Þjóðviljinn - 22.07.1960, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 22.07.1960, Qupperneq 3
 Föstudagur 22. júlí '1960 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Glæsileg snekkja - lítið sjóskip Fran/, Terso við Grandagarð Það liggur fallegt skip niður við Grandagarð núna. Franz Terso heitir J>að og er i eigu ítalsks auðmanns frá Mílanó, að nafni Monzino. Fréttamaður frá Þjóðviljanum íór um borð í þetta skip og hitti þar að máii tvo af áhöfn þess og átti við þá eítirfarandi samtal: — Þið komið frá Hollandi? — Já, l'rá Amsterdam. þaðan fórum við til Aberdeen og svo þaðan til Vestmannaeyja eins og þú kannske veizt. Við fengum slæmt veður og báðum um hjálp, Þór kom okkur til hjálpar og l'ylgdi okkur til Vestmannaeyja. — Þið urðuð að greiða björg- unarlaun? — Við settum tryggingu fyrir þeim, til að geta farið frjálsir ferða okkar, annars er málinu ekki lokið ennþá. — Hvað ætlið þið að dvelja lengi } Rej’kjavík? — Hér ætlum við að láta yf- irfara skipið og sjá um að allt sé í góðu lagi áður en við för- um af stað aftur. — Hvert er ferðinni heitið? — Til Grænlands, S.vkúrtopps- ins, þangað ætlar eigandinn að koma flugleiðis ásamt fimm mönnum öðrum. þar á meðal þrem beztu fjallgönaumönnum ítaliu. Meiningin er að þeir klífi Níu mörk gegn einu í æfingaleik laiulsliðsins og „blaðaliðsins" í gærkvöld fóru leikar svo að landsliðið vann með 9 mörkuin gegn einu. Sykurtoppinn, en Monzino er á- hugamaður um fjallgöngur. Ætlið þið að skoða ykkur um hér í nágrenni Reykjavíkur áður en þið farið af stað aftur? — Við erum ekki á skemmti- ferðalagi, og ráðum ekki ferðum okkar sjálfir. — Hvað gengur skipið margar m’lur á klst? — Það gengur 14 milur á íullri ferð. Skipið er knúið tveim díselvélum sem eru 300 hestöfl hvor, eða samanlagt 600 hest- öfl. Radar, talstöð og miðunar- stöð eru í skipinu. fuHkominn öryggisútbúnaður. Fréttamanninum var síðan boð- ið að skoða skipið sem er hið vandaðasta í hvivetna. en kann- ske í minna lagi fyrir uthafs- siglingar. Fremst er lúkar fyrir tvo menn síðan eldhús og til hliðar við það íbúð skipsljóra. Aftan við eldhúsið er borðsal- ur með kojurn fyrir sex manns. Úr borðsal er gengið niður og aítur í skipið en þar eru snyrti- herbergi og íbúðir skipsmanna og aftast er svo íbúð eigandans en þar býr skipstjórinn meðan eigandinn er ekki um borð. Vél- arnar eru staðsettar í miðju' skipi undir borðsalnum. Skipið er byggt hjá DE BEER nv. í Zaan- dam í Hollandi, og er sem fyrr segir hið vandaðasta að öllum írágangi. Ákvörðun í dragnótamálinu verður tekin eftir helgina Þjóðviljinn hafði í gær tal af Gunnlaugi Briem, ráðuneytisstj., um dragnótamálið og skýrði hann svo irá að endanlega yrði geng- ið frá opnun veiðisvæða eftir helgina, þegar Fiskifélagið hefur að fullu athugað skýrslur þeirra aðila, sem um málið fjalla. Fiskifélag íslands hefur gert Veðurliorfur. Hæg breytileg átt fram eft- ir degi, suðaustan kaldi og skýjað í kvöld. Svarta þoka á austursvæðinu en gott veður Frá fréttaritara Þjóðviljans á Raufarhöfn: Flotinn heldur sig hjá Kol- beinsey, nokkrir bátar eru vest- an við Strandagrunnshorn og á Norðfjarðardýpi. Á austur- svæðinu er nú biksvarta þoka, en gott veður. Um hádegi í gær köstuðu nokkrir bátar við Kolbeinsey, og er vitað um afla eftirtalinna báta: • ; Helga TH 200 tunnur, Ólaf- Ur Magnússon EA 400, Sæljcn RE 300, Unnur 300, Guðfinn- ur 150, Arnfirðingur 120. Fyrtaldir bátar hafa þegar landað eða eru á leið til lands. Varðskipið Ægir sendi eftir- farandi skeyti kl_ 20.45 í gær- kvöld: Höfum í dag leitað um Reyð- arfjarðarál allt að 75 sjóm. austur af Vattarnesi. I morg- un lóðuðum við á mjög strjál- um og góðum torfum 'í sunn- anverðum Reyðarfjarðarál, á 60 faðma dýpi. Siðan höfum við lóðað á mjög mörgum smá- um torfum og einstaka sæmileg- um, á 8—20 faðma dýpi, 65— 75 sjómílur austur af Vattar- nesi. Á þessu svæði er nokkurt magn rauðátu. Þangað eru komnir nokkuð margir bátar. Bræðslu lýkur hép í kvöld, í dag var saltað hjá Norður- síld, Óskarsstöð, Skor og Haf- silfri. að dragnótaveiði eftirtöldum stöð- tillögur um skuli leyfð á um: 1. Reykjanes — Öndverðanes um 8 vikna skeið með ýmsum takmörkunum. 