Þjóðviljinn - 06.09.1960, Side 3

Þjóðviljinn - 06.09.1960, Side 3
Þriðjudagur 6. september 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (S Frá niðursuðuverksmiðjiinni á Akureyri. Afkastogeta niðursuðuverk - smiðju á Akureyri margfölduð Akureyri Frá fréttaritara Þjóðviljans. 1 síðasta mánuöi hófst vinnsla í hinni nýjii verk- smiöjubyÆCgingu, sem Niöursuöuverksmiöja K. Jónsson & €o. reisti á Akureyri í sumar, fullgeröi aö mestu á þrem mánuðum og bjó nýtízku vélum til starfseminnar. FýTÍrtæki þetta tók fyrst til starfa 1947 og hóf þá niður- suðu smásíldar í litlu leigu- húsnæði á Oddeyrartanga. Fy^stu árin nam framteiðslan 1500^2000 kössum árlega, og fullnsegði innanlandsmarkaði. Síðan hefur árlega verið hald- ið áfram og framleiðslan auk- in eftir því sem eftirspum hefur leyft. Sum árin hefur verið unnið að niðursuðu og vinnslu annarra sjávarafurða, en öll hefur starfsemin verið smá í sniðum . Líkaði vel erlendis. Vegna þess hve verksmiðjan hefur verið ófullkomin og illa búin vélakosti hefur ekki ver- ið unnt að framleiða með út- flutning fyrir augum. Á árinu 1958 voru þó. 400 kassar af síldarsardínum seldir til Tékkóslóvakíu til reynslu. Lík- aði vara þessi mjög vel og voru 2000 kassar sendir á sama markað árið eftir. Nefnd sem skipuð var á grundvelli þingsályktunar eftir tillögu Bjöms Jónssonar o.fl. t'r aðalvinnslusal niðursuðuyerksmiðjunnar. til að kanna hagnýtingu smá- síldarinnar í Eyjafirði mælti með því að niðursuðuverk- smiðjan yrði stækkuð talsvert og skömmu síðar var hafinn undirbúningur að stækkun- inni. Byggt á þremur mánuðum. Byggingaframkvæmdir hóf- ust 6. maí í vor. Aðalbygging- in, stálgrindarhús á steyptum gmnni með hlöðnum veggjum er 480 fermetrar að flatarmáli, ketilhús 20 ferm., millibygg- ing 55 ferm., og reykhús og móttökusalur 270 ferm. Auk þess hefur verið steypt pian og gerð lítil trébryggja þar sem smásíldinni er landað. Þak aðalbyggingarinnar er úr timbri og einangrað með wellit, klætt bárujámi að utan og asbest að innan. Byggingin jer að öðru leyti einangruð með plasti og korki. Veggir múr-j húðaðir og málaðir utan og innan. 35.000 dósir á dag. Hér verður ekki gerð nein tilraun til að lýsa gangi vinn- unnar í verksmiðjunni, en öllu virðist þar mjög vel og hagan- lega fyrir komið og vélakost- ur mjög fulikominn. Hráefnið er fengið innan til á Eyjafirði og er síldin gejund í ,,lásum“ og landað við verksmiðjudyrn- ar einu sinni til tvisvar á dag. Þann tíma, sem liðinn er frá því að verksmiðjan tók til starfa nú, hafa engar tafir orðið vegna skorts á hráefni en við sliku má þó alltaf bú- ast. Með fullum afköstum er gert ráð fyrir, að verksmiðjan vinni úr ca. 70 tunnum síldar á dag og úr því síldarmagni fáist sem næst 35 þús. dósir. Starfs- fólk er um 70 manns, að mikl- um meirihluta kvenfólk. Eigendur verksmiðjunnar reikna með að hægt sé að sinna vinnslu smásiidar sem næst hálft árið, en hugmynd þeirra er að sinna vinnslu ann- arra sjávarafurða þann tíma ársins, sem ekki er unnið við smásíl dina, þannig að hægt verði að starfrækja verksmiðj- Framhald á 4. siðu. Félagið skilaði bönkunum 12,5 miiij. kr. í gjaldeyri á síðasía ári Á aöalfundi Loftleiða sl. fösludag lýsti Kristján Guö- llaugsson. formaður félagsstjórnar, ýfir því aö bráða- birgðalögin um bann við verkfalli íslenzkra atvinnuflug- manna heföu ekki verið sett að ósk stjórnenda félagsins, enda fælist ekki í þeim nokkur lausn á þeirri kaup- og kjaradeilu sem yfir stæöi Taldi Krist ján að flugliðar' ur á sólarhring en 1958 og og stjórnendur flugfélaganna yrðu að leysa sín mál sjálfir enda myndi stjórn Lofleiða leggja fullt kapp á að svo yrði gert,. 