Þjóðviljinn - 12.06.1960, Page 12

Þjóðviljinn - 12.06.1960, Page 12
 W&&M. AS leik í sólskininu Börnin kunna vel að meta góðviðrið og fjölbreytnin í vorleikjum þeirra er mikil. Boltaleikir ýmiskonar eru alltaf vinsælir, svo og „paris- ar-leikirnir“ eins og sá sem krakkarnir á myndinni eru í. Myndin var tekin hér í bæn- fyrir fáum dögum. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Vanskilaskuldir ríkissjóðs við bæjarsjóð ukust á síðasta ári Þá átti jbó ihaldicS fjármálaráBherrann en þurfti ekki aS rukka Eystein Jónsson þlÓÐVILJINN Sunnudagur 12. júní 1960 — 25. árgangur — 132. tölublað 7 DAGAR KEFLA- VÍKURGANGAN Bnn er ein vika til stefnu. Munið að skrifstoía framkvæmdanefndar er í Mjóstræti 3, annarri hæð, sími 23647. iNauðsynlegt er að fólk hafi samband við skrifstof- una og láti skrá sig sem allra fyrst. Þeir sem safnað hafa göngufólki til þátttöku þurfa að láta skrifstofuna vita strax um sérhvem nýjan þátttakanda. Hver og einn sem ætlar að verða með er beðinn að koma í Mjóstræti 3. (Skrifstofan er opin í dag, sunnudag, sem aðra daga frá klukkan 2 til 10 síðdegis. Við fyrstu umræðu um bæjar- reikningana á síðasta bæjar- stjórnarfundi vakti Guðmundur Vigfússon athygli 'á því hversu erfiðlega bænum gengi að inn- heimta lögboðnar greiðslur ríkis- ins til skóla- og sjúkrahúsbygg- inga og reksturs þessara stofn- ana. Reikningarnir bæru nieð sér að skuldir ríkissjóðs við. bæinn hefðu aukizt um 1,2 milljónir 1959, hækkað úr 19,6 millj. í 20,8 milljónir. Benti Guðmundur á það óhag- ræði sem bærinn hefði af þess- ari skuldasöfnun ríkisins. hún yki óhjákvæmilega erfiðieika bæjarins í sambandi við skóla- og sjúkrahús.byggingar, fram- kvæmd verkefnanna gengi hægar og seinna en ella þegar framlög annars aðilans fengjust ekki skiivíslega greidd. Málið hefði oft verið rætt í bæjarstjórn og fyrrv. borgarstjóri oft verið hvattur til að ganga rösklegar Sram í innheimtu þessara skuida. Svör Gunnars Thoroddsen hefðu venjulega verið þau að Eysteinn Jónsson væri skuldseigur og erf- iður viðureignar. En á s.l. ári heíði svo skipazt, að nýr maður. Guðm. í. Guðmundsson, hefði farið með fjármál rikisins og notið stuðnings Sjálfstæðisflokks- ins. Utkoman hefði samt ekki batnað, skuldir ríkisins við bæ- inn hefðu þvert á móti aukizt um hálfa aðra milljón króna. Guðmundur Vigfússon kvað þess að vænta, nú þegar Gunnar Thoroddsen hefði sjálfur tekið við fjármálum ríkisins, að á þessu yrði skjót breyting, ekki aðeins tekið fyrir frekari skuldasöfnun heldur yrð|i vanskilaskuldin greidd niður fljótt og vel. Nú- verandi fjármálaráðherra ætti samkv. fyrri yfirlýsingum að hafa góðan skilning á þiirfum bæjarfélaganna. Skoraði Guð- mundur á Geir Hallgrímsson borgarstjóra fjármála að vera Gylfi til Sovétríkjanna - sovézkir þingmenn hingað Gylfi Þ. Gíslason ráðherra menntamála og viðskiptamála er á förum í opinbera heim- sókn tii Sovétríkjanna. Fer hann ásamt konu sinni um næstu helgi; munu þau dveljast í Sovétríkjunum eina til tvær vikur á vegum menntamála- ráðuneytisins þar og ferðast væntanlega eitthvað um landið. Fyrri hluta júlímánaðar kemur