Þjóðviljinn - 25.06.1960, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.06.1960, Blaðsíða 2
námsmaðurÍQii? Þetta er önnur myndin í nýju myndagátunni. Nú er vandinn að þekkja af hvaða landnámsmönn- um myndirnar eru. Á hverri mynd eru hlutir sem eiga að auð- kenna hvern um sig. Ráðningu á að senda þegar allar myndirnar eru komnar. Veitt verða ein ‘100 króna verðlaun fyrir rétta lausn. Söltun og síldveiðar Framh. af 1. síðu. þó er ekki búið að leyfa söltun, en hér er talið að Síldarútvegs- ne.fnd muni veita það leyfi ein- hvern allra næstu daga, og jafnvel á morgun. Hér er prýðisveður og horf- ur á að góð veiði verði áfram. Fólk hópast nú hingað á hverj- um degi og hér er þegar orð- ið, all-líflegt, en þó mun fara !5Í að vanta. fólk þegar söltun hefst fyrir alvöru. Ekki óhaett að salta enn í tilefni af þessari frétt að norðan sneri Þjóðviljinn sér í gærkvöld til Jóns Stefánssonar, framkvæmdastjóra Síldarút- vegsnefndar á Siglufirði, en hann var staddur hér í bænum. Hann kvaðst hafa rætt við síldarsaltendur á Siglufirði í gær og kvað það því miður ekki rétt að þeir myndu al- mennt hefja söltun í dag. Þótt tveir væru þyrjaðir að sálta væri síldin enn ekki orðin sölt- unarhæ.f. Hún væri of langt að komin og of átumikil. Sild- in sem nú Veiddist væri féng- ih 10—30 milur norður af • Kolbeínséy'og hún væri ' :''in 12—fl.4 þegar hún kæmi til Siglufjarð- ar. Það væri að Vísu rétt að síldin væri orðin nógu feit, en fitan væri of laus í henni enn, ekki komin inn í fiskinn. Hún rvnni því út í saltið og yrði að lýsi efst í tunnunum. Hún væri full af átu sem æti . í>ð innan. Aí öllum þesspm á- stæðum væri ekki unnt að leyfa söltun að svo stöddu, enda værum við bundnir af ströngum ákvæðum í sölu- samningum okkar. Hins vegar stæðu allar vonir til þess að hægt yrði að leyfa söltun mjög bráðlega. F'-'nin 47 Skipin 47 sem komu inn með síM til Siglufjarðar þar til um s^xleytið í gær voru þessi, m gnið talið í málum: Heiðrún ÍS 744, Svanur AK 388, Bjarni Jóhannesson AK 736, Hafbjörg VE 520," Reyn- ir AK 550, Bragi FI 750, Ár- sæll Sigurðsson GK 818, Hrafn Sveinbjarnarson 360, Erlingur III 462, Guðbjörg ÓF 666, Helga RE 784, Stígandi VE 520, Freyja ÍS 604, Sigurfari SH 320, Fram GK 852, Mun- inn GK 250, Guðmundur Þórð- arson 264, ’ Gullfaxi NK 638, Sigurður SI 186, Þorsteinn GK 190, Askur KE 470, Sigurður AK 550, Björg NK 450, Eerg- vík KE 406, Hafrún NK 628, Öfeigur III VE 518, Hrönn II GK 644, Helgi Flóventsson ÞH 246, Grundfirðingur II 640, Guðfinnur KE 610, Iíuginn VE 400, Sæfell SH 240, Valþór NS 850, Stefán Árnason SU 588, Júlíus Björnsson EA 600, Hilmir KE 250, Eyjaborg VE 472, Viiborg IvE 320, Sunnu- tindur SIÍ 300, Sigurður AK 850, Ólafur Magnússon KE 330, Gissur hvíti SF 400, Hávarður ÍS 300, Reynir VE 700, Guð- björg. GK 550, Magnús Mar- teinsson NK 100, Valafell SH 850. Eystrasaits' LANDKYNNING Undirbúningurinn að þáót töku Islands í Eystrasaltsr vikunni er nú í fullum gangi ! — Undirbúningsnefndin hef-1 ur bækistöð í, Tjarnargötu 2-0 og hefur síma 17513 — Þangað þurfa þeir að snúa sér nú þegar sem ætia að taka þátt í Ély 1 rasaltsvik- unni en en:i Iiafa ekki látið skrá sig. Héðan verður