Þjóðviljinn - 20.05.1960, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 20.05.1960, Qupperneq 6
6) Þ J C® VILJINN Föstudagur 20 maí 1960 Wrr i;rj lV<?pfflndl: Sameinlnecarflokkur alþýSu — Sósfalístaflokkurinn. — RitstjArar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Big- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Biarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn. afcreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Bíml 17-500 (5 linur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00 PrentsmiðJa Þjóðviljans. Leiðin til tortímingar T forustugrein Morgunblaðsins í gær getur að líta bessi lærdómsríku ummæli um alþjóða- mál: „Svo mótsagnakennt sem það kann að virðast, þá er þess að vænta að einmitt hinn geigvænlegi vígbúnaður muni geta forðað styrj- öld. Árásaraðili veit nú, að jafnvel þó herstyrkur hans sé meiri en gagnaðilans, þá muni hann sjálfur bíða óbætanlegt afhroð í styrjöld. Og sá sem fyrirskipaði að hefja hildarleikinn, get- ur allt eins vel gert ráð fyrir því að hann sjálf- ur, ættingjar hans og meginþorri þjóðar hans, láti lífið á nokkrum klukkustundum eða dægr- um. Verður því að vona að ofstopinn komist ekki á slíkt stig 'algjörrar geggjunar, að mann- kynið þurfi að óttast tortímingu'1. Ijetta á að heita rökstuðningur fyrir vígbúnað- aræðinu, þannig á að afsaka valdstefnu vest- urveldanna, þennan dauðadans við hengiflug tortímingarinnar sem einkum hefur verið kennd- ur við Dulles sáluga. Ebki ætti að þurfa að færa rök að því hversu fjarlæg allri skynsemi slík stefna er, að friður sé bezt tr.yggður með því að stórveldin standi hvert framan í öðru og æpi í s'fellu: ég skal drepa þig ef þú drepur mig. Og sú stefna er ekki aðeins fjarlæg allri skynsemi, hún er lífshættuleg öllu mannkyni. Engu að síður er þetta hin opinbera stefna Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra; hún hófst þegar Bandaríkin ímynduðu sér að þau hefðu einkarétt á kjarnorkusprengiunni og héldu að þau gætu kúgað allar aðrar þjóðir með hótunum og valdi, og hún stendur enn óhögguð þótt allir viti nú að Sovétríkin eru komin langt fram úr Bandaríkjunum í hernaðartækni einnig. 17ina ljósglætan sem Morgunblaðið getur bent ^á til ráttlætingar slíkri stefnu er vonin um „að ofstooinn komist ekki á stig algjörrar geggjun- ar“- Það er veik von. Ekki eru liðin ýkjamörg ár síðan hermálaráðherra Bandaríkjanna kastaði sér öskrandi út um glugga. Aftur og aftur hefur Bandaríkjastjórn rætt um það í fullri alvöru að beita kjarnorkusprengjum í styrjöldum þeim sem hún hefur átt aðild að í Asíu. Bandarískar flug- vélar búnar kiarnorkuvopnum eru stöðugt hafð- að á flugi, viðbúnar til árása. Oftar en einu- sinni heíur legið við að slíkar árásir væru hafn- ar, vegna þess að villigæsaflokkar sáust í ratsjá fijúga frá Sovétríkjunum í átt til Atlanzhafs- handalagsríkjanna, og sérfræðingar héldu að þar færu flugvélar. Manni ægir að hugsa sér hvað hefði gerzt á dögunum, ef það hefði ekki verið bandarísk .árásarflugvél sem flaug yfir Sovét- ríkin, heldur sovézk yfir Bandaríkin. Einmitt flugvélamálið sýnir að valt er að binda framtíð mannkynsins við geðheilsu og dómgreind golf- spilarans í Hvíta húsinu. írt: XTTÍ aa ;ps \ llir sæmilega viti bornir og ofstækislausir menn hljóta að sjá að valdstefna Bandaríkj- anna, sú sem Morgunblaðið vegsamar, er glap- ræði og glæpamennska. Eina jákvæða. og ör- ugga leiðin til friðar er algjör afvopnun, eins og Sovétríkin hafa lagt til og fylgt eftir í verki með því að fækka stórlega í her sinum og draga til muna úr herbækistöðvum sínum. IVfeðan Bandaríkin og fylgiríki þeirra hafna þeirri leið, magna vígbúnað sinn og beita æ ofan í æ hern- aðarofbeldi af fullkomnu ábyrgðarleysi, geta ekki tekizt neinar öruggar sættir í heiminum. — m Þær gegnumlýsa flökin til að liafa upp á hringormum og öðru óféti. — Hvað er bessi mikla bygg- ing, Vinnslustöðin. stór að ilat- armáli? Nú fer Sighvatur að reikna út hina ýmsu hluta byggingar- innar og mér telst til að hann