Þjóðviljinn - 26.07.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.07.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. júlí 1960 ÞJÓÐVILJINN (3 Gera jöfnum höndum við kveikjara, tarmbora og skriftvélar Skrifstofuvélavirkjún er ekkl göraul iðngrein. 1956 útskrifuðust fyrstu skrif- stofuvélavirkjarnir úr Iðn- skólanum, eftir að þeir höfðu beðið eftir að fá að taka próf um nokkuit; skeið. Þeir sem tó'ku prófið 1956, Örn Jónsson og Sigurður Guðmundsson hafa komið sér f.vrir á Bergstaðastræti 3, þar sem þeir stunda nú Örn Jónsson iðn sína. Fréttamaður frá Þjóðviljanum leit inn til þeirra íyrir skömmu og spjallaði við þá um starfið og sjíthvað fleira., Örn nam hjá Ottó Michael- sen og S:gurður hjá Einari J. Skúlasyni. Þeir fóru báðir ut- an að námi loknu, Örn til Stokkhclms, þar sem hann sérmenntaði sig í bókhaldsvél- um, stimpilklukkum og ritvél- um og Sigurður fór til Banda- ríkjanna og vann þar og menntaðist hjá Remington-fyr- irtækinu. — Það var heldur litið að gera hjá okkur fyrst, sögðu þeir, en það hefur alltaf auk- izt og nú er meira en ncg að gera og við vinnum fyrir mörg fyrirtæki. Það er ekki hægt að tala um fastan vinnutíma hjá okkur — við vinnum eftir því hvað liggur mikið fyrir, og stundum er þetta voðaleg ,,prr«sa“. Það virðist 'koma sér verr fyrir fólk að missa skriftvél í nokkra daga en úr- ið sem það ber á handleggn- um. Þróunin í skrifvélum er mjög ör og námið sífellt sér- hæfðara. þe:r, sem hafa farið í skriftvélavirkjun hér heima, reyna flestir að komast út í framhaldsnám. Úti er námið að mikium mun sérhæfðara og sannleikurinn er sá, að við lærum meira á hálfum mánuði út', heldur en á tveim árum hér heima, enda er námið í Iðnskólanum að mestu leyti út í hött. Útkoman verður sú að Þéita er borvélin, sem hús- gagnasiniðurinn á Dalvík, Jón Björnsson smíðaði. það er hætt við að við verðum miðlungsverkmenn, sem verð- um að vinna óskildustu hluti, erda er það svo að við gerum jöfnum höndum við t.d. kveikj- ara, tannbora og svo allar teg- undir skrifstofuvéla. Það eru margir sem eru mestu trassar í meðferð skrif- stofuvé'.a, það er ekki síður þörf á því að smyrja þær og hugsa um þær en t.d. bíla. Þetta var það helzta sem þeir félagar höfðu að segja um starfið. En Örn er ekki allur þar gem hann er séður. Hann hef- ur verið að dútla við að gera ýmsar úrbætur á vélum. T. d. þefur hann í samráði við Andra Heiðberg, blikksmið, smíðað forláta þvottavél. I þvottavélina setur hann ritvél- arnar og dælir síðan á þær hvítspritti af miklum krafti sem er hitað upp í 50-60 gráð- ur. He'tt hvítsprittið hreinsar þær bæði fljótt og vel. Þetta er tækni sem aðrir hafa ekki fært sér í nyt. Að auki hefur Örn smíðað sér rafmagns- klukku, og er efnið í henni Hér er „þvottavélin" Sigurður Guðmundssbn sitt úr hverri áttinni, vísarnir eru t.d. úr alúminíum, en engir tölustafir eru sjáanlegir. „Þessi klukka gengur alltaf hár- rétt“, sagði Örn og það vottaði fyrir dálítilli hreykni í rödd- inni. En ráðsnilli er Erni í blóð þorin. Faðir hans, Jón Björns- ,son, sem er búsettur á Dalvík, hefur lagt gjörfa hönd á margt. Hér á síðunni er t.d. mynd af borvél, sem Jón smíðaði sér til gamans og varð þann fyrst að smíða sér ýmis verkfæri til þess að geta smíðað borvélina. Hann þarf ekki að skreppa suður til að kaupa jafn einfalda hluti og þvottavél — hana smiðar hann sjálfur og gefur hún ekki öðr- um venjulegum þvottavélum eftir. Örn hefur sitthvað f’eira að segja um hagleik föður síns, en það verður að bíða betri tíma. — sj. v. •; -- r Arekstrar og bifreiðaveltur um helgina en lítil meiðsl Um klukkan 1 aðfaranótt sunnudagsins var lögreglunni tilkynnt, að hernámsbifreið með 7 manns hefði oltið út af veginum við Lcgberg. Var taliðt. að þarna he'ði orðið al- varlegt slys. Þegr.r lögreglan og sjúkrabílar komu á vett- vang, hafði fólkinu í bifreið- inni tekizþ að koma henni upp á veginn aftur hjálparlaust og var allt á bak og burt. Lög- reglan náði bllnum þó brátt og j-eyndist hann stórskemmd- ur. I bilnum voru 4 hermenn og þrjár íslenzkar stúlkur. Munu þau öll hafa sloppið lítt meidd, . a.m.k. neituðu þau læknishjálp. Bifreiðin var kyrr- sett