Þjóðviljinn - 12.06.1960, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 12.06.1960, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. júní 1960 Hvers vegna er fiskverð svona lágt? Framh. af 7. síðu ; ásamt stjórafærum og lítið ilréginni línu grotna niður og verða einskis nýtt sökum vanhirðu, sem annað tveggja má rekja til vankunnáttu eða trassaháttar 'og er hvorugt afsakanlegt. Hér fara mikil verðmæti forgörðum áriega, sem flutt eru inn til landsins fyrir rándýran gjaldeyri. Eg hef hér bent á nokkur atriði sem þurfa endurskoð- unar við í útgerðarmálum okkar Islendinga, og er þó fleiru hægt við að bæta, svo sem því, að ending mótorvéla hér í fiskiflotanum er oft ekki nema hálf, miðað við það sem gerist hjá öðrum fiskveiði- þjóðum. Þetta stafar að lik- indum mest af því, að vélarn- ar eru oftast píndar á síðasta snúning, en slíkt flýtir fyrir sliti vélarinnar og olíueyðslan margfaldast, sem þýðir dýr- ari, — óhagkvæmari rekstur. Eg sagði frá því hér að framan að hinum erlenda út- vegsmanni þótti viðhald vél- bátanna hér slæmt, eða þann- ig kom það honum fyrir sjón- ir. Hinu ber þó ekki að leyna, að ýmsir útvegsmenn gera þarna vel, og þeim hinum sömu er það metnaðarmál að bátar þeirra séu í góðu standi og vel útlítandi, en þó eru þeir alltof margir sem hafa báta í vanhirðu, og þó er ástar.dið í þessum efnum hvergi verra en þar, sem bankarnir hafa mest ítök og hefur stundum mátt sjá spegilmynd af slíku hér í Reykjavíkurhöfn. Þétta er því undarlegra þar sem ætla hefði mátt að hér væru fjár- málamé.nn að verrki, sem tryggðu það að veð bank- anna yrðu ekki einskis nýt sökum vanhirðu. Erlendis, þar sem bankar lána til út- gerðar, hafa eftirlitsmenn bankanna nákvæmt eftirlit með að slíkt sem þetta komi ekki fyrir. En einmitt slíkt eftirlitskerfi skapar nauðsyn- legt aðhald, sé það í lagi og eftirlitsmennirnir starfinu vaxnir. Það hefur með réttu verið kvartað undan lélegum netja- fiski i verstöðvunum á síð- ustu árum, eftir að netjaveið- arnar urðu allsráðandi á ver- tíðinni. Hinu má þá heldur ekki leyna, að þó oft hafi bor- izt slæmur fiskur á land, þá hefur hann í mörgum tilfell- um verið gerður helmingi verri í lahdi á meðan hann beið vinnslunnar, sökum óhæfra geymsluskilyrða. Ár- lega fara forgörðum tug- milljónir króna af þessum sökum einum miðað við allar verstöðvarnar hér sunnan- lands og vestan. Þetta verður að teljast algjörléga óviðun- andi ástand, og þó hefur ver- ið gert mjög lítið til að bæta það. I sumum stórum verstöðv- um finnast varla ísvélar, þó mörg frystihús séu starfandi á staðnum. En það verður að teljast algjör lágmarkskrafa þar sem frystihús er starf- andi, að það búi við ótak- markaða ísframleiðslu og geti þannig haldið aflanum nægi- lega kældum meðan á vinnslu stendur. Á saltfiskstöðvunum, þegar mikill fiskur berst á land, þá eyðileggst hann í mjög stór- um stíl sökum þess að ekki hefst undan í aðgerðinni. Hér er hægt að koma á umbótum með því að kæla fiskinn nið- ur í sjósöltu vatni. Slíkur út- búnaður mundi bjarga mikl- um verðmætum cg gera vinnsluna um leið ódýrari. Fiskur geymdur í slíkri kæli- geymslu væri jafngóður og nýr til vinnslu í salt einum til tveimur sólarhringum eft- ir að hann kom í land. Eg fullýrði að á stórum saltfisk- stöðvum fara árlega forgörð- um verðmæti sem nægja myndu til byggingar slíkrar kæligeymslu. Það má máski segja að það hafi verið afsak- anlegt á sínum tíma, þegar ég benti samtökum