sé korninn upp í 2600 ferm. þegar hann segir: Þessir hlut- ar byggingarinnar eru 2 hæð- ir en norðurálman er 1200 ferm. og 3 hæðir, 4 metrar undir loft. Nýr salur var svo byggður í vetur 37x18 m að stærð. Þar er pökkun á hraðfrvsta fiskin- um. Undir þessum nýja sal er pappageymsla — umbúða- geymsla. Vélasalur — en allt rafmagn fyrir Vinnslustöðina er l'ramleitt á staðnum og þar eru 8 rafmagnsvélar — géymsla og' frystiklefi eru fyrir utan það sem áður hefur verið nefnt af húsrými. — Fyrir hve mikið af ílök- um hafið þið geymslu? — Við höfum geymslu fyrir 70 þús kassa. — Ég hef heyrt að þið hafið heilmikið af vinnuvélum. -— Flökunarvélar eru 3, tvær eru til að flaka þorsk og ein f.vrir ýsu. Með flökunarvélun- um eru einnig hausunarvéiar. Hvor stóra fliikuiiarvélin er taiin afkasta verki 25 flökunar- manna. Við höfum líka 2 flatnings- vélar fyrir saltfisk, sem fletja hvcr á við 12 flatningsmenn. Við höfum eina hausunarvél í.yrir saltfisk. — Hvað getið þið framleitt mikið af flökum á dag? — í vetur höfum við komizt upp í 1700 kassa á dag. — Hvað þuríið þið margt fólk til að vinna í þessu bákni? — í pökkúnarsalnum geta unnið 140—150 stúlkur. Hjá Vinnslustöðinni eru eitthvað á fjórða hundrað manns starf- andi í vetur. Þrjá mánuði af árinu eru starfandi þar 3,00 til 400 manns. — Ekki hafið þið svona marga heimamenn? — Nei, heimamenn eru í stór- um minnihluta á vertíðinni, liklega ekki nema 1/3, en á sumrin vinna ljar nær ein- göngu heimamenn. — Hefur ykkur vantað fólk? — S. 1. ár vantaði áiltaf fólk, en í vetur heíur verið nóg fólk. — Hefur ekki verið nokkuð jöfn vinna? — Það nefur verið róið hér- umbil á hverjum degi siðan um áramót (Þetta rabb átti sér stað um páskana) og í janúar og febrúar var hagstæð aust- anátt, en það heíur verið held- ur tregur fiskur. Einn daginn kemur of mikið til að hafa und- an, en annan daginn kemur of lítill afli. Einn daginn í vet- ur komst aflinn upp í 78ö tonn, en aldrei upp í 400 tonn áðra daga. — Hefur vertíðaraflinn .ekki verið góður? — Um mánaðamótin marz- apríl var kominn meiri ffskur en á sama tíma í fyrra. Páska- hrotan hefur venjuíega gert mest hér. Það er dýrast — mað- VESTMANNAEYINGAR ERU S7 í Vestmannaeyjum eru 4 mik- il frystihús og' fiskvinnslustöðv- ar. Er bá fyrst vzt við höfnina Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. eitt hið stærsta sinnar tegund- ar. eigandi Einar ríki, sem náð hefur undir sig aðstöðu gömlu einokunarverzlunarinnar ó þeim stað sem einu sinni var nefnd- ur Den danske Gaard. Þá er ísfélag' Vestmannaeyja og Fisk- iðjan og loks inn við Friðar- höfn: Vinnslustöðin, sem er ein rnesta bygging sinnar teg- undar. Rétt hiá henni er beina- mjölsverksmiðjan og Lýsissam- lag'ið. Það væri kannski ofsagt að segja að á hafnarbakkanum í Vestmannaeyjum hafi verið byggð samfelld fiskvinnslustöð. en það er ekki ýkjafjarri sann- leikanum. Við skulum líta inn hjá Vinnslustöðinni og ræða við Sighvat Bjarnason, fram- kvæmdastjóra hennar. — Hvenær byrjaði Vinnslu- stöðin að starfa og hve marg- ir voru stofnendur hennar? — Vinnslustöðin tók til starfa 1946. Hún er hlutafélag' og voru stofnendur hennar um 40 báta- eigendur, en nú eru eigendurn- ir um 100 talsins. — Var þetta ekki mikið fyr- irtæki þegar í upphafi? —: Hún byrjaði hægt. Fyrst var tekið af 2 bátum, en jókst svo jafnhliða stækkun húsnæð- isins. Árið 1949 var keypt hrað- frystihús er var á lóðinni. Nú erum við með 30 netabáta og 6 færabáta. >— Þið hafið allar verkunar- aðferðir? — Já, við höfum frystingu, söltun og herzlu og þurrkhús er í byggingu. Við höfum einn- ig fiskimjölsverksmiðju og á Vinnslustöðin hana hálfa. Mjöl- verksmiðjan getur l'ramleitt 100 tonn af mjöli á dag, en til þess þarf hún að fá 500—600 tonn af beinum. Beinamjöls- verksmiðjan vinnur úr beinum fyrir alla nema Hraðírystistöð- ina, en mjölverksmiðjan þar hefur verið í ólagi undanfarið svo beinamjölsverksmiðjan okkar hefur unnið fyrir alla. Sighvatur Einarsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.