Þjóðviljinn - 08.07.1960, Blaðsíða 10
s
•Jm'
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 8. júlí 1960
ÞJÖÐLEIKHÚSIÐ
Framhald af 3. síðu
11. „Charmina Burana“ Kór-
og hljómsveitarverk eftir Carl
Oi ff. Stjórnandi: Dr. Róbert A.
Ottósson. Flutt þrisvar. Sýningar-
gestir 1461.
PASSAMYNDIR
teknar í dag, tilbúnar á
morgun. — Annast allar
myndatökur utanhúss og
innan.
Pétur Thomsen
A.P.S.A.
Kgl. saenskur hirðl.jósm.
Ingólfsstræfci 4. Sími 10297.
P.O. Box 819.
12. „Ast og' stjórnmál“ eftir
Terenee Rattigan. Leikstjóri:
Benedikt Árnason. 6. sýningar.
Sýningarg'estir 1879.
13. „Selda brúðurin“ ópera
eftir Smetana. Gestaleikur Prag-
óperunnar. Leikstjóri: Ludek
Mandaus. Hljómsveitarstjóri: Dr.
Václav Smetácek. 5 sýningar.
Sýningargestir 2679.
14. „Rigoletto“ ópera eftir
Verdi. Leikstj.: Simon Edward-
sen. Hijómsveitarstjóri; Dr. Vác-
lav Smetácek. 8 sýningar. Sýn-
ingargestir 4609.
15. „Frdken Júlía“ Ballet eft-
ir Birgit Cullberg — og þætt-
ir úr öðrum ballettum. Stjórn-
andi; Birgit Cuilberg. Hljóm-
sveitarstjóri: Hans Antolitsch. 3
sýningar. Sýningargestir, 1991.
Frakkland
Framh. p£ 7. síðu
til algjörrar fullnægingar eðlis
síns, greindar og snilligáfu.
Svo skörp er þessi fullkomna
kynferðislega hugsýn hans á
nauðsynlegum tengslum milli
þjóðarinnar og sjáll's sín, að
hann opinberar hana óafvit-
andi áður en lýkur — að þessu
sinni beinlínis og án skírskot-
unar til annarra ríkja — með
því að birta í „Frelsuninnin“
stóríurðulegt tvítal mil-li sín og'
Frakklands, ritað af Paul
Claudet. Síðustu línur þess
hljóða þannig:
„En segðu mér. að beim ljúki
aldrei þessum kynnum, sem að
lokum hafa tekizt með okkur.
Allt annað skiptir mig engu, en.
þú, biddu mig um þetta, sem
*er ekkert annað en alit!
Þeir héldu sig hæðast að
mér með þvi að segja, að ég
væri kona. Þeir skulu sjá hver
kona ég er, og hvað það er
ao hafa sál í líkama. Þeir hafa
nógu oft beðið mig um líkama
minn, og þú, biddu mig urn sái
m:’na!“
Og hershöfðinginn svarar;
„Þegi bú, kona, og i'arðu ekki
fram á annað en það sem ég get
veitt þér.“
„Hvað veitir þú mér þá, ó
sonur minn?“
Og hershöfðinginn svarar, um
leið og hann hefur handleggi
s:na til himins:
„Viljann'*.
Þarna erum við í miðju ó-
ráðshjali. Þessi bók væri nógu
yíirnáttúruleg, þótt skriíuð
væri af skáldsagna- eða mirin-
ingahöfundi. En eftir því sem
okkur opinberast við lesturinn
hugmyndir de Gaulle um fólk-
ið og söguna, gerum við okkur
grein fyrir, að þessi maður er
orðinn húsbóndi okkar, eigandi
okkar, og höndin, sem nýbúin
er að endurskoða og leiðrétta
prófarkir ,,Frelsunarinnar“ er
sú sama og heldur okkur og
leiðir. Að æðsti maður lýðveld-
isins — orðið er orðið hlægilegt
— franska, er höfundur þessar-
ar ótrúlegu lýsinga, hverrar ein-
ustu síðu, með hrynjandi
djöflamessurnar; það er de
Gaulle, já, de Gaulle á Ódáins-
völlum. sem rifjar þessum orð-
um upp síðustu heimsókn sína
til Mayence: „Múgurinn stendur
þar í hópum til að taka á móti
Charles de Gaulle. Það er eins
og sál hinnar gallversku og.
frankversku forfeðra endurlifi
— eftir ógnarþrautir aldanna
— í þeim, sem þar eru“.
