Þjóðviljinn - 02.06.1960, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2, júní 1960
Er nokkuð vit að vilja vera bóndi?
Framhald af 7. síðu.
það myndi verða hverjum
vinnandi og skapandi manni
hér á iandi hinn mesti hagur
að fæða, klæða og veita ríf-
lega vasapeninga einum stál-
hraustum, montnum letidraug
á sínu heimili, ef hægt yrði
að losna við álög hinna, sem
því miður hafa nú nær því
einræðisvald hér á landi í
dag.
En reynsla sögunnar sýnir
svo ótvírætt, að ekki verður
um villzt, að ef frummaður-
inn ræður framkvæmdavald-
inu í einhverju þjóðfélagi i
gerfi auð-, fjárplógs- eða
mektarmanna, rennur það
þjóðfélag með sívaxandi skrið
niður brekkuna og steypist
að lokum fram af hömrum
í Dauðsmannsgili, því að
greind og hvötum eru þessir
menn í litlu frábrugðnir kúm
eða hrossum, sem komast í
fóðurbætispoka, þegar þeir
geta að viid hirt árangurinn
af striti vinnandi og skapandi
manna. Kýr og hross drepast,
ef þau eru ekki með valdi rek-
in frá ætinu og viðeigandi
iæknisráðum beitt. Alræði
fjárplógsmanna í Bandaríkj-
unum leiddi árið 1929 til
vambarstíflu í amerísku efna-
hagskerfi, og í öllum þjóð-
félögum, sem voru því tengd
á einhvern hátt. Roosevelt og
samstarfsmönnum hans tókst
að bjarga lífi auðmannastétt-
arinnar með því að skammta
henni æti, enda hataðist hún
’svo við hann, að það gekk
brjálæði næst. Á hinn bóginn
tók alþýða manna þvílíku ást-
fóstri við hann, að það jaðraði
við tilbeiðslu, enda ekki að
ástæðulausu, því við valda-
töku hans mátti heita, að svo
algert bjargarleysi ríkti í iðn-
aðarborgum, að ókeyp’s mat-
argjafir, knúnar fram gegn
hatrammri andstöðu auð-
manna, björguðu mörgum
manni frá hungurdauða. Þó
biðu svo mörg börn og ungl-
ingar varanlega hnekki á
þroska sínum, að 30-40%
'þeirra reyndust óhæf til her-
þjónustu í heimstyrjöldinni
síðari. Og svo sýna fjármála-
spekingar og hagfræðingar
’fram á það af feikna miklum
lærdómi og speki, að neyðin
hafi verið offramleiðslu á mat
og öðrum lífsnauðsynjum að
kenna ásamt of háu kaupi
verkamanna og glæpsamlegri
tregðu þeirra til að bjarga
þjóðfélaginu með kauplækkun.
Ég hef á liðnum árum eytt
nokkuð miklum tíma i að
pæla í gegnum kennslubækur
í hagfræði og í heilabrot yfir
kenningum þeirra. Álit mitt
er orðið, að sú hagfræði, sem
bækur þessar kenna, eigi ekk-
ert skylt við raunvísindi, en
sé í eðli sínu náskyldust trú-
kerfum ýmissa bókstafstrúar-
flokka, og að flestir hagfræð-
ingar í þjónustu auðmanna
gegni mjög svipuðu hlutverki
og aðstoðarmenn vasaþjófa í
stórborgum erlendis, sem með
því að draga að sér athygli
manna með allskonar tilburð-
um og ólíkindalátum hjálpa
dugnaðarmönnum við mjög
arðbæra vinnu.
Það var áður fyrr talið
með verstu níðingsverkum að
rífa vörður á fjallvegum eða
segja rangt til, vegar í tví-
sýnu veðurútliti, en tímarnir
breytast og mennirnir með,
því að nú getur maður varla
litið í íslenzk dagblöð eða
tímarit án þess að finna, að
sú iðn er stunduð af mestu,
alúð og cþreytandi elju, enda
leikuif ekki vafi á því í huga
mínum, að íslenzk búseta í
landinu og um leið íslenzkt
þjóðerni muni með svipuðu
áframhaldi verða úti í tíð
flestra núlifandi íslendinga.
