Þjóðviljinn - 19.06.1960, Page 4
A) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 19. júní 1960
Kvennadagurinn og hersetan
Kvennasamtökin á íslandi,
Kvenfélagasambandið og Kven-
réttindafélagið, eru fjölmenn og
öflug. Þau munu samanstanda
af konum búsettum í hverri
sýslu landsins, en auðvitað eru
stærstu, öflugustu og fjölmenn-
ustu fél. í Reykjavík. Áður en
herinn var af íslenzku ríkis-
stjórninni kallaður inn í land-
ið, höfðu kvennasamtökin unn-
ið af fádæma atorku og margs-
konar þjóðþrifamálum, og kom-
ið skriði á byggingar, sem vaf-
izt höfðu fyrir þjóðskörungum
þeim af karlkyni sem þjóðin
hafði lengi kosið til að sjá
um allar framkvæmdir, og mun
byggingu Landsspitalans bera
þar hæst og vera kvenna-
samtökunum til sóma, og órækt
vitni þess að viljakraftur
kvenna er öflugur þegar þær
beita samtakamætti sínum. Og
mörg voru þau velferðarmál,
sem konur unnu ötullega að og
varð víða vel ágengt, og kon-
unum í strjálbýlinu var svo
Ijúft að leggja saman krafta
sína til eflingar menningu og
uppeldisþroska æskunnar í
landinu, og starfið var mjög
ánægjulegt, og í mörg ár mjög
árangursríkt.
En eftir að stjórnarvöldin
höfðu kallað herinn inn í land-
ið, var eins og loku skotið fyr-
ir hugdirfð forustukvennanna,
sem áður höfðu reynzt svo skel-
eggar í baráttu fyrir velferð
uppvaxandi æsku og þjóðar-
sóma á öllum sviðum. Margir
hafa undrazt það að konurnar
sem voru svo djarfar og dug-
miklar skyldu ekki nota Tið-
styrk sinn til þess að koma
hernum burt að stríði loknu,
og sannarlega hefði það verið
það mesta og bezta þjóðþrifa-
mál, sem íslenzk kvennasam-
tök hefðu lagt lið. Oft hefur
verið reynt að fá forustukonur
samtakanna til samstarfs við
Menningar- og friðarsamtök ís-
lenzkra kvenna, sem frá upp-
hafi hersetunnar hafa séð hætt-
una sem þjóðinni er búin, en
því miður hafa forustukonur
Kvenfélagasambandsins og
Kvenréttindafélagsins ekki haft
áhuga á að sameina allar kon-
ur samtakanna til virkrar þátt-
töku í því nauðsynjamáli að
Iosa þjóðina við allt það böl
sem af hersetunni hefur stafað
og er það illa farið.
Þó kvenfrelsið sé nú stað-
reynd á íslandi, eru þessar kon-
ur enn svo háðar þeim stjórn-
máiamönnum, karlmönnuin,
sem viija hafa her hvað sem
það kostar þ.jóöina að þær, svo
djaríar og dugmiklar sem þær
eru vilja ekki vinna á móti
vilja þeirra. Þetta á vonandi
eftir að breytast með tíð og
tíma, því lengi má oft mann-
inn reyna segir gamalt orð-
tak.
Síðustu atburðir hafa komið
nokkru róti á hugi manna, og
er sízt að undra, þar sem vitað
er að ríki það sem hér hefur
herbækistöð fer ekki dult með
,að kjarnorkuvopn eru í flugvél-
um þeim sem sveima yfir höfð-
um manna, og menn geta
búizt við að kjarna- og vetnis-
sprengjur séu geymdar hér á
Keflavíkurflugvelli. íslendingar
fá lítið að vita um það, en þeir
vita af sárri reynslu að herinn
Viktoría Ilalldórsdóttir
er ekki varnarher, því vopnuð
árás Breta á íslenzka landhelgi
og mannrán ásamt tilraun til
að sökkva íslenzkum skipum
var láið óátalið og verndar-
herinn kúrði rólegur í h.reiðrinu
á Keflavíkurfiugvelli og allt tal
ráðherranna íslenzku um vernd
þessa herveldis sem hér hefur
herbækistöð, er svo ómerkilegt^
og vísvitandi blekking að hvert
meðalgreint barn á skólaskyldu-
aldri sér í gegn um allan þann
ósannindavaðal.
fslenzk þjóð er þegar búin að
hljóta óbætanlegt mannorðstjón
af sambúðinni við herstöðina
eins og dæmin sanna, og sið-
ferðistjón verður erfitt að
bæta, því það mun lengi og í
marga ættliði svíða í þeim sár-
um.
