Þjóðviljinn - 20.05.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.05.1960, Blaðsíða 5
Föstudagnr 20. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Eisenhower í.jkr hkni útiréttn hönd Krústjoíf (til liægri á myndinni) tekur á móti blómvendi við komuna til Parísar. Walter Lippmamt segir: Aðalmálgagn sænskra sósialdemókrata rek- ur ástæðurnar íyrir hvernig íór í París Ritstjórnargrein í fyrradag í Stockholms-Tidningen, aðal- málgagni sænskra sósíaldemó- krata, fjallar um hinn mis- heppnaða fund æðstu manna fjórveldanna í Paris, Þar segir: ,,I bandarískum skýringum á þessum óvæntu atburðum erþví ha'dið fram að Krústjoff hafi í frammi ögranir og að hann hafi notað flugvélarmálið sem velkomið tilefni til að eyði- 'eggja fund æðstu manna áður en hann gat svo mikið sem hafizt. Ekki er ómögulegt að þetta sé rétt mat, að Krústjoff hafi með öðrum orðum engar samn- ingaviðræður viljað, að minnsta kosti ekki núna. En spyrja má, hvort Bandaríkjamenn hafi ekki verið að minnsta kosti Eisenhower hefði ekki sam- þykkt flugferð'na yfir Sovét- ríkin. Eisenhovver hefði getað skírskotað til yfirlýsingar sinn- ar frá því í febrúar í fyrra, um að hann hefði lagt b’átt bann við öllu ögrandi flugi nærri landamærum Sovétríkjanna. — Hann hefði getað sett ©inhvern hershöfðingja í flughernum á eftirlaun, og málið hefði verið úr sögunni án þess að aðiiar biðu nokkurn álitshnekki. En Eisenhower tók sem sagt ekin í hina útréttu hönd. Ofan á allt þetta bættist per- sónuleg skipun Eisenhowers sjálfs um viðbúnaðaræfingu hjá bandarískum herafla um heim Framhald ó 10. síðu eins tregir. toöo torsetons sprengoi „Málið' seiíi sprengdi í'áðstefnuna er flug vélarinnar U-2, eða réttara sagt afstaðan sem forsetinn og ríkis- stjórn hans tóku til þess máls.“ Þannig komst áhrifamesti fréttaskýrandi Bandaríkjanna, Walter Lippmann, að orði í grein i New York Herald Tribune dag- inn eftir að sýnt var að ráð- stefna æðstu manna í París var farin út um þúfur. Axarsköft eyði- lögÍE fundicin Meðal bandarískra etjórn- málamanna sem látið hafa í ljós álit sitt á orsökum þess að ekkert varð af fundi æðstu manna er Adlai Stevenson, frambjóð- andi demó- krata í tvenn- um síðustu forsetakosn- ingum. Stev- enson sagðist álíta, að óhjá- kvæmilegt hefði verið að fundurinn færi út um Stevenson þúfur eftir öll þau axarsköft sem bandarísku rikisstjórninni hefðu orðið á í meðferð máls njósnaflugvélar- ínnar sem skotin var niður yfir Sovétríkjunum. Krústjoff átti ekki um neitt að velja, segir Stevenson, hann varð að láta hart mæta hörðu ef hann átti að halda aðstöðu sinni í Sov- étríkjunum eftir að ríkisstjóm- in í Washington hafði gefið yf- irlýsingar sem ekki var hægt að skilja á annan veg en að Bandaríkin væru staðráðin í að halda njósnafluginu áfram. Frétfamenn í Washington Begja að atburðirnir í París íiiafi mjög aukið stuðning inn- an demókrataflokksins við að fojóða Stevenson fram enn einu Binni við forsetakosningarnar í haust. „Við skulum minnast þess,“ heldur Lippman áfram, „að þeg- ar vélin náðist opnaði Krústjoff útgöngudyr handa Eisenhower út þeirri diplómatisku klípu Walter Lippmann sem hann var kominn í. Krúst- joff sagðist ekki álíta að Eisen- hower bæri ábyrgð á skipuninni um að fara þetta flug'. Vafalaust vissi Krústjoff að Eis- enhower hlaut að hafa veitt al- menna heimild til flugs af þessu tagi, en hann kaus að láta for- setann segja þann heldur örnur- lega sannleika, að hann hefði ekki heimilað þessa flugferð út af íyrir sig. Diplómatískt svar hefði verið að segja ekkert að svo stöddu, eða í hæsta lagi að heita fullnægjandi rannsókn á málinu i heild. í staðinn sagðist Eisenhower vera ábyrgur, að flug af þessu tagi væri nauðsyn, og hann lét heiminn halda, enda þótt hann segði það ekki berum orðum, að fluginu yrði haldið áfram. Þar með var lokað dyr- unum sem Krústjoff hafði opn- að. Þetta breytti þeirri sneypu að vera staðinn að njósnaleið- ang'ri i beina ögrun við fullveldi Sovétríkjanna“. . Afdrifarík skyssa „Þessi játning," segir Lipp- mann ennfremur, „þessi höfnun hefðbundinna starfsaðferða í milliríkjamálum, var afdrifarík skyssa. Með henni var