Þjóðviljinn - 19.06.1960, Blaðsíða 7
(7
Sunnudagur 19 júní 1960 — ÞJÓÐVILJINN -J.
kandidat gangandi úr Reykja-
vík -suðui' i Njarðvíkur eins og
margir aðrir og kom þar að
iÞór.ikoti til Björns vinar síns
síðla dags. Oddur var 34 ára
og hafði lagt gjörva hönd á
’margt, meðal annars unnið við
lýsisbræðslu suður í Höfnum.
Þar hafði hann kynnzt Önnu
Vilhjálmsdóttur, 19 ára heima-
■sætu í Kirkjuvogi, og felldu
þau hugi saman. Svo kom, að
Oddúr bað meyjarinnar, en
og ágengastir á íslandi, og eru
af því langar frásögur. Á 15.
öld settust Englendingar að í
hverri krummavík á Suður-
nesjum og sátu þar sums stað-
ar innan víggirðinga eins og
til dæmis í Grindavík. Eftir
nærfellt 150 ára setu tókst að
lokum að flæma þá burt, en
það kostaði blóðfórnir. Hæðin,
sem klaustrið í Hafnarfirði
stendur á, hét að fornu Ófrið-
arhæð. Eigi er vitað. hver sú
sterka, lögmann á Strönd
í Selvogi, en hann fór að Eng-
lendingum í Grindavík 1539,
felldi þar nokkra menn og
stökkti Englendingum endan-
lega af meginlandi íslands í
það sinn.
Heimildir verða rækilegri,
þegar kemur að míðri 16. öld.
Þá eru Þjóðverjar um skeið
mestu ráðandi á Suðurnesjum.
Þá riðu þeir um Vatnsleysu-
strönd og höfðu jafnvel um-
Vilhjálmur Hákonarson, faðir
hennar synjaði honum ráða-
ihagsins, taldi Odd lítinn reglu-
mann, efnalausan og eigi lík-
legan til auðsælda. Vilhjálmur
var héraðshöfð’ngi suður þar,
þóttí ráðríkur og bar ægis-
. hjálm yfjr sveitunga sína.
Erindi Odds kvöldið góða
var að fá Björn í Þórukoti til
þess að aðstoða sig við að
nema Önnu í Kirkjuvogi að
heiman næstu nótt. Björn léði
honum tvo röska menn til far-
arinnar. Þeim tókst að ná
Önnu og komast með hana inn:
:í Njarðvikhr 'Uhdif' litofgun.
Þegar þangað kom, hafði Björn
hrundið fram sexæringi albún-
um ti! s'glingar. Þau Oddur
stigu strax á skip, en í sömu
svifum bar þar að eftirreiðar-
menn Vilhjálms bónda, en
þeir fengu ekkert að gert.
Oddur sigldi með heitmey sína
til Reykjavíkur og voru þau
gei'in þar sama’n af dómkirkju-
prestinum á gamlársdag 1870.
EREEXDAR BÆKISTÖÐV-
AR, OFRÍKI OG
OKUSTUR
Fæstar ferðir manna suður
með sjó hafa verið jafnróman-
ttekar og séra Odds. Þótt Suð-
urkjálkinn sé ekki ýkjafrjó-
samur, þá hefur hann um
langan aldur haft töluvert
■séiðmagn sökum auðsældar.
Þar og í Vestmannaeyjum
haía erlend- ríki og er-
léndir menn verið ásælnastir
nafngift er gömul, en hún gef-
ur hugboð um, að ekki hafi
alltaf verið friðsamt í firðin-
um. Ýmsar sögur ganga þar
um orustur milli íslendinga og
Eng'endinga og Englendinga
og Þjóðverja. Að lokum tókst
Þjóðverjum eða Hansamönn-
um eins og kaupmenn þýzkir
nefndust í þá daga að hrekja
Englendinga þaðan. Þá sátu
Englendingar enn um skeið
við Straumsvikina. Árið 1486
gerðu þeir herhlaup þaðan á
Hafnarfjörð, tóku þar þýzkt
, skip. herskildi, qg no,kkurn
* . . “-fcl
hluta áhafnarinnar. Þeir sigldu
með aflann til írlands og seldu
þar skipið og mennina 11 að
tölu. Það er hið síðasta, sem
kunnugt er um þrælaveiðar á
íslandi, unz Hundtyrkinn kom
hingað 1627.
