Þjóðviljinn - 22.07.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.07.1960, Blaðsíða 9
•r* Föstudagur 22. júli 1960 — ÞJÓÐVILJINN (« t* tii! ag ="2 Pl 1 tíra |»esá mynd er búin að vera nokkuð len,gi I fórum okkar, en hún er af ungum Vals- drengjum sem hafa leyst eina eða fleiri af knattspyrnuþrautum KSt. í ár hafa 4 drengir hlotið gull, 14 drengir silfur og 46 brons, þar af á Valur 3 gull-, 6 silfur- og 19 bronsdrengi. Víkingur 6 silfur- og bronsdrengi. Fram 1 gull-, 2 silfur- og 8 bronsdrengi og Týr, VE, 1 brons- dre ng. Helmut Rahn erfiður Þýzki knattspyrnumaðurirm Helmut Rahn, sem vakti á sér mikla athygli i heimsmeistara- keppninni i Svíþjóð í hitttifvra, hefur enn vakið á sér athygli, en ekki fyrir góðan leik, heldur fyr- ir að fara sínar eigin leiðir. Hann leikur sem kunnugt er í stöðu útherja, og hefur sýnt mjög góða leiki. Hann er sagður vera gjarn á að fara eftir sínu höfði, og þræða eigin götur, þótt tiltektir hans séu ekki alltaf heppilegar. Þptta hefur haft það í för með sér að hann hefur ver- ið útilokaður frá keppni við og við. og vfrðist sem það hafi dug- að. Nú hefur það komið á dag- inn, að hann er í þingum við holienzkt atvinnumannalið, og vill gerast þar atvinnumaður, en hann er atvinnumaður í Þýzka- landi, og félagið, sem hann er hjá, hefur ekki hugsað sér að sleppa honum fyrr en samnings- tíminn er útrunninn. Þýzkir knattspyrnu-sérfræðingar hafa bent Jíerberger á það að hana eigi að leita að nýjum útherja í stað Rahns, í landsliðið. Varð að borga 125 mörk í sckt! Það virðist sem knattspyrnu- yfirvöldin ætli að láta hann finna fyrir hegðun s'inni, því núna hef- ur hann nýlega verið daemdur til þess að greiða um 125 mörk eða nær 1200 krónur íslenzkar í sekt fyrir að koma ekki til æf- inga sem hann var boðaður til, og heldur ekki til boðs, sem bæj- arstjórn Kölnar efndi til og hann átti að vera viðstaddur. Heimsmet í 1008 m Austurþýzki lilauparinn Sieg- fried Valentin setti í fyrrakvöld nýtt heimsmet i 1000 m hlaupi á timanum 1,16,7. Fyrra metið átti Svíinn I)au Waern 2,17,8. Póllandsgreinin Handknattleiksmót íslands úti hefst í Reykjavík í kvöld Sjö kvennaflokkar í meistara- flokki taka þátt í Handknattleiks- mói íslands í kvöld, og sex karlg- flokkar. Annar flokkur kvenna keppir í fyrsta sinn í móti þessu. Hið árlega Meistaramót íslands í handknattleik úti fer að þessu sinni fram í Reykjavík og sér Handknattleiksdeild Ármanns um mótið. Mótið hefst í kvöld kl. átta og fer fram á grasvelli Ár- manns við Nóatún. Þar sem svona margir flokkar taka þátt í mótinu fara tveir leikir fram samtímis ó svæðinu, annars yrði það of langdregið, en það stend- ur til 5. ágúst, og fara þá fram úrslitaleikirnir. í meistaraflokki kvenna verður leikið í tveim riðlum og efstu lið riðlanna keppa svo saman. Það mun vera nýmaéli á móti þessu, að annar flokkur kvenna keppi og bendir það til þess að aukin áhugi sé fyrir handknatt- leik úti meðal kvenna og er það vel farið, þar sem þær virðast ekki hafa völ á fjölbreyttum íþróttum á sumrum. Auk þess er þjálfun úti mun hollari en æfing- ar í húsum. Spurningin er svo: Hvenær koma yngri mennirnir í karla- flokkum til þátttöku í handknatt- leiksmótum. Það er mál stjórnar Handknattleikssambandsins að velta fyrir sér. Að þessu sinni eru það fsa- fjörður, Hafnarfjörður og Kefla- vík sem taka þátt í mótinu af Engin Ermarsundskeppni í ár? f fréttaskeyti frá London segir að aflýst hafi verið sundi yfir Ermasund, en það hefur verið fastur liður á hverju ári nú um undanfarin ár, og þykir það held- ur skarð fyrir skildi. Maður sá sem hefur haft á Þetta er ítalinn Livio Berruti, sem ítalir binda mildar vonir við í 100 og 200 m hlaupi á OL í R6m. Hann liefur hlaupið 100 m á 10,2 og 200 m á 21.3. hendi undirbúning sundanna, Billy Butlin heitir hann, hefur tilkynnt formlega að hann geti ekki tekið að sér framkvæmd sundsins að þessu sinni. Ástæðan er sú að hann hafi svo mikið að gera í sambandi við sumarleyfi og ferðamenn. Hann hafði verið búinn að fá um 30 tilkynningar um menn sem ætluðu að þreyta sund yfir Ermasund í sumar, og voru þar á meðal Argentínumað- urinn Alfredo Camero og Her- man Willemse frá