svo hingað nefnd frá Æðsta ráði Sovétríkjanna i boði Alþingis íslendinga. ís- lenzkir alþingismenn ferðuðust sem kunnugt er um Sovétrík- in fyrir nokkrum árum og hafa inú boðið starfsbræðrum sínum eystra að kynnast íslandi. Munu forsetar Alþingis standa f.vrir móttökunum og skipu- leggja dvöl sovézku þingmann- anna hér. iiniiiiiiimiiiimmiiiiiiiiiiimiiimiiiiii I Hinn nýi síid- | veiðantbúnaður - Sem óðast er nú verið að búa = bátaflotann til sumarsíld- 5 veiða. Talsverður hluti flot- = ans mun í sumar verða búinn E kraftblökk, sem reyndist vel = í fvrra. Mun láta nærri að 40- E bátar verði með þennan út- = búnað í sumar, en í fyrra — voru kraftblakkir í aðeins 5 fjórum bátum. — Myndin var = tekin í bátahöfninni í Reykja- E vík fyrir nokkrum dögum af =• kraftblökk, sem verið var að H koma fyrir í einum bátanna. 5 (Ljósm. Þjóðv. A.K.). samt vel vakandi í þessu efni og ganga rösklega og ríkt eft- ir rétti Reykjavíkur til þess- ara vanskilaskulda ríkisins. Geir Hallgrímsson borgar- stjóri skýrði frá þvi í svarræðu sinni að skuldin hefði lækkað nokkuð það sem aí væri þessu ári. Ekki taldi hann óstæðu til að bæjarstjórn samþykkfi neina áskorun um rösklegri innheimtu eða greiðslu skuldanna, en til- laga um það lá fyrir fundunum ( fró Þórði Björnssyni, bæjarfull- trúa Framsóknar. Vestmannaeyjum 11. júní. Frá fréttár. Þjóðviljans. Héðau munu milli 30 og 40 fyrstu fara þegar í næstu viku.; Héðan munu 30 bátar róá j sumar og um 15 bátar munu veiða með dragnót og eru nokkrir þegar byrjaðir ög hafa fengið góðan afla. Hátíðahöld sjómannadagsins byrjuðu hér í gær með keppni kappróðri, stakkasundi, björgrunaræfingum og kapp- splæsingu í friðarhöfninni. Kl. 8 í kvöld verður svo skemmtun í samkomuhúsinu. Á morgun, sunnudag, verður hátíðin sett af Páli Þorbjörns- syni, skrúðganga mun halda að minnismerki hrapaðra og drukknaðra og lúðrasveit Vest- mannaeyja leikur fyrir göng- unni. Þar mun Einar J. Gísla- son halda ræðu og síðan verð- ur blómsveigur lagður við fót- stall minnismerkisins og að iokum verður guðsþjónusta. Kl. 4 verða útihátíðahöld á Stakkagerðistúni, þar mun fara fram handboltakeppni kvenna, ræðuhöld. verðlauna- afhending og ýmis skemmtiatr- iði. Kl. 8 um kvöldið vérður skemmtun með líku sniði og skemmtunin kvöldið áður í Samkomuhúsinu. Að henni lokinni verður aflakóngur Vestmannaeyja, Helgi Berg- vinsson skipstjóri á Stíganda, heiðraður. 23. sjómannadag- urinn í dag Tuttugasti og þriðji sjómanna- dagurinn er hátíðlegur lialdinn í dag. Hér í Reykjavík hefjast há- tíðahöld við Austurvöll kl. 1,30 síðdegis. Þar mun Óskar J. Þor- láksson dómkirkjuprestur m.a. minnast drukknaðra sjómanna, ræður flytja Emil Jónsson ráð- herra, Haísteinn Baldvinsson íullt.rúi útgerðarmanna og' Egill Hjörvar véístjóri, Kristinn Halls- son syngur og lúðrasveit leikur. Verðlaun og heiðursmerki af- hendir Ilenry Hálfdanarson for- maður sjómannadagsráðs. Að loknum hátíðahöldunum við Austurvöll, um kl. 3.45 heíst kappróðrarkeppni á Reykjavíkur- höfn. Dansleikir verða á nokkr- um skemmtistöðum i kvöld.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.