Suður Vatnsleysuströnd
héldu herskarar úr Hafnar-
firði og af Innnesjum aðfara-
nótt þess 11. júní 1532, um
280 manns segir í heimildum.
Þeim le:ðangri var stefnt að
herbækistöð Engilsaxa við
Grindavík, og var hún tekin
um óttuskeið með snörpu á-
hlaupi, og féllu þar 15 Eng-
lendingar. Árið 1470 skipar
Einar Ormsson á Hvoli í Hvol-
hreppi „að láta syngja sálu-
■messu eingelskum, er slegnir
voru í Grindavík af mínum
mönnum.“ Það er eina heim-
ildin um þann mannslag, og
litlu ýtarlegri eru frásagnir
um Erlend Þorvaldsson
boðsmann hans hátignar Dana-
konungs, Kristján Skrifara, í
taumi eða létu hann hlaupa
fyrir hestum sínum og vísa
sér á konungsskreiðina. Hér
fara Norðlendingar suður á
Rosmhvalanes 1551, þegar þeir
drápu þennan trúa konungs-
þjón til hefnda fyrir Jón Ara-
son og syni hans.
Meðan Suðurnes voru í hers-
höndum útlendinga, voru á
ýmsan hátt uppgangstímar á
íslandi, en ærið eru þær fáu
lýsingar, sem varðveitzt hafa,
:4-nilíw iWaim *iar
um slóðir. Erlendir ribbaldar "
rændu bændur og' bundu, en
höfðu konur þeirra með sér um
borð í skip s;n, þegar þeim
bauð svo við að horfa.
Eftir siðskipti eignaðist
konungur flestar jarðir á Suð-
urnesjum, m. a allar jarðir
í Vatnsleysustrandarhreppi
ngma Kálfatjörn, sem var
kirkjulén, og nokkur kot lágu
þar undir, en í rauninni átti
kóngurinn einnig kirkjuna. Þá
þótti heldur illt að búa á
ströndinni. I Jarðabók Árna
Magnússonar segir t. d. um
Ytri Njarðvík:
„Kvaðir eru mannslán um
vertíð. Item extra ordinarie
reiðar og reisur innan um
sýsluna, hvenær sem til er
kallad vetur og sumar, og
þykir ábúandanum þetta stór
þungi og segist margoft af því
hafa baga liðið á sins heimilis
nauðsynjum og til þessa sjálf-
ur orðið að kosta sinn reiðhest
með eldi undir reisuna og eft-
ir. Þar segir hann enn fremur
uppá sig sé lagt að meðtaka
um hávetur mötur og reisu-
plögg þessi verkfólks, sem um
vetur inn kemur tú Bessa-
staða, og þar ræðst til áróðra
á kóngsskipin, sem á Stafnesi
ganga, þegar fyrrgreindar
mötur koma til Njarðvíkur eft-
ir skipan umboðsmannsins á
Bessastöðum fluttar með
bændanna kostnað bæ frá bæ
inn að Bessastöðum, en flytj-
ast frá Ytri Njarðvík á hest-
um til Stafness vfir heiðina.
— En nú að auki — setti um-
boðsmaður bát hingað — í
fyrstu með bón og síðan með
skyldu, tveggja manna far, sem
ganga skyldi um vertíð, en á-
búandinn að vertíðarlokum
meðtaka skipsábata, verka
hann og vakta til kauptíðar,
ábyrgjast að öllu og flytja í
kaupstað. Item hefur ábúand-
inn til þessa báts svo oft sem
nauðsyn hefur krafið, orðið að
leggja árar, keipla, drög, drags-
hálsa og austurtrog, og fyrir
allt þetta enga betaling þegið“.
