Þjóðviljinn - 15.12.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.12.1960, Blaðsíða 9
(/• ' Fimmtudagur 15. descmber 1960 ÞJOÐVILJINN (9 Skíðaráð Reykjavíkur efnir til skíðanámskeiðs urn helgarnar Sfefán Kristjánsson ráðinn sem kennari Hinn áhugasami formaður Skíðarábs Reykjavíkur, Ellen Sighvatsson, ræddi á dögunum nokkuð við fréttamenn um skíðamálin og þá helzt það sem fyrir dyrum stendur. Gat hún þess að Skíðaráðið hefði ráðið Stefán Kristjáns- son íþróttakennara og hinn snjalla skiðamann sem þjálf- ara. Fer námskeiðið fram við Skiðaskálann í Hveradölum og er ætlunin að skíðakennslan verði þriskipt. Fyrir hádegi kl. 10—12, eftir hádegi kl. 2—4 og á kvöldin kl. 8,30—10. Hin upplýsta skíðabraut við skál- ar/n gerir það að verkum að öllu skammdegi er hægt að bægja frá. Einnig er lyftan i gangi þamiig að tíminn notast mjög vel. Verði þátttaka mikil má bú- ast við þvi að ekki verði hægt að taka sömu nemendurna til kennslu á öllum tímum sem tilteknir eru. Gert er ráð fyr- ir að keppnismenn verði sér á einum t'imarum, enda eiga þeir ekki samleið með byrjend- um„ Taldi frúin það mi'kla heppni að fá Stefán til þess að ann- ast kennslu þessa og er sann- arlega undir það tekið hér. Hún gat þess að Stefán mundi ekki taka þátt í keppni í vetur að neiuu ráði, og hef- ur han’-i gefið Skíðaráði Reykjavikur loforð um að annast kennslu skíðamanna sunnanlands í vetur. Sú kennsla verður ekki bundin við Skíðaskálanu einan, heldur mun Stefán fara eftir hátíð- arnar á milli skálanna og kenna um helgar. . I ráði er, ef aðsókn verður mikil að námske'ðinu, að nokkrir af beztu skíðamönnum hér sunnanlards verði Stefáni til aðstoðar. Tilkynningar um þátttöku má leggja inn í verzl. L. H. Miiller, eða við Skíða- skálann, en skiðakennarar verða þar auðkeimdir. Kennsla fyrir alla. Sem sagt: Kennslan er fyrir alla, bæði byrjendur og þá sem eru lengra komnir og svo fyr- ir keppnisfólkið sagði Ellen Sighvatsson. Það er þó einlæg- ur ásetningur Skiðaráðsins, hélt frúin áfram, að njóta úti- loftsins, og í framhaldi af þessu má geta þess að Skíða- ráðið hefur ákveðið að kosta eða styrkja ekki skíðamenn til ferða utanlands í vetur, en beina öllu því fé sem það hef- ur til umráða til eflingar skíðcíþróttimn innanlands og þá helzt meðal unga fólksins og við höfum mikla trú á að Stefán sé þar réttur maður á réttum stað. Skíðamenn leita iit. Þá var það upplýst að flokk- ur skiðamanna frá ÍR mundi fara. til Austunikis og dvelja þar í 4—6 vikur að skíðaæf- ingum við góð skilyrði, og munu þeir dveljast aðallega í Wagran 'í Ölpunum. Muru þeir fara utan í lok janúar. Þá fer hinn kunni ísfirzki skíðakappi og áhugamaður j Kristinn Benediktsson utan í byrjun næsta mánaðar og er förinr/i heitið til Sviss, ítalíu og Frakklands, og mun hann taka þátt í keppni. Þá ætlar Leifur Gíslason að fara eftir áramótin til Innbruck ‘í Aust- urríki og leggja stund á nám jafnframt því að stunda skíða- æfingar. Ekki var vitað hvort skíða- menn frá Austur-Þýzkalandi kæmu hingað í vetur á vegum KR, í stað þsirra KR-irga sem þrngað fóru í fyrra. Aukið húsrými fyrir gesti Skíðaskálans. Gestgjafarnir ‘i Skíðaskálan- um hafa gert sér mikið far um að gera skálann sem vist’ legastan fvrir gesti. Sérstök setustofa hefur verið gerð, rúm sett i herbergi, þar sem ,,kojur“ voru áður. Þeir hafa tekið að sér að starfrækja skíðaskála Skíða- og skautafé- lags Hafnarfjarðar, og geta 50—70 manns gist þar í svefn- pokum og er þar einnig séð svo um að hægt sé að fá þar heitan mat. Þar er hússkipan þann’g, að karlar eru sér og konur sér í herbergjum, og eru húsakynni liin vistlegustu. Geta menn að sjálfsögðu haft með sér nesti og neytt þsss þar. Margir munu hafa pantað húsnæði og uppihald í Skíða- skálanum á ,,sæluviku“ þess- rri, en þar er fast gjald fyrir fasta gesti og fyrir þá sem soca í svefnpokum er gjaldið 900 kr. fvrir þá sem sofa í rúmum 1250 kr. Að lokum gat frú El’en þess, að allir skíðaskálarnir yrðu opnir um hátíðarnar og síðast en ekki sízt væri skíða- ráðið að undirbúa firmakeppri en allur ágóði af henni rsnnur til eflingar skíðaiþróttinni