337 ferðir yfir hafið 1 skýrslu sinni sagði Alfreð Elíasson forstjóri Loftleiða. m.a.: „Vorið 1959 voru flognar 4 ferðir í viku milli meginlands Evrópu og Ameriku með við- komu á íslandi. Sú áætlun var í gildi þar til 30. apríl. Sum- aráætlunin tók við þann 1. maí og stóð til 31. okt. Voru þá flognar 9 ferðir vikulega á milli iheimsálfanna með við- komu hér í Rey-kjavSk og var það þrem ferðum meira á viku en 1958. Síðan tók vetraráætl- un aftur við frá 1. nóv. Þá voru flognar 5 vikulegar ferð- ir fram og til baka yfir Atlanz- hafið eða einni ferð fleira en árið áður. Samtals voru þannig flognar 337 ferðir fram. og til baka á milli Evrópu og Norður-Am- eríku á móti 254 árið 1958. Fjórar ferðir af ofangreindum ferðaf jölda voru aukaferðir, sem flognar voru til að anna mikilli eftirspurn. 70% sætanýting • Árið 1959 voru fluttir 35.498 farþegar, en 26.702 farþegar árið áður og varð aukningin 32.9%. Vöruflutningar urðu nokkuð meiri nú en árið áður, eða 315 tonn á móti 250 tomi- um árið áður. Hafa því vöru- flutningar aukizt um 26%. Póstflutningar urðu nú 32 tonn á móti 24 tonnum 1958 og hafa því aukizt um 33.3%. Flugvélar þær, sem félagið hafði í förum flugu samtals 14.243 klst. og voru að meðal- tali rúmar 10 klst. á lofti á sólarhring eða einni klst leng Skákmenn í hóp- ferð til Akureyrar Flokkur skákmanna úr Tafl- félagi Reykjavíkur fór til Ak- ureyrar um síðustu helgi og þreytti kapptefli við lið frá Noi’ðurlandi. Teflt var á 27 borðum og sigruðu Reykvík- ingar með 15 Vfe vinningi gegn llj/2. Á hraðskákmóti sl. laugardag sigraði sveit Guð- mundar Lárussonar sveit Jóns Ingimarssonar með 237 vinn- ingum gegn 124. Stighæstu einstaklingar í keppninni voru Arinbjörn Guðmundsson með 18 '/2 v. af 19 mögulegum, Lár- us Johnsen 18, Guðmuntíur S. Guðmundsson 17, Jcnas Þor- vaidsson og Jóhann Sigurjóns- son 16 hvor. Á sunnudag bauð bæjarráð Akureyrar skákmönnum til kaffidrykkju. má það teljast mjög góð nýt- ing flugvélanna. Framboðnir sætakílómetrar voru 262 millj- ónir, en notaðir sætak'xlómetrar voru 184 milljónir, en það ger- ir um 70% sætanýtingu, sem er svipað og sætanýtingin varð 1958. 263 starfsmenn 1 árslok 1959 voru starfs- menn félagsins alls 263. sem skiptust þannig á hinar ýmsu stöðvar: Reykjavík 128, New York 41, Hamborg 11, Kaup- mannahöfn 8, Luxemburg 3, London 6, Glasgow 4 Osló/Svg 2 Got/Sto 9. Samtals 212, en auk þess um 50 manns sem störfuðu beint eða óbeint við skrifstofu og flugstörf á veg- um félagsins. 22% aukning í ár Þetta hefur nú verið það ihelzta varðandi árið 1959, en þar sem nú er svo áliðið 1960 þykir mér rétt að skýra nokk- uð frá hvemig gengið liefur fyrstu 7 mánuði þessa árs, Fluttir hafa verið 23.228 far- Framhald á 4. síðu. Egill rakari í nýju húsnæði Egill Valgeirsson, einn af kunnustu rökurum bæjarins, ! hefur undanfarin tiu ár rekið litla rakarastofu að Vestur- götu 14. Hann hefur nú stækk- að rakarastofuna að mun í öðru húsnæði en í sama húsi, breytt henni og búið nýtízku húsgögnum, vinnuborðum og speglum með sérstöku sniði. Fyrir innan rakarastofuna er | vegleg biðstofa með ágætum | húsgögnum, teppalögð. Eru | bæði rakarastofan og biðstof- an málaðar í ljósum litum og eru stofurnar hinar viðkunn- anlegustu. De Gaulle Frakklandsforseti sagði á íundi með blaðamönn- um í París í gær að SÞ hefðu engan rétt til að skipta sér af Alsírmálinu og Frakkar myndu virða að vettugi allar samþykkt- ir þeirra um það mál. Hann gagnrýndi einnig afskipti SÞ af Kongómálinu og sagði að vest- urveldin þrjú hefðu átt að sjá um að engir aðrir hlutuðust til um það. Hafið er á eynni Mön árs- þing' brezka alþýðusambands- ins. Helzta deilumál þingsins verður afstaðan til kjarnavopna og verða atkvæði greidd um það mál á morgun. Niðurstaða er talin mjög' tvísýn. Veðurhorfurnar Suðaustan stinningskaldi og skúrir í dag.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.