Þjóðviljinn - 28.12.1960, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 28.12.1960, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 28. desember 1960 . ÍlpHpijl K::A<x-.€ * -.pM m W® % mPI Álftir skoða í búðarglugga útifyrir jólaskreyttum búðarglug.gum við verzluiiargöíu í ensku borginni Bath. Þetta gerðist fyrir jólin, þegar rigningar ollu flóði í ánni Avon. Um stóran liluta af Balh fóru göturnar á kaf í vatni og fólk varð að flýja úr kjöllurum og af neðstu liæðum húsa. Það hefur ávallt talizt tíl tíðinda, þegar íslendinga er getið í erlendum bridge-tíma- ritum. Eftirfarandi spil er frá Evrópumótinu í Vín 1957. Kom það fyrir í leik íslendinga og Englendinga, cg varð þeim fyrrnefndu allkostnaðarsamt. Hinn þekkti bridgesérfræðing- ur Harrison-Gráy hefur gert spil þetta að umtalsefni í ný- útkomnu hefti af Bridge Maga- zine og er það aðailega sagnir þeirra Reese og'Shapoir, sem hann gagnrýnir enda þótt hann komist ekki hjá að minnast lítillega á hinn ógæfusama ís- lending í vestur. Þar eð mér er að mestu leyti kunn þessi eftir- minnilega harmsaga ætla ég að sýna lesendum spilið. Staðan var n-s á hættu og norður gaf. verr farið en heirna setið. Þegar norður hefur sagt fjóra spaða vaknar suður upp við vondan draum og í örvænt- ingarfullri tilraun til þess að koma félaga sínum í skilning um gleymsku sína segir hann sex hjörtu. Norður brosir hæðnislega og segir pass. Að sögnum loknum dregur suður upp veski sitt og greiðir norðri tíu shillinga. hina um- sömdu sekt fyrir gleymskuna. Nú gef ég Gray orðið: „Vest- ur virðist ekki hafa tekið eft- ir neinu óeðiiiegu í sögnunum, eí til vill hefur hann orðið | f.vrir áhrifum af yfirborðslegu j kæruievsi suðurs. Hann spil- aði út spaðaás og suður fór hjó sér þegar hann sá að ann- an ás vantaði — hvernig átti hann að kjafta sig út úr þessu? Þótt undarlegt megi virðast S: K-10-6 H: A-2 T: K-8-6-5-4 L: A-K-3 S: A-8-7 H: 9-7-5 T: A-D-9-2 L: 10-9-5 S: D-9 H: K-D-G 10-8-4 T: G L: D-8-7-6 S: G-5-4-3-2 H: 6-3 T: 10-7-3 L: G-4-2 Norður opnaði ó einu grandi, suður sagði fjögur hjörtu, norður fjóra spaða og suður sex hjörtu, sem urðu iokasögn- in. Ég ætlaði aðeins að gefa nokkrar skýringar með sögnun- um. Norður og suður spiluðu Texas-sagnaðferðina eða yfir- færsjusagnaðferð og suðri varð ó að gleyma henni en norðri ekki, Fjögurra hjarta sögn suð- urs biður því ncrður um að segja fjóra spaða þar eð suður eigi mjög góðan spaðaiit. Kosturinn við þessa sagn- aðferð er sá að með henni er hendi norðurs lokuð og sjá andstæðingarnir því ekki há- spil hans og verður vörnin þá erfiðari. ókosturinn er hins vegar sá að mönnum hættir til jað gleyma henni og er þá vannst slemman. Vestri fannst að ef hann reyndi að taka hinn ásinn. að því sleþptu hvað hann múndi móðga hina frægu andstæðinga sína, þá mundi hann gefa þeim spilið ef suður væri tígullaus. Það væri betra að spila bara meiri spaða. Árangurinn varð því stórsigur fyrir Anglo-Texas- bandalagið. Hefðu okkar menn nokkurn tíma náð þess- ari slemmu ef þessi sagnað- ferð hefði ekki verið til?