Þjóðviljinn - 30.10.1960, Page 7
Sunnudagur 30. október 1960 — ÍÞJÓÐVILJINN — (7
Kristóbert Kristóberlsson og kona lians Jónina Magnásdótt-
ir í garði sínum í Súðavík, en hann hefur auðsjáanlega veriíS
ræktaður af alúð. og þar vex mikill fjöldi jurta. I Súða-
víl« eru blóm eða tré við flest Iiús.
ísafirði keypti Langeyrina og
gerði þaðan út togara, Jarl-
inn, er veiddi síld; þá var
bæði saltað og brætt á Lang-
eyri.
'Svo var síldarstöð sett upp
á Dvergasteini, það var Norð-
maður sem kom henni upp,
og Duus setti upp síldarstöð
á Hattareyri. (Hér inni við
fjarðarbotninn er Hattardalur
sá er Gröndal gerði frægan
á sínum tíma).
— Það er naumast að lögð
hefur verið áherzla á síld-
veiðar.
— Já, þá vildu allir verða
fljótt ríkir á síld. Þá var mik-
ið um síld, þá var hægt að
snurpa síld hér í firðinum,
og öllu Djúpi. Þetta var á ár-
unum 1916-1920.
— En eftir það?
— Já, svo fór síldin að
hverfa frá Vestfjörðum. Þeir
spenntu líka verðið upp, vildu
ekki selja þegar eftirspurnin
var mest — og fóru svo á
hausinn með allt saman þeg-
ar verðið féll skyndilega.
þannig lauk síldárævintýrinu.
Að því loknu ke>-pti Þor-
varður Sigurðsson Langeyr-
ina og gerði út 4-5 vélbáta,
þeir voru Snarfari, Sæfari,
Bifröst, Kári og Leifur. Það
var mikil vinna á vorin með-
an það stóð, fiskurinn var
saltaður, vaskaður og þurrk-
aður. Fyrri hluta vertíðar
voru bátarnir í verstöðvum
sunnanlands, en síðari liluta
hennar fiskuðu þeir umlir
Jökli (Snæfellsjökli) og lögðu
aflann upp hér.
Grímur Jónsson kom hér
upp frystihúsi með vélum —■
áður notuöu frystihúsin snjó
og lagís —• og frystu síld til
beitu. Héðan, úr Súðavík, var
róið á árabátum og því
byggðist hér, og hér fengru
menn smálóðir til að byggja
á. Á Langeyrinni byggðist
ekki, því þar var engin vinna
á vetrum. Samhliða þessu
komu fleiri upp bátum hér
og nokkurri útgerð.
Við fráfall Þorvarðar Sig-
urðssonar lagðist útgerðin á
Langeyri niður skömmu fyrir
1930. Útvegsbankinn eignað-
ist Langeyrina — og þá lagð-
ki't hún í auðn á tímabili.
Norðmenn höfðu byggt stórt
og vandað íbúðarhús í sam-
bandi við hvalstöðina á
Langeyri. Nú var það rifið
og flutt inn í Reykjanes í
sambandi við skólabj’ggingu
þar.
— Var þetta ekki slæmt
fyrir atvinnu manna?
— Jú, vitanlega. En marg-
ir aðkomumenn höfðu verið á
bátunum svo þstta var þó
ekki eins tilfinnanlegt fyrir
sjómennina eins og landverka-
fólkið. Grímur Jónsson gerði
oftast út 3 báta hér í Súða-
vík og Jón Jónsson kaupmað-
ur hér gerði einnig út 2 báta.
En þetta voru allt litlir vél-
bátar, frá 6 til 15 tonn.
— Hvað var Langeyrin
lengi í eyði ?
— Kaupfélag Isfirðinga
keypti rústirnar á Langeyri
af Útvegsbankanum um 1941
—’42. Um svipað leyti stofna
sjóm. og verkamenn í Súða-
vík h.f. Andvara, er gerði
héðan út 2 báta á tímabili.
Grímur Jónsson gerði þá
áfram út 3 báta. Þannig gekk
nokkuð þar til Andvarafélag-
ið fór á hausinn, Grímur
flutti burtu og Kaupfélag ís-
firðinga hætti að starfrækja
frystihúsið á Langeyri.
— Það hefur ekki verið
björgulegt útlitið fyrir íbú-
ana.
— Nei, Langeyrin var ekki
starfrækt neitt að ráði, þar
var sama og engin fiskmót-
táka í 2 ár og lagðist svo
niður. Hér í Súðavík var
Frosti (frystihúss-félagið) 'í
niðumíðslu, þar til hreppur-
inn gekk inn í hlutafélagið,
keypti meirihl. hlutabréfanna
af Grími Jónssyni, ásamt
nokkrum einstaklingum er
einnig keyptu hluti.
Vorið 1859 keypti svo
Björgvin Bjarnas. Langeyrina
setti þar upp rækjuvinnsiu,
hefur tvo báta og var unn-
ið í sumar að frekari fram-
kvæmdum þar í sambandi við
niðursuðu á sjávarafla.
—■ Og nú er lífvænleg at-
vinna ?
— Síðustu 2 árin hefur at-
vinna verið sæmileg hér.
Margir hafa hér skepnur,
smábú óg nokkrir fara burtu
á síldveiðar á sumrin, en fyr-
ir það er líka andstæðara að
sinna hráefni í frystihúsinu á
sumrin.
— Hvað er byggðin hér
fjölmenn?