á lögreglustöðinni en fólk- inu leyft að fara sinna ferða. Bifreiðin var 6 manna einka- bifreið. Á sunnudaginn varð harður árekstur um kl. 7 síðdegis hjá Rauðavatni á milli leigubif- reiðar og Volkswagenbifreiðar. : Bifreiðarstjórinn á Volkswag- enbifreiðinni og stúlka, er sat fram í hjá honum hlutu bæði nokkur meiðsli á höfuð og einnig kvr.rtaði bifreiðarstjór- inn um eymsli i fótum og handlegg. Á sunnudagskvöldið varð einnig árekstur á mótum Foss- vogsvegar og Reykjanesbraut- ar og hlaut stúlka, er var farþegi í annarri bifreiðinni nokkur meiðsli. Fleiri smávægileg umferðar- slys urðu um helgina en eng- in alvarleg meiðsli á mönnum hlutust af þeim. í dag er hægviðri, skýjað með köflum, hiti 11—13 stig. j Skemmiiferða- skipið Argentína kom hingað í morgun Baniaríska skemmtiferða- skipið Argentína var væntan- legt hingað til Reykjavíkur á ytri höfnina milli klukkan 6-8 í morgun. Argentína er alveg nýtt skip og kemur hingað beint frá Bandaríkjunum með 360—370 farþega. Um 260 far- þeganna munu fara í ferðir í dag með Ferðaskrifstofunni. Verða famaí tvær ferðir til Þingvalla og ein til Hveragerð- is. Héðan fer skipið í kvöld kL 7-8 og heldur þú til Norð- ur-Noregs. Langferðabifreið full af fólki valt í Krossó um helgina Sl. laugardág varð það óhapp í Þórsmerkurferð, að ein af Iang- ferðabifreiðum Ferðafélags ís- lands valt á hliðina í Krossá full af fólki. Krossá er alltaf nokkuð við- sjál yfirferðar vegna pess, hve Seltun hafin á Riyðarfirði Reyðarfirði á laugsrdag. Frá fréttar. Þjóðviljans. Fyrsta söltunarsíldin barst hingað í dag, er Gunnar kom með 700 mál. Tíðindalítið á Raufarhöfn, en skip á leiðinni Frá fréttaritara Þjóðviljans, Raufarhöfn í gær. Hér hefur verið tíðindalítið síðustu tvo daga. Engin veiði er fyrir utan Sléttu, hins veg- ar hefur verið nokkur veiði við Kolbeinseý seinni partinn. Torfurnar eru þunnar og sild- in aðallega tekin á lóðningu. Þes'si skip fengu þar síld i dag: Kristbjörg 300 tunnur, Snæfuglinn 80, Guðfinnur 200, Jón Guðmundsson KE 200, Þorbjörg 500, — og eru þau væntanleg hingað með nóttinni. Fyrir austan er þó nokkur Framhald á d. síðu 35 þúsund mál til Neskaupstaðar Frá fréttaritara Þjóð- viljans Neskaupstað. Talsverð síld hefur verið út af Austfjörðum og er enn. Verksmiðjan hér hefur tekið á móti 35 þús. málum, og salt- að hefur verið í 700 tunnur Síldin er misstór og því ekki góð til söltunar. Frá því á laugardag hafa eftirtalin skip komið hingað með síld til bræðslu. (Sum hafa komið tvisvar ): Björn Jónsson RE 857 mál, Bergur VE 491, Andri BA 717, Fjarðaklettur GK 864, Bergvik KE 626, Þráinn NK 530, Helgi SN 516, Björgvin KE 148, Hjálmar NK 522, Hafrún NK 556, Fanney SF 411, Ólafur Magnússon AK 508, Kamba- röst SF 650, Goðaborg NK100, Gullfaxi NK 450, Bergur NK 200, Glófaxi NK 100, Stefán Ben. NK 100 Ólafur Magnús- son KE 418, Þorlákur TS 458, Seley SU 100, Hilmir KE 900, Hafnarey SU 700, Sunnutind- ur SU 500. — Hér er ekki meðtalin sú síld sem hefur farið til frystingar. -vaðið á' henni er breytilegt. en botninn breytir sér stundum dag frá degi. Þarf því mikillar aðgæzlu við, þegar farið er yf- ir hana. Bifreiðin, ■ sem valt, mun af einhverjum orsökum hafa lent út af vaðinu og stakkst hún fyrst niður að framanverðu og valt síðan á hliðina. Farþeg- arnir gátu bjargað sér út úr bifreiðinni og urðu engin slys á mönnum en bæði fólkið og far- angur þess blotnaði mikið. Margar fleiri bifreiðir voru staddar þarna við ána og voru vírar festir í bifreiðina og hún dregin á hliðinni tii lands. Var hún þar reist við en hafði skemmzt svo mjög í þessu volki, að hún var ekki ökufær og varð að koma íarþegunum fyrir í aðra bíla. i Ár, sem stöðugt eru að breyta sér. eru alltaf mjög viðsjálar og ættu menn helzt ekki að leggja í þær nema fleiri bifreiðar séu saman á ferð. Þórsmerkurferð ÆFR um helgina ÆFR efnir til Þórsmerkur- fefðar um verzlunarmanna- helgina. Verður lagt af stað á laugardag kl. 2 og komið á mánudagskvöld. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu ÆFR Tjarnargötu 20, opið kl. 8,30—9,30 e.h., sími 17513. Nánar í blaðinu á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.