Þjóðviljinn - 25.01.1961, Page 7

Þjóðviljinn - 25.01.1961, Page 7
3>) ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 25. janúar l961 4ÍÍ- .^ÉsaSS^jgifnSaa^æSESESsSaiÍEÍii ■6t«eíancii; Sameminearflokkur alÞýðu - Sósiaiistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús • KJartansson (áb.), Magnús Toríi Ólafsson, Slg- urður Guðmundsson. — Fréttarltsfcjórar: ívar H. Jónsson, Jón BJarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magi'ússon. — Ritstjórn, afgreíðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 45 á món. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. Viðreisnarblekkingar T umræðunum á Alþingi undanfarna daga hefur skýrt komið fram hvernig röksemdafærsla ráð- herranna í fyrravetur og réttlæting þeirra á viðreisn- inni hefur molnað niður og orðið að engu gagnvart veruleika þjóðlífsins. Jafnframt hefur sannazt að and- mæli þingmanna Alþýðubandalagsins og skilgreining þeirra á því sem verið var að gera hefur reynzt rétt og koma heim við reynslu þessa ömurlega viðreisn- arárs. Enn er í minni að það átti að vera aðalsönn- un þess að þjóðin hefði lifað um efni fram og þyrfti að taka á sig samdrátt framkvæmda og stórfellda kjaraskerðingu að greiðslubyrðin vegna erlendra lána væri orðin svo gífurleg að þjóðin gæti ekki undir því risið. Þá þegar var sýnt fram á að þetta voru fals- rök, og nú gekk Gylfi Þ. Gíslason svo langt í játn- ingum sínum í umræðunum á Alþingi að viðurkenna að greiðsluhallinn segði ekkert til um það hvort þjóð- in hefði lifað um efni fram, og fannst ýmsum þing- mönnum að ráðherrann hefði lært þó nokkuð á einu ári. 17'inar Olgeirsson sýndi fram á í nefndaráliti sínu um viðreisnarfrumvarpið í fyrravetur að hin mikla greiðslubyrði sem ríkisstjórnin þreyttist aldrei á að útmála, hvíldi einungis á árunum 1959—1963, en minnkaði þá niður í það sem telja megi eðlilegt. Og hvernig stóð á þessari óeðlilega háu greiðslubyrði? Einar rifjaði það enn upp í ræðu sinni í fyrradag: Á þessum fjórum árum á að borga upp báta og skip sem keypt höfðu verið í Noregi, Danmörku, Vestur- Þýzkalandi, Hollandi og víðar. En hægt var að fá lán til þess að láta byggja alla þá báta sem íslend- ingar þurftu á þessum árum í Austur-Þýzkalandi. Það var hægt að fá lán til tólf ára með lágum vöxtum. En ofstækisfullir ráðherrar í vinstri stjórninni fengu því ráðið, að fsland tók ekki hagstæð lán til langs itíma með lágum vöxtum, heldur, voru tekin stutt lán með háum vöxtum. Og þau voru tekin á Vesturlönd- um, enda þótt íslendingar keyptu þá þegar miklu meira frá þessum löndum en þau af okkar afurðum, svo greiðslur lánanna hlutu að valda erfiðleikum. En lánið sem við áttum kost á til iangs tíma hefðum við getað greitt með íslenzkum útflutningsvörum. ttJX T^etta var röng viðskiptapólitík, vegna pólitísks of- stækis. Og þetta ofstæki skapaði erfiðleikana á greiðslum þessi fáu ár. En þetta var byrjunin á þei.rri hringavitleysu sem síðan hefur haldið áfram, að brjóta niður austurviðskiptin og henda íslenzkum út- flutningi í þá áhættu sem markaðirnir á Vesturlönd- um hafa verið og eru. Einmitt í þessu kemur frarn furðulegt fyrirhyggjuleysi og óraunsæi á íslenzka hagsmuni. Nú má sjá hvernig riki í nær öllum heims- álfum með gerólíka stjórnarhætti notfæra sér þá möguleika til uppbyggingar atvinnulífi sínu sem fel- ast í hinum hagstæðu