Þjóðviljinn - 15.12.1960, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.12.1960, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. desember 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (11 I dajf er fimmtudagur 15. des. Maximinus. Tungl í hásuðri kl. l!).S'í?1 Ardégiéiiáílá*ði' lti'. 2.40. feíð- i deglshánafði klukkan 15.50.' ■ r. ' H'iíj -iirgip. .i tr t' ; •< Nasturvarzla \dkuna 10.—16. des. er í Reyk.iavíkurapóteld síini 1-17-60. CíTVARPIÐ 1 DAG: 8.00—10.00 Morgrunútvarp. 13.00 ,,Á frívaktinni“. Kl. 13.30 verður felldur inn þátturinn „Um fisk- inn“: Thorolf Smith talar við dr. Jakob Sigurðsson um súrsun á síld o.fl. 14.40 „Við sem heima sitjum". 18.00 Fyrir yngstu hlust- endurna. 20.00 Fjölskyldur hljóð- færanna": Þjóð’.agaþættir frá Unesco, menningar- og vísinda- sctofnun Sameinuðu þjóðanna; IX. H'jttur: Belghljóðfærin. 20.30 Kvöldvaka,: a) Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar; VII. (Andrés Bjömsson). b) Islenzk tónlist: Norðlenzkir karlakórar syngja. c) Skuggsýnt er skamm- degi, frásöguþáttur eftir Jóhann Hjaltason. 21.45 Islenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.10 Upplestur: „Hamingjusam- asti maður i heimi“, smásaga eftir Albert Maltz (ólafur Jónsson blaðamaður þýðir og les). 22.30 Kammertónleikar: Frá tónlistar- hátíðinni i Salzburg: 23.00 Dag- skrárlok. 1X' p Brúarfoss fór frá V) Flekkefjord 13. þ.m. {£.____ til Reykjav.’kur, Dettifoss fór frá Hamborg 12. þ.m. til Rostock, Gdynia, Ventspils og Reykjavík- ur. Fjallfoss fór f.rá Fredrikshavn 13. þm. til Ábo, Ra.umo og Lenin- grad. Goðafoss fór væntanlega frá N.Y. 14. þ.m. .til Reylcja.v.ycur. Gullfoss líöm til éeykjavíkur 11.. * þím?’ffS Léíth' o^.KatiíimanndlíÖfri.1 Lhgárfoss-fór fra Rjotterdáfn ; 14. þ.m. til Hambqrgai); og: Reykjhyik- ur. Reykjafoss fór frá Þingeyri 14. þ.m. til ísafjarðar, Siglufjarð- ar, Ólafsfjarðar, Akureyrar og Húsavikur. Selfoss fór frá Vest- mannaeyjum um h! degi 14. þ.m. til Akraness eða. Keflavikur og þaðan til N.Y. Tröllafoss fór frá Rotterdam 14. þ.m, til Esbjerg, Hamborgar, Rotterdam, Antwerp- en, Hul og Rvíkur. Tungufoss fór frá Gautaborg 13. þm. til R- víkur. Millilandaflug: Milli- landaflugvélin Hrim- faxi er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 16.20 í dag frá Kaupmannahöfn og Glasgow. Fiugvélin fer til G'.as- gow og Kaupmannahafnar ki. 08.30 í fyrramálið. Innanlandsf lug: I dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar, (2 ferðir), . Egi’sstaða, Kópaskers, Patreksf jarðar, Vest- mannaeyja og Þórshafna.r. Á morgun er áætlað að fljuga til Alcureyrar, Fagui'hólsmýrar, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkju- bæjarklausturs og Vestmannaeyja. Hvassafell er á Rauf- arhöfn. Arnarfell fór í gær frá Aberdeen áleiðis til Hu’l, Lon- don, Rotterdam og Hamborgar. Jökulfell fór í gær frá Hamborg áleiðis til Hornafjarðar. Disarfell fe. r í dag frá Röstock áleiðis til Reykjavikur. Litlafell er i ol'u- flutningum í Faxaflóa. Helgafell fór í gær frá Fáskrúðsfirði áleið- is til Riga. Hamrafell fór 9. þ.m. frá Reykjavík áleiðis til Batumi. hafna. —Hekla fer frG., Rvík * á hádegi í dag austur f um land til Akureyr- 1,1 ar.” 