íslenzku konur, 19. júní dag-
urinn okkar, hátíðisdagur sem
við höfum tileinkað okkur sem
tákn þess að við öðluðumst
full mannréttindi fyrir skelegga
baráttu, . er nú í ár merkileg-
astur allra daga þessa árs, því
ákveðið er að sýna í verki mót-
mæli íslenzku þjóðarinnar við
hersetunni á okkar blessaða
landi, og nú gefst gullið tæki-
færi þeim sem hafa þrótt til
göngu, og þor til að stuðla að
því að landið okkar verði losað
við herstöðina og öll tengsl
við hernaðarbandalög „svo al-
drei framar fslands byggð sé
öðrum þjóðum háð“.
Eg' vona að vorblærinn
hvísli því að hverri konu, og
sérstaklega þeim sem í ábyrg-
ar stöður þjóðfélagsins eru
skipaðar, að skylda þeirra sé
að vinna trúlega að því að
frelsa landið úr tröllahöndum.
Of lengi hefur það dregizt
vegna þess að konurnar, sem
eru meira en helmingur kjós-
anda þessa lands, hafa verið
um of háðar flokkum þeim
sem voru svo glaptir af gulli
því sem þeir þóttust höndla
með hersetu, að velferð þjóðar
varð of lágt metin. Nú vona ég
að aliar konur þjóðarinnar
skilji, þó seint sé, að þeim ber
skylda til að koma vitinu fyr-
ir þá flokksbræður sína, sem
berjast enn af miklum móði
fyrir því að hafa hér á íslandi
herbækistöð stórveldis, sem
nýlega er staðið að því, að
vinna á móti íslendingum í
sjálfstæðis- og sjálfsbjargarvið-
leitni þeirra, eins og svo
glögglega kom fram á Genfar-
ráðsteínunni í landhelgismáL
inu.
íslenzku konur. gerið 19. iúnl
að eftirminnilegum hátíðisdegi’
1960. Sameinist í því göfuga
málefni að frelsa land og þjóð
undan erlendum yfirráðum og
siðlausu hermangi sem er á
hraðri leið til óbætanlegrar af-
siðunar. Við mæðurnar í þessu
blessaða landi þráum allar að
framtíð barnanna verði fögun
og óháð vopnuðum stórveldum,
við erum uppaldar í kristnu,
vopniausu landi, þar sem lífi
hvers einstaklings er metið
meira en í stríðslöndum, því.
allir okkar sigrar eru unnir
með andans krafti, og menning-.
arafrek okkar beztn manna.
hafa lyft þjóð vorri upp úr á-
þján, fátækt og niðurlægingu
svo hún getur lifað hér menn-
ingarlífi. en stríð og manndráþ
eru íslenzku þjóðinni viður-
styggð, og úr viðjum hera-
og morðtóla þurfum við að
leysa landið svo börnin sem!
við erum að ala upp fái
að líta frjálst land og geti lifað
án ótta. Þann 19. júní ættum.
við allar að sameinast í þeirri
fögru hugsjón er var leiðar-
stjarna okkar beztu manna. ís-
landi allt. ísland frjálst full-
valda ríki.
15. júní 1960
Viktoria Halldórsdóttir,
Sólbakka Stokkseyri.
I. B. Keflavík og K. R.
á. grasvellinum í Njarðvík.
Dómari: HANNES Þ. SIGURÐSSON
Línuverðir: Baldur Þórðarson og Haíldór Bachmann.
MÓTANEFNDIN
Enn frá Riga
Eftirfarandi skák var tefld
á skákþingi.r.u í Riga í vetur,
sem getið var um í síðasta
þætti og þá birt ein skák það-
an.
Þeir Nej og Tolusch eru báð-
ir þekktir rússneskir meistar-
ar, Tolusch þó mun þekktari,
enda stórmeistari að nafnbót.
Hvítt: I. Nej.
• Svart: A. Tolusch.
SIKILEYJARVÖRN.
I. e4, c5 2. Rf3, d6 3. d4,
cxd4 4. Rxd4, Rf6 5. Rc3, a6
6. Bc4, e6 7. 0—0, b5 8. Bb3,
Bb7
(Eftir 8.------b4 9. Ra4,
Rxe4 10. Hel! næði hvítur
, sókn, sem svartur fengi varla
! staðizt).