og vaxtajágu lánum sósíalist- ísku landanna, og viðurkennt er að slík lán eru veitt á eðlilegum og heilbrigðum viðskiptagrundvelli. En íslenzk stjórnarvöld kjósa heldur að sæta lélegum lánskjörum og arðránsvöxtum auðvaldsstofnana Vest- urlanda, sem jafnframt eru misnotuð til að hiutast til um innanlandsmál hlutaðeigandi ríkis eins og ís- lendingar hafa glögg dæmi um. Og „greiðslubyrðin“ af óhagstæðum lánum síðan notuð til að afsaka gíf- urlega kjaraskerðingu og samdráttarstefnu. Þessi mál skýrast nú óðum, þegar meira að scgja ráðherrarnir éta sem óðast ofan í sig fullyrðingarnar frá upphafi viðreisnarinnar, og mun íslenzk alþýða draga af sínar ályktanir. Þá er hún komin út þessi 'bók, sem ég hef verið að bíða eftir í heilt ár, bókin Sendi bréf frá Sandströnd. Það er alls ekki að ástæðu- lausu að ég hef beðið þess- arar bókar með nokkurri eft- irvænlingu. Það er alltaf mikill við- burður er bókmenntafélag heitir svo ríflegum verðlaun- um fyrir bók, að teljast megi sæmileg verklaun hverjum þeim er svo vel tekst til, að bók hans hljóti náð fyrir aug- um þeirra vísu manna, er valdir eru sem dómendur. Þá er Virkisvetur birtist sem sú bókin, er bezt þótti í þessari samkeppni, var þegar vitað, að einhver bók hlaut. að hafa orðið númer tvö hjá dómendum og ósennilegt ann- að en hún kæmi bráðlega fyr- ir almennings sjónir. Sú er og nú orðin raunin á. Það er ekki lengur nein leynd um það, áð ’bók Stefáns Jónssonar hafi af dómendum verið tal- in næst bezt þeirra bóka, er sendar voru í þessa sam- keppni, þótt mér sé reyndar óskiljanlegt hversu lítið út- gefandi hefur látið þess getið við auglýsingu bókarinnar, rétt eins og slákt ætti helzt Stefán Jónsson. En verzlunarvaldið eignast sína frumbyggja og þar skarðast. ekkert í söguna. Þeir koma þar hver af öðrum, Hansenarnir, eins og þeir hafa a alltaf komið við sögu íslenzkra . ' þorpa í einhverri mynd á upp- - váxtarárum þeirra. Þorpið þróast með þeim, vex með auði þeirra. Og þegar bænd- urnir í nærsveitunum skynja loks hættuna og valdið, er það orðið of seint. Eina ráðið verð- ur að gera þorpið að sérstök- um hreppi, svo þeir þurfi þó ekki að ótlast sveitarlimina. Þetta mun víst vera sú venju- lega tilorðningarsaga all- margra þorpa til sjávar og sveita. Og Hansenarnir hverfa. Hinn síðasti þeirra ekki á alveg eðlilegan hátt, — og þó? En sá sem tekur við, afkomandi sveitarmenningarinnar, lærður í skóla kaupmennskunnar, — Strákurinn frá Reykjakoti, — hlýtur völd sín gegnum glæp. Vel er hann falinn og þótt ýmislegt sé á kreiki, hefur hann þegar aðstöðuna í hendi sér og kann vel að nota hana. En hann hefur skift um nafn og númer á þeim auði, er nú ræður Strandlendingum. að fara framhjá mönnum. Ég hef verið að svipast um eftir því, hvað okkar venju- legu ritdómeniiur um bækur létu frá sér fara um þessa bók. Var jafnvel að búast við að nú upphefðist nokkur sam- jöfnuður milli þessara tveggja skáldrita og máski þæt.t.i sum- um sem dómnefndin hefði ’kanhski ekki kveðið upp neinn Salómonsdóm í úrskurði sínum um þessi tvö verk. Nei, ekkert, slíkt varð á vegi' mínum á dálkaslóðum blað- anna. Aðeins einhverskonar þegjandi sam’komulag um það, að þetta sé fremur misheppn- uð bók, enda varla við öðru að búast af barnabókahöfundi, sem allt í einu ætli sér það ofverk, að fara að skrifa fyrir fullorðna. Eftir að ég