Þjóðviljinn - 02.06.1960, Qupperneq 7
Fimmtudagur 2. júní 1960
ÞJÓÐVILJINN — (7
Það var ef til vill upp-
hafið að hinni þjóðlegu við-
reLsn, — orsök hennar, —
ekki afleiðing. Vér þekkjum
ýms nöfn hinna miklu tékk-
nesku tónskálda. Kunnust eru
nöfnin Smetana og Dvorák
(frb. Dvorsjak), en segja má
að jafnvel tónverk hinna
minnstu tékknesku höfunda
séu alltaf einhvern veginn
sannfærardi, hversu fátækleg
eða óþroskuð sem þau kunna
að vera. Svo mikill er þjóð-
arauður tónlistarinnar í þessu
landi.
III Smefana
Enda þótt verk margra
tékkneskra tónskálda hitti
hvern mann í hjartastað, þá
verður að telja Smetana önd-
vegis tónskáld Tékka. Hann
fæddist sama ár og níunda
hljómkviða Beethovens var
flutt í fyrsta sinn, þrem ár-
um fyrir lát Beethovens, —
og Smetana meðtók eitthvað
af anda Beethovens, — en
dáðist jafnframt mjög að
Chopin, sem var brautryðj-
andi í hinum þjóðlegu stefn-
um tónlistarinnar.
Eins og Dvorák, og eins og
Fjölnismenn og aðrir braut-
ryðjendur þjóðlegrar viðreisn-
ar með íslendingum, og ef til
vill af sömu ástæðum, þá
dvaldist Smetana um ske'ð
fjarri ættjörð sinni og
dreymdi um endurre sn þjóð-
ar sinnar. Hann leitaði einn-
ig í þjóðlegum rótum annarra
þjóða, samdi hljómsveitar-
verkið ,,Hákon jarl“ í Gauta-
borg í Svíþjóð, -— en he'm-
þráin varð sterkari en allt
annað, og hann settist aftur
að í Prag. Hann samdi hljóm-
sveitarverk í sex þáttum til
að lýsa sögu þjóðar sinnar.
Hann samdi söng’eiki fyrir
þjóðleikhús Tékka, og varð
„Selda brúðurin“ frægust
þeirra verka. Hann samdi
einnig verk stofutónlistar, og
er strengjakvartettinn „Úr
ævi minni“ frægasta verk
þeirrar tegundar eftir hann,
enda svanasöngur tónská’.ds-
ins. Blístrandi „flagolett“-
hljóð í seinasta þætti verks-
ins lýsir þvi er Smetana
missti heyrnina, — en ardi
hans lamaðist skömmu siðar
og leiddi hann til dauða. —-
Hann fékk ekki fremur en
svo mörg önnur tónskáld að
heyra seinustu verk sín.
Vel er mér í minni þegar
ég heyrði í fyrsta sinni óper-
una „Selda brúðurin" í tékk-
neska þjóðleikhúsinu í Prag.
Ég hafði hálfpartinn kviðið
fyrir því, — hélt að gagns-
laust væri að hlusta á tungu-
mál, sem ég skildi ekki, — en
það fór á allt annan veg!
Sjaldan hefi ég orðið
eins hrifinn og m.a. einmitt
vegna þess að sungið var á
málinu, sem ég skildi ekki, —
en tékkneska málið gaf tón-
unum tvöfalt lif. Eg skildi þá
í fyrsta skiptið hvílík listrænt
músikafl getur .búið í einu
tungumáli. Bókmenntamenn
vorir eiga eftir að læra þetta,
— en mestu frömuðir fornís-
lenzkra bókmennta erlendis
eins og Andreas Heusler og
Felix Genzmer skildu einmitt
bókmenntir vorar svo fram-
úrskarandi vel, af því að þeir
höfðu næmt eyra fyrir tónlist,
— voru ekki aðeins bók-
menntafræðingar og vís'nda-
menn, heldur einnig lærðir
tónlistarmenn.
Keykjavík, 9. maí 1960
Jón Iæifs.
Arnór Kristjónsson sextugur
Kæri vinur og baráttúfélagi.
Á þessum heiðursdegi þínum
er mér það innileg ánægja og
heiður að fá að fiytja þér hjart-
anlegustu hamingjóskir Sam-
einingarflokks alþýðu — Sós
íalistaflokksins ásamt mínum
persónulegu hamingjuóskum.
