Þjóðviljinn - 02.10.1960, Side 9
Sunnudagur 2. október 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (í1
Ssa
se
11 krónur danskar voru í boði og
drengurinn hljóp marajionhEaupsS
Ritstjóri: Frímann Helgason
Einsdæmi í enskri knattspyrnusögu:
Totienham vann 10 leiki í röð
Liðið á of margar „stjörnur", en
vill ekki selja
Enslta knattspyrnuliðið Tott-
enham vann sér það til ágæt-
is fyrra laugardag að sigra
Aston Villa með 6:2, og það
var ekki nóg með það, þessi
sigur þýddi það að liðið hefur
sigrað í 10 leikjum í röð í
fyrstu deild, en það hefur engu
ensku liði tekizt til þessa að
vinna 10 fyrstu leikina. Fyrra
metið var 9 leikir og það átti
Hull Ciity. 1 leiknum við Ast-
on Villa settu þeir upp þvílíkan
hraða að til að byrja með réðu
leikmenn Villa ekki neitt við
neitt, og stóðu leikar 4:0 um
ekeið.
Of margar „stjörnur"
Eins og leikmönnum Totten-
ham er lýst núna virðist það
engin vandi fyrir Iiðið að saifna
sigrum, því talið er að þeir
eigi svo margar „stjömur" að
þeir viti ekki hvað þeir eigi
að gera við þær!
Þó er það svo að félagið
hefur ekki keypt leikmenn
nema fyrir sem svarar 200
þúsund sterlingspund, sem þyk-
ir lítið. Félagið hefur ekki vilj-
að selja menn sina þótt nýir
kæmu fram, og fyrst og fremst
viljað tryggja sér hóp góðra
manna.
Nú eru það fimm menn sem
mundu gefa félaginu 100 þús-
und pund ef þeir væru settir
á sölulistann, en þeir óska
þess einfaldlega af þeirri á-
stæðu að þeir fá ekki stöðu í
aðalliðinu.
Sagt er að Tottenham hafi
einsett sér það, að vinna fyrstu
deildina, til þess að fá tæki-
færið til þess að taka þátt í
Iþróttamót í til-
efni sjálfstæðis
Evrópu-bikarkeppninni fyrir
Englands hönd næsta ár (1960
—61), en það eru leikir sem
gefa ágóða.
Við þörfnumst Ieikmannanna
þótt íþeir leiki ekki, sagði fram-
kvæmdastjórinn, Billy Nichol-
son. Þeir hafa haft mikla þýð-
ingu fyrir framgang félagsins
áður, og þeir geta komið til
með að gera það aftur.
Ein af óánægðum ,,stjörnum“
félagsins er Tony Marchi, 27'
ára gamall, framvörður, sem
áður lék fyrir Juventus í Tor-
ino ! Italíu. Toittenham seldi
hann til hins ítalska félags og
fékk hann svo aftur til baka
og græddi á viðskiptunum
röska milljón í isl. krónum!
Marchi er mjög ákveðinn í , _ ,
því að fara, og kveðst halda spamanna , ffðazt um Evr°Pu
og keppt a hinum ymsu mot-
ham kvað hafa áhuga á að
kaupa, er innherjinn Gorge
Eastham, sem er snjall leik-
máður. Hann neitaði að fram-
lengja samninginn við New-
castle United í sumar. Gert er
ráð fyrir að ef af því verður
að Tottenham kaupi Eastham,
getur kaupverðið orðið um 5
milljónir íslenzkar.
Aðsókn er gífurleg að leikj-
um Tottenham á White Heart
Lane-leikvanginum, hvern ein-
asta laugardag, og meðan svo
gengur eru sennilega engin tak-
mörk fyrir því hve miklu fé-
lagið vill fórna til þess að
kaupa leikmenn, ef það getur
um leið keypt sér fyrsta sætið
í deildinni.