hafði séð rit- dómana, var ég nokkumveg- inn viss um að þetta hlyti að vera heldur laklegt verk. Að vísu lagði enginn ritdómend- anna. í það að kryfja Verkið til mergjar á nokkurn hátti — Bókin er í tveimur köf'lum það er slæmt. — Stállinn er endurtekningarsamur og leiði- gjarn — það virðist jafnvel óljóst, um hvað höfurHurinn er að skrifa —. Þetta er evona eitthvað af þeim um- sögnum, sem ég rakst á um bókina í skrifum þeirra manna, sem fást við það að ritdæma bækur. Það má vel vera, að ein- hver hafi einhversstaðar sagt eitthvað gott um bókina, en það hefur þá farið framhjá mér til þessa. Það var fjarri mér að efa niðurslöður ritdómaranna, enda skildi ég þá betur verð- leika Virkisvetrar. Það hefur ekki verið úr góðu að velja,, Kannske líka þrautaminna að eemja fornlega afmorssögu en leggja í þá t.vísýnu að skrifa þróunarsögu sinnar samtíðar, og um sumt af því, er íslenzk- ir rithöfundar hafa látið kyrrt liggja enn sem komið er. Ég varð, satt að segja, hissa er ég hafði blaðað nokk- uð í Sendibréfi frá Sand- strönd, og varð þess áskynja hvað höfundur hugðist taka til meðferðar. Nei, þessu sleppur Stefán ekki frá, taut- aði ég við sjálfan mig. 'Hinu gat ég ekki neitað, að mér þótti hann maður að meiri sem rithöfundur, fyrir það að reyna þetta, hversu svo sem til tækist. Það er skylda góðs rithöfundar að vera hið skyggna auga á samtíð sína, segja henni kost og löst, vera hin vakandi samvizka þjóðar sinnar í daglegri baráttu hennar. Það er alltaf virðingarvert er menn reyna að standa unid- ir skyldu sinni, þótt mistak- ist um árangurinn. En sem sagt. Ég las nú bók- ina og komst að raun um þrennt: Þetta er mjög fljót- lesin bók í fyrstu. Lesi maður hana aftur, er hún einhver sú seinlesnasta bók, sem ég hef haft. í höndum. Og í þriðja lagi, þá þykir mér þetta mjög merki’eg ’bók, já, og líka góð bók; hreint ekki galla- laus bók, öðru nær, en kost- irnir þó langtum fleiri. í 'hverju þetta sé fólgið, er mér ekki svo hægt að skýra, því ég kann ekki að ritdæma bók, hef aldrei gert það á æfinni. Þó ætla ég að reyna að fara nokkrum orðum um þetta ritverk, ef það gæti vakið forvitni einhvers til lesturs bókarinnar, því ég tel að hún sé meira en Jiess verð að lesa hana, já, og lesa hana vel. Svo kemur mér bókin fyrir sjónir: Þoriiið er mjög óljóst,, bæði afstaða þess gagnvart um- hverfinu og e'kki síður hús- anna, hálfgerð hilling, varla raunverulegt. Líkast að höf- undurinn hafi verið hræddur við að fullgera myndiiia af ótta við það, að hver og einn — þorpari — þekkti í því sinn samastað. En strax í upphafi leggur einhvern súg um mann. Það er varla tilviljun í nafn- inu Gildra, og síðan samnefnt — ás — holt — kot og læk- ur, enda reynist svo er fram í sækir að þessi nöfn hafa fulla merkingu. Þegar kemur að því að skrá sögu þorpsins, verður ekkert á huldu. Atburðasagan er þar vel úr garði gerð, trú og traust. Frumbyggjar þorpsins eru að vísu ekki þýð- ingarmiklar persónur fyrir framtíð þorpsíns. eiga raun- verulega engan hlut þar að nema þann að vera samnefn- ari þsss fóiks er s’ðar flytur á þessar — gildrueyrar — fiölmennisins. Þetta eru vel- gerðar persónur af höfundar- ins hendi, upphaf þeirra og örlög trúverðug, en allt um það gleymskunni og tilgangs- leysinu háð frá byrjun. Lifa aðeins sem gömul saga, er birtist í undarlegum bletti, er tekur lit á