Flokkur þinn og við félagar
þínir þökkum þér af alhug
þann mikla skerf, sem þú hef-
ur í marga áratugi Iagt fram
til baráttu íslenzkrar alþýðu
fyrir mannsæmandi lífskjörum,
réttlæti og frelsi lands og lýðs.
Ávallt hefur þú verið í fylk-
ingarbrjósti. Ávallt hefur þinn
ríki skilningur á lífi og við-
horfum alþýðumannanna rennt
stoðum undir ' baráttu þeirra
í blíðu og stríðu. Og ávallt höf-
um við félagar þínir fjær og
nær getað bergt af bikar bar-
áttugleði þinnar og ógleyman-
iega húmor.
Vegna þíns eigin styrks hef-
ur þú staðið af þér alla storma,
allar ofsóknir og vaxið með
liverri raun, eins og íslenzk al-
þýða hefur staðið af sér
alla auðvaldsstorma og sótt
fram frá sigri til sigurs.
Hin mikla gjöf til okkar kyn-
slóðar er síi að lifa á öld sós-
íalismans, þegar arðrán eins
manns á öðrum verður afnum-
ið, þegar hinar kúguðu stéttir
og þjóðir hrista af sér klafann
og öðlast fyllsta frelsi, þegar
ótæmandi möguleikar tækni og
vísinda verða nýttir til þess að
skapa framleiðslu margfalda á
við það sem auðvaldið nokk-
urntíma getur, svo mikla, að
enginn maður á jarðríki þurfi
að evða megin orku sinni til
brauðstrits, heldur geti hann
sinnt glæstum hugðarefnum
sínum á sviði menntunar og
menningar, vísinda og lista og'
þjóðfélagið hlúð að öllum góð-
um eiginleikum mannanna.
Við félagar þínir erum glaðir
og stoltir yfir því að vera í hópi
vina þinna og baráttufélaga.
Við vonum að mega enn um
áratugi berjast með þér fyrir
heill íslenzkrar alþýðu. fyrir
endanlegu sjálfstæði lands vors
og að við megum í samciningu
upplifa þá stund, er alþýða ís-
lands gengur öruggum skrefum
að uppbyggingu sósíalismans í
landi sínu.
Á meðan íslenzk albýða og
flokkur hennar, Sósíalistaflokk-
urinn, á menn eins og þig í
fremstu röðum sínum, er mál-
staður hennar í öruggum hönd-
um.
F.h. miðstjórnar
Sósíalistaflokksins
EINAR OLGEIRSSON..
★
I.
Æskuárin móta manninn og
lífseinkunn hans og stefna fer
mikið eftir því, hvaða andi
ríkir í kringum hann fyrstu
þroskaárin.
Þeir sem fæddir eru um
aldamótin, eru fæddir iun i þá
örustu þróun, sem orðið hefur
á íslandi frá upphp.fi, sér-
staklega á atvinnuháttum og
í félagsmálum alþýðunnar,
Á örfáum áratugum h»fur
þessi þróun verið frá því, að
jafnvel drepast úr kulda
oig hungri, en flýia land
að öðrum kosti, til þess sem
er í dag.
Nú ríkir í landinu nokkuð
almennt atvinnuörvggi, full-
komið almannatryggingakerfi,
og samningsréttur vinnustétt-
anna.
Hvað veldur þessari þróun?
Hverjir hafa fært alþýðu
landsins þessar kjara- og
hagsbætur?
Hafa atvinnurekendur fært
liinum vinnandi stéttum þær
á gulldiskum?
Nei, alþýðan hefur sjálf
orðið að berjast fyrir hverri
hagsbót, og öllum réttindum,
og nú eru alþýðusamtökin
orðin steúkasta aflið í þjóð-
félaginu, svo framhjá þeim
verður ekki gengið, eða rétt-
ur þeirra skertur, þótt
skammsýnar ríkisstjórnir hafi
til þess hug, og langi til að
stíga svo sem 50—60 ár aftur
í tímann.
Alþýðan hefur átt vösku og
djörfu foringjaliði á að skipa
í þessari baráttu, og margir
þeirra, sem í upphafi voru i
fremstu víglínu, eru fallnir
í valinn, en aðrir yngri taka
upp merkið og þróunin- held-
ur áfram.
II.
