Þjóðviljinn - 29.05.1960, Side 9

Þjóðviljinn - 29.05.1960, Side 9
Suunnudagur 29. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 031 Rltstjóri: Frímcmn Helgason Bikarkeppni háð í fyrsta sinn hér á landi í sumar Þessi nnga stúlka er ein af beztu sundkonum Ungverja. Hún lieitir Klara Killennann og hefur einkuin náð góðum árangri í 200 metra bringusundi. Valur Akranes keppa í kvöld í Reykjavík; Fram og Keflavík keppa syðrd Markverðasta nýbreytnin í knattspyrnu í sumar verður án efa ,,bikarkeppnin“ sem ákveð- jð hefur verið að koma á. Er því svo fyrir komið að fyrst er nokkurskonar undankeppni, þar sem fyrst leika lið sem keppa í annari deild og svo b-lið þeirra félaga sem eiga lið í fyrstu deild, og senda ,öll lið í þá keppni nema Akureyri. Er með þessu verið að gefa b-lið- um eða fyrstu flokkum félag- anna meiri verkefni og ætti það að vera þeim kærkomið og þá ekki sízt b-liði Akraness sem ekki hefur haft slík verkefni hingað til. Það er mjög þýðingarmikið að b-liðin séu sterk, því að þau eru varasjóður a-liðanna. Það vekur þó nokkra athygli að að- eins 3 lið utan Reykjavíkur og úr annarri deildinni eru með í' keppninni, en það eru fsfirð- irigar, Breiðablik og Reynir úr Sandgerði. Fari svo að bikar- keppni verði eins vinsæl hér og hún er yfirleitt erlendis má gera ráð fyrir að fleiri félög jcomi með og þá ekki sízt þau pem ekki eru langt frá því pvæði sem flest félögin, sem taka þátt í keppninni að þessu sinni eru. Mun svo ráð fyrir gert, að tvö liðin sem efst verða komist í lokakeppnina með sex fyrstu E. O. P.-iviótið á nuirgim Flestir bez»tu frjáls- íþróttamenn landsins taka þátt í því. Hið árlega EÓP-mót 'sem KR sér um fer fram annað kvöld á Melavellinum. Er þátttakan mikil og koma til mótsins flest- allir beztu frjálsíþróttamenn landsins nema Björgvin Hólm sem er veilcur og óvíst er einn- jg um Guðjón Guðmundsson. Er ekki ólíklegt ef veður verður gott að Jón Pétursson nái því marki sem sannarlega er ekki langt undan að komast yfir tvo metra. Keppt verður í 100 m grinda- hlaupi, 400 m, 800 m og 100 m hlaupi unglinga, 600 m hlaup drengja og 100 m hlaup kvenna, 3000 m og 4x100 boð- hlaup. Ennfremur verður keppt í kringlukasti, kúluvarpi, sleggju kasti, hástökki og þrístökki. Má búast við góðum árangri ef aðstæður verða góðar, þvi frjálsíþróttamenn hafa æft mjög vel undanfarið. deitdarliðunum, og verða þann- ig átta lið sem taka þátt í sjálfum úrslitaleiknum. Fljótt á litið virðist sá galli á fyrirkomulagi fyrri hlutans að sum félaganna leika tvær umferðir í sömu vikunni í stað þess að hafa hóflegan tíma á milli. Þannig keppa sömu liðin 13. ágúst, en keppnin byrjar þá, og svo aftur 15. ágúst. Sennilega er þetta gert vegna vallaþrengsla hér í Reykjavík. jEn þurfa leikirnir endilega að fara fram í Reykjavík? Er ekki þægt að semja við Hafnarfjörð, Aftureldingu, Keflavík eða Akranes? Líka getur verið að verið sé að forða því að b-lið fyrstu deildarliðanna keppi ekki á sama tíma og a-liðin. Ef svo er, kemur til álita, þvort það sé réttlátt gagnvart þeim liðum sem leika í annari deild. Það æskilega er að und- ankeppnin gangi eðlilega fyrir sig, og þá verða félögin að gera upp við sig hvaða varamenn þau taka með í leikina. Ef félögin leika öll sama daginn, sem eðlilegast er, ætti það að koma jafnt niður á öll- um, þó svo væri ekki vinnst þó það, að fleiri komast að til keppni, og því er nú 6Ífellt haldið fram að það vanti meiri breidd í knattspyrnuna og þetta gæti verið eitt skrefið í þá átt að auka hana. Mót fyrir b-lið annarar- deildarliðanna? Það er ekki nema ánægju- legt, ef þessi þátttaka b-liða fyrstudeildarliðanna yrði til þess að gera þá sterku sterk- ari. En þá vaknar spurningin: Þarf ekki líka að gera þá veiku sterkari, og er þess í rauninni pkki meiri þörf? Sjálfsagt eiga sum annarardeildarliðin það marga menn sem æfa, að þau gætu teflt fram tveim liðum, ef til þess kæmi, og ef þau vissu að fyrir b-liðinu lægi verkefni sem það ætti að leysa, ,er ekki ólíklegt að það gerði félögin sterkari, og þau eign- uðust fleiri góða