“ Svo mörg voru hans orð, en ekki get ég orða bundizt um frammistöðu vesturs. Hann má hafa verið meira en lítið úti á þekju að verða ekki var við misskilninginn og sjá þá að hans eini möguleiki var að taka ásana sína styax.“ ósturinn Kópavogsbúar og biðskýlin. Sú var tíð, að hópur fólks hímdi á berangri og beið almenningsvagna. Þá þótti mörgum nölurlegt, að hama sig undan auslanfjúkinu á vetrarmorgnum og ekki laust við að heilsuhreysti sumra yrði 'fallvölt í innflúenzu- faröMrum. Nú er tíð biðskýla og heilsugæzlu og fullkominnar þjónustu almenningsvagna, sem og annars er til heilla horfir. Allir ællu að fagna þeim umskiflum, sem orðið hafa, að þurfa nú ekki leng- ur að koma í v.agnana hel- kaldir eða hundblautir af mislyudri veðráttu og eiga ekki 'iengur á hæltu þrálátt kvFf eða rúmlegur, sakir nótuvlegs aðbúnaðar á bið- sl'.'ðvum. Ég hef • oft undrast þann hug, sem Kópavogsbúar, v.rðast bera til biðskýla smna. Þar voru á sínum u’ma reist hin vönduðustu skýli með tvöfalt tréverk, hurðir og glerrúður í glugga- tóttum og góð gólf. Rúðugler urðu aldrei margra nálta og hurðir hurfu vonum fyrr, gólf öt- uðusl sauri nátthrafna og nú er svo komið að menn geta eins vel staðið úli. Nú má vera, að börn, eða aðrir óvitar, sfandi fyrir rúðubrolum og öðrum minni- háttar hervirkjum en stór- ’virki hafa einnig verið unn- in. Ég hef t.d. séð verksum- merki kúbeins í biðskýlinu við horn Hátraðar og Álf- hólsvegar. Börn labba sig ekki í burtu með heilar hurð- ir og því síður skíla þau á gólfin. Það gerir enginn óséður, á þeim líma sem börn hafa ferlivisl. Nei, það er augljóst að hér eru fullorðnir að verki, engu síður en börn og þyk- ir mér þelta lýsa furðulegu sálaráslandi, ef ekki eins- konar geðveiki. Þó segja megi, að þetta 'fyrirbæri sé ekki láknrænt fyrir Kópa- vogsbúa eina, er það þeim til slórrar hneisu. Foreldum, fyrir að ala ekki börn sín upp í virðingu fjrrir mann- virkjum, fullorðnum fyrir þá villimennsku, sem biriisl í æði þeirra. Eins og að framan getur, eru það ekki Kópavogsbúar einir, sem haga sér á þennan hátl, heldur virðist þessi faraldur allútbreididur. Þannig hafa biðskýli £• Reykjavik hlotið svipaða útreið, umferðamerki á þjóð-* vegum eru skolin sundur,. sæluhús eru rænd og skemmd og virðist sama hvar á landinu er borið nið- ur. Skemmdafýsnin er þjóð- leg. Bezti botninn. Úrskurðaður hefur verið bezti bolninn í samkeppninni, sem hleypl var af stað nokkru fyrir jól. Sá sem varð fyrir valinu, er þessi: Danskur fóli enskri örk, ekur í skjól hjá könum. Vísan er þá þannig, full- gerð: Fremur ÓIi asnaspörk, öll eru tól á þönum. Danskur fóli enskri örk ekur í skjól hjá könum. Höfundur þessa botns er ókunnur. Aukið velfuna Ödýrusiu og endingarbeztu perurncr á markaðinum ★ Fyrsta flokks fluorescent-rör 1 ýmsum litum. Umboðsmenn: Trans-ocean vtiru- og skipamiðlun Hólavalla gata 7, Reykjavík, sími 13626. Einkaútflytjendur: Polish Foreign Trade Company for Electrical Equipment, Ltd, Warszawa 2, Czackiego 15/17, Poland Símnefni; ELEKTRIM — WARSAWA P. O. BOX 254.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.