Arnór Kristjánsson á
Húsavík, er einn þeirra
manna, sem gekk ungur út í
baráttuna og hóf upp merki
brautryðjendanna. Hann er
fæddur 2. júní árið 1900. og
er því sextugur í dag og hon-
um eru þessrr línur helgaðar
í tilefni dagsins,
Þennan júnídag, aldamóta-
árið fæddust þeim Kristjáni
S’gurgeirssyni verkamanní og
Þuríði Björnsdóttur konu
hans, sem þá bjuggu í Hclti
á Húsavík tveir svnir. Hlutu
þeir nöfnin Arnnr og Kári.
Kári er látinn fyrir rúmum
þremur árum.
Arnór ólst u^p hiá forridr-
um sínum, en hlaut þó að
vinna fyrir sér strax og jafn-
vel fyrr en géten leyfði. S.iö
ára var hann sumarlangt á
Sveinsstrcnd í Mývatnssveit,
11 ára á Leifsstöðum í Eyja-
firði, fimm ár á Hrauni í
Laxárdal og 1917—1918 hjá
séra Helga á Grenjaðarstað.
Arnór segir að allsstaðar
hafi sér liðið vel í uppvext-
inum, og ber öllum vel sög-
una, ekki sízt séra Helga,
enda Arnór ljúfmenni i allri
umigengni og framkomu.
Um tvítugsaldur fór Arnór
Framhald a 10. siðu.
1111111111111 n i 11111111 n 1111 i 1111111111 i 1111 n n m 11111111111 n111: ,.n n 1111111111111111111 m 1111111 i 1111111111111111 m 111111 i 1111111111 m i ii !i i 111111111 i 111111111! 11111111111111111 m 1111 m i 1111111111 í 11 m 1111: i; i m 111 i í 111 £ e i i 111; 1111111 u 11
»
I
mörgum afbrigðum apa, mjög
fámenn og illa búin til lífs-
baráttunnar meðal annarra
skepna. En með því að beita
hugviti og skapandi vilja bú-
andi manna tókst að auka
matarframle’ðsluna svo, að
maðurinn varð fær um að
rétta úr kútnum og skapa
möguleika fyrir ört fjölgandi
mannkyn. En um leið gerðist
það, að hinn frumstæði veiði-
maður tók að beita allri sinni
kænsku cg reynslu við veiðar
og hrifsa til sín árangurinn af
striti 'búandi manna með
margbreytilegum aðferðum
og frá jví sjónarmiði séð
verður saga'mannkynsins síð-
ustu 6 til 8 þúsund árin auð-
skilin. Síðan hefur, ef vel er
að gáð, geysað linnulaus
etyrjöld í margbreytilegum
myndum milli hins frumstæða
manns, sem eingöngu hugsar
um sjálfan sig og líðandi
stund, og búandmanna, sem
ekki lifa fyrir sjálfa sig að-
e’ns heldur og fyrir ókominn
tíma. Frummaðurinn lítur á
árangurinn af striti vinnandi
og skapandi manna sem
hverja aðra veiði cg finnst
það óþolandi frekja, ef bú-
andmenn veita mótspyrnu
gegn því að vera rúnir svo,
að þeir, sem þeir bera ábyrgð
á þurfi fyrir bragðið að deyja
hungurdauða, veslast upp af
kröm eða vera seldir mann-
sali. Enda myr.di alger s’gur
frummannsins hér á jörðu
þýða, að mannkynið hefði lif-
að til einskis, því áætlað er,
að jörðin mundi í hæsta lagi
geta framfleytt 5 milljónum
manna með frumstæða lífs-
hætti veiðimanna og svipuð
ævaforn lífsform og Hotten-
tottar og Skrælingjar.
Okkur stendur ekki hætta
af slíkum, ekki heldur af
auðnuleysingjum, sem laum-
ast inn i eldhús góðborgara
um hánótt til þess að ná. sér
í matarbita, skiftimjmt hús-
móðurinnar eða máski úlpa
húsbóndans, enda eru það nær
einu tegundir þjófnaðar, sem
hegnt hefur verið fyrir síð-
ustu 20 árin. Þó eru þessir
þjófar i rauninni svo mein-
lausir í samanburði við þá,
sem nota rikisvaldið sem tæki
og bakhjarl til þjófnaðar, að
Framhald á 10 síðu.
Eftir Einar Petersen. Kieif