9. Hel, Rb—d7 10. B>r5, Dc7
( Stöðumynd)
( 11. Bxe6!
(Sigurvænleg fórn, sem
svartur mun hafa vanmetið).
II. -----fxe6 12. Rxe6, Dc4
i (12.-------Dc6 13. Rd5).
13. Rxf8, Hxf8 14. Dxd6,
0—0—0
(Þannig verður staða svarta
kóngsins tiltölulega örugg.
Hinn möguleikinn 14. — —
Kf7 15. Bxf6, Rxf6 16. e5,
Ha—d8 17. Db6 væri mun
lakari fyrir svartan).
15. Rd5, Hd—e8 16. Bxf6,
Hxf6?
(Svartur gat haldið barátt-
unni áfram með 16.------gxf6
17. He3, Bxd5 18. Hxc3, Dxc3
19. bxc3, Bb7 o. s. frv., enda
þótt hvítur stæði þá einnig
betur að vígi).
17.. Rxf6, Rxf6 18. Ha—dl
Dc7 Í9. f3, Dxd6 20. Hxd6, Kc7
21. He—dl, Bc6
(Liðsyfirburðir hvíts gera
nú út um bardagann).
22. Hd6—d4, Rd7 23. Kf2,
Re5 24. b3, a5 25. h3, Rd7
26. a3, Rc5 27. Hce, Re6 28.
Hd2, b5 29. axb4, axb4 30. c3!
(Hvítur „frelsar" b-peðið).
30.------Rc5?
(Þennan leik hrekur hvítur
ómótstæðilega).
31. cxb4, Rxb3 32. Hxc6t!,
Kxc6 33. Hd3
(Riddarinn á sér nú ekki
undankomu auðið).
33.-----Hal 34. Ha3, Rc2
35. Hc3t. Svartur gafst upp.
Úr „Deutsche Schachzeitung"
í næstu skák leiða einnig
tveir rússneskir meistarar sam-
an hesta sína. Og hún á sam-
merkt hinni fyrri í því, að þar
verður stórmeistari, velfræg-
ur, að lúta i lægra haldi fyrir
,,óbrcyttum“ meistara. Skákin
er tefld á síðasta skákþingi
Sovétríkjanna.
Hvítt: Krogius. Svart: Geller
SIKILEYJARVÖRN.
1. e4, c5 2. Rf3, Rc6 3. d4,
cxd4 4. Rxd4, Rf6 5. Rc3, d6
6. Bg'5, e6 7. Dd2, a6
(7. — — Be7 er öruggari
leið fyrir svartan).
8. 0—0—0, Bd7 9. f4, b5 10.
Bxf6, gxf6
(Geller tekur með peðinu
fremur en drottningunni, þar
sem hvítur næði snarpri sókn
eftir 10. — — Dxf6 með 11.
Bxb5, axb5 12. Rdxb5 o.s.frv.
Þannig lék Bonch-Osmolowski
gegn Geller í Kiev 1957).
(Ekki 16. De2, þar sem ridd-
arinn væri þá reitlaus eftir
16. — — b4).
16.-----b4 17. Re2, e5 18.
Rel, a5
(Svartur sleppir tækifæri til
að létta fullkomlega á stöðu
sinni með 18.------d5. Hvítur
hindrar nú þann leik).
19. Bc4, Hd7 20. Bd5, Bb5
21. Hf3, Hc7 22. Rb3, Kb8?
(Yfirsjón, sem leiðir til taps
með furðanlegum liraða. Rétt
var 22.------a4 23. Rcl, Dc5
0. s. frv.).
(Stöðumynd)
Svart: Tolusch
G H
ABCDEFGH
Hvítt: Nej
Svart: Geller
ABCDEPGH
ABCDCFGH
Ilvítt: Krogus
23. Rxa5!, Hhc8
(Ef 23.-------Dxa5 24. IIa3,
Ba4 25 Bb3 og hvítur vinnur).
24. Dxb4, Hxc2 25. a3
Þessi litli, rólegi leikur var
nauðsynlegur vegna máthótun-
arinnar á cl).
25. -----Ka7 26. Hb3, Ka6
(Eftir 26. — — Hclf 27.
Hxcl, Hxclf 28. Ka2, Dgl
vinnur hvítur með 29. Rc6f
o. s. frv.).
Magazine").
27. Bb7t, gefið.
(Úr „British chess