í Reykjav'ik. iÞað þarf ekki að taka fram að viðtalið átti sér stað í ,,Skíðaheimilinu“ á Amtmanns- stíg 2, heimili formannsins. HaRdknattleiksmóticS: Skeramtilegir úrslitaleikir á laugardagskvöldið var Framlengja varð leikinn í öðrum flokki Á laugardagskvöldið voru háðir 5 úrslitaleikir í yngri flokkunum og fyrsta flokki. Margir leikirivir voru skemmti- legir og tvisýnir, og í flokk- um þessum mátti sjá marga unga efnilega handknattleiks- menn. Þó að hér hafi komið fram aðeins tvö lið eru marg- ir efnilegir handknattleiksmenn í hinum liðunum, þótt þeir hafi ekki komizt í úrslit að þessu sinni. Anrar fl. kv. Víkingur vann Fram nauint 4:3. Leikur þessi var gott dæmi um það að þessi flokkur er í mikilli framför, og stúlkumar ungu að ná vaxandi þroska og kunnáttu. Það var tölverður hraði í leiknum og yfirleitt höfðu stúlkumar gott grip, og i báð- um liðum mátti sjá stúlkur sem gátu skotið. Víkingur byrjaði heldur bet- ur, og skoraði fyrsta markið, en Framstúlkumar jöfnuðu fliótlega með skemmtlega' und- irbúnu marki. í hálHeik stóðu leikar 3:2 fyrir VLkir/g, eftir að leikar höfðu staðið 3:1. Fram tókst að jafna nokkru eftir hlé, og má segjs að allur síðari hluti leiksins hafi verið svo jafn, að tilviljun mundi ráða hvor skoraði sigurmarkið. Víkingsstúlkurnar tryggðu sér sigurinn með góðu skoti frá Guðrúnu Jóhannsdóttur sem var bezt þeirra. 1 liði Fram var Jóhanna Sigursteins- dóttir bezt og átti mjcg góð skot. Þriðji flokkur karla B Valur—Víkingur 8:5 Valur skoraði fyrsta markið, en Vlkingar jöfnuðu á sömu mínútu. En þrátt fyrir það að manni virðist að Víkingar séu ágengari í sckn sinni, er það þó svo að Valur hefur forust- una og Víking tekst aldrei að ná lengra en að jafna: 1:1 — 2:2 — 3:3, og í hálfleik stóðu leikar 4:3 fyrir Val, Enn heldur þessi spenna á- fram: 4:4 — 5:5, eri þá var sem Víkingar hefðu fengið nóg og gáfu heldur eftir, en Valur notcr sér það og skor- ar 3 mörk í rcð, en Víkingar ekkert. Endaði leikurinn 8:5 fyrir Val. Bæði liðin sýndu oft góðan leik, og miðað við flokk miög góðan, og liafa þeir þegar tileinkað sér furðu mikla leikni. 3. fl, A Valur vann KR. Almennt var gert ráð f.vrir þVÍ að Valur mundi vinna leik þennan með nokkrum yfirburð- um. því að flestir munu hafa trlið að hinn raunverulegi úr- slitaleikur milli tveggia beztu liðanna hafi verið milli Vals og Víkings, en þau. lentu sam- framhald á 10. siOn Ötsva rsgreiðsndu r í Kóptvogi . Athygli er vakin á því að skv. útsvarslögum skulu útsvör þessa árs dregin frá hreinum tekjum við uið- urjöfpun næsta ár, ef þau hafa verið greidd að fullu fyrir áramót. Varðandi þá lieimild sveitarstjórna að leyfa kaup- greiðendum að skipta útsvarsgreiðslum starfsmanna sinna þannig, að s'iðasta greiðslan falli 1. febrúar á næsta ári eftir gjaldár og sé útsvarið þó frá- dráttarbært, er atliygli þeirra, er hlut eiga að máli,. vakin á þv'í, að þetta gildir því aðeins að ekki hafi fallið niður greiðsla á neinum þeirra gjalddaga, sem lögákveðnir eru. Skorað er á menn að koma á bæjarslkrifstofuna og athuga sérstaklega hvernig útsvarsskuldir þeirra. standa, þar sem mikið er í húfi fyrir þá, ef þeir missa réttin til að láta draga útsvarið frá við nið- urjöfnun næsta ár. Bæjarstjórinn í Ivópavogi. 1 Sú kona verður eliki fyrir vonbrigðum, sem T fær IIUSQVARNA Automatic í jólagjöf. Husqvarna Automatic lieimilissaumavélin ber hróður sænskrar iðn- menningar um víða veröld. Þér gefið það bezta ef þér gefið HUSQVARNA Automatic. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Iiomið og skoðið hinn mæta grip eða biðjið um inyndalista. HUSQVARNA AUT0MATIC léttir heimilisstöríin, sparar útgjöld GUNNAR ÁSGEIRSSON HF. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200. 1 LJOSAPfm 1000 stunda fyrirliggjamli 15-25- 40-60-82-109 wa. Nú stendur yfir tíml ^ heimboða og inni- veru. Athugið því að birgja heimilið upp af O R E O L rafmagnsperum Afgreiðum enn á gamla vcrðinu. Sendurn gcgn póstkröfu hvert á land sem er. MARS TRADSNG COMPANY H.F. Klapparstíg 20 — Sími 1-73-73.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.