Hollandi, en þeir munu einna þekktastir lang- simdsgarpar. Butlin hefur séð um undinrbúning undir sundin yfir Ermarsund síðan 1953, og hann tekur fram að hann muni halda því áfram næsta ár. Ritari Ermarsunds-Sundsam- bandsins, John Wood, hefur um skeið verið að athuga hvort ekki sé um aðra að ræða til að standa íyrir sundi þessu, en hingað til hefur það ekki tekizt og er út. litið því ekki gott. utanbæjarfélögum. ísfirðingar í meistaraflokki kvenna og FH einnig, en Keflavík með annan flokk kvenna. Það vekur athybgli að Knatt- spyrnufélagið Valur sendir ekki lið í meistaraflokki karla í keppni þessa, en aðeins í meist- araflokki kvenna. Dagskrá mótsins fram á þridjudagskvöld: Föstudagur 22. júlí kl. 8, mótið formlega sett: 2. fl. kvenna: Ármann—Fra. Meistarafl. kv. A-riðill, Á—Þrótt. Meistarafl. karla, Fram—ÍR. Meistarafl. karla, Árman—KR. Mánudagur 25. júlí kl. 8: 2. fl. kvenna, Á—Keflavík. Meistarafl. kv, A-riðill, FH—Val. Meistarafl. karla, Keflavík—FH. Meistarafl. karla, Á—Fram. Þriðjudagur 26. júlí kl. 8: 2. fl. kvenna, Víkingur—KR. M-fl. kv. B-riðill, ísaf.—Víkingur. Meistarafl. karla Ármann—ÍR. Meistarafl. karla, KR—Fram. Rússi setur Evrépumst í stangarstökki Á úrtökumóti í Moskva fyrir OL í Róm setti Janis Kzasovski nýtt Evrópumet á sunnudaginn var og stökk hann 4,65, og var það eins sm. betra en E.-me landa hans Vladimir Bulatov, en hann varð annar á 4,50. Alls tóku 600 manns þátt í úrtökumótinu og aðeins þrír beztu fara til Rómár, Mótið stóð í fjóra daga og lauk því á mánu- daginn. Náðist góður árangur í ýmsum greinum, sérstaklega kvennagreinunum. Framhald af 7. síðu. lands þar sem flest börn eiga heima. Ræktun þesara héraða koetaði geysilegar fjárhæðir. Á árunum 1950—’57 nam fjárfestingin þar 84 milljörð- um zlótýja, en það væri nærri fjórðungur af allri fjárfest- ingu Pólverja. Á því tímahili voru mörg hundruð meiri- háttar iðnfyrirtækja sett á laggirnar þar, þannig að nú er iðnvæðingin á þessum svæðum mun meiri en meðan þau lutu yfirdrottnun Þýzka ríkisins. Hin flóknustu félagslegu vandamál hafa verið leyst í þessum héruðum jafnhliða hinni örustu þróun í efna- hagsmálum og gerbyltingu á öllum sviðum. Nýtt samfélag manna rann þar saman og mótaðist, þótt þar væri um hið ólíklegaeta fólk að ræða: Pólverja sem áttu aldagamlar rætur á þeim slóðum, heim- flutt fólk frá Sovétríkjunum, útflytjendur sem nú sneru aftur heim frá V-Evrópu og landnámsmenn frá mið- og suður-hlutum Póllands. Þessi risavöxnu vandamál hafa nú verið leyst. Allir Pól- verjar eru hreyknir af því hversu vel hefur til tekizt, og þessi nýskipan er óhaggan- leg staðreynd sem allir raun- sæir stjórnmálamenn á Vest- urlöndum verða að taka til greina. Mannkynssagan hefur ekki látið vel að pólsku þjóðinni heldur oft leikið hana grátt. Þess vegna meta Pólverjar af raunsæi og gát öll innri vandamál sín og aðstöðu sína á alþjóðavettvangi. Reynsla Pólverja sjálfra veldur þvi að þeir eru tengdir málstað frið- arins órjúfanlegum böndum. Því liafa tillögur Sovétríkj- anna um algera afvopnun vakið mikinn fögnuð. Því eru Pólverjar allir andvígir því að V-Þjóðverjar fái kjarn- orkuvopn og mjög andsnún- ir skoðunum ýmissa aðila í Atlanzhafsbandalaginu, eink- anlega stjórnmálamannanna ' Bonn, sem beita sér gegn því að dregið verði úr spennu í alþjóðamálum. Óþarft ætti a* vera að taka það fram að Pólverjar fylgjast vökulum augum með fvrirgangi hefnd- arsinna í »VdÞýzkalandi og eru albúin til gagnráðstaf- ana ef á þarf að halda. Ó'T nú er svo komið, andstætt því sem var á. á-njmim milli st.vrj- aldanna að sevintýrastefra vissra stiórnmálamanna við Rín vekur engan ótta í Pól- lahdi. Póllaud er ekki einangr- að. Það er sterkt ríki í örri þróun. Bjartsvni sú sem h'H- ið hefur næringu af sextán ára revnslu eftir stríð velc1”’- því að Pólveriar gera sér há- ar hugmyndir um framtíðina. Félagar í SJÁLFSBJÖRG Reykjavjk: H Ó P F E R Ð verður farin sunnudaginn 24. júlí. lagt verður af stað frá Sjafnargötu 14 kl. 10. Væntanlegir þátttakendur tilkynni þáttöku sína í s'íma 1 65 38, þar sem veittar verða nánari upp- lýsingar. Skemmtinef ndin, I /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.