— Tibúar hér í Súðavík eru
eitthvað á þriðja hundraðinu,
í Súðavíkurhreppi öllum eru
um 300 manns. Tveir bæir í
Seyðisfirði og 1 í Hestf;rði
tilheyra einnig Súðavíkur-
hreppi.
— Hér og á Langeyri virð-
ist ágætt bæjarstæði, og raun-
ar miklu betra en víða þar
eem fólkið er f jölmennara. Er
miklu lengra hér á miðin en
t.d. frá ísafirði?
-— Nei, það munar litlu eða
engu. Og kaupstaðarstæði er
hér engu síðra en t.d. á Isa-
firði. Það er ræktanlegt land
frá Súðavik og inn í fjarðar-
botn og skilyrði ágæt til lands
og sjávar.
Hér lýkur um sinn að segja
frá þorpinu sem bvggðist ekki
v'ð höfnina er landið lagði
til, heldur þama í flæðarmál-
inu, „utangarðs“ við tún.
bændanna, sem neyddust til
að leyfa byggingar þarna af
því þá vantaði menn til að
róa á bátum sínum. Þorpinn
þar sem lífsafkoma fólksins
hefur fremur en á flestum
öðrum stöðum verið leiksopp-
ur stundargróðasjónarmiða
einstaklinga. J. B.
©
vestra
Málefnasnauö kosfííngabarátta
Að viku liðinni fara fram
forsetakosningar í Banda-
ríkjunum eftir einhverja
daufustu og leiðinlegustu
kosningabaráttu í manna
minnum. Margir sem vel
fylgjast með bandarískum
stjórnmálum spá því að á
kjördag komi í ljós að lang-
stærsti flokkurinn verði þeir
scm heima sitja vegna þess
að þeim finnst ekki ómaksins
vert að fara á kjörstað að
velja milli Richards Nixons
varaforseta og Johns Kenne-
dy öldungadeildarmanns.
Jafnvel er fullyrt að kosn-
ingaþátttaka verði sú lægsta
sem orðið hefur í bandarísk-
um forsetakosningum í þrjá
áratugi. Deyfð og áhugaleysi
kjósenda eru þeim mun at-
hyglisverðari sem frambjóð-
endur hafa haft betra tæki-
færi en nokkru sinni fyrr til
að sýna sig þjóðinni. Auk
fundahalda og ökuferða í opn-
um bílum um götur stórborg-
anna hafa Nixon og Kennedy
leitt saman hesta sína í fjór-
um sjónvarpseinvigjum, en
ekkert sem þeir sögðu megn-
aði að tendra hrifningareld í
brjóstum bandariskra kjós-
enda. Stjórnmálafréttaritarar
óháðra blaða kvarta yfir að
frambjóðendurnir hafi jagazt
og pexað en ekki sett fram
eina einustu nýstárlega eða
snjalla hugmynd.
A' hugaleysi um stjórnmál
hefur jafnan verið miklu
útbreiddara í Bandaríkjunum
en Evrópu, í bandariskum
kosningum þykir það ágæt
þátttaka ef yfir 60% fólks
á kosningaaldri greiðir at-
kvæði og í suðurfylkjunum er
kosningaþátttaka að jafnaði
allt niður í 30 af hundraði.
En nú bregður svo við að
fjöldi Bandaríkjamanna sem
hafa áhuga á stjórnmálum og
láta sig þau miklu skipta
koma hvergi nærri átökum
Nixons og Kennedy. þetta á
einkum v’ð um frjálslynt fóllt
sem fylgt hefur demókrötum
að málum, barðist tvisvar
vonlausri baráttu fyrir Stev-
enson í viðureignum hans við
þjóðhetjuna Eisenhower en
telur litlu máli skipta hvor
þeirra sem nú eigast við
hreppir forsetatignina. Það er
líka mála sannast að enginn
verulegur ágreiningur um
grundvallaratriði kemur fram
í málflutningi forsetaefnanna.
Báðir aðhyllast þeir stefnu
kalda stríðsins, en hvor þyk-
ist færari um að heyja það
en hinn. Mesta deilumálið í
kosningabaráttunni hefur ver-
ið hvort Bandaríkin hafi sett
ofan eða ekki á átta ára
stjórnarferli ■ Eisenhowers.
Kennedy segir að áliti þeirrai
og áhrifum hafi hrakað og
brýnasta verkefni næstu
stjórnar í Washington sé að
ráða bót á því. Nixon stað-
hæfir að veldi Bardaríkjanna
hafi aldrei verið me;ra en nú,
en hann sé rétti maðurinn til
að efla það enn frekar.
17'rambjóðendurnir og ráðu-
■*■ nautar þeirra koma þann-
g fram að ljóst er að þeim
kemur ekki til hugar að mál-
efni ráði úrslitum í kosning-
unum. Keppinautarnir eru
ekki kynntir kjósendum með
tilvísun til stefnumála, heldur
er milljón dollara á milljón
ofan ausið í að skapa það sem
auglýsingameistararnir sem
hvor um sig hefur í þjónustu
sinni kalla „ímynd“ forseía-
efnanna. Fjölþætt og djúp-
hugsað áróðursstarf fer til að
koma inn hjá kjósendum þeim
hugmyndum um eiginleika
Nixons og Kennedy sem aug-
lýsingastjórarnir telja likleg-
Framhald á 10. síðv
Nixon (t.v.) o,g Kennedy ræðast við eftir sjónvarpseinvígið.