Þjóðviljinn - 02.06.1960, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2. júní 1960
Hér kemur línuritið yfir keppni
ÆF-deildanna i happdrættissöl-
unni. Litlar breytingar hafa
orðið í sl. viku á stöðu þeirra
innbyrðis, en greinilegt er að
þær sækja allar á með jöfnum,
vaxandi þunga. En hvaða deild
verður snörpust á lokasprettin-
um? Margt getur breytzt, ef
tveir siðustu dagarnir eru nýtt-
ir til hlítar.
ar — hvers og eins —
hversu langt við förum
fram úr því.
FÉLAGAR, notið þessa
tvo síðustu daga eins vel
og þið mögulega getið til
þess að tryggja sem allra
glæsilegastan árangur í
Byggingarhappdrætti ÆF.
Kjörorð okkar er: Við
byggjum hús! Þetta er ekki
slagorð, þetta er raunveru-
legt kjörorð.
Hafið hugfast: enginn
annar mun byggja þetta hús
fyrir okkur. Við munum
SJÁLF byggja það!
Að lokum ætlar Æsku-
lýðssíðan að ljósta upp
einu leyndarmáli, sem
happdrættisstjórnin trúði
henni fyrir í gær: ef- all-
ir félagar ÆFR selja
þessa einu viðbótarblokk
— 10 miða —, þá vantar
■aðeins herzlumuninn, að
happdrættið SELJIST
UPP!
Æskulýðsfylkingin hefur
einu sinni áður — 1951 —
farið út í happdrætti og
seldi hvern einasta miða.
Hvernig væri að gera það
líka núna, félagar?
Nú er Jbað loka-
átakiö félagar
Það hefur verið gaman að
vera félagi í ÆFR síðustu
vikurnar- Dag frá degi höf-
um við fundið vaxandi
þrótt og einhug félaganna.
Ur hundruðum andlita höf-
um við lesíð sömu einbeittu
heitstrenginguna: Við skul-
um ná markinu, sem við
settum okkur.
Samkvæmt upplýsingum
frá happdrættisstjórninní
standa málin þannig nú,
tveim-dögum áður en dreg-
ið verður, að ef allir miðir,
sem dreijt héfur verið i
Reykjavík (sjá méðf. línu-
rit) seljast upp verða ca.
fjögur hundruð og fimmtíu
þúsund — 450.000 — krón-
ur í Byggingarsjóðnum,
Ritstióri: Franz
þanmg að aðeins vantar
fimmtíu þúsund — 50.000
— upp á markið, sem ÆF
setti í byrjun: HÁLFA
MILLJÓN.
Fimmtíu þúsund krónur
— það er ekki mikið, e/ haft
er í huga, að tveir beztu
söludagarnir eru eftir. Ekki
þarf meira, en að hver fé-
lagi í ÆFR selji nokkra
miða í viðbót, þá er mark-
inu náð. Segjum að hver fé-
lagi selji eina blokk — 10
miða — í viðbót, :þá förum
við langt fram úr markinu.
Ekkert okkar er í váfa
um, að við munum ná
markinu, sem ÆF setti
okkur. Það er hins vegar
komið undir dugnaði okk-
R. Gíslason
Fyrsfí vinningurirm i happdrœffi ÆF:
Fer8 fyrir fvo á Ólympiuleikana
Stærsti vinningurinn í Bygging-
arhappdrætti ÆF, scm dregið
verður í annað kvöld, er ferð
fyrir tvo á Ólympíuleikana í
Róm í sumar. Er allt innifal-
ið í vinningnum: ferð fram og
til baka, dvöl á hóteli í Róm
og aðgöngumiðar að hinum ein.
stöku þáttum leikjanna. íþrótta-
unnendur — gætið að: ykkur
gefst hér alveg einstakt tæki-
færi.
Og hver skyldi annars hafa
á móti því að skreppa til Róm-
ar?
iiiiiiMiMiiiimiiiiimiiiimimiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiimiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiimimiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiimiimmiiiim iiiimiiiimiiiiimiiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiimmiiiiiiiiiiimmmi
WyL » •
BÆJ ARPOSTURÍN
...L-'-
* Þegar skáldið dó
Fyrir um það bil tveim árum
uppgötvaði Morgunblaðið nýtt
stórskáld austur í Rússíá, sem
síðan hefur verið öllum skáld-
um dáðara á síðum blaðsins.
