Þjóðviljinn - 23.02.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.02.1961, Blaðsíða 7
verður e'kki annað séð en að hlutföllin séu í flestu mjög g'óð. Alltaf hlýtur það að verða álitamal hve .mikið á að rita um stjárnmálaþróun hinna eirístöku landa hvers út af fyrir sig í sé'rstökum þáttum eða hvort betra sé að gera ýtarlegt heildaryfirlit um stjórnmálaþróunina í heild, en ræða minna um þróum hinna einstöku landa. Erf'tt mun þó vera að komast hjá því að lýsa all ýtarlega hir> um pólitísku sérkennum helztu ríkjanna. Annars væri hætt við því að eitt heildaryfirlit ■— þótt all-ýtarlegt væri — yrði of skematískt. Það er enginn vafi á að höfundur hefur komizt vel frá iþví að raða miður efn'nu, sem aúðvitað er eitthvert mikilvæg- asta vandamálið við samningu slíkrar bókar. Raunar er æv- inlega hægt að finra eitt- hvað að og spyrja hvers vegna hann geti e'kki um hitt og þetta sem færa mætti mikil rök að að standa ætti í bók- inni. Síðustu kaflar ritsins — bls. 288—344 — f jalla um menn- ingarsögu tímabilskis, um heimspeki, hagfræði, bók- menntir myndlist og tónlist.. Satt að segja virðist það vera vafasamt, hvort setja ætti slíka kafla í yfirl't, um stjc'rn- málasögu. Það er afar vanda- samt að rita litla þætti um svo umfangsmikið efni svo að nokkurt gagn sé að t.d. er kaflinn um tónhst þessarar miklu tónlistaraldar aðeins 5 bls. og svipaður um myndlist. Heimspeki eru ætlaðar 8 bls. hagfræði 4. KafTnn um bók- menntir er langlengstur, 34 bls., og er ótrúlega góður svo stultur sem hann er. Um þessi efni ætti ekki að setja þætti í svona yfirlit um stjórnmálasögu. Það er ekki hægt að gefa þeim það rúm sem þau ættu skilið. Um þau þarf að rita sérstakar bækur ef um þau á að ræða að nokkru gagni. Margur mun þó 1‘ita svo á þetta mál að þró- un bóka og bókmennta heim- speki og hagfræði standi í svo nánu sambandi við stjórn- málaþróunina að hvortveggia verði að fylgjast að. En hið sama má segja um fjölmarg- ar aðrar greinar vísinda og lista, og raunar að enginn hlutur sé stjcrnmálasögunni óviðkomandi; og ef ætti að setja aftan við stiómmála- söguna sérstakan kafla um sérhverja grein vísinda og lista myndi ritið fá geysi langan hala. Rit þetta er í alla staði mjög vandað, til sóma bæði höfundi og útgefanda. Þekk- ingu hefur höfundur góða og gott vald bæði á máli og efni. Aftast er skrá um tímatal merkra atburða og uppfinn- inga, skýrsla um mannfjölda og skrá um heimildarrit þau, er höfundur hefur notað; að síðustu efnisyfirlit. Bók þssari ber að fagna af heilum hug og óska höf- undi til ihamingju með vel unnið starf og að •bókmennta- félagið „Mál og mer(ning“ megi bera gæfu til þess að halda þessu þjóðþrfaverki á- fram og leysa það jafnvel af hendi héreftir sem hingað- til. Skúli Þórðarson. ■ n ■ ! H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H 9 H H H H H H H Fimmtudagur 23. febrúar 1961 — ÞJÖÐVILJINN’— (?'- Við íslendingar höfum verið fremur hreyknir af því hve frelsi og jafnrétti væri mikið í landi hér; þar með talið jafm’étti kvenna og karla. Vera má að mið- að við önnur auðvaldsríki þurfi íslenzkir karlmenn ekki að skammast sín neitt tilfinnanlega mikið í þessu efni. Launajafnrétti karla og kvenna hefur þó verið bannorð í hópi at- vinnurekenda á landi hér. Þaö hefur veriö eins og að koma. við kviku aö nefna við þá launajafn- rétti. En það hefur líka ævinlega verið eins og aö koma viö kviku hjá at- vinnurekendum að nefna viö þá launahækkun karla. Atvinnurekendum virðast ósköp þessi ásköpuð, og þeir munu deyja með þeim. í hvert sinn og kauphækk- un hefur verið nefnd hef- ur auðmannastéttin látiö Konur við störf í pökkunarsal Vinnslustöðvaxinnar í Vestmannaeyjum. Sést hér yfír pölíkun- arsalinn. árangri af slíkri för. Við töidum ekki aðeins í alla staði