Þjóðviljinn - 26.07.1960, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 26. júlí 1960 — 25. árgangur i— 163. tölublað.
mi 11 m ii 11111111111111111111111111111111111 ij^'
| Hún settist í §
| stól bónda síns |
E Á Ceylon hefur það gerzt =
E í fyrsta sinni í sögunni að E
E kona hefur tekið við emb- =
E ætti forsætisráðherra. Hún E
E heitir frú ’Sirima Banda- E
E naraikc, ekkja sjálfstæðis- E
= leiðtoga Ceylonbúa og for- E
E sætisráðherra þeirra, sem E
E ofstækisfullur búddamunk- E
E ur myrti í september sl. E
E Frú Sirima lét ekki liug- E.
E fallast við fráfall bónda E
E síns, heldur tók upp merki E
E hans og bar það með slík- E
E um myndarbrag að flokk- E
E ur Bandanaraike, Frelsis- E
E flokkurinn, vann mikinn E
E sigur í þingkosningunum í E
E síðustu viku. E
Hagstofan gaf í gær út eft-
irfarandi tilkynningu:
„Kauplagsnefnd hefur reikn-
að vísitölu framfærslukostnað-
ar í byrjun júlímánaðar 1960
og reyndist hún vera 104 stig
eða einu stigi lægri en hún
var í júníbyrjun 1960. Verð-
hækkanir námu 1,0 stigi, en
hins vegar varð lækkun á vísi-
tölunni um 2,3 stig vegna
fjölskyldubóta íil fjölskyldna
með eitt barn. sem byrjað er
að greiða í júlí 1960. Er þar
með búið að taka í vísitölpna
öll þau 8,5 stig, sem hún lækk-
ar um vegna hækkunar fjöl-
skyldubóta samkvæmt lögum
um breytingu á almannatrygg-
ingalögum, sem samþykkt vorU
á síðasta þingi. Hækkun fjöl-
skyldubóta gilti frá 1, apríl
1980 og í þeim mánuði fengu
fjölskyldur með 3 börn eða
fleiri gi;eiddar auknar bætur.
Fjölskyldur með 2 bcrn fengu
greiddar bætur í júní 1960 og
fjölskyldur með eitt barn fá
þær í júlí 1960. I samræmi
við þetta komu 2,8 stig til
frádráttar hækkun vísitölunn-
ar 1. apríl apríl, 3,4 stig 1.
júní og 2,3 stig 1. júlí, eða
alls 8,5 stiga lækkun á vísi-
tölunni vegna hækkunar fjöl-
skyldubóta."
Verðhækkanirnar sem urðu
frá 1. júní til 1. júlí og námu
samtals einu stigi voru á hvers
konar erlendum vörum, korn-
vöru, nýlenduvcrum. fatnaði
og hreinlætisvörum. Verðhsekk-
anir á slíkum vörum vegna
gengislækkunarinnar. eru samt
hvergi nærri allar komnar
fram enn, þar eð enn eru til
í landinu birgðir af þeim vör-
um, sem flut.tar voru inn fyr-
ir gengislækkun.
Vísitalan T12 stig
En þótt framfærslukostnað-
ur meðalfjölskyldu hafi þannig
hækkað um tæpt 1% í júní-
mánuði einum, og um 12%
síðan ,,viðreisnin“ hófst, er hin
skráða, framfærsluvísitala að-
eins 104 stig. Eins og lýst er
í tilkynningu Hagstofunnar er
sú niðurstaða fengin sam-
kvæmt fyrirmælum ríkisstjórn-
arinnar að láta hækkun fjöl-
skyldubóta lækka vísitöluna
um samtals 8,5 stig. Óþarfi
er að lýsa því enn einu sinni
að f jölskyldubæturnar koma
ákaflega misjafnt niður, mik-
ill hluti landsmanna fær engar
slíkar, hvorki einhleypingar,
barnlaus hjón né þau sem
hafa stálpuð börn á framfæri,
enda þótt þeirra byrði sé oft
hvað þyngst.
6.000 krónur aí árskaupi
Dagsbrúnarmanns
Hefðu fjclskyldubætur verið
látnar vera óbreyttar, en kaup
greitt sam'kvæmt vísitölu,
Framhald á 5. síðu
Grimsby Town eftir skothríð Óðins
Nýtt, glæsilegt skip, Hringver,
bætist í Vestmannaeyjaflotann
Vestmannaeyjíim á laugardag. Frá fréttaritara.
Nýr, glæstur fiskibátur, Hringver VE 393, kom til
Eyja í morgun og hélt noröur um til síldveiöa í kvöld.
Vélskipið Hringver VE 393
kom hingað í morgun frá Sví-
þjóð. Þetta er einkar-glæsilegt
gkip, byggt hjá Djupviks Bat-
verv h.f. í Djupvik í Svíþjóð.
Eigandi bátsins er Helgi
Benediktsson útgerðarmaður
og hefn.r Stefán Helgason haft
forsögn um búnað skipsins.
Hringver er byggður eftir
ströngustu flokkunarreglu —
Norsk Veritas, (I a I + ís,
þ.e. styrktur fyrir sigiingar í
ís).
1 skipinu er 3600 hestafla
June-Munktel dieselaflvél og
Lister ljósavél. Það er búið
Varðskipið Óðinn skaut
eins ok menn minnast
skiirpum skotum að brezka
landliclgisbrjótnum Grims-
by Town fyrir skömmu.
Skotin liæífu í mark, eins
og gliiggt má s.já á mynd-
inni, en hún cr tekin á brú
togarans eftir að hann kom
í heimahöfn. í viðtali við
blöð þar grobbaði skip-
stjórinn, L. Brown, mjög
af þvi hve mjóu liefði mun-
að að hann hefði siglt Óð-
inn í kaf
ratsjá, Símrad dýptarmæli og
talstöð, sjálfvirkri ljósmiðun-
arstöð af japanskri gerð,
sjálfstýringu, sjálfritandi fisk-
leitunartæki af stærstu gerð.
Allar vindur eru vökvadrifn-
ar. Skipinu fylgir mikill bún-
aður til margháttaðra fisk-
veiða, þar á meðal kraftblökk
til síldveiðanna, en einnig
margháttuð tæki til tog- rek-
neta- og línu- og þorskaneta-
veiða.
Skipstjóri á Hringver er
Daníel Traustason ættaður úr
Grímsey, stýrimaður er Bald-
vin Skæringsson, en vélstjórar
Svanur Jónsson og Stcfán
Helgason.
Framhald á 5. síðu.
Gott veður á mið-
um fyrir norðan
Siglufirði í gær. Frá
fréttaritara.
Mörg skip komu inn í nótti
og morgun með smáslatta af
lélegri söltunarsíld.
Gott veður er nú á miðunum
og fóru skipin út til veiða í
kirnld 1
FramfœrslukostnaBur hefur jbegar hœkkaS meira en
þeir spáSu, en miklar verShœkkanir eru framundan
Það hefur nú sannazt í reynd sem Þjóðviljinn full-*
yrti þegar ríkisstjórnin lækkaöi gengiö aö útreikningar
þeir sem hagfræöingar hennar geröu um líklegar verð-
lagsbreytingar af völdum gengislækkunarinnar og ann-
tvrra efnahagsráöstafana myndu hvergi standazt. Nú
þegar er svo komiö aö framfærslukostnaður hefur auk-
izt meira en hagfræðingarnir spáöu og þó eru enn
ftamundan stórfelldar verðhækkanir.