Undir niðri munu flestir hér-
lendis, sem komizt hafa til
einhvers andlegs þroska og
hafa miðlungs vit, hafa hug-
boð um, að svo muni fara, ef
fram heldur sem horfir. Ég
er hræddur um, að engin
þjóð muni að lokum gja’da
síðasta stríðs og kalda stríðs-
ins til jafns við íslendinga.
Þó voru í siðari heimstyrjöld-
inni 13,6% íbúa Póllands
drepnir og nær öll mannvirki
jöfnuð við jörðu, en það svar-
ar til þess, að brezku og ame-
rísku hernámsliðin hefðu
drepið rúmlega 20 þúsund Is-
lendinga á árunum ‘39-‘45 og
lagt eld í eða sprengt upp
al'ar verksmiðjur og kaup-
staði landsins, en Pólverjar
eru búnir að vinna þetta upp
og horfa með trúnaðartrausti
til framtíðarinnar
Hér fórust í hafi vegna
stríðsaðgerða hlutfallslega
jafnmargir íslenzkir sjómenn
og ameriskir hermenn, sem
fórust, í síðari heimstyrjöld-
inni. Það var dýr blóðtaka,
því að síðustu 50-60 árin mun
úrvalið af íslenzka kynstofn-
inum hafa verið sjómenn.
Hve margar stúlkur hafa tap-
azt íslenzku þjóðerni, er mér
ókunnugt, en þær munu mjög
margar. (En það, sem hefur
orðið þjóðinni dýrast, er, að
á þessum síðustu 20 árum
hefur sístækkandi hópur
manna lifað af hernámsvinnu,
mútum, gjöfum, ölmusu og
lánum, án þess að verða
mannkyninu eða þjóð sinni að
nokkru gagni með tilveru
sinni. Nú mun að öllum lík-
indum þessi tekjulind vera að
þorna upp, og ég efast stór-
lega um, að valdamenn
Bandaríkjanna télji, að þessir
menn hafi innunnið sér sveit-
festi þar.
Að sjálfsögðu er það mér
með öllu ómögulegt að segja
með nokkurri vissu um það,
hve fjölmennur þessi hópur
er, sem lifir beint eða óbeint
af hernáminu eða lánum veitt-
um vegna þess. Það er ágizk-
un mín, að það muni vera
milli 40 og 50.000 manns. En
nú er þessi hagi uppurinn,
og þegar búið er að éta síð-
ustu snöpin, sem við fengum
að láni nú fyrir skömmu,
blasir við mesta vandamál,
sem þjóðin hefur þurft að
mæta í allri sögu sinni. Þessi
yfirstétt, sem er tilkomin
vegna hernámsins, lifir í dýr-
indis íbúðum, ekur fínustu
bílunum cg berst mikið á er-
lendis sem innanlands, hún
mun beita öllum ráðum til
þess að komast hjá því að
vinna þau störf, sem þjóð-
félaginu eru gagnleg, og til
þess að halda þeim lífsvenj-
um, sem henni eru orðnar
tamar. Við vitum, að þegar
nágrannaþjóðir vilja ekki
lengur hafa þessa yfirstétt á
sveit hjá sér, mun allur þung-
inn falla á vinnardi og skap-
andi menn til sjávar og sveita
Fra\nhald af 7. síðu.
til sjós og var mest á eyfirzk-
um handfæraskipum um 5
ára skeið, en síðan hefur
hann stundað sjósókn og al-
menna verkamannavinnu á
Húsavík.
Arnór kvæntist árið 1925
Guðrúnu Magnúsdóttur frá
Súðavík hinni ágætustu konu
og -eignuðust þau fimm börn,
sem öll eru uppkomin, og hin
mannvænlegustu.
III.
Arnór fékk ungur áhuga á
stjórnmálum og skipaði sér í
sveit jafnaðarmanna, en gekk
í Kommúnistaflokkinn strax
þegar hann var stofnaður, og
síðar í Sósíalistaflokkinn, og
er hann nú 'í flokksstjórn
‘hans.