menn. Það er því dálítið til athugunar fyrir stjórn KSl hvort ekkj sé rétt að koma á slíku móti fyrir b- iið annarardeildarfélaganna. — jÞað þyrfti ekki að vera bikar- keppni. Önnur deildin vanrækt I skrá þeirri sem verið er að gefa út um leikina í sumar þemur fram, að leikið er í 2 fiðlum, og eru þrjú félög í öðr- ,um, en 4 í hinum. Það vill gegja, að félögin leika hvert 2 pg 3 leiki að viðbættum úr- glitaleiknum. Allir þeir sem þekkja til knattspyrnunnar og þroska sem leikir veita, vita að þetta er ekki nægilegt verk- efni sem liðunum í annari deild .eru veitt, ef ætlazt er til þess að þau taki framförum og jíomi sterk upp í fyrstu deild en þangað fer eitt lið árlega, þvort sem það er af sama styrkleika og þau sem þar eru fyrir eða ekki. Ef tekinn er t.d. a-riðillinn, kemur í ljós að liðin sem þar Jeika byrja fyrsta júní og hafa lokið keppninni i riðlinum 12. júní! Eitt þeirra fer að vísu í úrslitin, en svo verða hin að bíða þar til um miðjan ágúst, þá hefst bikarkeppnin. Fari svo að þau tapi í fyrstu umferð, er keppnisskeiðið sumarið 1960 þúið. Getur knattspyrnuforustan þúizt við að félög nái þroska, þegar svona er að þeim búið, þvað keppni snertir ? Á þetta var rækilega bent á síðasta knattspyrnuþingi, en það virðist sem menn hafi ekki skilið þetta og látið allt hjakka í því fari sem það hef- ur verið í. Þeir Sem hafa raðað niður leikjunum binda sig við regl- una að ef fleiri en 6 lið gefa sig fram til keppni skal skipta í tvo riðla. Auðvitað hefði knattspyrnu- þingið fyrir atbeina stjórnar- innar átt að ganga þannig frá þessu máli, að heimilt væri t. d. að hvor riðill fengi að leika í tveim umferðum, með því hefðu félögin fengið svo- lítið meira út úr sumrinu. Við fljótlega athugun á nið- urröðun leikja í fyrstu deild virðist sem alleinkennilega sé raðað niður leikjum þar. Eftir skránni á Valur að leika fjóra af fimm leikjum á nákvæmlega mánuði, og fyrstu tveir leikir Vals eru með 2ja daga milli- bili. Síðan líður um það bil mánuður til næsta leiks, svo líða 3 vikur á milli leikja. Á næstu 16 dögum leikur Valur með 4 daga millibili 4 leiki sína. Ef athugaðar eru leikir KR kemur í ljós að KR leikur þrjá síðustu leiki sína á fjórtán dögum. Leikjurium þarf að jafna bet- ur niður á keppnistímabilið, það er til þess ætlazt með því að dreifa leikjunum yfir langt tímabil sem að þessu sinni er frá 26. maí, og hefur íslands- mótið aldrei byrjað svo snemma, en því lýkur 4. sept. Eftir frammistöðu Akra- ness við Reykjavíkurliðið um daginn ætti þeim ekki að verða torsótt að sigra Val að þessu sinni. Lið Akraness sýndi ]»á ótrúlega góðan leik, með jafnmarga unga menn og ])á léku, og mun Jítil breyting á því verða. Valur hefur ekki enn fund- ið sig, og jafntefli við Kefla- vík var ekki til að auka á sigurhorfur við Akranes. Þó getur allt skeð, ef liðið nær leik eins og það lék við KR í vor, en það virðist sem það gangi illa að ná því fram aftur. I Keflavík má búast við að Keflvíkingar geri sitt ýtr. asta til að Fram fari ekki heim með bæði stigin. Senni- lega verður það erfitt, eu jafnteflið við Val ætti að vera Keflvíkingum örfun. Það er því ekki útilokað að þeir komi svolítið á óvart móti Frain eins og við Val. STOLKA óskast til afleysinga í eldhúsi. Vaktaskipti. — Uppl. á staðnum. MIÐGARÐUR, Þóisgötu 1, sími 1751 \ JAPÖNSKU ,,F U R U N 0''-fiskileitartækin sem hafa verið seld í þúsundatali, hjá öllum helztu fiskveiðaþjóðum, hafa nú verið hér í bát í Grindavík á vetrarvertíð, reynd af aflaformanni, sem telur þau mjög næm að finna fiskitorfur, við botn, sem ofar botni, og því það bezta af þeim tækjum, sem hann þekkir hér til Nú er nokkurt magn þeirra komið og þeir sem hafa skrifað sig fyrir tækjunum og aðrir sem hafa áhuga á að fá sér FURUNO fiskileitartæki í bátinn, eða trilluna, geri oss aðvart í tíma. fyrir stærri og minni skip. Ódýr og örugg í meðferð Myndasýnishorn á staðnum, ennfremur höfum við STEFNU-RADARA. RADIÓ & RAFTÆKJAVERZLUNIN ÁRNI ÓLAFSSON Sólvallagötu 27', sími 12409. Reykjavík,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.