undan öðru er snjóa leysir. Seinni tíminn kannast ekki við þau frekar en við Islend- ingar, sem munum aldfei te'ja Náttfara fyrsta búsefu- mann á íslandi. Það er ekki lengur Hansens- nafnið. Nei, nú er innlenda kapitalið komið til sögunnar, —- Kaupfélag Sandstrandar — íslenzka auðvaldið hefur tekið forystuna. Og Sandströnd er orðið fullskapað þorp, að vísu í óljósu umhverfi og óljóst í innbyrðis afstöðu, en athafna- vettvangur þess er augljós, þar koma fram og myndast hin sömu átök og í þjóðfé- laginu sjálfu. Þorpssögunni er lokið í bili. Það er ekkert. undarlegt þótt aðkomumaður skrifi sendibréf þeim, sem hann tel- ur sig hafa ástæðu til að skrifa. En þótt sendibréfið sé vel úr garði gert, er ekki jafn- vel gengið frá ástæðunni til þess að skrifa bréfið. Allt samband bréfritarans við þann, sem á að fá bréfið, er mjög á huldu. Bréfritarinn sjálfur er og líka dál.'tið und- arlega gerður. Athugull, góð- viljaður, skilningsríkur og vill öllum vel gera. Einn þessara nytsömu sakleysingja, sem sjá. hvað að er, en þora tæp- ast að draga aniiann af ótta við að styggja einlivern. En hann finnur þetta lí’ka og það er hans kvöl. En athugull er hann. Af- stöðu atvinnurekenda til verkamanna og samtaka þeirra lýsir hann af slíkri ná- kvæmni, að þar brestur fát.t á um hina raunverulegu þróun þeirra mála. Og skyldu ekki einhverjir kannast við Ásgeir á Barði sem manngerð í Is- lenzkri verkalýðssögu ? Og ætli hin almenna virð- ing fyrir sérnámi birtist eltki Eftir Pétur SumarllSason í viðhorfi Áma til fagnáms- ins, er hann telur óþarfa að fá lærðan hárskera til þorps- ins, — því að varla þurfti fjögurra ára nám til að halda á skærum —. ? Það rekur sig þama allt, eins og perlur á bandi. Skriða hernámsáranna, — húsið, sem hvorki hreppurinn eða kaup- félagið á, kauphækkunarald- an, — samböndin við herinn, sem duga til þess að út.iloka þorpsbúa 'frá gulli hernáms- vinnunnar ef þeir ætla að ger- ast svo djarfir að næla sér sjálfir í svolítinn gróða. Og drengurinn. — Jú, Ste- fán kann að segja sögu af dreng. Dreng, sem át.ti sér guð, en lokaði hann niður í skúffu vegna áhrifa umhverf- isins, umhverfis styrjaldarár- anna, — sögu af Öreng, sem gjarnan vildi hafa stríð, en var svo mikið barn að hann timdi því ekki, — Það lang- ar svo mikið til að lifa. — Sögu af dreng, sem geymir •sinn guð, hættir við að hafa stríð, talar um hrísluna í gil- inu, sem fúnar óðum, og er að lokum viss um að tillits- semin við náungann má ekki ganga svo langt, — að hon- r um líðist að binda á mann vettling —. Ég veit ekki hvort íslenzka þjóðin á enn sinn guð í ein- hverri hálfgleymdri skúffu, — ólögulegan guð, skorinn í spýtu af einhverjum undar- legum sögumanni liðinna alda, — en sannarlega færi betur að hún fyndi hann og ætti hann að leiðarhnoða er þeirri gjörningaþoku rofar frá, sem nú gengur yfir. Kannske gæti hún þá hjálpað drengnum að hugsa um hrísluna, sem nú fúnar að stofni í gilinu hans. Örlög þessa fólks eru und- arleg. Móða lyga og blekk- inga leikur um það, allt. við- sjált og lævi blandið. Varla er það alveg út í bláinn hjá höfundi, að eina fólkið, sem stendur eftir hamingjusamt í bókarlok, eru þau Böðvar, Sigrún og Herdís gamla. Þau eru líka eina fólkið sem hef- ur — þó fyrir tilviljun sé — losnað við svikin úr lífi sinu og tekst um leið að skapa hinni lifandi æsku í húsinu, drengnum, traustan heim ást- ar, umhyggju og öryggis. Það mun og verða stað- revndin, að til þess að ala upp heilbrigða æsku í þessu landi, — æsku, sem ekki trúir á peninga, vopn og ofbeldi, he'dur trúir á tilverurétt án stríðs, til þess að slíkt megi takast verðum við fullorðna fólkið, þessir Sandstrendingar á Gildrueyrum nútímans, að hrista af okkur ómennskuna og svikni, gróðafíknina og hermangið til likama og sálar, sem við höfum fóstrað með okkur síðustu tuttugu árin. Þa.