjálfu sér ekkert sérstakt en að litla stúlkan skyldi hljóta nafn- ið Róma, mun sjálfsagt vekja nokkra athygli! og Pétúr æft mjög sem verður dómari Bjarnason, þjálfari. Stúlkurnar hafa samvizkusamlega í vetur og eru því í góðri þjálfun. Farareyris hafa þær aflað með ýmsu móti og gengið vel. Ileim verður svo haldið sunnu- daginn 3. júlí. Kaus vinkonuna, fékk útilokun fró leikgum Akademisk Boldklub (A.B.) úti- lokaði nýlega einn leikmann sinn, John Njor, frá öllum leikj- um, þar til 1. ágúst, vegna alvar- leg's brots á reglum félagsins. A.B. berst hart fyrir tilveru sinni í fyrstu deild, en hugsaði sig ekki augnablik um, er það útilokaði hann, vegna þess að hann kaus heldur að taka þátt í kvennasamkomu en að vera með félögum sínum. Þegar A. B. fyrra laugardag átti að keppa við Fredrikshavn, flaug liðið til Álaborgar til að koma þangað í tæka tíð og vera vel hvílt fyrir leikinn á sunnu- dag. Það vakti því óánægju þeg- ar Njor vildi heldur vera eftir í Álaborg hjá vinkonu sinni á staðnum, en að íylgjast með lið- inu áfram til Fredrikshavn. Þangað kom hann fyrst á sunnu- dagsmorgun rétt fyrir leikinn. Þar tók á móti honum einn af fararstjórum flokksins, Asge Streböl, sem fékk Njor 10 krón- ur og bað hann að koma sér í burt og sýna sig' ekki aftur. Hann íékk ekki einu sinni að vera með í biíreiðinni út að leik- vanginum til þess að horfa á leikinn. Við sýnum frjálslyndi í A.B., en það eru takmörk fyr- ir frelsinu, var skýringin á úti- lokun Njor. Borgarsjorinn sleit fundinum Það er víða sem knattspyrnan nær tökum á mönnum, heillar þá og dregur að sér, ekki aðeins þá sem njóta þátttökunnar í leiknum, heldur líka þá sem horfa á. Þar er ekkert spurt um stétt eða stöðu, þar eru allir mót- tækilegir. Þannig reyndist þetta þegar Glasgow Rangers kom til Frankfurt í fyrri leik þeirra við Eintracht. Hin virðulega borgar- stjórn var rnætt til fundar, en mikil ókyrrð var í bæjarstjórn- arfulltrúunum, og höfðu þeir ekki eirð í sínum beinum. Forsetinn skildi hvernig á þessu stóð — Rangers og Eintr- acht áttu að fara að leika —. „Ég held að það sé bezt að við tökum fundarhlé“, sagði hinn virðulegi bæ j ar st j órn arf orseti, „Fulltrúarnir vilja sjálísagt horfa á knattspyrnuleikinn, — og það vil ég lika!!“ MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16. Þeir sem fylgdust með hnefa- leikum hér síðustu árin áður en. þeir voru bannaðir með lögurrt (góðu heilli) munu minnast Bjarna Lingás sem hingað kont eitt sinn og keppti hér og sýn Ji,. og vakti mikla athygli íyrir j að hvernig' hann ,.boxaði“. Hanrt var á þeim árum talinn sönn.. fyrirmynd um það, hvernig ættí að slást, án þess það yrði ljótt, sem þó -vildi við brenna me5al hneíaleikamanna. Lingás hætti um skeið hne a- leikum vegna þess að hartn meiddist á hné og fluttist vest- ur til Bandaríkjanna. Þar langaði " hann til að reyna hnefaleikana aftur og liel'ur nú ákveðið að g r- ast atvinnuhnefaleikari. Fyr ti mótherji hans hét Cornelíus Brown. sem ekki er neitt fram- arlega, og vann Lingás ha.m auðveldlega. Brown þessi var eitt sínn æí~ inga-hnefaleikamaður hjá Floyd'. Patterson. Bjarne Lingás er nú orðimt 28 ára og á sínum tíma vann hann það sér til ágætis að sigra Ingimar Johannsson, en s:ð?n eru 8 ár. Lingás heíur verið spurður um það hvað hann ha !í um leikinn milli Pattersons r:% Ingimar Johannssons. Hnn kveðst halda að Ingim r tapi þeim leik. Patterson þek'.i hann betur nú en áður. Ha u sagði að Ingimar væri góðvr hnefaleikamaður, og bætti við að sér félli ekki sú hugsun c5 þurfa að mæta honum aftur! Sjálfur er Ingimar Johannss, ekki á sama máli með sigurhor :- ur sínar. Ilann er um þessrr mundir í sérstökum æfingastöð - um og æfir allt hvað af tek: v eftir því sem sagt er, og er þ. 5 á sama stað og hann æfði í fyrr í New York hélt Ingimar þ :; fram að hann mundi halda tií - inum af því að hann er örug:- ari með sjálfan sig en hann v, r áður, er þeir mættust fyrst. „C : nú veit ég nákvæmlega hvern.; ég á að taka hann“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.