2. Látrabjarg — Horn (8 vik- ur með takmörkunum. .3. Papey — Ingólfshöíði. (Til- laga Austfirðinga). Bæjarráð Reykjavíkur féllst á ályktun útgerðarráðs Reykjavík- ur að leyfa dragnótaveiðar hér í Faxaflóa dag'. á fundi s.l. þriðju- Valbjörn Þorláksson flýgur yfir slána Islendingum gekk betur seinni daginn i Osló Urðu íjórðu á undan c-liði Norðmanna og Dönum, Valbjörn og Vilhjálmur íyrstir íslendingar stóðu sig betur síöari daginn. í millilanda- keppninni í frjálsum íþróttum í Osló og ráku af sér þaö slyöruorö sem virtist ætla aö festast viö þá fyrri daginn, aö þeir væru minni kappar en Danir. hringurinn hófst. Þegar 300 metrar voru eftir hljóp Svav- Fyrir þessu hafði reyndar mátt gera ráð, þar sem í gær fór fram keppni í þeim grein- um sem íslendingar stóðu bezt að vígi í, þ.e. stangarstökki og þrístökki, og þeir Vilhjálmur Einarsson og Valbjörn Þor- láksson brugðust ekki vonum manna, sigruðu báðir. Frammistaða Svavars Mark- ússonar í 1500 m hlaupinu var ^innig með ágætum, hann varð þriðji á sama tíma og ís- landsmet hans sjálfs, 34.7,8. 1500 metrarnir voru fyrsta greinin sem keppt var í. Svav- ar var lengi vel aftastur, þótt aldrei væri breitt bil á milli, en þegar leið á hlaupið sótti hann í sig veðrið og á næst síðasta hringnum hljóp hann af sér tvo sem voru næstir á undan honum og var þannig fjórði í röðinni þegar síðasti ar af sér einn til og herti enn hlaupið, en þeir tveir, Norðmaður og Belgi sem á undan fóru, greikkuðu einnig sporið. Belginn sigraði á 3.46, 5. Norðmaðurinn varð annar á 3.46,7 og Svavar þriðji eins og áður var sagt á 3.47,8. Meðan á 1500 m hlaupinu stóð var verið að keppa í sleggjukasti. Það unnu Norð- menn með miklum yfirburðum, fengu þrjá fyrstu menn, 62,76, 61,41 og 57,64, en Þórður B. Sigurðsson krækti í 4. sætið með 52,32 m kasti. Það óhapp vifdi til í sleggju- kastinu að einn keppenda missti stjórn á sleggjunni og kastaði henni út á áhorfenda- Framhald á 2. síðu. Þingeyingar „þéra" ekki Myndin hér fyrir ofan er af tilkynningu, sem fest hefur veri á hurð verzlun- ar einnar hér í bæ, en þar stendur skrifað: „Þeir sem vilja láta „þéra“ sig eru ekki afgreiddir hér.“ Þessi tilkynning stendur á hurð Fornbókaverzlunar Kristjáns Kristjá.nssonar en eigandi hennar er Benjamín Sig- valdason fræðimaður. Fréttamaður frá Þjóðvilj- anum hitti Benjamin nýlega að máli í búðinni og spurði hann um tilefni þessarar sérkennilegu tilkynningar. — Eg er Þingeyingur, sagði Benjamín, og í Þing- eyjarsýslum þekkist það ekki, að fólk þérist. Ungir embættismenn, sem koma iþangað og ætla að þéra eru fljótt vandir af þvi. Það er bara hlegið að þeim. Annars gerði ég þetta líka fyrir fínu frúnnar og til þess að stríða Helga mínum Hjörvar. Eg hef stundum gert þetta áður. Frúnnar vilja margar láta þéra sig. I gær kom ein og spurði hvort hér fengist bckin Mannasiðir. Nei, sagði ég. Þá ættuð þér að fá yður hana, sagði hún, yður veit- ir ékki af að lesa hana. Það þyrftu nú kannske fleiri að lesa hana, sagði ég. Annars eru þéringarnar að leggjast niður, sagði Benjamín. Og ég hef alltaf þúað alla, eins og ég kvað einu sinni: „Eg þúa alla, það ég kann,/ þjóninn jafnt sem ráðherr- ann.“ Eg þúa alltaf alla ráðherrana. Á neðri myndinni sést Benjamín troða í pípuna sína á meðan hann spjallar við gestina.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.