Þjóðviljinn - 02.10.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2. október 1960 — ÞJÓÐVTLJINN — (5
fannst
r mm
Himmler fyrirskipaSi oð myrca 80.000
fanga i Sachsenhausen-fangabúSunum
Yfirvöld nazista í Þýzkalandi á Hitlerstímanum höfðu
í hyg'gju að sprengja, allar Sachsenhausen-fangabúöirn-
ar í loft upp og myrða þar meö alla þá 80.000 sem
voru í fjöldafangabúðunum. Þetta átti að gerast í lok
lok heimsstyrjaldarinnar.
Þetta hefur komið fram í
réttarhöldunum í Diisseldorf
,yfir nazistaböðlunum Höln,
Böhm og Hempel, sem tóku
þátt í morðum 10.800 manna
í Sachsenhausen.
’Sakborningarnir hafa skýrt
frá því að Himler, yfirforingi
SS-liðsins, hafi fyrirskipað að
enginn fangi mætti komast lif-
andi úr fangabúðum þessum.
Einnig íhuguðu nazistar að
gera gjöreyðandi loftárás á
fangabúðirnar, eða skjóta alia
fangana, 80 þúsund að tölu.
Það varð samt að ráði að
flytja alla fangana, sem ferða-
færir voru, burt austur á bóg-
inn, þegar hersveitir Breta
nálguðust fangabúðirnar. Gefin
var fyrirskipun um að skjóta
umsvifalaust alla1 þá fanga,
sem voru sjúkir eða of veik-
burða til að leggja í langa
gönguferð. Skyldu lík þeirra
grafin á minnst tveggja
metra dýpi. Greftrunina
var þó ekki hægt að fram-
kvæma þar sem ekki fannst
nógu stórt svæði í nágrenninu
til að grafa allar þær þúsundir,
sem myrtar voru. Lík þeirra
voru því brennd.
Fluttur burt
Hinn 21. apríl 1945 var skip-
að að rýma fangábúðimar.
Fangarnir voru reknir af SS-
imönnum eins og fé í 1500
manna hópum. Þeir voru ör-
magna af langvarandi hungri
og pyntingum og höfðu enga
skó á fótunum. Stormsveitar-
mennimir börðu þá áfram og
ídrápu þá sem drógust aftur
úr.
Ætlunin var að reka fang-
ana til Ravensbriick, en áður
en þangað var komið, höfðu
Bretar sótt svo hratt fram, að
þeir náðu liópnum á leiðinni.
Fangaverðirnir Höhn og
Hampel voru teknir til fanga,
voru dregnir fyrir sovézkan
herrétt og lentu síðan í hegn-
ingarvinnu. Böhm tókst hins
vegar að leynast. Hann lét sér
vaxa alskegg og lifði undir
fölsku nafni, þar til hafðist
upp á honum fvrir skömmu.
Vitnaleið.slur
Nú í vikunni hófust vitna-
leiðslur í málinu. Mættir eru
sem vitni fjölmargir fyrrver-
andi fangar úr Sachsenhausen-
fangabúðunum frá Þýzkalandi,
Póllandi, Hollandi, Noregi og
víðar. Fjölmargir fyrrverandi
fangar hafa fylgzt með réttar-
höidunum frá upþhafi og ó-
spart iátið í ljós andúð sína
og viðbjóð á böðlunum, sem
þeir sáu forðum myrða félaga
sína og pynta til dauða.
Erích Liibbe, fyrrveramdi
ríkisþingmaður Sósialdemó-
krataflokksins, sagði að Höhn
hefði verið einskonar andlegur
léiðtogi fangavarðanna, sem
misþyrmdu föngunum og myrtu
þá. Liibbe var sex ár í
fangabúðunum og var marg-
sinnis áhorfandi að því að
Höhn og kumpánar hans pynt-
uðu og hengdu fangana.
Reinke, fyrrverandi borgar-
stjórnarfulltrúi kommúnista í
Göttingen, hefur vitnað um
það hvernig Hempel rak 10
þús. sovézka sti’íðsfanga til af-
tökustaðarins, sparkaði í þá og
misþyrmdi á margan annan
hátt. Reinke horfði -einnig á
Höhn hengja fanga með eigin
hendi eftir að fanginn hafði
gert mishepppnaða flóttatil-
raun.
Þannig hafa vitnin hvert
af öðru, skýrt frá hinum ó-
hugnanlegustu pintingum og
villimannlegum morðum þýzku
nazistanna.
Nixon og Kennedy hnakkrífast
vegna nærveru Krústjoffs
Mikill óróleiki stjórnarvalda í USA vcgnc.
þess að athyglin beinist að Krústjofí
Stjórnarvöld í Bandaríkjunum halda stööugt áfram
aö kvarta yfir því að dvöl Krústjoffs og Fidels Castro
í New York hafi alvarleg áhrif á undirbúning forscta-
kosninganna í Bandaríkjunum, þar sem athygli biaöa,
'útvai’ps og sjónvarps og' áhugi almennings beinist fyrst
og fremst aö þessum erlendu ríkisleiötogum.
Þessi 13 hæða bygging er í smíðum í Peking. Þar verður að-
setur stjórnar flugmála í Kína.
Blaðamenn hafa hinsvegar
ekki látið yfirvöldin segja sér
fyrir verkum, og skrifa og
birta þær fréttir, sem iþeim
þykja merkilegastar og atliygli
fólksins beinist að.
