Þjóðviljinn - 30.10.1960, Page 12
Tékkneska
véSasýningin
Tékknéska vélasýningin í húsakynnum Arél-
siniðjunnar Héðins hf. við Seljaveg í Reykja-
vjk liefur vakið ath.v.gli og margt manna
þegar skoðað hana. I’arna eru sýndar milli
50 og 60 gerðir \éla, einkum járnsiníðavélar
sem eru heimsþekktar fyrir gæði.
Tékkneska vélasýningin verður opin nokkra
næstu daga kl. 2—7 síðdegis í liúsinu Selja-
vegi 2, sein myndin hér við liliðina er af.
Hin myndin er af Öflugum járnliefli, sem
er á vélasýningunni.
Þessi mynd er ekki tekin
úr nýrri útgáfu af „Þúsund
,og einni nótt“, eir.s og ein-
hverjum lesendanna kynni e.
t. v. að detta í hug. Myndin
á ekkert skjdt við austuriönd
, eða austurlarda þjóðir; hún
er tekin iyrir skömmu á
Reykjanesinu, skammt fyrir
' sunnan Keíiavíkurkaupstað og
: ofan við Sandgerði. Banda-
: ríska hernámshðið hefur
: hreiðrað þar um sig í þessari
j stöð, sem ,,verndararnir“
, kalla Rockville eða II 1.
Á liðnu hausti bauð banda-
riski majórinn Lawrence A.
Keefe, forstöðumaður upp-
iýsingadeildar hernámsliðs-
ins, fróttamör.num frá rikis-
útvarpinu og hernámsblöðun-
um að skoða staðinn H 1. í
Alþýðublaðsfrétt um boðsferð-
ina birtist svofelld lýsing á
herstöðinni: „Stöð þessi er
ein af stöðvurum í ratsjár-
kerfi fyrir varnir Norður-Atl-
anzhafsrikjanna. Frá þeirri
stöð er veitt öll almenn flug-
þjónusta. Stöðin er mjög full-
komin, og má segja að ekki
nokkur flugvél geti verið á
flugi í mörghucdruð mílna
fjarlægð frá landinu, án þess
að ratsjárkerfi stöðvarinnar
viti af henni. Stöðin er búin
þrem aðalratsjám sem fyrir
er komið í stórum gúmkúlum,
sem haldið er uppi með loft-
þrýstingi. Kúlur þessar eru
til verndar ratsjárum, sem
ekki mega verða fyrir neins
konar hnjaski. Mikið starfs-
lið er í stöð þessari“.
Til viðbótar þessari Al-
þýðublaðslýsingu getur Þjóð-
viljinn bætt þessu: Rockville-
búðirnar eru eitt alræmdasta
spillingarbæli bandar’ska her-
rámsiiðsins hér á landi — og
er þá mikið sagt. Enda þótt
búðirnar (sem eru alllangt
utan við flugvailarsvæðið
sjálft) falli undir sömu lög-
sögu og Keflavíkurflugvöllur
virðist eftirlit af hálfu ís-
lenzkra yfirvalda mjög af
skornum skammti þar, — og
færa bandarískir sér eftir-
litsleysið óspart í nyt. Hafa
vegfarendur séð kornungar
íslenzkar stúlkur streyma ó-
hindrað inn fyrir svæðisgirð-
inguna og vitað er að þær
dvelja þar oft svo dögum
skiptir. Hliðgæzlu annast
Bandaríkjamer.n einir.
í sumar eða haust var veg-
ur, sem liggur frá Rockville-
búðum beinUstu leið inn á
flugvallarsvæðið. tekinn úr
notkun. Síðan er aðeins ein
leið opin milli þessara staða
og hún liggur um aðalhliðið
á Keflavíkurflugvelli, í gegn-
um Ytri-Njarðvík og Kefla-
víkurkaupstað. Kanarnir í
ratsjárstöðinni. hið „mikla
starfslið“, kunna vel að meta
þessa breytingu, sem veldur
því að þeir geta nú átt oft-
sinr.is „erindi“ um Keflavík-
urkaupstað — og stanzað þar
lengri eða skemmri tíma á
leiðinni. Gefst þá gott l'æri á
að koma smyglvarningi á
markað.
þlÓÐVILIINN
Sunnudagur 30. október 1980 — 25. árgangur — 245. tölublað.
Mannaskipti hjá
Bæjarútgerðinni
Sprengingm rell lúkarinn og
anaðurinn þeyttist út um gatið
Um klukkan hálf fimm í fyrramorgun varð spreng-
ing í lúkar vélbátsins Rúnu í Hafnarfiröi, þar sem hann
lá við’ bryggju. Sprengingin var svo mikil að hvalbakur
bátsins rifnaöi upp og lúkarþiliö sprakk frá og kastaðisl
maður, sem var í lúkarnum, út úr honum við spreng-
inguna. Þótt furöulegt megi heita slapp maöurinn þó
lítt meiddur.