ð má annars vel vera, að sem bókmenntalegt verk sé betta léleg bók. Um það kann ég ekki að dæma. En hjnu verður ekki gengið framhjá, að höfundur reynir að eegja sögu samtíðar sinnar og legg- ur í það verk alla alúð og samvizku sína bæði sem mað- ur og rithöfundur. Og afstaða hans til þessarar sögu er livergi óljós eða neinn vafi á, hvem dóm hann leggur á aldarhátt. okkar í dag. Það skal ég játa, að þetta er dul- úðug bók. Hún verður ekki öll séð í einum lestri, eða með lélegum lestri. Setningarnar eru yfirlætislausar, en þær leyna á sér, segja meira en virðist í fljótu bragði. *r Mér þótti gæta nokkuð mik- ils monts hjá Stefáni er hann sagði í viðtali við Útsýn, að --—r- Miðvikudagur 25. janúar þessi bók myiidi reynast end- ingarbetri til lengdar en Virk- isvetur. — Mér finnst það ekki lengur. Hitt finnst mér vænt um, að það er lítið útlit. fyrir að Stefón hljóti nokkurntíma ör- lög Péturs Böðvarssonar list- málara, þau er Árni ætlaði honum: — Við borgum á hann sýningu og kaupum á hann lof, fáum einhverja fína kalla til þess að látast kaupa og skriðan fer af stað —. Er ekki þetta ærið oft lög- málið um frægðina cg matið á verkum manna? Þakka þér fyrir bókina Ste- fán, og ekki sízt fyrir það, 1961 —ÞJÓDVILJINN (7 xy Wé' að þú skulir hafa haft mánn- dóm til að segja samtíð þinni úl syndauna svo sem þú ger- ir, skulir þora að skrifa sögu fyrir fullorðna, þ;ú seni átt bara að skrifa fyrir börn. , Satt er það, fullorðna fólk- ið les barnasögurnar þínar og. er þá ákaflega skilningsríkt, af því að það er fínt. að skilja börn, — en sína eigin sögu les það og skilur, en þykist; ekki skilja af því að skiln- ingurinn veldur óþægindum i sálinni, — og það er ekki fínt að skilja sinn eigin glæp. En sem sagt. Hafðu heill skrifað og þakka þér fyrir Sendibréf frá Sandströnd. Pétur Sumarlið'ason Hér er skýrt frá úrsliíum í skákgetrauninni sem birtist í jólablaði Þjóðviljans og birtar lausnir á fjórum fyrri þrauíunum. Lausnir á h'.num koma , í næsta blaði. Alls bárust 55 lausnir fyrir tilsettan tíma, voru þær víðs- vegar að af landinu en meiri- hluti frá fólki búsettu i Rvík. Lausnir sendu 53 karlar og 2 konur. Rétt lausn er svo: A-flokkur nr. 1 Dd5+. Nr. 2 e3. B-flokkur nr. 3 Kh5. Nr. 4 Dh6. C-flokkur nr. 5 He8: eða Db5. Nr 6 Bb5. D-flokkur nr. 7. Nei. Nr. 8 Ka8. A-flokk (dæmi nr. 1 og 2) leystu 39 rétt og nlaut Styrkár Sveinbjarnarson, Höfn, Sel- tjarnarnesi, verðlaun þar, kr. 200,00. B-flokk (dæmi nr. 3 og 4) leysti 21 rétt og hreppti Magn- ús Gunnársson, Haga við Sel- foss verðlaun þess flokks kr 200,00. C-flokk (dæmi nr. 5 og 6) leystu 33 rétt og féllu verðlaun- ih í skaut Sigurgeirs Þorvalds- sonar, Turner 11, Keflavíkur- flugvelli. • D-flokk (dæmi nr. 7 og 8) leysti enginn rétt og falla verð- launin því til Þjóðviljans. Með öðrum orðurn, engum leysanda tókst að leysa öll dæmin