Saltfisk- framleiðenda á þessa leið, að hefjast ekki handa með úr- bætur, þar sem þessi aðferð var þá algjörlega óþekkt. En nú er þetta ekki lengur fyrir hendi, þar sem aðrar þjóðir eins og t.d. Bandaríkjamenn hafa, fyrir löngu gert þessa geymsluaðferð að veruleika með ágætum árangri. Aðgerðahús eru hér sum- staðar i miður góðu ásig- komulagi, gólf víða uppbrotin og árlegt viðhald í mikilli vanhirðu. Þetta setur leiðin- legan ómenningarsvip á þenn- an höfuðatvinnuveg lands- manna. Hér var á ferð ný- lega umboðsmaður frá er- lendum fiskkaupendum og skoðaði hann að sjálfsögðu slægingarhús og vinnslustöðv- ar víða á þessu ferðalagi, og þótti að vonum að hér þyrfti umbóta við, og meiri snyrti- mennsku. Við skulum gera okkur það fullkomlega ljóst, að í þessu efni erum við undir smásjá þeirra þjóða sém fiskafurðir kaupa liéðan og við erum dæmdir af verkunum og verk- unum einum. Að þessi mál séu á hverjum tíma í góðu lagi, það er höfuðnauðsyn, sem aldrei má gleyma. Al- þingi hefur nú nýverið sam- þykkt lög um ferskfiskeftirlit, en undir það á að heyra allur nýr fiskur til vinnslu, fiski- lestar og ásigkomulag aðgerð- arhúsa. Við skulum vona áð þessu nýja eftirliti takist að koma hér á umbótum, því þeirra er mikil þörf, eins og hér hefur verið bent á að framan. VI Eg hef hér rætt nokkuð um galla sem eru áberandi í und- irstöðuatvinnuvegi þjóðarinn- ar og sem þurfa lagfæringu við En til þess að valda ekki misskilningi, þá þykir mér rétt að taka fram, að allir eiga hér ekki jafna sök. Til eru menn sem gera vel í mörgum þessum greinum, en hinir eru þó fleiri sem lýsing- una hér að framan eiga full- komlega við. Skrifað stendur: ,,Heilbrigðir þurfa ekki lækn-ý is við, heldur þeir sem sjúkir eru“. Og það er vegna hins sjúklega ástands, sem er áber- andi í útgerðarmálunum og fiskvinnslunni að við þurfum að leggjast á eitt og koma fram gagngerum endurbótum. 1 upphafi máls míns gat ég þess, að sjómenn og aðrir íbúar sjóþorpanna hefðu að vonum rætt mikið um þá frétt að ferskfiskverð í Noregi væri svo ótrúlega mikið hærra en hér, bæði til útvegsmanna og sjómenn, eða kr. 4.21-4.80 fyrir hvert kg í Noregi. Hér kemur sjálfsagt margt . til greina. Sölusambönd, hag- kvæm lán til fiskvinnslu- stöðva og margt fleira. En það skulum við líka gera okk- ur ljóst, að svo lengi sem hægt er að rökstyðja, að ástand útgerðarmála og fisk- vinnslu sé að miklum hluta í því ásigkomulagi sem ég hef verið að ræða. hér um, þá hlýtur hlutur margra sem við þessa atvinnuvegi fást að verða rýrari en efni standa til. Hagsýni í öllum rekstri og vandaðar fiskafurðir er það sem við verðum að byggja framtíðin á, önnur leið er ekki t’L En leiðarsteinar inn í þá framtíð eru: Betri kjör sjómönnum til handa, mikið hærra ferskfiskverð fyrir góðan fisk heldur en slæman, útgerðar- og fiskvinnslulán með lágum vöxtum, náuðsyn- legt eftirlit frá hendi bank- anna um að veðum sé haldið í fullkomnu verðgildi, og kennsla í betri meðferð á veiðarfærum, bátum og öðru því sem skapar hagkvæman rekstur. / ^ Reykjavík 6/6 1960. Leiðir allra sem ætla að kaupa eða selja BÍL liggja til okkar. BÍLASALAN Klapparstíg d7. Sími 1-90-32. Sjómanna- dasnrinn Málverk eftir Cunnlaug Sclieving er hátíðisdagnr íslenzkra sjómanna, sem sækja björg á miðin, fram og víða ut um heim. sigla með ströndum SÆJflRUTGES® HAFNARFJARÐAR óskar öllum sjómönnum gæfu og gengis í íramtíðinni í tilefni af deginum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.