Órólegir frambjóðendur
Nærvera Krústjoffs virðist
hafa komið cþægilega við taug-
ar frambjóðendanna tveggja,
Nixons og Kennedys, en kosn-
ingabaráfcta þeirra hefur kafn-
að undir öllum þeim umsvifum,
sem hið sérstæða -Allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna
veldur.
iFasisitastjóm Verwoerds í
Suður-Afríku hefur í hyggju
að flytja 40.000 blökkumenn
af Zulu-ættflokknum nauðung-
ar.flutningi frá ósum Pongola-
fljóts til Natal-héraðs. Hér er
um að ræða mestu þjóðflutn-
inga sem um getur í Afríku.
Nixon hefur nú ácai.a 3
Kennedy harðlega í ræðu fyrir
það að ihafa leyft sér að minn-
ast á það -í kosningaáróðri að
varnir Bandaríkjanna væru í ó-
lestri. og að efnahagsþróunin
í landinu gangi mjög seint
Þetta sé stórhæittulegt þegar
Krústjofif, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, sé í landinu.
Kennedy hefur brugðizt hart
við þessari árás Nixons. Kveðst
hann hvergi muni hopa og
halda áfram að gagnrýna Eis-
enhowerstjórnina, þótt Krúst-
joff sé í landinu.
James Byrnes, sem á sínum
tíma var utanríkisráðherra í
stjórn Trumans, hefur nú lýst
yfir því, að hann muni styðja
Nixon sem forseta og Henry
Cabot Lodge sem varaforseta
við forsetakosningamar, en
ekki Kennedy frambjóðanda
demókrata
Landbúnaði í Kína hefur fleygt mjög fram á undanförnum
árum. M.a. hefur verið byggfc víðáttumikið áveitukerfi til
þess að auka frjósemi jarðarinnar. Á myndinni sést einn
slíkur áveituskurður, sem einnig er notaður sem samgöngu
leið.
Geislavirkl kolefni
aukið nm þriðfimg
Vísindamannanefnd sú sem Sameinuðu þjóöirnar hafa
falið aö rannsaka áhrif geislaverkunar situr nú á rök-
stólum í Genf. Helzta mál á dagskrá fundarins er aö
athuga hvaöa skaðlegum áhrifum komandi kynslóöir
geta orðið fyrir af völdum hins geislavirka kolefnis 14.
Ógnanir Bandaríkjamanna og efnahagsstyrjöld gegn Itúbu hef-
ur orðið til þess að treysta mjög einhug kúbönsku þjóðarinn-
ar og sjálfstæðistilfinningu. Á myndinní sjást kúbansldr sjálf-
boðaliðar, sem gefið hafa sig fram til lierþjónustu til að verja
Það er nefnilega staðreynd
að magnið af kolefni 14 í and-
rúmsloftinu hefur aukizt um
30% af völdum tilraunanna
með kjarnorkuvopn. Kolefni 14
er hættulegust allra geisla-
virkra efna sem leysast úr
Útifundurinn
Framhald af 1. .síðu
stækkuð Qg' Bretar hófu ofbeld-
isárás sína, loforð allra stjórn-
málaílokka um að aldrei yrði
samið við Breta og aldrei hvik-
að frá rétti íslendinga. Þeir
menn sem nú sitja að samning-
um eru ekki fulltrúar þjóðarinn-
ar, sagði Gils Guðmundsson og
fundarmenn tóku öfluglega und-
ir.
Sameinumst öll
Þjóðviljinn mun síðar ' rekja
ræður þeirra Karls Sigurbergs-
sonar og Lúðvíks Jósepssonar,
en Lúðv'k lauk ræðu~ sinni með
þessum orðum:
„Ég þekki marga 'Sjálfstæðis-
menn og Alþýðuflokksmenn
víðsvegar um landið, sem eru
heilsteyfjtir í landhelgismálinu
og sömu skoðunar og meirihluti
landsmanna um að sérsamnirgar
við Breta komi ekki til mála og
úti'.oka eigi með óllu, að víkja
um þumlung frá 12 mílna mörk-
læðingi við kjarnaspreng’ngu,
sökum þess að það endist svo
lengi — hálfæfi þess er svo
löng — og einnig vegna þess
að svo mikið magn af því
myndast við sprengingarnar,
eða uppundir 7 kíló fyrir livert
megatonn af sprengiafli.
Bandaríski nóbelsverðlauna-
maðurinn Linus Pauling segir
í bók sinni „Aldrei framar
stríð“ frá útreikningum sem
gerðir voru árið 1958, en af
þeim mátti leiða að ef lialdið
væri áfram að sprengja kjarna-
vopn í eitt ár af sama kappl
og þá hafði verið gert um
tíma myndi það hafa i fcr með
sér að 230.000 börn fæddust
alvarlega vansköpuð og að
önnur 420.000 dæju þegar í
móðurlífi eða þá nýfradd.
unum allt umhverfis landið án
undantckningar.
Ég veit að í Reykjavík er
fjöldi slíkra manna.
Kg skora alveg sérstaklega á
þá að sanioinast okkur hihtím
um það að koma í veg f.yrir svik
í landhelgismálinu og gera rík-
isstjórninni það ljóst nú þegar
í upphafi samningaviðræðnanna
við Breta, að þjóðin muni aldrei
þola neina sviksemi. Björgum
landhelgismálinu með órofa sani-
'stöðu allra“.