Aðdáunin verður að ma.rtröð.
Eí de Gaulle er hann sjálfur
og á þeim stað, sem hann er, þá
er svo mikið víst, að hér eru
ekki framar til borgarar, á-
byrgir menn — að Frakkar eru
kvendýr. Verra en það. Því
Leiðtoginn tæmir bikarinn í
botn að hætti hamstola elsk-
anda. svalar valdslöngun sinni.
gerir okkur innantóma. Þá
verður þetta undirlagða og eft-
irláta Frakkland að hlut — og
de Gaulle, sem allt hefur
íklæðzt og holdgazt í, snýr sér
saddur mót guði sínum: ..Þeg-
ar ég horfi á stjörnurnar, verð
ég gagntekinn af íánýti hlut-
anna.“
Hlutirnir. það erum við.
Framkvœmdabanki íslands
LokaS i dag vegna ferða-
lags sfarfsfólks
Hreyfilsbúðin
verður lokuð frá klukkan 9 til 1 í dag vegna
jarðarfarar Benedikt s B. Guðmundssonar.
Hreyfilsbúðin
Nýkomið
Bón fj'rir terrassogólf. — Þar sem birgðir
eru mjög takmarkaðar, óskast pantanir
sóttar sem fyrst.
HARPA hi.
Einholti 8
Aðalf undur
Náttúrulækningafélags Reykjavíkur verður haldinn
— þriðjudaginn 12. júlí — kl. 8.30 s.d. í
Guðspekifélagshúsinu, Ingólfsstræti 22.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarátörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin
Nýkomið
Eikarparket
IIARPA h.i, Einholti 8
Framhald af 7. síðu.
bera 6000 kr. útsvar en hinn
kvænti með 3 börnin þá 6000
kr. mínus 4100 kr„ þ.e.a.s. 1900
kr. Nú skal samkvæmt lögun-
um í þessu tilfelli lækka bæði
útsvörin um 20%. Einhleyping-
urinn lækkar um 1200 kr. úr
6000 í 4800 kr.. en kvænti
maðurinn með þrjú börnin, —
maðurinn með þrjú börnin, út-
útsvar hans lækkar auð-
vitað minna. Það er í
samræmi við jafnréttið og
bræðralagið. Það lækkar ekki
um 1200 kr. heldur um 380 kr„
úr 1900 kr. í 1520 kr. Nú ér
mismunurinn á útsvörum þess-
ara tveggja manna orðinn 4800
kr. minus 1520 kr„ eða 3280
kr. í stað 4100 áður en útsvör-
in voru lækkuð. þ.e.a.s. pers-
ónufrádrátturinn lækkar vita-
skuld um 20% eða um 820 kr.
Persónufrádrátturinn. sem sam-
kvæmt lögunum skal- vera hjá
þessum manni 4100 kr..‘ e'r nú
líka samkvæt lögunum kominn
niður í 3280 kr! Það yrði lík-
lega ekki fyrir aðrar stofnanir
en gerðardóma að skera úr, ef
gjaldandinn heimtaði nú sinn
lögskipaða persónufrádrátt og
engar refjar.