rétt, en þeir Egill Valgeirsson, Högni ísleifsson (báðir i Reykjavík) og Jónas Halldórsson A-Hún. komust næst með 7 dæmi rétt. Með sex rétt voru 22 leysend- ur og þar með önnur stúlkan, Ragnheiður Jónsdóttir, sem sendi mjög greinargóða lýs- ingu á lausnum sínum. Þeir sem verðlaun hlutu eru beðnir að vitja verðlauna sinna á skrifstofu blaðsins. Flestir leysenda hafa ekkert við keppnisfyrirkomulagið að athuga, en munu þó geta tekið undir með S.J.S.: „. .. en þó fyndist mér eðlilegra að taka nokku^t Itillit til :þess, hve mörg dæmi menn leysa, því það er hálf neyðarlegt að 4 menn, sem aðeins hafa leyst 2 dæmi hver, hreppi öll verð- launin, en sá sem öll leysir fær ekkert.. .“, en höfuðatriði haris með þátttöku í keppninni —- og margra annarra — er að sýna, að þessi skákdæmasam- antekt falli í frjóan jarðveg og láta með því í Ijós þá ósk, að áfram verði haldið með get- raun í þessu eða líku formi. —- Þetta þurfa þeir mörgu að athuga, sem skernmta sér við að glíma við dæmin, en senda enga lausn — að lítil þátttaka getur komið getrauninni fyrir kattarnef, til ieiðinda fyrir þá mörgú, sem raunverulega vilja taka undir með S.K. (og mörg- um öðrum) sem ritaði með lausn sinni: „Vonandi verður framhald á þessum skákþraut- um, þær eru alltaf skemmtileg viðfangsel'ni“. Nokkrir sýna með lausn sinni, að þeir vilja aðeins glíma við skákstöður (en ekki skák- dæmi) senda nr 1,-—4. í eyðu, og einn (K.E.) kvartar (með réttu!) undan ógreinilegri prentun stöðumyndanna. „Verð- ur gaman að sjá hinar réttu lausnir“ segir E. Th. K., sjálf- sagt fyrir fleiri en sjálfan sig og skal því horfið að þeim. Nr. 1 „Droitningu ofaukið" Staða nr. 1: II. Grasemann Deutsche Schachefte 1950 ABCDEFGH ''j n ^ # Nr. 2 „Flýitu þér hægt1' Staða nr. 2: P. Itasch-Nielsen Skakbladet 1951. ABCDEFGH VMM WM X' '■ Hvítur mátar í 7. leik. 43 leystu dæmið rétt 1. e2 til e3 (en ekki e2—e4), 2. e4, 3. e5, 4 e6, 5. e7 Kb6 (Kd6, 6. e8H) 6. e8D. Dæmið er klass- ískt, þ.e. tilheyrir engum sér- stökum t.’ma eða ,,skóla“ í skákdæmagerð, er sýnilega keppnisuppgötvun höfundar, svona líkt og íunjur Ameríku var hjá Leifi forðum. 1. Kd7 leiðir til máts einum of seint, eða í 8. leik! Nr. 3 Gamli tíminn Staðanr 3: Dr. Z. March, Prag*. Magyar Sakkiyság 1911 ABCDEFGH w Hi • ’..•• j Kf/Æi H 't’/é rmí' rw§ wm tm /M 'm&jm ip WM. TJ Éjfe Hvítur mátar í 4. leik. Þetta dæmi leystu 42 rétt. Margir töldu það til þyngri dæmanna. Væri nvíta D ekki, þá væri mát í öðrum leik með 1. Kf2. — Lausnin er 1. Dd5f, 2. Dhlf og 3. Kf2. — Dæmið er sérstakt afrek höfundar, það er mjög erfitt að lengja lausn með „drottningu of“ og svo litlu liði á borði. Þá kom „skák í fyrsta leik“ nokkuð flatt á suma leysendur — því á 19. öld var slíkt talið svo alvar- legt lýti á skákdæmi að slík- ar stöður fengu varla skák- dæmaheiti —- en nú er slíkt aftékið Hvítur mátar í þriðja leik. Höfuðeinkenni dæmisins eru: Nett og áferðarfalleg byrjunar- staða. Nokkur (hér þrjú) jafn athyglisverð lausnarafbrigði. Hver maður hvíts í starfi (R, B og D gefa hvert sitt mát). „Hreinar" og ólíkar mátstöð- ur. Látlaus og hógvær lausnar- leikur. Þetta eru einkenni tékk- neska skákdæmastílsins, sem náði hámerki með POSPÍSIL og fleirum um síðustu aldamót, og um leið aðalsmerki fallégra skákdæma. Lausnin er; Framh. á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.