Aðalvettvangur Arnórs á
sviði félagsmála er þó í
verkalýðshreyfingunni. Hann
var kosinn formaður Verka-
mannafélags Húsavíkur árið
1941 og var formaður í 7 ár,
en hafði áður verið um ára-
foil í varastjórn félagsins, og
nú 10 s.I. áh hefur hann ver-
ið varaformaður þess.
Oft hefur hann setið þing
A.S.I. og ráðstefnur og gegnt
mörgum öðrum störfum fyrir
félagið. Þá hefur hann tekið
virkan þátt í félagsstarfsemi
sósialista á Húsavík og verið
formaður félags þeirra mörg
undanfarin ár.
Arnór ber mjög fyrir brjósti
hag þeirra og kjör sem á ein-
hvern hátt ieru miður settir í
þjóðfélaginu, og er manna
fljótastur að rétta þeim
hjálparhönd, þótt hagur hans
sjálfs hafi ekki alltaf verið
góður, fjárhagslega séð. T.d.
hefur han sagt mér að árið
1933, þegar fimmta barnið
fæddist hafi árstekjurnar ver-
ið alls 312 krónur, og það
hafi sér þótt lítið með 5
börn á gólfinu.
Arnór kemur ætíð til dyr-
anna eins og hann er klædd-
ur. og segir meiningu sína
umbúðelaust, og er einkenni-
lega fundvís á þau atriði sem
á einhvern hátt hafa góð á-
hrif á niðurstöður mála fyrir
alla aðila, og út’koman er sú
að eftir að hafa staðið í
fremstu v'glínu í hagsmuna-
baráttu verkamanna á Húsa-
vík um fjclda ára, þá held ég
að hann eigi eklci nokkurn
óvildarmann; það má miklu
fremur segja, að hann eigi
allr að vildarvinum, og ég
hefi það á tilfinningunni, að
þegar hann hverfur af sjónar-
sviðinu, þá finnist hverjum
og einum að hann hafi glatað
einhverju, sem hann í hjarta
sínu saknrr.
Ég s-’urði Arnór eftir því
fyrir skömmu síðan, hvert at-
vik honum væri minnisstæðast
úr störfum sínum að verk-
hér á landi. En nú þegar eru
atvinnuvegirnir víða að kom-
ast í sama ástand og kind,
sem er langt leidd af orma-
veiki, en það virðist ekki
hvarfla að auðmönnum og
öðrum vel höldnum þjóðfé-
lagsómögum, að með áfram-
haldi á núverandi stefnu muni
sömu örlög bíða þeirra og
orma í dauðri kind.
lýðsmálum, og hann svaraði
eftir litla umhugsun.“ Það var
á Alþýðusambandsþingi 1942,
þegar baráttan stóð um
Þvottakvennafélagið Freyju,
þá heyrði ég þá beztu ræðu,
sem ég held að hafi verið
flutt á íslenzka tungu. Það
var ræða Árna Ágústssonar.
Annan eins stuðning góðu
máli til framdráttar hefi ég
aldrei heyrt.“
Mér fannst svarið einkenn-
andi fyrir Arnór, mann, sem
ég vissi að hafði staðið fram-
arlega, ef ekki fremstur í
harðvítugum verkföllum t.d.
Lagarfossslagnum 1934 og
vegavinnuverkfalli 1943. Það
er andstætt hans lífsskoðun
að slást um forauðið, en ef
ekki er annars kostur, þá
gengur hann einarður til bar-
áttunnar, þvi hann skilur
allra manna bezt hver er
grundvöllur þeirrar baráttu,
og hann veit að efnahags- og
stj ómarfarslegt sjálfstæði
okkar er undir því komið að
vel skipulögð verklýðssamtök
séu í landinu, og hann telur
aldrei eftir sér að leggja sitt
af mörkum í þeirra þágu.
Með þökk og virðingu.