Eftir efnum og
ástæðum
í þessu tilfelli hefði það hins
vegar gerzt hjá flestum sveitar-
stjórnum, ef þær hefðu fengið
að fara með sín mál áfram sem
hingað til, að þær hefðu lækk-
að sjálfan stigann, íengið í
byrjun reiknað út hjá Skýrslu-
vélum hvað upphaflegi stiginn
gæfi um of, og sí$an lækkað
hann með aðstoð SkýrsluVéla,
ef þörf krefði. Og jafnvel gert
annað jafnframt, fyrst hægt var
að lækka útsvörin á annað
borð. Þær hefðu hækkað pers-
ónufrádráttinn, þveröfugt við
það sem þeim er nú skipað að
gera. Ýmsum sveitarstjórnar-
mönnum mundi nefnilega þykja
það sanngjarnt, að ef unnt væri
að lækka útsvör, þá fengju
barnafjölskyldur ekki hvað sizt
að njóta þess.
í sumurn tilfellum mundu
sveitarstjórnirnar nota lækkun-
ina til þess að lækka sérstak-
lega útsvör þeirra einstaklinga.
sem erfiðast eiga. Þetta gera
niðurjöfnunarneíndir í kaup-
stöðum og það er alrangt, seni
áróðursmenn stjórnarílokkanna
hafa haldið fram, að ekki sé
lengur um það að ræða, að lgat
sé á gjaldendur eítir efnum og
ástæðum.
Ég taldi og tel það ástæðu-
laust og hættulegt að Alþingi
skyldi taka íram fy.rir hendurn-
ar á sveitarstjórnum um tilhög-
un útsvarsálagningar. Ég itreka,
að það, sem nú heíði átt að
gera var að tryggja framgang
landsútsvara til þess að veita
sveitarfélögunum jafnrétti.
Fyrst þarf að uppræta eina
helztu orsökina til mishárra út-
svarsstiga og þá kemur sam-
ræmið sem aíleiðing aí því
Jafnframt hefði þurít að
tryggja stóraukið skattaeftirlit
með skipulögðum grundvallar-
rannsóknum ákveðins hluta
framtala eftir hverja niðurjöfn-
un og hörð viðurlög við skatt-
svikum, svo sem aðrar þjóðir
hafa gert. Það hefði leitt -til
aukins jafnréttis innbyrðis
milli íbúa sveitarfélaganna og
mundi stuðla að því að gera
sveitarfélögunum kleift að
lækka útsvarsstigann.
Lög gegn alþýðu og
sjálfstæði sveitar-
félaga
Nýju útsvarslögin skerða
sjálfsforræði sveitarfélaga
landsins Þau lögfesta rangind-
in, sem íbúar sveitaríélaga ut-
an Reykjavíkur eru beittir,
með hærri útsvörum vegna
einkaréttinda Reykjavíkur um
álagningu á landsfyrirtæki.
Lögunum er ætlað að tryggja
hátekjumönnum viðlíka íviln-
anir og hagsbætur í útsvarsá-
lagningu og þeir hlutu um
tekjuskatt með breytingum á
tekjuskattslögunum a þinginu í
vetur. Með lögunum eru stór-
fyrirtækjum einnig tryggðar
sérstakar ívilnanir á kostnað
láglaunamanna, með heimild til
frádráttar á greiddum útsvör-
um og' líklegt er að lagabreyt-
ingin sé spor í þá átt að af-
nema veltuútsvör á fyrirtæki.
Það er því hið versta öfugmæii
að samþykkt útsvarslagabreyt-
ingarinnar sé ávinningur fyrir
alþýðu manna, eins og stjórnar-
llpkkarnir vilja vera láta.
Sumarblóm
Begoniur
Dahliur
Animonur
Liljur
Garðrósir
Gróðrarstöðin við Miklatorg.
Símar 22-8-22 og 1-97-75.
Hafnfirðingar
takið effir:
Bellablússur
Eyglóblússur
LÓTIISBÚ6IN,
Hafnar’firði
Teddýkápur
LÓTUSBÚÐIN,
Hafnarfirði
Lillukjólar
LÓTUSBÚÐIN,
Hafnarfirði
Elbupils
Elbukjólar
LÓTUSBÚ6IN,
Hafnarfirði