— Við Innri-Njarðvík segir
m. a.: „Kvaðir eru mannslán
um vertíð suður á Stafnes. —
Hér að auk að gegna gisting
þeirra á Bessastöðum, umboðs-
mannsins, sýslumannsins og
þeirra fylgdarmanna, hvenær
sem þá að ber, vetur eður
sumar, vor eður hauist, og
Ifevað'fjölmerímr serh eru, hafa
þeir í næstu 16 ár með sjálf-
skyldu þegið mat, drykk og
hús fyrir menn, hey, vatn og
gras fyrir hesta svo langa
stund og skamma, sem sjálfir
þeir v'lja“, auk margra ann-
arra kvaða. Þannig voru álög-
urnar á hverri jörð nema
kirkjustaðnum.
KAUPÞRÆLKUN
Á dögum illræmdrar kaup-
þrælkunar voru Suðurnesja-
menn oft hart leiknir af hálfu
kaupmanna. Alkunn er sagan
um Hólmfast Guðmundsson,
hjáleigumann á Brunnastöðum
á Vatnsleysuströnd, en bærinn
stendur milli Kálfatjarnar og
Voga. Hann drýgði það ódæði
að selja 3 löngur, 10 ýsur og
2 sundmagabönd í Keflavík
árið 1698, en samkvæmt kaup-
svæðaskiptingu átti hann að
verzla í Hafnarfirði, en kaup-
maður hans þar vildi ekki ;
nýta þessa vöru. Fyrir þennaní «««<*
glæp var Hólmfastur húð- |
strýktur miskunnarlaust, )
bundinn við staur á Kálfa- *
tjarnarþingi í v'ðurvist Múll- ‘
ers amtmanns, af því að ha,nn ',
átti ekki annað til þess . :a3 ‘,
greiða með sektina en g'amalt í
«
bátskrifli, sem kaupmaþur *
vildi ekki líta við. Hinn dyggð-
um prýddi Hafnarfjarðarkaup-
maður, sem stóð íyrir :náls-
höfðun og refsingu hét Knud
Storm. Nokkru síðar 'ét ha,nn
menn á sama þingstað vgita
sér siðferðisvottorð, þar sem
segir m. a., „að Knud Storm
hafi umgengizt frómlega og
friðsamlega við sérhvern mann
og sína kauphöndlun haldið og
gjört í allan máta eftir KgL
Mts. taksta og forordnihgum
og sérhvers manns nauðsynjum
jafnan góðviljugléga gegnt
og tilbærilega hjálpað og full-
nægt með góðri kaupmanns-
vöru í allan máta, svo sem sér-
hver óskað hefur og sérhverj-
um af oss er vitanlegt. Hvers
vegna vér skylduglega viljum-
■
-----gjarna óska, að fyrr. vel
nefndur kaupmaður mætti vel
og lengi með lukku og blessun
sömu höndlan fram halda og
hljóta (bæði hér á landi og
annars staðar) guðs náð og
gleðileg velfelli til lífs og sál-
ar æ iafnan fyrir Jesum Krist-
um.“
NÁVÍGI
Ekkert hérað á ísiandi hefur
jafnrækilega fengið að kenna
á alls konar erlendri áþján og
siðspillingu að fornu og nýju
og Suðurnesin. En allir dagar
eiga kvcjldb Suðuxn^sjameinn
hafa skapað þessari þjóð m:k-
inn auð með afla sínum og
alið henni marga ágætismenn
á ýmsum sviðum. Sveinbjörn
Egilsson rektor var frá Innri-
Njarðvíkum, Jón Thorchillius
rektor frá sama stað, svo að
tveir afburðamenn séu nefnd-
ir. Hér hafa Islendingar löng-
um stað'ð í návígi við ofur-
eflið. en ávallt unnið sigur að
lokum, þess vegna er íslenzk
þjóð til í dag. Það eru til
margskonar orustuvellir á ís-
landi, en utan Suðurnesja eru
þeir eingöngu tengdir minn-
ingum um bræðravíg, hryggi-
lega sundrungu islendinga
Framhald á 10. síðu.