Þetta skáld var Boris Pastern-
ak. Uppgötvun Moggans bar að
með nokkuð annarlegum hætti.
Skáldið var komið undir sjö-
tugt, þegar skriffinnar blaðsins
íerigu fyrst veður af því, að
rithöfundur að nafni Pasternak
væri tíl, en að sjálfsögðu var
Pasternak jafngott skáld fyrir
því. Þannig var mál með vexíi,
að Pasternak, sem einkum er
frægur fyrir Ijóð sín cg ]:ý3-
ingar á ýmsum öndvegisverk-
um heimsbókmenntanna á rúss-
nesku, hafði skrifað skáldsögu,
sem féil ekki öllum í geð þar
eystra. Sagan var gefin út á
Ítalíu fyrir þrem árum og
kommúnistahatacar um víða
veröld gripu þegar tækifærið
og notuðu hana til árása á sov-
étskipulagið. Lauk þeirri áróð-
ursherferð með því, að sænska
akademían veitti Pasternak
nóbelsverðlaunin árið eftir.
Þessi aðferð að nota
bókmenntaverðlaunaveitingu í
áróðursskyni, Vakti að vonum
míkla gremju i Sovétríkjunum
og sá Pasternak sér þann kost
vænstan að hafna verðlaunun-
um eins og allt var í pottinn
búið. Þá söðlaði auðvaldspress-
an yfir og gerði Pasternak að
pislarvotti úr því að ekki tókst
að gera hann að nóbelsskáldi.
Mogginn og önnur öndvegis
blöð vestræns lýðræðis hér á
landi ráku að sjálfsögðu upp
ramakvein yfir meðferð vondu
mannanna fyrir austan á Past-
ernak. Forvígismenn frjálsrar
menningar a íslandi höfðu snör
handtök og létu þegar þýða
hina umdeildu bók á íslenzku,
en einhvernvegin hefur orðið
furðu hljótt um hana. Minna
varð úr tilburðum við að kynna
íslendingum ljóðagerð Pastern-
aks, þótt þar hafi list hans
náð hæst. Kom þar hvort
tveggia til, að Ijóðlist Pastern-
aks var þeim lítt kunn, sem
hæst göluðu um ágæti hans, og
eins hitt, að hún hafði svo lit-
ið áróðursgildi.
Undaníarna mánuði hefur
verið hljóðara en áður um
Pasternak á síðum Moggans.
Nafn hans hafði misst áróðurs-
gildi í baráttunni gegn komm-
únismanum. Nú er Pasternak
látinn og í gær birtir Mogginn
auk fréttarinnar um fráfall
hans mynd af honum og sér-
staka rammaklausu þar sem
enn er reynt að nota nafn hans
til þess að ata þjóð hans auri.
Höfundinum hefur víst ekki
þótt seinna vænna. Ramma-
klausan hljóðar svo: ..Pastern-
ak er dáinn, en hann lifir í sál
hvers listamanns, hjarta hans
slær enn í öllum brjóstum, sem
eru nógu stór til að rúma anda
hans, sem þoldi engin þrengsli.
— Vissulega var Pasternak
fangi, en hann var fyrst og
síðast fangi skáldskaparins,
eins og fuglinn er fangi himins-
ins, sem er í senn takmörkun
hans og forréttindi. Lungu hins
mikla rússneska skálds þoldu
ekki krabbamein ófrelsisins, en
hann varð skáld alls mannkyns,
ímynd þess í leit að frelsi,
Sterkt og viðkvæmt andlit hans
horfir ekki lengur í spegil lífs-
ins, en andi hans þurrkar móð-
una og gefur öðrum kjark til
að horfa í hann opnum augum.“
— Sjaldan hefur mikið. skáld
verið kvatt hinztu kveðju af
minni andagift og á kauðalegri
hátt. Loksins, eftir dauða hans,
tókst Mogganum að gera Past-
ernak að píslarvotti.
Til sölu
Allar tegundir BÚVÉLA.
Mikið úrval af öllum'rteg-
undum BIFREIÐA.
Bíla- og
Búvélasalan
Ingólfsstræti 11.
Símar 2-31-36 og 15-0-14.
Trúlofunarhringir, Steln-
hringir, Hálsmen. H ng
18 kt. gull.