'TÍÍsjaV kom til Reykjavíkú'r '4 1'rfóöí1‘á® ‘ aúst'án úr hringferð. Herjólfur fer frá Vestrj mannaeyjum kl. 22 1 kvöld til Reykjavikur. Þyrill fór frá Rvík 10. þ.m. til Rotterdam. Skjald- breið fer frá Akureyri í da.g á vesturleið. Herðubreið er á Aust- fjörðum á suðurleið. Baldur fer frá Reykjavík í dag til Sands, Gilsfjarðar og Hvammsfjarðar. Langjökull kemur til Vestmannaeyja ó dag frá Rotterdam. Vatna jökull er í Riga fer þaðan til Kotka, Leningrad og Gautaborgar. Laxá lestar á Faxaflóahöfnum. Náttúrufræðingurinn, alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði 3. hafti þ. á. ér komið út. — Meðal efn- is í heftinu er: Þáttur frá Norð- austur-Græn’andi eftir Ey^ór Ein- arsspn, Islenzki melurinn eftir Björn Sigurbjörnssón, Skógelfting á Austfjörðum eftir Eyþór Ein- arsson. Tvenns konar undirstaða eftir Þorstein Jónsson fr-i Úlfs- stöðum o. fl. Ilúsfleyjan 4. tbl. cr komið út. — Meðal efnis í ritinu má nefna: Á Fullbrightstyrk. Jól. Okkar á milli sagt, Þing iHúsmæðrasambands Norðurlands. Að reisa við reyninn brotna o. fl. Þjóðviljann vantar unglinga'til blaðburðar í Tjarnargötu og Gximsstaðaholt Aígreiðslan, sími 17-500. V e r z 1 u n Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. S t ó r h o 1 t i 1 I . i \ ,i Býðnr yður eftirtaldar vörur: Nælonefni í barnakjóla — Þýzk kvenmærföt. — Cara- belia undirföt — Svampskjört í barna, unglinga og dömustærðum. — Svumtur — Þýzkir borðdúkar — Handkiæði -— Barnanáttföt — Ungverskar drengja- skyrtur — Drengjabindi — Drengjaslaufur •—- Gjafa- kassar með drengjaslaufum og klútum — Ódýr rúm- ensk herranáttföt, sérstaklega sndðin fyrir þrekna menn. — Slæour — Dcmulianzkar — Snyrtivörur í úrvali — Smávörur — Urval af leikföngum o. fl. vörum. Gott bílastæði við veszlunarhúsið Ásg. G. Gunnlaagsson & Co. Stórholti 1 — Sími 13102. . • I Skugglnn og tindurinn • EFTIR • RICHARD • MASON 23. DAGUR beint að Myrtle Bank, stærsta hótelinu í Kingston, þrauta- lendingunni fyrir þann sem var þreyttur á sýningarglugg- um og' meðalmennsku. í garð- inum var sundlaug. Hann færði sig úr þvældum fötunum í búningsklefanum, fór í steypi- bað og stökk síðan út i laug- ina. Um leið og hann kom út í þægileg.a svalt vatnið. leið honum betur. Hann lá á bakinu og hcrfði á pálmana sem bærð- ust ekki í þungu hitabeltis- lol'tinú. Svo íór hann uppúr, ■ settist undir rauðgula sólhlíf og pantaði drykk og eitthvað mat- .arkjais. Sem hann sat þarna aleinn, varð hann aftur grip- inn þunglyndi. Þegar hann var í Englandi og skilnaðurinn var um. garð genginn og Carólína farin, hafði hann haldið að liið eina sem hann gæti gert til að komast burt frá sjálfum sér, væri að fara yíir Atlanz- hafið og setjast að innan um bamþus og pálma í stað hinna gamalkunnu Lundúnagatna. Jseja, það dugði ekki, maður breytti ekki sjálfum sér með því að skipta um dvalarstað. Hann mundi eftir vinnufélaga sínum í London sem hafði var- að hann við: „Forðizt nýlend- urnar, ef það er eitthvað sem þér viljið gleyma, —- þar mor- ar allt í legsteinum fólks sem verið hefur að reyna það.“ Það var sami maðurinn sem hafði sagt við hann, þegar hann heyrði að hann ætlaði að verða kennari í frjálsum skóla: „Er það ekki einn þeirra staða. þar sem þeir sanna að bann- settar . gömlu aðferðirnar eru þær . einu réttu þrátt fyrir allt?“ Hann hafði alltaf álitið að hann segði þetta aðeins til að reyna að vera fyndinn, á sama hátt og hann gerði aug- lýsingatexta, en ef til vill hafði hann dálítið fyrir sér i því sem hann sagði. Eins og' Douglas var nú innanbrjósts, varð honum hugsað til Silvíu og hroka hennar og Iygav og hann hefði með glöðu geði viij- að snúa hana úr hálsliðnum. Þjónninn kom með hádegis- verðinn hans á bakka og setti hann á lágt borð ; við hliðina á stólnum hans. Það var rosk- inn blökkumaður með últgrátt hár. sem minnti á persíanskinn. Carólína hafði éinu sinni átt stuttan perstanjakka, og