Fréttamaður fi*á Þjóðviljan-
um hitti í gær að máli manninn.
sem íyrir slysinu varð, Svan-
berg Magnússon, Mjósundi 2
:t Hafnaríirði, og spurði hann
um tildrög slyssins.
Svanberg kvaðst hafa verið
að leggja af stað i róður um
klukkan hálf íimm í gærmorg-
un, er slysið varð. Fór hann
inn í lúkarir.n og ætlaði að
kveikja á kósangastæki til þess
að hita upp og fá sér kafíisopa
en um leið og hann kveikti varð
sprenging og þeyttist hann út úr
lúkarnum og aftur í rúmið milli
lúkars og vélarhúss. Varð mér
það íyrst að hugsa, sagði Svan-
berg, þegar ég hafði áttað mig,
hvort ég væri virkilega lifandi
eftir þetta.
Þótt furðulegt megi heita slapp
Svanberg litt meiddur úr spreng-
ingunni, marðist þó alliila á
hægri upphandlegg, þegar hann
skall niður eftir að hann kast-
aðist út úr lúkarnum. Við
sprenginguna kviknaði i bréfa-
rusli, er var í lúkarnum, en
Svanberg fékk strax slökkt þá
ikveikju. Báturinn skemmdist
hir.s vegar mjög mikið eins og
sést á myndinni hér á öðrum
stað í blaðinu.
Báturinn, sem Svanberg var á
heitir Rúna og á Svarberg hann
ásamt öðrum manni. Haía þeir
átt hann í tæp fimm ár og rær
Svanberg að jafnaði einn á bátn-
Frnmhald á 3. siðu
Mikil mannaskipti liafa átt
sér stað lijá Bæjarútgerð
Reykjavíkur að umlanförnu.
Einn aflasælasti skipstjóri
Bæjarútgerðarinnar, Hans Sig-
nrjónsson, skipstjóri á Þormóði
goða, sagði starfi sínu upp
og er orðinn skipstjóri á Vík-
ingi, nýja togaranum frá Akra-
nesi.
Sigurjcn Þórðarson yfirvél-
stjóri Bæjarútgerðarinnar, sem
verið hefur eftirlitsmaður með
vélum togaraútgerðarinnar og
þótt standa sig afburðavel í
starfi sínu, sagði því upp
skömmu síðar.
Báðir þessir menn hafa far-
ið úr starfi vegna árekstra við
Jón Axel.
Skúli Þorleifsson yfirverk-
stjóri í fiskverkunarstöð Bæj-
arútgerðarinnar hefur 1‘ika hætt
störfum. -— Allir þessir menn
hafa verið lengi í starfi hjá
Bæjarútgerðinni. Einhverjir
fleiri munu og hafa hætt störf-
um að undanfömu. Kunnugir
Varð fyrir bifreið
Um kl. 11,30 í gærmorgun
varð kona, Hildur Hjálmars-
dóttir Túngötu 12 fyrir bif-
reið á mótum Grjótagötu og
Garðastrætis. Hún var' flutt
í Slysavarðstofuna en blaðinu
er ókunnugt um meiðsli henn-
ar.
ÁTTA Afríku- og Asíuríki
hafa, krafizt þess að SÞ viður-
kenni taíarlaust stjórn Lúm-
úmba í Kongó.
telja að orsakir allra þessara
árekstra megi rekja til þráláts
kvilla er ásótt hefur Jón Axel.
Fyrsta samkona
Náttúrafræðifé-
lagsiies í vetur
Hið íslenzka náttúrufræðifélag
hefur vetrarstarfsemi sína með
samkomu í 1. kennslustofu Há-
skólans n.k. már.udag, 31. októ-
ber, kl. 20,30. Þar flytur dr.
Sigurður Þórarinsson erindi
með litskuggamyndum um blá-
grýtissvæði Bandaríkjanna, Col-
umbiu-hásléttura og Hawaii.
Sýnd verður stutt kvikmynd af
eldgosum á Hawaii
Þórbergur segir
frá ferðalagi til
Tékkóslévakíu
TÍF, Tékknesk-íslenzka félag-
ið, gengst fyrir skemmtun í
Framsóknarhúsinu, uppi, í kvöld.
Þar segir Þórbergur Þórðarson
rithöfundur ferðasögu frá Tékkó-
slóvakíu, en hann er nýkominn
þaðan. Þá verður sýnd stutt
kvikmynd og að lokum dansað.
Á undan skcmmtuninni í
Framsóknarhúsinu, milli kl. 7.30
og 9 í kvöld, er íélagsmönnum
TÍF og gestum þeirra boðið að
skoða tékknesku vélasýninguna
í húsi Vélsmiðjunnar Héðins að
Seljavegi 2.