Jóhann Herniannsson
★
Þeir eru orðnir nokkuð marg-
ir fundirnir, þingin og ráð-
stefnurnar, sem við sem skip-
um verkalýðshreyfinguna á
Norðuriandi höfum setið síð-
ustu áratugina með Arnóri
Kristjánssyni og einskis manns
mundi saknað frekar á slíkum
manníundum. Og þar væri líka
skarð fyrir skildi, ef hann
væri þar fjarri sem þing heild-
arsamtakanna væru eða Sós-
íalistaflokksins. En það hefur
ekki oft borið við síðustu ára-
tugina að Arnór hafi þar ver-
ið fjarri, sem mikilsverðustu
ákvarðanir hefur átt að taka
fyrir verkalýðshreyfinguna.
Jafnan hefur hann verið þar
mættur sem fulltrúi verka-
manna og sjómanna á Húsavík,
glaður og reifur, og flutt mál
þeirra af þeirri einlægni og
óbilandi trú á góðan málstað
að óhugsandi heíur verið ann-
að en að athygli og aðdáun
hafi vakið. Ræðustíllinn myndi
kannski ekki alltaf standast
ströngustu formsins kröfur, en
það hefur verið ómengað mái
sjómannsins, sem kominn var
rakleitt frá línudrættinum,
verkamannsins úr hafnarvinn-
unni, þrungið því brjóstviti,
sem bezt gerist og hittir betur
í mark og nær betur kjarna
hvers máls en allar lærðar
kúnstir. Og bv: má ekki gleyma
að Arnór á þann hæíileika í
rikara mæli en flestir aðrir að
geta íundið gamanið í alvör-
unni. Svartsýni, vantrú á sigur,
deyfð eða drungi eru orð, sem
ekki eru til í orðabók hans.
( Framhald)
Arnór Kristjónsson sextugur
Orlof húsmæðra
orðið ú lögum
Frumvarpið um orlof hús-
mæðra var afgreitt sem lög
á fundi neðri deildar Alþingis
30. maí. Eru lögin óbreytt
eins og frumvarpið varð við
þá breytingu sem efri deild
gerði á því, en þar var 10 kr.
skattur á húsmæður felldur
niður og nokkuð vikið við
ákvæðunum um tekjuöflun or-
lofssjóðsins.
Karlmannafatnaffnr
allskonar
ÍJrvalið mest
Verðið bezt
Cltíma
Kförgarðnr
Laugavegi 59
BARNA-
RCM
Húsgagnabúðin h.f.
Þórsgötu 1
Leiðir allra sem ætla afl
kaupa eða selja
BIL
liggja til okkar.
BlLASALAN
Klapparstig 37.
Sími 1-90-32.
Engum. sem kynnist Arnóri
Kristjánssyni, er torskilið hvers
vegna hann hefur um áratuga
skeið verið sá forustumaður,
sem hann er í röðum verka-
manna og sjómanna á Húsa-
vík. Mannkostir hans, óbilandi
elja, sem aldrei spyr um end-
urgjald, gamansöm hjartahlýja
og góðar gáfur eru þeir horn-
steinar, sem hinar miklu vin-
sældir hans byggjast á, en
óvildarmenn trúi ég ekki hann
eigi neina.
Húsavík er vaxandi athafna-
bær, byggð vaskri og fram-
sækirini sjómanna- og verka-
mannastétt. Traust verkalýðs-
samtök og öflugur flokkur al-
þýðunnar hafa mjög sett mót
sitt á bróun bæjarins og bæjar-
lífið og flest bendir til þess að
svo verði bó í enn ríkara mæli
í framtíðinni. því verkalýðs-
breyfingin á þar mannval mik-
ið og vaxandi, ekki sízt meðal
unga fólksins, Arnór Kristjáns-
son, sem í dag verður sextug-
ur, á sinn mikla og ómetanlega
þátt i þessari staðreynd. Hún
er launin, sem hann uppsker
fyrir starí sitt og strit fyrir
verkalýðshreyfinguna. Og áreið-
anlega líka þau einu sem hann
æskir.
Til hamingju með sextugsaf-
mælið Arnór. Megi verkalýðs-
hreyfingin og flqkkur hennar
njóta krafta þinna um sem
flesta'ökömhá'aTátúg'i:
Björn Jónsson.