farið 1. ög ’2. Júlí með fíugvélum til Kauj)- mannahafnar cg þaðan 'með járnbraut og ferju til Warne múnde. Þáíttökugjald er að- eins 7500 krónur og er al’0 innifalið, ferðalögin, uppi- liald á hóteli og aðgangur að öilum hátíðahöldunum og skemnitunum í sambandi við Sjéstangaveiði og íslendingaráKúbu Sjóstangaveiði er íþrótt, sem lítið liefur verið iðkuð hér á landi til þessa, en þó eru menn hér orðnir mjög áhugasamir um íþrctt þessa og er þess þá iskemmst að minnast að haldið !var sjóstangaveiðimót í Vest- mannaeyjum fyrir skemmstu. Dagáliá 5---20 júní fór fram sjóstangaveiðimót suður á Kúbu o g meðal þátttakenda þa.r voru íslendingarnir Gunn- ar Sveinbjörnsson og Valdimar Valdimarsson. Stóðu þeir sig vel á mótinu, þótjt við ólíkar aðstæðífr væri að etja og kom Valdimar heim með verðlauna- grip, bikar sem gefinn var af bjórfirma, en hann hlaut bik- arinn fyrir mestu dagveiði. jAlls voru þátttakendur 48 írá , 7 þjóðum þar af 6 konur. Valdi- i mar og Gunnar voru einu Evrópmennimir í keppninni, og ilengst að komnir, enda nutu þeir þeirra hlunninda að fá ein- | ir keppenda að taka í hendi Castros. Þeir félagarnir boðuðu blaða- menn á sinn fund í gærkvöld ! og sögðu frá ferð sinni og æv- intýrum, og verður væntanlega isa.gt nánar frá ferð þeirra hér í blaðinu síðar. í? É Í'J t: luwf. & "tf’ # y- ’ - . H E S T A. B Hin íagra liímyndabók um íslenzka- hestirm íæst nú aítur hjá öllum bók- sölum. ~ Verð kr. 140.00 í bandi. Staðreyndir um ísiand er góð og ódýr hand- bók um land og þjóð. Fæst nú á ensku, dönsku, þýzku og spænsku. Verð kr. 25.00 í bandi Bókaútgáfa Menningarsjóðs. SÍW - SÍW Vantar stúlkur í síld til Siglufjarðar ©g Raufarhafnar. Gunnar Halidórsson h.f. Sími 34580. Betancourt sýnt banatilræði Reynt var að ráða Betancourt, forseta Venezúela, af dögum í gæjr, en hann slapp lítið meidd- ur. Hann var á leið til hátíðahalda á degi hersins þegar sprengja sprakk við vagn hans í Caracas. Sjálfur særðist hann aðeins lít- ið eitt á höndum, en tveir liðs- foringjar sem voru í föruneyti hans. biðu bana. Innanríkisráð- herran-n' og kona hans hlutu einnig mikil mciðsl. . Ekki var vitað þegar síðast fréttist hvort sprengjunni heíði verið varpað að bifreið forsetans eða hvort hún hefði-- verið falin í bifreið- inni sem ók rétt fyrir framan hana. '■ - Hermenn Vöru hvarvetna á verði á götum Caracas í gær, en. ailír stjórnmálafl'okkar landsins buðu út fylgi'smöhnurh sínum að standa vörð um hina rétt- kjörnu stjórn iandsins. Síðan Betáncourt var . kjörinn forseti fyrir 16 mánuðum hafa hægri- ' eftír ánháð reynt að steypa honum af st-óli eða ráða hann afdögum. < ! H sioari Arabarnir vöknuðu eldsnemma morguns. I birtingu kom sendiboði þeirra og tilkynnti, að hann hefði heyrt hundgá ekki langt fjarri. Þeir stukku á bak hést- um sínum og riðu í loftköstum. Þórður og Janína höfðu einnig vaknað snemma og vonuðu að þeim myndi takast að komast undan áður en nóttin. skylli á. En arabarnir voru nú komnir á sporið og biðu eftir að koma þeim í opna skjöldu. Þeim var engrar txnd- ankomu auðið. 2) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 25, júní 1960

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.