I danska blaðinu B.T. mátti
sjá fyrir nokkru eftirfarandi
klausu um óvænt íþróttaafrek:
Það leit út fyrir, dag nokk-
urn fyrir stuttu, að til átaka
kæmi, þegar hinn 14 ára Tor-
ben Nielsen kom heim á
Gothersgötu 14 í Frederica,
daginn sem hann átti mánaðar-
frí. Hann hafði verið I burtu
meira en 4 tíma. 3 tíma og 55
mínútur hafði hann notað til
þess að sýna að í honum er
efni í góðan maraþonhlaupara.
Félagar hans fylgdu honum
á reiðhjólum, og á einu þeirra
var kílómetramælir á stýrinu,
og fóru þeir frá Axeltorginu
í Frederica og 4 km út fyrir
Vejle og til baka aftur, eða
maraþonvegalengdina 42 km.
Þar með vann Torben veðmál
af félögum sínum, sem hljóðaði
upp á 11 krónur danskar.
Þetta byrjaði eiginlega í
síðustu viku þegar Torben fór
að ræða um árangur Thyge
Tögersen á OL í Róm, í skól-
anum á Köbmagergötu.
Torben var gáskafullur og
fullyrti að hann gæti hlaupið
r
I stuttu máli
Eftir Olympíuleikana hafa
flestar stærstu „stjörnurnar"
og einnig sumir hinna „minni
Nígeríu
7. og 8. október fer fram
íþróttamót í Lagos, þar sem
íþróttamenn í Vestur-Afríku
keppa við ýmsa kunna íþrótta-
menn frá Stóra-Bretlandi og
Ameríku. Eini OL-gullmaður í
þessari keppni er Otis Davis
sem keppir í 400 m hlaupi.
Keppni þessi er liður í hátíða-
höldum í tilefni sjálfstæðis Ní-
geríu.
Japanir sigruðu
Á sunndag fór fram í París
keppni milli Japana og landa
V-Evrópu í fimleikum. Japanir
fóru með sigur af lrólmi.
áfram að biðja um að verða
fluttur í annað félag, allt þang-
að til eitthvað skeður í málinu.
Góðum leikmönnum þykir
súrt í broti að fá ekki að leika,
því það þýðir tekjumissi í
stórum stíl. Eg óska ekki,
segir Marchi, að vera góður
varamaður, ég vil vera góður
A-liðsmaður .
Annar óánægður leikmaður
þar, er hinn smávaxni inn-
herji, Tommy Harmer, sem í
mörg undanfarin ár hefur ver-
ið „heilinn" bak við sóknar-
línu Tottenham-liðsins.
Hann var maðurinn sem stóð
beint eða óbeint að fjölda-
mörgum af þeim mörkum sem
liðið skoraði í fyrra og varð
þá !i þriðja sæti. Hann situr nú
á varamannabekknum. Eg get
ekki kastað tíma minum þann-
ig, segir Harmer, Eg er 32 ára
gamall og óska að leika í topp
liði.
Bvona er um fleiri, sem svip-
að er ástatt um, en stjórnin
vill ekki láta sig. Fyrir stuttu
síðan ihélt stjórn félagsins fund
til þess að ræða málið og nið-
urstaða þess fundar var sú
að ákveðið var halda fast við
fyrri ákvarðanir, þeir skyldu
halda áfrám að sitja á vara-
mannabekknum. I samtali við
menn þessa sagði Nioholson
að hann skildi sjónarmið
þeirra, en við hefum ekki efni
á því að setja ykkur á mark-
aðinn fyrr en við höfum fund-
ið menn sem geita tekið stöðu
ykkar.
Mitt 'í þessu berast fregnir
um það að félagið hafi í hyggju
að kaupa leikmann, og ef til
þess kemur mundu möguleikar
Harmers minnka að hann t.d.
fengi stöðu sína aftur, þvi mað-
ur sá, sem um ræðir, og Totten-
um, sem haldin hafa verið.