eðlilegra heldur og miklu vænlegra til árangurs og lík- legra að leysa þetta mál hér í janúar, en verkamennírnirg höfðu sent sínar kröfur réti { fyrir áramótin. -— Hverjar eru kröfurnar? — Þær eru byggðar á Þœr neituðu Rætt við Guðmtmdu Gunnars- dottun formann samninganefnd- ar Snótar í Vestmamiaeyjumu Guðnnmda Gumxarsdóttir sem heimurinn væiri að farast. Samt hefur heimur- inn alltaf batnað örlítiö við hverja kauphækkun. Það sýnir bezt hve mikiö mark er takandi á þessari manntegund. Heimurinn mun því síöur en svo far- last þótt konur fái launa- jafnrétti viö karla heldur þvert á móti batna. Við hverja umræðu um kauphækkanir hefur væll atvinnurekenda verið mik- ill, en aldrei eins sár og hafi verið irætt um launa- jafnréttí. Við skulum búa okkur undir að bola skelfi- legan væl beirra, bví nú eru konur i sóknarhug. heima i Veslmannaeyjum. — Hvenær sögðuð þáð upp samningum ? — Það gerðum við haustið 1959, þeir gengu úr gildi í október 1959. Slðan höfum við haft lausa samninga. — Hvenær ákváðuð þið að láta uppsögnina koma til framkvæmda? — Það var einróma sam- þykkt á fundi í Snót 1. des. sl. að við yrðum að fá nýja samninga fyrir næstu verlíð og jafnframt. var samþykkt að hafa samstöðu'við Verka- lýðsfélagið. •— Hvenær senduð þið at- vinnurekendum kröfur félags- ins? -— Við sendum þeim kröfur okkar einhvern fyrsía daginn samþykkt síðasta Alþýðusam- bandsþings, og hafa nú öll verkalýðsfélög á landinu sam- þykkt að stefna að því að ná fram þeim kjarabótum er þingið samþykkti. — Heimtið þið kannski sömu laun og karlar? — Ekki heimtum við alveg sömu laun í þetta sinn, he’.dur krefjumst við að fá 90% af karlakaupi og karlmanns- kaup við alla saltfiskvinnu. — Eru konur almennt fylgjandi þessari kröfu? — Já, þetta er krafa allra verkakvenna hér. Það hefur verið mjög mikil óánægja meðal verkakven.ua hér yfir að fá ekki karlmannskaup. Það væri naikill misskilningur að halda að þetta sé aðeins krafa okkar í stjórn félags- ins cg samninganefnd þvi margar félagskonur hafa látið- okkur heyra að við hefðum. átt að vera búnar að fá karl- mannskaup fyrir löngu. — Hafið þið ekki karl- mannskaup fyrir nokkra vinnu ? — Jú, árið 1958 sömdum við um karlmannskaup við alla fiskflökun, ennfremur höfum við karlmannskaup fyrir vinnu við skreið, hrein- gerningar á bátum og húsum, en ekki þó fyrir ræstingu á gó’fum. — Hvenær rædduð þið við at vinnurekendur um málið? — Það mun hafa verið 10. jan. s.l. að við fórum á funol með þeim. — Og fenguð þið ekki karl- mannleg og drengileg svör? — Þeir voru með undan- færslur um að það væri svo erfitt að semja við einstök félög úti á landi, Dagsbrún* væri ekki enn „farin af stað“ og þeir gætu ekki samið við okkur fyrr. — Ætluðust, þeir til að Dagsbrún semdi fyrir ykkur? — Þetta voru bara vífi- lengjur. Dagsbrún semur vit- anlega ekki xim kvennakaup og getur því ekki samið fyr- ir okkur, cg það sögðum við þe:m líka. Auk þess eru allti aðrar aðstæður hér. Þegar við ræddum viðt atvinnurekendur voru hér raunverulega tvö verlúöll- í fxxrta lagi verkf'dt út- gerðnrmanna, þ.e. róðrar- bantx l’eirra vegna þess s d þeir sættu s;g ekki við vit- lausa verðt'lokkun frysti- húseigendanna — en haðl Framhald á 9 síðut í Hólshúsi í Veslmannaeyj- um hitti ég Guðmundu Gunn- arsdóftur, formann samninga- nefndar verkakvennafélagsins Snótar og jafnframt varafor- mann fétagsins. — Þið höfðuð utanstefnu sáttasemjara að engu, Guð- munda, hvernig slóð á því? — Okkur datt ekki í hug að fara því sáttasemjari liafði lofað að koraa Mngað. Hann gerði það ekki, en í þess stað hringdi hann á síðustu stundu og skipaði okkur að koma til Reykjavíkur. Við töldum ekki horfur á miklum Bátamir cru bundnir við bryggju j Vestmannaeyjahöfn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.