Krústjoff nefnil. fyrirmunað að láta málið kyrrt liggja. Hefði hann gert það var hann kominn í þá aðstöðu að verða að játa gagnvart heim- inum, gagnvart sovétþjóðinni, gagnvart þeim í Sovétríkjunum sem gagnrýnt hafa stefnu hans og gagnvart hinum kommúnist- ísku bandamönnum sínum, að hann hefði veitt Bandaríkjunum rétt til að ráðast inn á sovézkt yfirráðasvæði. Enginn stjórn- málamaður getur haldizt við í nokkru landi eftir að hafa gefið slíka játningu“. Um þá tilslökun Eisenhowers að lýsa yfir á mánudaginn að hann hefði skipað svo fyrir að njósnafluginu skyldi hætt, segir Lippmann að hún hafi komið of seint og' reynzt of lítil. Það er hægt að segja að Krú- stjoff hafi haft flugvélarmálið: að yfirvarpi. En ekki bjó hann það yfirvarp til. Bandaríkja- menn létu honum það í té ó- keypis — ekki í eitt skipti held- ur að minnsta kosti tvisvar. Þeir viðurkenndu njósnaflugið rétt fyrir fund æðstu manna, þegar það hlaut að líta sér- staklega ögrandi út. Svo létu þeir frá sér fara þá skýringu, að þetta væri eðlilegur um- gengnismáti stórvelda á milli, sem þeir ætluðu að halda á- fram. Hvernig hefði bandaríska landvarnaráðuneytið og Eisen- hower og almenningsálitið í Bandaríkjunum hrugðizt við hefði þessu verið snúið við — ef rússnesk flugvél hefði verið skotin niður yfir Bandaríkjun- um rétt fyrir fund æðstu manna, og Rússar gefið sömu skýringar á atburðinum og þær sem Bandaríkjamenn hafa látið frá sér fara? Það er ó- trúlegt að þeir hefðu verið mýkri á manninn. Að minnsta kosti hefðu menn í Washing- ton átt að geta gert sér grein fyrir að Rússar myndu ekki láta sem ekkert væri. Við þetta bætist að Krústjoff skildi Eisenhower eftir opnar útgöngudyr í báðum ræðum sínum á fundi Æðsta ráðsins. Hann kvaðst gera ráð fyrir að Starfsmenn á herþjónustuskrif- stofu í nágrenni San Francisco í Bandarikjunum ráku upp stór augu þegar aldraður maður kom til þess að segja þeim að hann væri liðhlaupi. Það kom i ljós að maðurinn, Ellis Myers, 72 ára gamall, hafði hlaupizt úr banda- ídska flotanum árið 1919, en vildi nú létta á sa.mvizkunni. Flota- málaráðuneytið i Washington hef- ur enn ekki gert upp við sig hvað gera skal við þennan aldraða lið- hlaupa. — O — Skjaldarmerkjastofmm hrezka að- alsins hefur nú kveðið upp, þann úrskurð, að barn sem eiginkona aðalsmanns fæðir eftir sæðingu skuli ekki hafa rétt til þess að erfa aðalstitilinn. — O — Kvenmaður sem var farþegi í áætlunarflugvél á leið til At- lanta í Bandarikjunum kvartaði sáran yfir því að hún ætti erfitt með að draga andann og hefði sárar kvalir í kviðarholinu. Flug- maðurinn lenti flugvéiinni ií snatri og lét flytja konuna á sjúkrahús. Læknirinn sem skoðaði hana þar var ekki lengi að gera sjúkdóms- greininguna: Það hafði verið hert of mikið á lífstykkinu. — O — Hóteleigandl i Garmisch-Parten- kirchen i V-Þýzkalandi hefur leit- að aðstoðar lögreglunnar til að krefja inn 3.500 marka skuid sem brezki kvikmyndaleikarinn An- thony Steel hljóp frá. — O — Þrý'itíii brúðkaupsgestir brunnu inni fyrir nokkru í bæ i nágrenni við Lucknow á Indlandi. Brúð- kaupsveizlan var að hefjast þegar allt í einu kviknaði í hálmþaki hússins þar sem hún var ha’.din og aðeins fáir gestanna komust lífs af. Átján konur og tiu börn urðu eldinum að bráð. utan úr heimi Marlene Dietrich Hrœkfi fröEH" an í Marlene Marlene Dietrich, kölluð „fríðasta amma í heimi“ er nú á sýningarferðalagi i Þý.zka- landi, þar. sem hún er borin og barnfæc’d og dva’.di þangað til Hitler komst til valda. Mikil blaðaskrif urðu í Þýzkalandi þegar það vitnaðist að von væri á Marlene. Höfðu margir við orð að hún yrði látin finna það að hún hefði gerzt sek um föðurlandssvik með því að ferðast um í bandarfekum ein- kennisbúningi og skemmta her- mönnum bandamanna i styrj- öldinni. Allt hefur þó gengið vandræðalaust fyrir Marlene i Þýzkalandi þangað til á mánu- daginn. Þá bar það við í Diiss- eldorf að 18 ára stúlka flaug á kvikmyndaleikkonuna, barði liana og klóraði og hrækti loks í andlitið á henni. Við yfir- heyrslu sagði stúlkan: ,.Ég hata þennan kvennmann. Hún sveik land sitt í stríðinu".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.