hon- um. varð hugsað til Carólínu; hvað skyldi hún hafa fyrir stafni? Með votti af öfund í- myndaði hann sér hana liggj- andi á steini í ítölsku sól- skini eða sitjandi undir sól- hlíf vig bólvarð í París eða kannski aftur í London að búa sig' í betri fötin fyrir Ascot- hlaupin. Eða voru þau um garð gengin í ár? Hann rnundi það ekki. Þeir dagar voru löngu liðnir að hann hefði áhuga á Ascot, ■ einkalistsýningum . og' smáveizlum við kertaljós og að þekkja rétta fólkið og láta sjá sig á réttum stöðum. Það hafði tæpast staðið nema árið. Nýja- brumið var um garð gengið þegar stríðið hófst og smám saman hafði hin nýja revnsla hans . gert hitt útlaégt. - Þegar hann- var í Malaýa að stríðinu loknu, haí’ðf hann haldið að ást hans á Carólínu hefði dáið ásamt áslinni á þeirri tilveru sem hún var íulltrúi fyrir; •hann hafði snúið heimleiðis. dá- jítið . fiftir- ,sig-. eftir faðmlög kinverskrar gleðikonu í Pen- ang. Þegar hann sá, að ást hennar á honum var algerlega fyrir bý, fylltist hann nýrri þrá til hennar. Hégómaskapur! Hégómaskapur! Sjálfs sín vegna hafði hann reynt að verða aft- ur óháður henni eins og í Mal- aya; en nú fann hann aðéins til auðmýkingar yfir að vera ekki elskaður; sársauka yfir hinni augljósu ótryggð hennar. Minningarnar um næsta missiri voru enn eins og opin sár og hann neyddi sjálfan sig til að kanna þau eitt af öðru. Stund- um reyndi hann að bera smyrsl í þau með því að segja: Ég elska Carólínu ekki, við hefð- um aldrei fundið hamingjuna saman. En það er sjaldgæft ,að smýrsl skynseminnar lækni sár. :Hann rótaði í sárum sin- um meðan hann inataðist, — og þegar hann var búinn, sagði hann við sjálfan sig, að ástæðu- laust væri að halda svona á- fram; hann ætlaði aítur uþp í svalt fjallaloftið strax og hann gat. Hann fór inn 'og' klæddi sig og gekk síðan út að bílnum. Hann var næstum kominn út úr Kingston, þegar hann mundi eítir dótinu sem hann hafði lofað að sækja handa Júdý. Það var furðulegt að hann skyldi gleyma þvi. Hann sneri við og fór að leita að heimil- isfangi hennar. Það var yfir- lætislaust gistiheimili. ,Það var í útjaðri borgarinnar, þar sem tekjurnar fóru að hækka og hörundið að b’sast. Húsmóðir- in var kafi'ibrún og að- um- máli á borð við irú Morgan. Hún hafði lesið um slysið í blaðinu. og hún vissi ekki hvort hún átti að gráta af sorg yfir því eða hlæja af gleði yfir björgun Júdýar. Hún var enn á mörkum hláturs og gráts. Inni í .litla herberginu hjálpaði hún hon.um að taka saman fötin hennar; úr næsta herbergi heyrðust tilbreyting- arlausar hrotur. Hann bar töskuna út í bllinn. Tuttugu mínútum siðar var hann kom- inn út úr Kingston og á leið upp fjallið. Hann fann næstum samstundis að loftið varð létt- ara og svalara og hann teyg- aði það djúpt ^að sér, — og hræfuglinn sem setið hafði á sál hans, Ivfti vængjum og flaug burt. í fjarlægð sá hann tinda Bláfjallanna. Sumt fólk fann sárt til srnæðar sinnar og auðvirðileiks þegar það horfði á ókleifa tinda. En fyrir Douglas voru þeir móteitur gegn meðalmennsku og leið- indu'm borgarinnar, stórfeng- leikur þeirra örvaði anda hans og honum fannst hann sem endurfæddur. Það tók hann rúman klukku- tíma að komast upp að skól- anum. Hann ók bílnum inn milli háu og grönnu eucalyp- tustrjánna tveggja. . sem stöðu eins og verðir við hliðið. Við bílskúrinn munaði minnstu að hann æki á Jóa. >—■' Ég ber ferðatöskuna.' herra minn. — Nei, þakka þér fyrir, ég get það sjálfur. Hanii g’ekk béint upp að stóra húsinu. Pawley var að kenna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.