Mótin hafa ekki haft upp á
neitt sérstakt að bjóða og hafa
verið eins og lágt bergmál
hinna stóru leikja.
Á móti í Ábo, Finnlandi,
urðu þau úrslit helzt, að
Young, USA vann 100 metr-
ana á 10.7 sek og 400 metrana
á 47.0 sek. Landi hans Dell-
inger, vann 300 metrana á
8.04,4 mín,
Frakkar settu upp mikið
mót í Limoges. Árangurinn
varð ekki sem beztur, sem sjá
má af því að beztu afrek unn-
in þar voru 7.58 m í lang-
stökki (Brackchi), 15,75 í þrí-
stökki (Battsita) og 10.7 sek.
í 100 metrum (Seye).
Antao frá Kenya var mjög
skæður í keppni OL. Hann
vann á móti í Cardiff i Eng-
landi bæði 100 og 220 jarda
hlaupin á 9.4 sek. og 21.3 sek.
Eftir Kenyamanninum urðu
þeir Jones ög Guosper, Ástral-
íu. Einnig í 3 mílu hlaupi stóð
Kenyabúi, Nyandika, sig mjög
vel, Ungverjinn Tabori og Eld-
on urðu að vísu á undan á
tímanum 13.49.0 mín og
13.49.6 mín. en tími Kenya-
mannsins, 13.53.8, er mjög
góður. Elliott vann landa sinn
Blue á þessu móti í 880 jarda
hlaupi á mjög lélegum tíma
miðað við getu.
42 km undir 4 tímum. Félagm
hans tóku hann á o/ðinu, cg
upp kom veðmál — 11 krón
ur skyldu lagðar undir! — K1
8 næsta morgun lagði Torber.
af stað, án þess að foreldrar
hans vissu.
Þegar hann kom heim kl
11.55 hafði hann unnið veð
málið, en mikið var fyrir þes:r
um 11 krónum haft. Það vai
farið með hann samstundis í
rúmið, þar sem hann kvaldist
af krampa í fótunum. Þetta
tók á við og við, sagði Torbec
á eftir. —
Faðirinn Torkild Nielsen
hristi höfuðið, en gat þó ekki
leynt því að hann var stoltur
af afreki „þessa stráks-flóns“.
Það gat margt komið
fyrir drenginn vegna þessarar
miklu þrekraunar. Hann var
alls ekki í neinni þjálfun, og
hefur aldrei hlaupið slíka
vegalengd. Torben leynir því
ekki að hann muni leggja
stund á langhlaup. Honum þyk-
ir leiðinlegt að það skuli ekki
vera til frjálsíþróttafélag i
í Frederica, en hann hefur á-
huga og ætlar að hlaupa og
þjálfa einn.
I frétt frá Taiphe segir a5
þrír af fremstu leiðtogum með
íþróttaflokknum frá Formósu
á OL í Róm hafi verið ákærð-
ir er þeir komu heim. Er þeim
gefið að sök að hafa lifað í
„sukki og svalli“ í París á
meðan þeir áttu að vera '* í
Róm til þess að aðstoða kín-
verska íþróttafólkið í sambandi
við keppnina.
Þeir þremenningarnir létu
fyrst sjá sig í Róm þegar K.
Yang keppti í tugþrautinni við
Rafer Johnson.
Listdansskóli
Guðnýjar
Pétursdóttur
Kennsla hefst 6. október.
Skírteini afhent í Edduhúsinu Lindargöitu 9a
(efstu hæð) þriðjudaginn 4. október, frá kl. 3—6.
Heimasími 1-24-86.
P 0 L Y T E X - málningin
er í íjölbreyttum og íögrum litum,
drjúg 1 notkun og endingargóð.
Verðið hagstætt.
A
FÓSTSENDUM
hverfisoötu »a
SÍMI 1534»